Fréttablaðið - 22.02.2020, Blaðsíða 76
Ég ólst upp við stjörnur eins
og Frank Sinatra og Ellu Fitz-
gerald. Var reyndar líka hrifinn
af Bítlunum.
Innilegar þakkir til allra þeirra sem
sýndu okkur hlýhug, samúð
og vináttu við andlát og
útför okkar ástkæra
föður, tengdaföður,
afa, bróður og mágs,
Sævars Sigtýssonar
rafvirkjameistara,
Mýrarvegi 113, Akureyri.
Starfsfólki gjörgæsludeildar Sjúkrahússins á Akureyri
eru færðar bestu þakkir fyrir alúð og einstaklega
góða umönnun.
Torfi Dan Sævarsson Valgerður Hallgrímsdóttir
Jón Marinó Sævarsson Kristín Irene Valdemarsdóttir
Arna Björg Sævarsdóttir Ásbjörn Þór Á. Blöndal
Ármann Snær, Snærún Tinna
Sædís, Sigmar, Silja
Sigtýr Snorri, Styrbjörn Sævar, Steinkell Skorri
Arnar Sigtýsson Málfríður Torfadóttir
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir
amma, langamma og langalangamma,
Aðalheiður Pálsdóttir
áður til heimilis að Miðvangi 41,
Hafnarfirði,
lést á Akurgerði, Sólvangi, Hafnarfirði,
þann 25. janúar sl.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey
að ósk hinnar látnu. Sérstakar þakkir til
starfsfólksins á hjúkrunarheimilinu.
Aðstandendur.
Elsku hjartans móðir mín,
dóttir okkar, sambýliskona,
systir, mágkona og frænka,
Ester Ósk Liljan Óskarsdóttir
lést í faðmi fjölskyldunnar á
gjörgæsludeild Landspítalans
Fossvogi þann 14. febrúar síðastliðinn.
Vill fjölskyldan þakka viðbragðsaðilum einstök hlýlegheit.
Útförin fer fram frá Akraneskirkju, 25. febrúar kl. 13.00.
Arnar Óli Þórarinsson
Svanborg Liljan Eyþórsdóttir
Óskar Aðalsteinsson
Sigurður Þór Mýrdal Gunnarsson
Ólafur Eyberg Rósantsson Kolbrún Harðardóttir
Jónas Páll Þorláksson Margrét Hallgrímsdóttir
Vilborg Helga Liljan Ólafsdóttir
og aðrir aðstandendur.
Ástkær sonur minn,
bróðir okkar og frændi,
Hafsteinn Kjartansson
lést á Tenerife fimmtudaginn
6. febrúar. Útför hans fer fram frá
Grindavíkurkirkju miðvikudaginn
26. febrúar klukkan 14.00.
Þakkir eru færðar þeim sem sýna hlýju og samhug.
Blóm og kransar eru afþakkaðir, en þeim sem vilja minnast
hans er bent á Draumasetrið.
Antonía Björg Steingrímsdóttir
Hallgrímur E. Vébjörnsson Judith Haas
Steingrímur E. Kjartansson Grachille A. Baligod
Hilmar Kjartansson Svava Kristinsdóttir
Valdimar Kjartansson Inga Tirone
Ósk Kjartansdóttir Ragnar T. Atlason
og systkinabörn.
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir,
stjúpmóðir, amma og langamma,
Ólafía Katrín Hansdóttir
sem lést sunnudaginn 9. febrúar,
verður jarðsungin frá Kópavogskirkju
mánudaginn 24. febrúar klukkan 13.00.
Ingiríður Hanna Þorkelsdóttir
Elsa Sigurveig Þorkelsdóttir Már Guðmundsson
Indriði Þorkelsson Anna María Soffíudóttir
Valdís Brynja Þorkelsdóttir
barnabörn og langömmubörn.
Nú er ég auðvitað innflytj-andi en Ísland er búið að vera alveg svakalega gott við mig. Þess vegna vil ég vera hér og hvergi annars st aðar. Mér
finnst ég oftast hafa fengið tækifæri til
að gera það sem mig langar til að gera,
segir tónlistarmaðurinn John Speight
sem fagnar 75 ára afmæli síðar í þessum
mánuði. Af því tilefni ætla Gunnar
Kvaran og Helga Bryndís Magnúsdóttir
að tileinka honum tónleika í Hljóðbergi
í Hannesarholti á morgun, sunnudag.
John fæddist á Englandi. Hann stund-
aði söngnám við Guildhall School of
Music and Drama í Lundúnum og lagði
þar jafnframt stund á tónsmíðar. En árið
1972 f lutti hann til Íslands. Hvað kom
til? „Ég hitti konuna mína í London,
við vorum þar í sama skóla. Hún heitir
Sveinbjörg Vilhjálmsdóttir og er píanó-
leikari.“
Oft er það nú þannig að karlarnir ráða
en þú hefur verið svona leiðitamur, segi
ég og við hlæjum bæði. „Já, greinilega!
Ætli það hafi ekki verið af því að ég var
búinn að búa í Englandi í 27 ár? Það var
alveg nóg, þá var ég búinn að afgreiða
það. Nú hef ég búið hér tvo þriðju hluta
af lífi mínu. En ég hugsa aldrei, er ég Eng-
lendingur eða er ég Íslendingur? – mér er
alveg sama.“
Hann kveðst strax hafa komist inn í
tónlistarlífið hér. „Ísland tók mér afar
vel og ég vona að ég hafi gefið eitthvað
af þeim jákvæðu straumum til baka. Ég
kenndi söng, tónfræði og f leiri fög við
Tónskóla Sigursveins í 43 ár, en var alltaf
að gera eitthvað annað með, bæði syngja
og semja. En nú heyri ég ekki orðið nógu
vel, held það sé í ættinni, móðir mín
var heyrnarsljó á efri árum. Ég reyni
að hugsa jákvætt og segi stundum: Nú
eigum við Beethoven eitthvað sameigin-
legt!“
Þarna vísar John til heyrnarleysis
Beethovens. Báðir hafa þeir líka
lagt fram drjúgan skerf til tónbók-
menntanna og nú á að frumflytja nýtt
verk eftir John í Hannesarholti á morg-
un. Það samdi hann einmitt fyrir Gunn-
ar og Helgu Bryndísi. „Verkið heitir Einu
sinni var – og á að virka eins og að blaða í
gegnum smásagnasafn, svo það er margt
sem gerist. En það er ekki byggt á nein-
um sérstökum sögum, bara rusli sem er
í hausnum á mér!“ segir hann hlæjandi.
Þegar merkisafmælið brestur á þann
27. febrúar kveðst John bara ætla að hafa
fjölskylduna í kringum sig. „Við hjónin
eigum tvo syni og sex barnabörn og
erum svo heppin að okkur kemur öllum
mjög vel saman. Eldri strákurinn minn
hefur búið í Englandi og Bandaríkjunum
en kemur alltaf heim og býr hér, vinnur
sem ljósmyndari, Svenni Speight. Yngri
strákurinn er „umbi“, Einar Speight
heitir hann og er í tónleikahaldi – ekki
samt fyrir pabba sinn eða aðra í klassík-
inni, meira í poppinu. Persónulega hef
ég ekki mikinn tíma til að hlusta á popp
og það sem ég hlusta á er líklega gamal-
dags. Ég ólst upp við stjörnur eins og
Frank Sinatra og Ellu Fitzgerald. Var
reyndar líka hrifinn af Bítlunum. En
þegar maður fer djúpt ofan í klassíska
músík þá hefur maður ekki tíma fyrr
annars konar tónlist.“
gun@frettabladid.is
Ísland tók mér afar vel
Gunnar Kvaran sellóleikari og Helga Bryndís Magnúsdóttir píanóleikari halda tón-
leika til heiðurs John Speight í Hannesarholti á morgun í tilefni 75 ára afmælis hans.
John Speight, Helga Bryndís og Gunnar Kvaran verða í essinu sínu í Hannesarholti á morgun. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð,
kærleika og hlýjar kveðjur við andlát
og útför elskulegs föður okkar,
tengdaföður, afa og langafa,
Benedikts Ólafssonar
fyrrverandi forstjóra,
áður til heimilis að Langagerði 114.
Einnig sendum við kveðju og þakkir til starfsfólksins á
hjúkrunarheimilinu Eir, á 2. hæð suður,
fyrir umönnun og vináttu þess.
Ólafur Benediktsson
Kristín Benediktsdóttir
Birna E. Benediktsdóttir Hilmar Þórarinsson
barnabörn og barnabarnabörn.
Elskuleg móðir mín, tengdamóðir,
amma og langamma,
Borghildur B. Fenger
Sóltúni 11,
Reykjavík,
lést á Borgarspítalanum 18. febrúar sl.
Útförin fer fram frá Dómkirkjunni
5. mars nk. kl. 13.00.
John Fenger Rósa Fenger
Kristín Fenger Vermundsd. Helgi Benediktsson
Björg Fenger Jón Sigurðsson
Ari Fenger Helga Lilja Gunnarsdóttir
Hilmar Bragi Fenger Kerri Gilday
Ármann Örn Fenger Katie Fenger
Ingi Rafn Fenger Deven Greene
og barnabarnabörn.
2 2 . F E B R Ú A R 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R36 T Í M A M Ó T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
TÍMAMÓT