Fréttablaðið - 22.02.2020, Side 77

Fréttablaðið - 22.02.2020, Side 77
Til að birta andláts-, útfarar- eða þakkartilkynningar í Fréttablaðinu þarf að senda tölvupóst á timamot@frettabladid.is eða hringja í síma 550 5055 . Ég er vön því að traffíkin detti niður í apríl og jafnvel maí, en það tímabil byrjar fyrr í ár út af COVID-19 veirunni. Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Lárus Helgason loftskeytamaður, síðast til heimilis að Hraunvangi 7 Hafnarfirði, lést í faðmi barna sinna þriðjudaginn 11. febrúar á Landspítalanum í Fossvogi. Útför hans fer fram frá Lindakirkju í Kópavogi mánudaginn 24. febrúar kl. 11.00. Sigurlaug Hrönn Lárusdóttir Vala Lárusdóttir Ólöf Ýr Lárusdóttir Bjarmi Sigurgarðarsson Andri Lárusson Halla Jóhannesdóttir Tinna Lárusdóttir Þór Karlsson Sölvi Lárusson Sigurður Lárusson Kristján Lárusson Guðrún Lárusdóttir Kristján Reynir Kristjánsson Anna Marie Lárusdóttir Baldur Már Stefánsson Kristín Lárusdóttir Óli Björn Blöndal barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, Kristján Steindórsson bóndi og fyrrverandi símstöðvarstjóri frá Kirkjubóli í Langadal, lést laugardaginn 15. febrúar á hjúkrunarheimilinu Mörk. Minningarathöfn fer fram frá Bústaðakirkju þriðjudaginn 25. febrúar klukkan 15.00. Útför verður gerð frá Nauteyrarkirkju og jarðsetning á Kirkjubóli í Langadal á vormánuðum. Sérstakar þakkir fær starfsfólkið á hjúkrunarheimilinu Mörk fyrir yndislega umönnun. Guðmunda Sigurðardóttir Steindór Gísli Kristjánsson Kristín Margrét Kristjánsdóttir Eyjólfur Eyjólfsson Sigurður Kristjánsson Hafliði Kristjánsson Lilja Fossdal Einar Rúnar Kristjánsson Rowena D. Kristjánsson Karen Dís Hafliðadóttir Thelma Dögg Hafliðadóttir Innilegar þakkir fyrir samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, Jónu Gísladóttur síðast til heimilis að Hrafnistu í Hafnarfirði. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Hrafnistu fyrir umhyggju og alúð, sem og öllum í opnu húsi Blindrafélagsins. Guðm. Friðrik Sigurðsson Kristín Pálsdóttir Axel Jónsson Þórunn Halldórsdóttir Valgerður Sigurðardóttir Óskar Jóhannsson Ragnheiður Sigurðardóttir Kristján Guðmundsson Björg Sigurðardóttir Aðalheiður D. Sigurðardóttir Þröstur Óskarsson barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær sambýlismaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, Sayd Mechiat lést á Landspítalanum Hringbraut miðvikudaginn 19. febrúar. Sérstakar þakkir til starfsfólks blóðlækningadeildar 11G fyrir einstaka hlýju og umhyggju. Guðbjörg María Drífa Nadia Mark Anthony Skúli Hakim Valgerður Fannar Lilja Yasmin og barnabörnin Góa, Salvador, Eysteinn og Katrín Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Sigurður H. Egilsson Fróðengi 11, Reykjavík, lést þann 14. febrúar sl. Útför hans fer fram frá Bústaðakirkju föstudaginn 28. febrúar kl. 13.00. Bragi Sigurðsson Sigríður Emelía Bjarnadóttir Þórður Sigurðsson Edda Björnsdóttir Pétur Kornelíusson barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær faðir okkar, tengdafaðir og afi, Halldór Snorri Gunnarsson Löngubrekku 13, Kópavogi, lést á líknardeild Landspítalans mánudaginn 17. febrúar. Útför hans fer fram frá Kópavogskirkju föstudaginn 28. febrúar klukkan 11.00. Gunnar Már Halldórsson Lovísa Lára Halldórsdóttir Ársæll Rafn Erlingsson Svanhildur Sif Halldórsdóttir Michael William Chapman Berglind Björk Halldórsdóttir Hannes Þór Baldursson og barnabörn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Auðbjörg Jóhannsdóttir frá Eskifirði, lést fimmtudaginn 20. febrúar á hjúkrunarheimilinu Sóltúni. Útförin fer fram frá Háteigskirkju mánudaginn 2. mars kl. 13.00. Þorvarður Kári Ólafsson Anna Kristín Sigurðardóttir Sólrún Ólafsdóttir Kristján Örn Karlsson Bryndís Ólafsdóttir Björn Harðarson Svanhildur Ólafsdóttir Magnús Arnar Einarsson barnabörn og barnabarnabörn. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Sólveig Hulda Jónsdóttir (Dollý) lést á hjúkrunarheimilinu Hlévangi, Reykjanesbæ, fimmtudaginn 20. febrúar. Jarðarför auglýst síðar. Guðbjörg Jóna Pálsdóttir Sigurður Hallmann Ísleifsson Jón Örn Pálsson Elísabet Kjartansdóttir Magnús Valur Pálsson Jóna Guðrún Jónsdóttir Þórður Pálsson Laufey Eydal Kristinn Pálsson börn, barnabörn og barnabarnabörn. Þökkum innilega samúð og hlýhug við andlát og útför elsku móður okkar, tengdamóður, ömmu, langömmu og langalangömmu, Erlu Hafliðadóttur Patreksfirði. Sérstakar þakkir til starfsfólks Sjúkrahúss Patreksfjarðar fyrir góða umönnun. Fyrir hönd aðstandenda, Erlendur Kristjánsson Sigríður Karlsdóttir Kristín S. Kristjánsdóttir Guðbrandur Jóhannsson Ólafur A. Kristjánsson Svanhvít Bjarnadóttir Björk Kristjánsdóttir Andri K. Karlsson Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, Ragnar Hilmir Ragnarsson Bollebygd, Svíþjóð, lést sunnudaginn 2. febrúar. Útför hans fer fram frá Bollebygds kyrka í Svíþjóð, miðvikudaginn 18. mars. Flordilez Odess Ragnarsson Anna Katrín Ragnarsdóttir Vilhjálmur Sturla Eiríksson Þorsteinn Lár Ragnarsson Íris Ósk Ólafsdóttir Guðbjörn Hilmir Ragnarsson Ritta Patricia Panes Perez Guðný Björg Ragnarsdóttir Rica Azalea Perdiso Arnar Geir Stefánsson og barnabörn. Yf irleitt eru prjónarnir í bílnum, ef ég skyldi þurfa að bíða meðan farþegarnir fara í jöklagöngu,“ segir Hildigunnur Fönn Hauks-dóttir brosandi. Hún ekur um landið með ferðamenn allt árið, í öllum veðrum og segir það geta verið erfitt en  einnig gaman. „Ég fer í átta daga hringferðir á veturna,  oft með Asíubúa, yfirleitt ungt fólk, alveg yndis- legt en þetta eru engar lúxusferðir.“ Á sumrin kveðst hún meira í styttri ferð- um oft með Skandinava og aðra Evrópu- búa. Óvenju rólegt er þessa dagana. „Ég er vön því að traffíkin detti niður í apríl og jafnvel maí, en það tímabil byrjar fyrr í ár út af COVID-19 veirunni.“ Segja má að hrunið hafi hrundið Hildigunni út í þennan rekstur. „Ég er hagfræðingur og var að vinna í fjár- málageiranum, en leið ekkert vel þar því ég er dálítið vinstrisinnuð. Svo kom hrunið með öllum sínum uppsögnum, það var hræðilegt og enginn vissi hver yrði látinn fjúka næstur. Ég fór sjálf að leita mér að öðru og tækifærin voru í þessum geira. Fór til Póllands og keypti lúxusrútu og tók svo tilskilin próf þó skólastjórinn réði mér eindregið frá því að reyna.“   Einu sinni á ári fer Hildigunnur í stóra ferð um Ísland með prjónafólk frá Bandaríkjunum. „Ég kynntist þeim félagsskap áður en ég byrjaði í ferða- bransanum og úr varð vinskapur sem þróaðist út í þessar ferðir.“ Hún segir áhuga á prjónaskap mikinn bæði vestra og hér á landi. „Hér snýst allt um að prjóna eitthvað gagnlegt, en í Amer- íku er prjónaskapur meira hobbý þeirra ríku, keypt er rándýrt garn og prjón- aðir litlir en afar fagrir hlutir. Svo  er ferðast  til Perú, Noregs, Skotlands, Íslands og Færeyja. Ég fór á námskeið í september, f laug til Seattle og tók pínu- litla rellu út í eyju. Þar er prjónasetur, svo fléttast inn í góður matur og ferðir í prjónabúðir á staðnum. Ég prjónaði bara með mínu lagi en kann amerísku aðferðina, hef samt ekki þolinmæði í f lóknustu hlutina.“ gun@frettabladid.is Prjónar í lengri stoppum Hildigunnur Hauksdóttir er sjálfstætt starfandi leiðsögumaður á eigin farartæki. Hún  tekur prjónana með og einu sinni á ári fer hún um landið með amerískt prjónafólk.  Hildigunnur nýtir tímann meðan hún bíður eftir farþegum. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK T Í M A M Ó T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 37L A U G A R D A G U R 2 2 . F E B R Ú A R 2 0 2 0

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.