Fréttablaðið - 22.02.2020, Page 84

Fréttablaðið - 22.02.2020, Page 84
ÞETTA ER SAGA UM STRÁK SEM TÝNIR PABBA SÍNUM OG LEGGUR AF STAÐ Í LEIÐANGUR TIL AÐ FINNA HANN OG Á LEIÐINNI ÞARF HANN AÐ LEYSA ALLS KONAR ERFIÐ VERKEFNI OG ÞAÐ MÓTAR HANN.Glæný r söngleik ur um ævintýri spýtu­s t r á k s i n s G o s a verður frum sýndur á Litla sviði Borgar­leik hússins á morg­ un, sunnudaginn 23. febrúar. Söng­ leikurinn er unn inn upp úr þessu klassíska ævintýri af Ágústu Skúla­ dóttur leik stjóra, Karli Ágústi Úlfs­ syni og leik hópn um í sýningunni. Eiríkur Stephensen og Eyvindur Karlsson sömdu tónlistina í verkinu og Haraldur Ari Stefánsson, Katla Margrét Þor geirsdóttir og Halldór Gylfason fara með hlutverkin. Haraldur Ari fer með hlutverk Gosa. „Í vinnuferlinu höfðum við til hliðsjónar upprunalegu söguna eftir Carlo Collodi sem er grófari en Disney­teiknimyndin sem f lestir þekkja. Við unnum sýninguna á skemmtilegan hátt, hittumst í nokkrar vikur með grunn að hand­ riti frá Kalla og Ágústu, prófuðum lögin og sáum hvað virkaði. Þegar við hittumst næst var handritið orðið mótaðra og f leiri lög höfðu orðið til. Í þessari sýningu er fram­ vindan oft sögð í gegnum lögin sem eru mjög skemmtileg,“ segir Haraldur Ari. Bók frá Brynju Ben Spurður um fyrstu upplifun sína af Gosa sem barn segir hann: „Það var þegar Brynja Benediktsdóttir, leikkona og leikstjóri, gaf mér bók um Gosa, sem ég fann svo nýlega. Nefið á Gosa, sem lengist þegar hann lýgur, er það sem flestir muna eftir úr Disney­myndinni en í sög­ unni gerist svo margt annað og Gosi þarf að leysa ýmiss konar verkefni. Hann ætlar til dæmis að vera dug­ legur og standa sig í skólanum og tekst það en fer að monta sig. Þá þarf hann að læra að maður montar sig ekki heldur hjálpar öðrum sem gengur ekki eins vel. Það er fullt af boðskap í þessari sýningu. Þetta er saga um strák sem týnir pabba sínum og leggur af stað í leiðangur til að finna hann og á leiðinni þarf hann að leysa alls konar erfið verkefni og það mótar hann. Hann þarf að fórna sér fyrir aðra og verður að lokum mennskur.“ Leikur Gosa með hjartanu Borgarleikhúsið frumsýnir söngleik um Gosa. Haraldur Ari Stefánsson fer með hlutverk spýtustráksins sem verður að lokum mennskur. Hann er á sviðinu eiginlega allan tímann. „Þetta hefur verið skemmtileg og gefandi vinna.“ FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is Allur tilfinningaskalinn Í hlutverki Gosa er Haraldur Ari á sviðinu svo að segja allan tímann. „Það er mjög gaman að leika Gosa. Það þarf að leika hann með hjart­ anu. Þarna er allur tilfinningaskal­ inn, sorg og gleði skiptast á. Svo þarf ég að passa að vera ekki með of mannlegar hreyfingar því ég er spýtukarl, en búningurinn sem er mjög f lottur hjálpar mér við það. Ég þarf að syngja og hreyfa mig á sama tíma. Þetta tekur á en er um leið ákaflega gaman.“ Ungir áhorfendur mega búast við góðri skemmtun og minnisstæðum atriðum. „Gosi hittir til dæmis eldgleypi og er gleyptur af hval,“ segir Haraldur Ari. „Ung kona sem vinnur hér í húsinu sagði frá því að hún hefði sem barn horft á teikni­ myndina um Gosa og horfði ekki á hana aftur fyrr en hún var tvítug og varð alveg jafn hrædd.“ Haraldur Ari ber mikið lof á samstarfsfólk sitt. „Þetta er frábær hópur og það hefur verið hlegið mikið á æfingum. Þetta hefur verið ákaf lega skemmtileg og gefandi vinna.“ Hrafnhildur Hagalín, listrænn ráðunautur Þjóðleikhússins. MYND/HARI Þjóðleikhúsið hefur fastráðið fjóra listræna stjórnendur til að skipa teymi listrænna stjórnenda við leikhúsið ásamt leik­ hússtjóra. Allir verða þeir virkir í listrænni sköpun í leikhúsinu ásamt öðrum listamönnum hússins. Hlut­ verk teymis fastráðinna listrænna stjórnenda er jafnframt að taka þátt í að móta listræna stefnu leikhúss­ ins með þjóðleikhússtjóra og styðja við hana, auk stefnumótunar fyrir leikhúsið almennt. Hrafnhildur Hagalín Guðmunds­ dóttir er ráðin sem listrænn ráðu­ nautur og staðgengill leikhússtjóra. Ólafur Egill Egilsson er fastráðinn leikstjóri, Ilmur Stefánsdóttir er fastráðinn leikmyndahöfundur og Björn Bergsteinn Guðmunds­ son yfirljósahönnuður. Auk þeirra hefur Unnur Ösp Stefánsdóttir einnig gengið til liðs við leikhúsið og mun vinna jöfnum höndum sem leikari og leikstjóri á komandi árum. – kb Nýir listrænir stjórnendur List fyrir alla auglýsir eftir umsóknum um listviðburði eða verkefni á svið barnamenningar fyrir grunnskólabörn List fyrir alla er barnamenningarverkefni á vegum mennta- og menningar- málaráðuneytis, sem ætlað er að miðla listviðburðum til barna og ungmenna um land allt og jafna þannig aðgengi barna á grunnskólaaldri að fjölbreyttum og vönduðum listviðburðum óháð búsetu og efnahag. Starfandi listamenn sem og stofnanir og aðrir lögaðilar er sinna barna- menningu á einhvern hátt geta sótt um. Umsóknarfrestur er til 20. mars 2020. MAT Á UMSÓKNUM Valnefnd metur umsóknir og gildi þeirra með hliðsjón af því hvernig þær falla að markmiðum verkefnisins List fyrir alla. Listviðburðir og verkefni skulu í öllum tilvikum unnin af metnaði og af fagfólki. Við mat á umsóknum er valnefnd heimilt að leita umsagnar, gerist þess þörf. Ákvörðun úthlutunar mun liggja fyrir eigi síðar en 22. maí 2020. Umsækjendum er gert að sækja um á rafrænu formi á heimasíðu List fyrir alla, www.listfyriralla.is 2 2 . F E B R Ú A R 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R44 M E N N I N G ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð MENNING

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.