Morgunblaðið - 05.12.2019, Side 35

Morgunblaðið - 05.12.2019, Side 35
FRÉTTIR 35Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. DESEMBER 2019 Byltingarkennd nýjung í margskiptum glerjum 50–65% stærra lessvæði Afgreiðslutímar á www.kronan.is falalalala ... Biti fyrir börnin Skráðum í þjóðkirkjunni hefur fækkað um alls 1.518 manns frá 1. desember á síðasta ári. Eru nú 231.154 einstaklingar skráðir í þjóð- kirkjuna, eða um 63,5% landsmanna. Kemur þetta fram á vef Þjóðskrár. Fjöldi skráðra einstaklinga í trú- og lífsskoðunarfélög 1. desember ár hvert ræður því hversu há sókn- argjöld renna til félaganna árið eftir. Fram kemur í samantekt Þjóðskrár að fækkun hafi orðið í 22 af þeim 54 trúfélögum sem starfa á Íslandi. Flestir fara úr þjóðkirkjunni, en hlutfallsleg fækkun er mest hjá Zú- istum. Þar voru 1.255 skráðir félagar á fyrsta degi mánaðarins og fækkaði þeim um 375 frá 1. desember í fyrra, eða sem nemur rúmlega 23%. Félögum í Siðmennt og kaþólsku kirkjunni hefur fjölgað um meira en sex hundruð frá fyrra ári og eru meðlimir í kaþólsku kirkjunni hér á landi nú 14.554. Morgunblaðið/Eggert Trú Mikil fjölgun hefur verið innan kaþólsku kirkjunnar hér á landi. 63,5% eru nú í þjóð- kirkjunni  Zúistum fækkar hlutfallslega mest Lögreglan á Suðurnesjum handtók síðast- liðinn föstudag karlmann á þrí- tugsaldri í Flug- stöð Leifs Eiríks- sonar eftir að tollverðir fundu fíkniefni í fórum hans. Hafði mað- urinn þá reynt að smygla tæplega fjórum kílóum af hassi til landsins og faldi hann efnin undir fölskum botni í ferðatösku sinni. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni var maðurinn að koma frá Spáni þegar hann var handtek- inn. Hefur hann þegar játað sök og sagst hafa verið lofað einni milljón króna fyrir smyglið. Málið er í rannsókn. Var lofað milljón fyrir fíkniefnasmygl Keflavík Maðurinn kom frá Spáni.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.