Morgunblaðið - 05.12.2019, Side 47

Morgunblaðið - 05.12.2019, Side 47
Umræðan MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. DESEMBER 2019 Ég er að skrifa um elsku gamla og „unga“ fólkið okkar sem streðað hefur alla sína hunds- og kattar- tíð fyrir nákvæmlega okkur. Ég vinn sem sjúkraliði á deild á Sjúkrahúsi Akraness þar sem fólk er að bíða eftir því að fara á hjúkrunarheimili eða „endastöðina“ að margra sögn. Við vinnum í samstarfi við Landspítalann og eru nánast allir sjúklingar sem koma úr Reykjavík – örfáir utan af landi en hafa búið í Reykjavík og nágrenni. Það sem ég horfi upp á og að sögn gamla fólksins okkar og nán- ustu aðstandenda er að heilbrigð- isstarfsfólk er með símann nánast límdan á sér, sem á í alvöru talað ekki að eiga sér stað nema inni á vaktstofu og alls ekki fyrir augum sjúklinga sem vita nánast ekki hvaða tæki þetta er. Ef ég tek sem dæmi: við erum að labba með sjúk- lingi, tala við hann, sinna honum eða með honum á klósettinu, þá er síminn algert banntæki. Að sjálfsögðu getum við verið að bíða eftir nauðsynlegum símtölum, þá ætti það ekki að vera tiltöku- mál. Ég er hlynntust því að gera sem mest með þeim, það sem þau geta, til dæmis að fara út ef gott er veð- ur (oft eru þau miklar kuldaskræf- ur) en þá er hægt að fara í göngu- túr innandyra, spila við þau, lesa, púsla, spjalla, prjóna/sauma með þeim, nú eða lesa blaðið. Sumir kjósa að sjálfsögðu að vera inni hjá sér að hlusta á sína tónlist, hljóð- bók, útvarpið eða gera nákvæm- lega það sem þeim dettur í hug. Það er alltaf ein stúlka sem oftast er sjúkraliði sem skráð er á til- tekna afþreyingarvakt, oftast eru flestir sem taka þátt í þeim við- burðum. Svo ég ræði aðeins um sjúklinga frá 58-75 ára sem blandaðir eru öldruðum frá 76-97 ára (sem eru hjá okkur), hvaða samleið eiga þessir „ungu“ með þeim öldruðu? Nákvæmlega enga. Það þarf klár- lega að búa til úrræði í samfélag- inu fyrir þessa tilteknu tvo hópa. Ég hef sjálf orðið vitni að því að þeir „ungu“ vilja kom- ast burt sem allra fyrst því þetta fólk hefur engin sameig- inleg áhugamál með eldra fólkinu, þessir öldruðu heyra oft (ekki alltaf) verr en þeir „ungu“ og þeir geta ekki með nokkru móti átt góðar sam- ræður og oft á sér stað mikill misskiln- ingur þar sem annar aðilinn verður kvíðn- ari og óöruggari en áður. Auðvitað geta átt sér stað dæmi þar sem „ungir“ og eldri smellpassa saman. Ég elska mína sjúkraliðavinnu alveg hreint út í eitt. Ég gleymi því í nærveru þeirra að þurfi að þurrka munnvik, skeina, taka úr þvagleggi, nálar, hjálpa fólkinu í og úr rúmi, díla við kvíða, depurð og sorg, tannbursta, losa stómapoka, þvagpoka og í raun öllu sem þau þarfnast vegna þess að ég met mitt starf mikils og vildi ég óska þess svo heitt og inni- lega að enginn væri í þeirri stöðu að líða illa út af starfsfólki eða að- standendum, ég myndi hiklaust taka sjúklinga með mér heim ef ég hefði aðstöðu eða getu til. Við er- um með þeim bæði yfir öll jól og áramót. Ég sjálf er á þrítugsaldri og á 35+ ár eftir af starfsævinni. Oft hef ég horft upp á margar þrek- raunir sjúklinga og aðstandenda, þetta er erfitt bæði andlega og lík- amlega, þar er alls enginn efi og myndi ég segja öllum það hiklaust. Hjá okkur eru erfið dauðsföll, mjög þungir sjúklingar sem þarfn- ast lyftu í og úr hjólastól, góð- og illkynja sjúkdómar, geðsjúkdómar og allskyns verkefni bæði létt og erfið sem við tökumst á við og ger- um vel. Þeir sjúklingar sem koma til okkar vilja oftast ekki koma til okkar í svona biðstöðu, þeir verða ringlaðir og óöruggir, vita ekki hvort þeir eru að koma eða fara. En á hinn bóginn þegar sjúkling- arnir okkar fá pláss á hjúkr- unarheimili vilja þeir alls ekki fara frá okkur, sem hlýtur að vera ágætishrós fyrir okkur sem starfs- fólk – lækna, hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og aðra starfsmenn. Laun sjúkraliða eru alls ekki upp á marga fiska og ætti aldeilis að virða okkur meira en ríkið ger- ir. Oft finnst mér, sem sjúkraliða, margir meta okkur lítilsháttar og sem einskonar gólftusku. Hvernig eigum við, þessir ungu sjúkraliðar, að safna okkur fyrir íbúð? Fram- fleyta börnunum okkar? Ég sé ekki fram á að geta það sem sjúkraliði í dag, sem er hrikalegt. Hvernig fer ef sjúkraliðastétt deyr út vegna þess að þið sem eruð í ríkisstjórn getið ekki hækkað laun- in okkar? Guð hjálpi okkur öllum. Það er örugglega ekki einn ein- asti úr þessari aumu ríkisstjórn sem sér þetta en hvað viljið þið þegar þið verðið orðin gömul og grá – eða „ung“ og ósjálfstæð? Það erum við, læknar og hjúkrunar- fræðingar sem sjáum um ykkur ef eitthvað fer úrskeiðis heilsunnar vegna. Þið verðið að átta ykkur á því að fólk er að yngjast upp – vegna lyfja, umönnunar og lífs- hátta. Þetta heilbrigðiskerfi er gjör- samlega út í hött og þarf að laga undir eins!! Annars eigið þið eftir að missa (í alvöru talað) góða mjög góða sjúkraliða sem hafa áhuga á sínu starfi. Hugsunin varðandi þennan pistil er að hann sé bæði um aðstand- endur, sjúklinga og okkur öll sem sjáum um þá. Pistill um elsku gamla „unga“ fólkið okkar Eftir Birgittu Þuru Birgisdóttur » Pistill þessi er skrifaður árið 2018. Ég er búin að gefa mér ár í að hugsa hvort ég ætti að birta þetta. Ég hef látið af störfum sem sjúkraliði því ég læt ekki bjóða mér hvað sem er. Birgitta Þura Birgisdóttir Höfundur er fyrrverandi sjúkraliði á HVE Akranesi. Talið er að 80 ótíma- bær dauðsföll eigi rót sína að rekja til svif- ryksmengunar á Ís- landi. Á þessu ári hefur svifryk farið 14 sinnum yfir heilsuvernd- armörk. Borgarstjórn Reykjavíkur samþykkti í september á síðast- liðnu ári tillögu eða yf- irlýsingu um að svifryk færi aldrei yfir heilsuverndarmörk. Í kjölfarið lagði Sjálfstæðisflokkurinn fram tillögu að aðgerðaáætlun til að bæta loftgæði borgarinnar svo svif- ryk færi ekki yfir heilsuverndarmörk. Auðvelt að bregðast strax við Meðal aðgerða sem lagðar voru til í tillögunni var endurskoðun á efnisvali borgarinnar varðandi gæði efna í malbiki, þrif yrðu aukin á umferð- aræðum (sópun, þvottur og rykbind- ing), að frítt verði í strætó á „gráum dögum“, takmörkun þungaflutninga með efni sem valdið geta svif- ryksmengun á „gráum dögum“, dreg- ið úr notkun nagla- dekkja í borgarlandinu og að íbúar í fjölbýlis- húsum geti hlaðið raf- bíla með auðveldum hætti, að nýting affalls- vatns verði notuð í auknum mæli til að hita upp göngu- og hjóla- stíga borgarinnar og að endingu að unnið verði gegn dreifingu byggð- ar. Samþykkja ekki þvingunaraðgerðir Síðan tillagan var lögð fram hafa liðið rúmir átta mánuðir og svifryk mælist ítrekað yfir heilsuvernd- armörkum. Fulltrúar meirihlutans hafa viðrað hugmyndir um takmark- anir og þvinganir á umferð þegar loftgæði eru slæm. Sjálfstæðisflokk- urinn í Reykjavík mun aldrei styðja slíkar hugmyndir meirihlutans í borginni fyrr en unnið hefur verið að aðgerðaáætlun Sjálfstæðisflokksins. Sem betur fer hafa allir bæj- arstjórar höfuðborgarsvæðisins einnig tekið fyrir að fara í slíkar að- gerðir. Áhugaleysi meirihlutans Loftgæðamálin virðast meirihlut- anum mjög viðkvæm enda hefur skynsöm fullbúin tillaga þess efnis beðið afgreiðslu í rúmlega átta mán- uði. Skyldi ástæða þess að málið hafi ekki fengið afgreiðslu vera að meiri- hlutinn í Reykjavík hefur lítinn áhuga á að laga loftgæðamálin í Reykjavík, vegna þess að það hentar ekki hans pólitík? Því er strax stokk- ið á þær hugmyndir að banna og þvinga fólk til hegðunar sem það hefði ekki kosið sér sjálft, í stað þess að vinna að lausnum vandamálsins. Eftir Egil Þór Jónsson » Loftgæðamálin virð- ast meirihlutanum mjög viðkvæm enda hef- ur skynsöm fullbúinn tillaga þess efnis beðið afgreiðslu í rúmlega átta mánuði. Egill Þór Jónsson Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. 80 dauðsföll fasteignir ÁSKR I FTARLE IKUR MORGUNBLAÐS INS Heppinn áskrifandi hlýtur að gjöf Hästens HERLEWING® handgert rúm úr náttúrulegum efnum að verðmæti 3.225.900 kr. Fátt jafnast á við að opna Morgunblaðið eftir góðan nætursvefn. Fyrir einn af áskrifendum Moggans nær þessi ljúfa morgunstund nýjum hæðum eftir að við drögum í áskriftar- leiknum okkar föstudaginn 20. desember. ÞAÐ BORGAR SIG AÐ LESA MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið og Hästens eru stolt af því að vinna saman að því að gefa einum heppnum áskrifanda Morgunblaðsins Herlewing-rúm frá Hästens. Verslun Hästens á Íslandi er til húsa í Faxafeni 5, á sama stað og Betra bak. KAUPTU ÁSKRIFT Í SÍMA 569 11 00

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.