Morgunblaðið - 05.12.2019, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 05.12.2019, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. DESEMBER 2019 Þegar við flest sjáum aðeinsþað sem er matreitt, er hugg- unarríkt að einhverjum megi treysta til að benda á hina hlið- ina. Oft er það Gunnar Rögn- valdsson:    Ég veltist um afhlátri í hvert skipti sem hin alóþjóðlega reglu- strika OECD lemst niður í lönd og hræðir svo marga upp úr skónum, að þeir þora ekki ann- að en að ganga berfættir það sem eftir er leiðarinnar með sjálfa sig á öskuhaugana. Þetta al-óþjóðlega rugluverk sem PISA kallast, er hugsað upp til að auka svo við veldi alþjóðaismans að engin hætta sé á að neinn þar á bæ missi vinnuna.    Í tæplega 30 ár, eða frá því aðþátttaka þeirra í þessari óþjóðlegu PISA-firru hófst, horfði ég á Dani engjast sundur og sam- an vegna þessarar PISA-tuggu um lélega lestrar- og reiknings- hæfni. Tuggu sem veitir skömm og sjálfsfyrirlitningu óheftan að- gang að innstu koppum í forða- búrum þjóðarsála. Enda er það tilgangurinn með þessu; að berja þjóðir ofan í sama mótið.    Þessi skrípaleikur er stundaðurtil að berja þjóðir til og láta þær passa ofan í eina skóinn í heiminum sem enginn passar í: INTER-NATIONALISM, þ.e. al- óþjóðlega embættismannaveldið. En svo gerðist eitthvað í Dan- mörku sem leiddi til þess að Dan- ir hættu að falla á prófinu. Það sem gerðist var það að þeir lærðu að taka þetta próf. Ekkert annað gerðist. Þetta geta menn líka gert hér heima og þar með hætt að naga úr sér þjóðarsálina, geng- isfella allt íslenskt og sjálfa sig líka.“ Gunnar Rögnvaldsson Skór Öskubusku STAKSTEINAR Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Persónuvernd hefur úrskurðað að miðlun vinnuveitanda á símtalaskrá úr vinnusíma fyrrverandi starfs- manns til fyrrverandi eiginkonu mannsins hafi ekki samrýmst ákvæð- um persónuverndarlaga. Enn fremur taldi Persónuvernd að meðferð fyrir- tækisins á tölvupósthólfi mannsins eftir starfslok hans hafi ekki verið í samræmi við reglur um rafræna vöktun og meðferð persónuupplýs- inga. Þetta kemur fram í nýjum úr- skurði Persónuverndar. Í úrskurðinum er einnig gagnrýnt að manninum, sem kvartaði til Per- sónuverndar vegna málsins, hefði hvorki verið gefinn kostur á að eyða né taka afrit af einkatölvupósti, né að vera viðstaddur skoðun tölvupóst- hólfsins. Þá hafi tölvupósthólfi mannsins ekki verið lokað innan til- skilins tíma. Fram kemur að eftir að maðurinn lét af störfum hjá fyrirtækinu hafi fyrrverandi eiginkonu hans borist ábyrgðarbréf sem var opnað á skrif- stofu lögmanns og reyndist innihalda 73 blaðsíður af símtalaskrám vegna símanúmers, sem var vinnusími mannsins á meðan hann starfaði hjá fyrirtækinu. Einnig hafi fyrirsvars- maður fyrirtækisins, sem nú er gjald- þrota, framsent til mannsins fjölda tölvupósta úr vinnutölvupósthólfi hans. Manninum hafi ekki verið gerð grein fyrir að fyrirsvarsmaðurinn hygðist skoða tölvupóst hans eða gef- ist kostur á að vera viðstaddur. Í skýringum fyrirtækisins kom fram að manninum hafi verið tilkynnt að gögn yrðu send á heimili hans en þar sem hann var ekki skráður þar skv. já.is hafi bréfið verið stílað á konu hans til að tryggja að bréfið bærist honum. Miðlun símtalaskrár talin brot  Meðferð á tölvupósthólfi eftir starfslok manns braut í bága við reglur Mannabreytingar hafa verið gerðar í nefndum Alþingis og var tilkynnt um þær í gær. Koma þær í kjölfar þess að Andrés Ingi Jónsson skráði sig úr þingflokki Vinstri grænna í lok nóvember. Þau sem leysa munu Andrés Inga af eru Steinunn Þóra Árnadóttir, sem sæti tekur sem aðalmaður í alls- herjar- og menntamálanefnd, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir verður vara- maður í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd og Rósa Björk Brynjólfsdóttir verður varamaður í velferðarnefnd. Þá mun Ólafur Þór Gunnarsson taka sæti sem varamaður í Íslandsdeild þingmannanefndar EFTA og EES. Þá sagði Jón Steindór Valdimarsson sæti sínu lausu sem aðalmaður í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd og mun Andrés Ingi taka sæti aðalmanns í þeirri nefnd Alþingis. Breytingar í nefndum vegna Andrésar Inga Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Stjórn Stangaveiðifélags Reykja- víkur (SVFR) hefur ákveðið að framvegis verði einungs heimilt að veiða á flugu í Elliðaánum og öllum fiski verði sleppt. Er þetta gert til að reyna að stækka hrygningar- stofninn í ánni sem hefur verið í lægð í nærri þrjá áratugi. Stjórn SVFR kynnti breytingar á veiðifyrirkomulagi Elliðaánna og ástæður þeirra með bréfi til fé- lagsmanna í gær. Að ráði vísindamanna Þar kemur fram að vísindamenn sem rannsakað hafa laxastofninn í Elliðaánum hvetji til þess að gripið verði til aðgerða til að vernda stofninn. Hrygningarstofn ánna hefur farið minnkandi og yfirleitt verið undir meðaltali alveg frá árinu 1990. Stofninn hefur að þeirra mati verið of lítill að hausti til að unnt hafi verið að byggja hann upp og snúa óheillaþróuninni við. Vísindamennirnir sjái engin teikn á lofti um breytingar nema gripið verði til aðgerða. Ekki er fullljóst hver ástæðan er fyrir þróuninni en í bréfi stjórnar SVFR er talið að þar spili líklega margir þættir saman. Ýmis atriði eru nefnd sem flest snúa að áhrif- um byggðar og umferðar við ána og virkjana. Þá er nefnt að kýla- veikin sem kom upp um miðjan 10. áratuginn kunni að hafa haft var- anleg áhrif. Loks eru umhverfis- skilyrði í ánni og sjónum nefnd sem hugsanlegar ástæður fyrir hnign- um laxastofnsins. „Þá verður ekki litið fram hjá því að veiðihlutfallið í ánum hefur farið hækkandi og mik- ill meirihluti veiddra laxa hefur verið drepinn. Slíkt skiptir meira máli [eftir því] sem stofninn er minni. Hlutfall slepptra laxa í Ell- iðaánum hefur auk þess verið lægra en gerist í flestum laxveiði- ám á síðustu árum,“ skrifar stjórn- in. Maðkur ekki leyfður Stjórnin telur að SVFR geti ekki setið hjá þegar hætta steðjar að hinum einstaka laxastofni Elliða- ánna. Tekið er fram að það sé mikil ákvörðun að breyta aldagamalli veiðihefð og ákvörðun um breyt- ingar hafi því verið tekin að vel ígrunduðu máli. Niðurstaðan varð sú að frá og með næsta sumri verður einungis heimilt að veiða á flugu í Elliða- ánum og öllum fiski skal sleppt. Hingað til hafa veiðimenn mátt veiða með maðki alla leið upp að Árbæjarstíflu en þar fyrir ofan hef- ur verið hreint fluguveiðisvæði. Kvótinn hefur verið tveir laxar á stöng á hverri vakt og menn mátt taka fiskinn með sér í soðið. Aðeins veitt á flugu og öllum laxi verður sleppt  Breyttar veiðireglur vegna hnignunar laxastofns Elliðaánna Morgunblaðið/Árni Sæberg Vetur Elliðaárnar eru ein af perlum Reykjavíkur og gott útivistarsvæði. SMÁRATORGI KRINGLAN GLERÁRTORGI LINDESIGN.IS Íslensk jólalína
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.