Morgunblaðið - 05.12.2019, Side 10

Morgunblaðið - 05.12.2019, Side 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. DESEMBER 2019 Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Nýliðinn nóvember var óvenjuhæg- viðrasamur. Vindur á landsvísu var 1,7 m/s undir meðallagi og hefur meðalvindhraði ekki verið eins lítill síðan í nóvember 1952, eða í 67 ár. Austlægar áttir voru ríkjandi í mán- uðinum. Þetta kemur fram í tíðar- farsyfirliti Veðurstofunnar. Íbúar á höfuðborgarsvæðinu og á Akureyri urðu vel varir við afleið- ingar hins stillta veðurs. Mikil svifryksmengun mældist Grá mengun var áberandi í Reykjavíkur og styrkur köfnunar- efnisdíoxíðs var yfir heilsuvernd- armörkum nokkra daga í röð seinni hluta nóvember. Klukkutímagildi efnisins á mælistöðinni við Grens- ásveg var 152,5 míkrógrömm á rúm- metra en heilsuverndarmörkin mið- að við sólarhring eru 75 míkró- grömm á rúmmetra. Til að draga úr mengun hvatti Reykjavíkurborg fólk til þess að draga úr notkun einkabíla og börn og fólk með við- kvæm öndunarfæri áttu að halda sig fjarri fjölförnum götum. Svifryksmengun á Akureyri hefur ítrekað mælst yfir heilsuverndar- mörkum og meiri en annars staðar á landinu. Bæjaryfirvöld hafa unnið að því hörðum höndum að draga úr svifryksmengun. Hún á m.a. rætur að rekja til bílaumferðar, en notkun nagladekkja er óvíða meiri en á Akureyri. Mörg þurrkamet voru slegin Eins og áður hefur komið fram í fréttum var óvenjuþurrt um landið norðanvert og var mánuðurinn víða þurrasti nóvembermánuður um ára- tugaskeið, segir Veðurstofan. All- mörg nóvember-þurrkamet féllu. Úrkoma á Akureyri mældist að- eins 4,6 millimetrar, sem eru tæp 10% af meðalúrkomu áranna 1961 til 1990. Þetta er næstþurrasti nóv- embermánuður frá upphafi sam- felldra úrkomumælinga á Akureyri 1927. Þurrara var í nóvember 1952 þegar úrkoman mældist 3,0 mm. Í Reykjavík mældist úrkoman 73,1 mm sem er jafnt meðaltali áranna 1961 til 1990. Úrkoman í Stykkis- hólmi mældist 36,1 mm sem er um helmingur af meðaltali áranna 1961 til 1990. Dagar þegar úrkoma mæld- ist 1,0 mm eða meiri á Akureyri voru aðeins þrír, átta færri en í meðalári. Í Reykjavík mældist úrkoma 1,0 mm eða meiri 13 daga, jafnmarga og í meðalári. Að tiltölu var kaldast á Norðaust- urlandi en hlýrra vestan til á landinu í nóvember. Meðalhiti í Reykjavík í nóvember var 2,4 stig og er það 1,2 stigum yfir meðallagi áranna 1961 til 1990 en -0,3 stigum undir meðallagi síðustu tíu ára. Á Akureyri var með- alhitinn -0,8 stig, -0,5 stigum undir meðallagi áranna 1961 til 1990 en -1,8 stigum undir meðallagi síðustu tíu ára. Telst mánuðurinn vera í 94.- 95. sæti af þeim 139 árum sem mæl- ingarnar ná yfir. Í Stykkishólmi og í Höfn í Hornafirði var meðalhitinn 2,0 stig. Jákvætt hitavik miðað við síðustu tíu ár var mest á Skarðsheiði, 1,3 stig, og 1,2 stig á Þverfjalli. Nei- kvætt hitavik var mest á Sauðár- króksflugvelli, -2,9 stig. Meðalhiti mánaðarins var hæstur í Surtsey, 5,2 stig. Lægstur var hann -5,6 stig í Sandbúðum. Í byggð var meðalhit- inn lægstur í Möðrudal, -4,7 stig. Hæsti hiti mánaðarins mældist 10,7 stig á Skjaldþingsstöðum hinn 15. Mest frost í mánuðinum mældist -19,7 stig á Setri hinn 18. Mest frost í byggð mældist -19,0 stig í Möðrudal hinn 18. og í Svartárkoti hinn 27. Í yfirlitinu kemur fram að snjólétt var í mánuðinum. Alhvítt var einn morgun í Reykjavík, sex færri en að meðaltali 1971 til 2000. Á Akureyri voru alhvítir dagar fjórir, ellefu færri en í meðalári. Mesta hægviðri á landinu í 67 ár  Meðalvindhraði í nóvember hefur ekki mælst minni síðan 1952  Jafnlangt er liðið síðan úrkoma á Norðurlandi var jafn lítil og nú  Meðalhiti í Reykjavík í nýliðnum nóvember var vel yfir meðallagi Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Svifrik Suma daga nóvember var svifryk langt yfir heilusfarsmörkum og þótti því yfirvöldum ástæða til að vara fólk við að vera nálægt umferðaræðum. Hitamet fyrir desember féllu ræki- lega í hlýindunum sem gengu yfir landið á mánudag og þriðjudag í þessari viku. Trausti Jónsson veð- urfræðingur hefur gert metahrinuna upp á Hungurdiskum á Mogga- blogginu. Nýtt hitamet fyrir desember var sett á Kvískerjum í Öræfum á mánu- dag, 19,7 stig. Gamla metið er frá 2001, sett á Sauðanesvita vestan Siglufjarðar, 18,4 stig. Á mánudag- inn fór hitinn í 19,0 stig í Bakkagerði á Borgarfirði eystra og 18,7 stig í Vestdal við Seyðisfjörð. Dægurmet féllu á meira en 200 stöðvum – sumar stöðvanna hafa að vísu athugað aðeins í örfá ár, segir Trausti. Desemberhitamet féllu eða voru jöfnuð á 53 sjálfvirkum stöðvum sem athugað hafa í tíu ár eða meira – og á þremur mönnuðum. Á Akureyri hefur hámarkshiti verið mældur í um 80 ár. Hæsti hiti í desember til þessa mældist þar 15,1 stig 21. desember árið 1964, en fór í 15,5 stig nú. Á sjálfvirku stöðinni við Krossanesbraut á Akureyri fór hiti nú í 16,5 stig. Hitamet desem- bermánaðar féll einnig á Gríms- stöðum á Fjöllum. Hiti á mönnuðu stöðinni fór nú í 12,0 stig, en 12,4 stig á þeirri sjálfvirku. Hæsti hiti til þessa í desember mældist á Gríms- stöðum þann 14. árið 1997, 11,5 stig. Á fáeinum stöðum, þar sem nú eru aðeins sjálfvirkar mælingar, var áð- ur mælt á hefðbundinn hátt. Hiti fór nú í 13,5 stig á Blönduósi, en hafði hæst farið í 12,6 á mönnuðu stöðinni sem lengi var þar. Met var sett á sjálfvirku stöðinni á Brú á Jökuldal, 11,3 stig, en þar hafði hiti á mönnuðu stöðinni farið í 12,0 stig. Svipað á við um Fagurhólsmýri, metið á sjálf- virku stöðinni þar nú (10,5 stig) hreyfði ekki við gömlu meti þeirrar mönnuðu (11,0 stig), segir Trausti. sisi@mbl.is Hitametin féllu tugum saman  Nýtt hitamet í desember 19,7 stig Morgunblaðið/Skapti Skoraði hátt Frægur mælir á Ráð- hústorginu á Akureyri fór í 15 stig. sp ör eh f. Flórens, Sorrento, Amalfíströndin, eyjan Caprí og Assisi eru sannkallaðar draumaperlur Ítalíu en kynngimögnuð fegurð þessara staða umvefur okkur í þessari glæsilegu ferð. Við upplifum skemmtilega daga á meðan við fræðumst um sögu, listir og mannlíf svæðisins. Skoðum m.a. eina af frægustu fornminjum veraldar í Pompei og siglum til klettaeyjunnar Caprí og í Bláa hellinn. Verð: 366.600 kr. á mann í tvíbýli. Mjög mikið innifalið! Fararstjóri: Hólmfríður Bjarnadóttir Vor 6 Bókaðu núna á baendaferdir.is Sími 570 2790 | bokun@baendaferdir.is | Síðumúla 2, 108 Reykjavík 8. - 21. apríl Páskar í Flórens & Caprí

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.