Morgunblaðið - 05.12.2019, Blaðsíða 58
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. DESEMBER 2019
Marta María
mm@mbl.is
„Við höfum alltaf verið miklir jóla-
strákar við bræðurnir. Okkur finnst
gaman að gefa og fá pakka. Ekki síst
Sigurjóni. Jólin eru fjölskyldutími.
Þá hittir maður þetta lið sem maður
er með alla daga. Ég veit ekki hvað
Sigurjón borðar á jólunum en það er
örugglega eitthvað gott. Ætli það sé
ekki spaghetti bolognese, einhver
svona jólaútgáfa. En eins og ég segi,
þá skiptir þetta Sigurjón meira máli
en mig. Hann er ekki vinmargur, það
er að segja hann á marga kunningja
en fáa raunverulega vini. Hann hefur
alltaf verið upptekinn af því hvað
hann fái mörg jólakort og hringir í
mig í hvert sinn sem kort kemur inn
um lúguna. Honum þykir vænt um
þetta.
Hann öfundaði mig mikið þegar ég
var borgarstjóri hvað ég fengi mikið
af kortum þannig að ég gaf honum
ein jólin kortið sem ég fékk frá Ólafi
Ragnari Grímssyni. Það fannst hon-
um vænt um og talar um enn þann
dag í dag,“ segir Jón Gnarr, að-
spurður hvort hann sé mikið jóla-
barn.
Næsta þriðjudagskvöld verður
Tvíhöfði með viðburð í Háskólabíói.
Þegar Jón er spurður hvers vegna í
ósköpunum þriðjudagskvöld segir
hann ástæðuna einfalda:
„Þriðjudagur er náttúrlega glat-
aðasti dagur vikunnar og yfirleitt lít-
ið við að vera. Okkur langaði til að
bæta úr því og bjóða fólki upp á smá
tilbreytingu á þessum degi, eitthvað
til að hlakka til. Við flytjum nátt-
úrlega lagið okkar Þriðjudagskvöld
sem allir þekkja úr Fóstbræðrum.
Og eins og Sigurjón segir svo oft
sjálfur: „Elsku besti Jón minn, ég
vildi óska þess að það væru jól alla
daga!“ Það má eiginlega segja að
þetta sé tilraun til að þjófstarta jól-
unum,“ segir hann.
Þegar Jón er spurður út í samstarf
höfði er bara eðlileg afleiðing þess
þegar við hittumst fyrst. Við erum
bara nákvæmlega eins og þegar við
hittumst á kaffihúsi. Auðvitað verð
ég stundum þreyttur á honum en
hann þreytist aldrei á mér og er allt-
af jafn spenntur að fá að hitta mig og
á það til að hringja jafnvel í mig til að
minna mig á að við séum að fara að
hittast,“ segir hann og þegar Jón er
spurður að því hvort þeir rífist aldrei
segir hann að það gerist sjaldan.
„Það slettist sjaldan upp á vin-
skapinn. Þegar það hefur gerst þá
hefur það nær alltaf verið Sigurjóni
að kenna en hann er líka fljótur til að
viðurkenna það og biðjast afsökunar.
Ef það er einlægt þá er ég líka fljótur
að fyrirgefa. Ég er ekki langrækinn.
Ég er nákvæmur og geri þá kröfu til
samstarfsfólks míns að það sé heið-
arlegt við mig og fari ekki á bak við
mig. Það veit Sigurjón manna best.“
Það er smá
Búðardalur í honum
„Sigurjón er ástríðufullur maður
og hefur djúpa sannfæringu enda Ís-
firðingur og Reykhyltingur með ann-
an fótinn í Kópavogi. Það má segja
að persóna hans spanni allt Suðvest-
urlandið. Það er smá Búðardalur í
honum. Sigurjón er með eindæmum
minnugur og fylgist vel með þjóð-
félagsmálum og því sem efst er á
baugi, eins og algengt er með fólk af
landsbyggðinni. Mér finnst alltaf
fyndið að heyra hvernig flókin sam-
félagsmál verða einföld í augum
sveitamannsins og hann kemur alltaf
með einhvern vinkil sem einfaldar og
skýrir allt. Hann roðflettir málin og
kemst að kjarnanum. Það er honum
bara í blóð borið. Kannski kemur það
frá því þegar hann vann við að roð-
fletta ýsu í Ýsuhúsinu á Ísafirði á
seinni hluta síðustu aldar. En hann á
það líka til að roðfletta menn og mál-
efni þannig að svíður undan, ekkert
ólíkt því þegar hann, ungur drengur í
Reykholti, sveið sér kjamma til að
hafa með sem skólanesti. Og eins og
algengt er með íslenskt alþýðufólk
þá hefur hann andstyggð á yfirlæti,
tilgerð og öllu skrumi,“ segir Jón.
Þegar hann er spurður um aðventu-
kvöldið segir hann að ýmislegt muni
koma á óvart.
„Við munum flytja flest af okkar
þekktu og vinsælu lögum sem
heyrst hafa í Tvíhöfða og Fóst-
bræðrum. Okkur til aðstoðar verður
Vox Populi-kór Grafarvogskirkju til
að gera þetta eins hátíðlegt og fal-
legt og mögulegt er. Lögin verða
flutt í útsetningum sem aldrei hafa
heyrst áður. Við félagarnir munum
spjalla saman og við gesti og segja
nokkra brandara sem ættu að koma
öllum í jólaskapið, flytja leikþætti
og fara með almenn gamanmál.
Jólasveinninn mun kíkja í heim-
sókn og heilsa upp á gesti, sér-
staklega ef það verða þarna börn, og
taka við sérstakri viðurkenningu.
Það verður hátíðarræða frá for-
manni Félags hlustenda Tvíhöfða.
Heiðursgestur kvöldsins er eng-
inn annar en Magnús Þór Jónsson,
Megas. Hann er mikill aðdáandi
Tvíhöfða og ætlar að syngja með
okkur sitt uppáhaldslag. Hvað það
verður veit nú enginn (nema við) og
vandi er um slíkt að spá. En eitt er
víst að alltaf verður ótrúlega gaman
þá,“ segir Jón og lofar flugeldasýn-
ingu.
Það er mikið að gera á heimili
Jóns og eiginkonu hans, Jógu
Gnarr, í desember. Besti hausverk-
urinn er þó hvað hann eigi að gefa
henni í jólagjöf.
„Við erum bæði í fullri vinnu. Ég
er að skrifa og svo er ég með Kvöld-
vökur í Borgarleikhúsinu og Tví-
höfðakvöldið. Þannig að það er í
mörg horn að líta. Því miður er lítið
hægt að treysta á mig í skipulags-
málum þannig að þetta lendir af full-
um þunga á Jógu. Minn stærsti höf-
uðverkur er að finna gjöf fyrir hana.
Ég gaf henni hlýja lopasokka í
haust. Ég gerði þau mistök að þvo
þá svo á 60 gráðum þannig að þeir
eyðilögðust. Mér fannst þetta mjög
leiðinlegt þannig að ég fór og keypti
annað par. Fyrir einhver mistök
setti ég það líka á 60. Kannski kem
ég henni reglulega á óvart og gef
henni þriðja parið?“
Jólin 2019 eru fyrstu jólin sem
Jón er vegan en hann hætti að borða
kjöt í byrjun ársins og léttist um heil
ósköp.
„Þetta eru fyrstu jólin þar sem ég
er vegan. Ég er mikið búinn að velta
því fyrir mér hvað ég ætla að borða.
Mér líst best á wellington með
gæðavörunum frá Beyond Meat.
Mér finnst gaman að elda og prófa
mig áfram í þessu vegandæmi öllu
og sérstaklega að sýna fólki fram á
að þetta er ekki neinn viðbjóður eins
og margir vilja halda. Ég er mikill
sveitamaður í mér enda kominn af
fábrotnu sveitafólki þótt ég hafi að
mestu leyti alist upp í stórborginni.
Ég vil bara verða saddur af því sem
ég ét. Svo nota ég mikið sterkar sós-
ur eins og Habanero og þær yf-
irgnæfa mestallt bragð hvor sem
er.“
Er eitthvað sem þig dreymir um í
jólagjöf?
„Mín jólagjöf er að eiga fjölskyld-
una mína og sjá þau öll glöð og
ánægð. Mín mesta gleði er að stríða
börnunum mínum og nú fæ ég nýtt
tækifæri í barnabörnunum. Ég gaf
syni mínum einu sinni skóflu úr
BYKO í jólagjöf, sem ég lét merkja
honum, svo hann gæti hjálpað mér í
garðinum. Það fannst mér gaman.“
Auðvitað verð ég stundum þreyttur á
honum en hann þreytist aldrei á mér
Jón Gnarr gaf Sigurjóni jólakortið frá Ólafi Ragnari Grímssyni þegar hann var borgarstjóri. Sá síðarnefndi er ennþá með brjóstið fullt af
þakklæti fyrir kortið. Þetta með jólakortið rammar inn þeirra vinskap en þriðjudaginn 10. desember ætla Tvíhöfðabræður að trylla lýðinn
með mikilli flugeldasýningu í Háskólabíói. Jón segir að þriðjudagur hafi orðið fyrir valinu því um sé að ræða leiðinlegasta dag vikunnar.
þeirra Sigurjóns og hvort þeir verði
aldrei þreyttir hvor á öðrum játar
hann alveg að það gerist.
„Við Sigurjón höfum bara alltaf
haft mikla ánægju hvor af öðrum og
ég veit að vinátta okkar skiptir Sig-
urjón sérstaklega miklu máli. Tví-