Morgunblaðið - 05.12.2019, Side 60

Morgunblaðið - 05.12.2019, Side 60
Regnbogagulrætur komu með ferskum blæ inn á íslenska mark- aðinn fyrir tveimur árum og hafa notið mikilla vinsælda. Mismunandi litbrigði og bragð er þeirra sterka einkenni en það er töluverður bragðmunur á þeim eftir litum. Guli liturinn þykir nokkuð sætur á bragðið en þær fjólubláu og rauðu bera örlítið minni sætu. Þær geta einnig breytt um lit við suðu en þær fjólubláu verða bleikar sem ætti nú að gleðja einhverja. „Það var mikil og góð uppskera þetta árið og er það okkur mikið kappsmál að selja alla uppskeruna til okkar tryggu neytenda sem fyrst, segir Kristín Linda Sveins- dóttir, markaðsstjóri Sölufélags garðyrkjumanna. Vinsældir gulrót- anna hafa verið miklar enda lífga þær upp á matarborðið, ljá matnum ferskan og framandi blæ auk þess sem þær eru sérlega vinsælar með- al yngstu neytendanna sem eru hæstánægðir með að fá gulrætur í öllum regnbogans litum. Regnbogagulrætur má nota á mjög fjölbreytilegan hátt, bæði hrá- ar eða soðnar og einnig má gera úr þeim gulrótasafa. Þær eru góðar með flestum köldum og heitum réttum. Henta einkar vel með fiski og fiskréttum og má nota í kökur, súpur og pottrétti, svo eitthvað sé nefnt. Íslenskar regnboga- gulrætur slá í gegn Ljósmynd/Sölufélag garðyrkjumanna Stórfurðuleg staðreynd Vissir þú að fjólu- bláu gulræturnar verða bleikar við suðu? Þessi uppskrift er þess eðlis að þið verðið að prófa. Hér erum við með tilbrigði við kunnuglegt jólastef í einstaklega fallegri útfærslu Helgu Maríu sem heldur úti bloggsíðunni Veganistur ásamt systur sinn, Júlíu Sif. Mjúk piparkaka 200 gr Naturli-smjörlíki við stofuhita 2 dl sykur 6 dl hveiti 2 tsk. lyftiduft 1,5 tsk. matarsódi 1 msk. kanill 2 tsk. engiferkrydd 2 tsk. negull örlítið salt 6 dl vegan mjólk 2 tsk. vanilludropar 1 msk. eplaedik 2 msk. týtuberjasulta (lingonsylt).* *Þessa sultu er kannski svolítið erfitt að finna á Íslandi. Hún er allt- af notuð í svona köku í Svíþjóð og mér þykir gott að hafa hana með. Ég veit að hún fæst í IKEA, en fyrir ykkur sem ekki nennið eða hafið tök á að fara þangað eftir henni mæli ég með að prufa að nota aðra sultu í staðinn eða jafnvel rúsínur. Annars er ekkert mál að sleppa henni bara. Hitið ofninn í 175°C. Minn er ekki með blæstri svo ég set á undir- og yfirhita. Þeytið smjörlíkið og sykurinn í stórri skál þar til það verður létt og svolítið ljóst. Sigtið út í skálina hveiti, lyftiduft, matarsóda, salt og krydd. Hellið út í mjólk, vanilludropum og eplaediki og hrærið þar til deigið er laust við kekki. Bætið sultunni út í og blandið var- lega saman við deigið. Smyrjið tvö smelluform og skiptið deiginu í þau. Bakið í 40-60 mínútur. Það fer svolítið eftir ofninum hversu lengi kakan er að bakast en ég byrja að fylgjast með henni eftir u.þ.b. hálf- tíma. Látið botnana kólna áður en þið setjið kremið á. Rjómaostskrem 200 gr vegan rjómaostur 100 gr Naturli-smjörlíki 2 msk. vanillusykur 500 gr flórsykur 1 msk. kanill Byrjið á því að þeyta rjómaostinn og smjörlíkið. Bætið saman við flórsykri, van- illusykri og kanil og þeytið þar til kremið er létt og ljóst. Smyrjið botnana með kreminu og skreytið kökuna eftir smekk. Ég muldi niður piparkökur og stráði yfir. Mjúk piparkaka með rjóma- ostskremi Ljósmynd/Helga María Virkilega vel heppnuð Kakan er einstaklega fal- leg og ekki spillir fyrir hversu bragðgóð hún er. MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. DESEMBER 2019 Jólamaturinn hjá Hrefnu Sætran

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.