Morgunblaðið - 05.12.2019, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 05.12.2019, Blaðsíða 12
Daglegt líf MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. DESEMBER 2019 Byltur eru algengt vandamál hjá eldra fólki oggeta þær í sumum tilfellum haft alvarlegar af-leiðingar í för með sér. Áætlað er að um þriðj-ungur fólks 65 ára og eldra detti að minnsta kosti einu sinni á ári og að um helmingur þeirra sem eru 85 ára og eldri detti einu sinni á ári eða oftar. Um 10% bylta fylgja áverkar og um helmingur þeirra áverka eru brot sem geta haft mikil áhrif á lífsgæði þess sem dett- ur. Óttinn við að falla getur haft keðjuverkandi áhrif, fólk hreyfir sig minna af ótta við að detta sem getur leitt til skertrar hreyfigetu og að hætta á byltum eykst. Margir þættir geta valdið byltum meðal eldra fólks, má þá nefna samverkandi þætti á milli sjúkdóma og lyfja, hækkandi aldur, jafnvægisleysi, lélegt næringarástand, vitræna skerðingu, versnandi heyrn og sjón. Mikilvægt er að skoða undirliggjandi orsakir með heimilislækni og/ eða hjúkrunarfræðingi á heilsugæslustöðvum sem geta svo vísað til iðjuþjálfa, sjúkraþjálfara og annars fagfólks eftir þörfum. Góð ráð til að lágmarka byltur Reglubundin hreyfing gerir það að verkum að það hægist á öldrunarbreytingum sem verða í líkamanum með hækkandi aldri. Því er mikilvægt að eldra fólk við- haldi hreyfifærni sinni með reglubundinni hreyfingu sem inniheldur einnig jafnvægis- og styrktaræfingar.  Ástundun jafnvægis- og styrktaræfinga er talin vera mikilvæg til að minnka líkur á falli. Eldra fólk ætti að stunda miðlungserfiða hreyfingu í 30 mínútur daglega hið minnsta sem skipta má í nokkur styttri tímabil yfir daginn, t.d. 10-15 mínútur í senn.  Góður og viðeigandi fótabúnaður skiptir miklu máli, til dæmis góðir stamir skór, inniskór með hælbandi og mannbroddar í hálku (muna að það er hægt að fá brodda á stafinn).  Forðast skal að hafa slysagildrur á gólfinu, t.d. laus- ar mottur og snúrur sem liggja á gólfi.  Hafa skal lýsingu innanhúss í góðu lagi til að draga úr líkum á að fólk reki sig í og detti. Ef fólk fer fram úr á nóttunni getur verið gott að hafa næturlýsingu.  Göngugrindur, griptangir, handföng við baðkar og salerni eru dæmi um hjálpartæki sem auka öryggi í heimahúsum í mörgum tilfellum.  Mikilvægt er að hafa hluti í lagi, til dæmis sjónvarp og brauðrist og gera strax við það sem bilar því bilaðir hlutir geta auðveldlega breyst í slysagildru. Lýsi og D-vítamín Ekki er úr vegi að minnast á mikilvægi þess að taka D- vítamín eða lýsi því sýnt hefur verið fram á að inn- taka þess getur dregið úr brotum. Ráðlagur dag- skammtur af D-vítamíni er 15-20 míkrógrömm. Jafn- framt er mælt með að konur taki um 800 mg af kalki daglega eftir breytingaskeið. Eldra fólk sem hefur dottið eða upplifir sig í fallhættu ætti að leita á næstu heilsugæslustöð til að fá mat á byltuhættu og ráðgjöf til að fyrirbyggja byltur. Þannig er hægt að auka öryggi og lífsgæði eldra fólks. Sem betur fer er margt hægt að gera til að fyr- irbyggja byltur og með viðeigandi ráðstöfun fækka bylt- um verulega í samfélaginu. Með því að huga að öryggis- málum heimila mætti koma í veg fyrir mörg þessara slysa. Mikilvægt er að eldra fólk og aðstandendur þess þekki áhættuþætti bylta og þekki leiðir til að draga úr þeim. Við bendum fólki á Heilsuveru.is en þar má sjá góðar leiðbeiningar tengdar slysavörnum. Morgunblaðið/Kristinn Magnússson Ganga Reglubundin hreyfing gerir það að verkum að það hægist á öldrunarbreytingum sem verða í líkamanum. Bylturnar og eldra fólkið Heilsuráð Anna Ólafsdóttir hjúkrunarfræðingur Eva Kristín Hreinsdóttir hjúkrunarfræðingur Höfundar starfa á Heilsugæslunni Hlíðum í Reykjavík. Unnið í samstarfi við Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Grýla og Leppalúði koma árlega með látum í Þjóð- minjasafnið stuttu áður en jólasveinarnir, synir þeirra, koma af fjöllum hver á fætur öðrum og heimsækja safnið til að hitta börn. Þó Grýla og Leppalúði séu ekkert sérlega frýnileg, þá er alltaf jafn spennandi að fá að sjá þau og heyra. Næst- komandi sunnudag, 8. des., gefst tækifæri því þá ætla þau að mæta í Þjóðminjasafnið kl. 14 og sprella fyrir gesti með sínum einstaka hætti. Leik- arinn Guðjón Davíð Karlsson, betur þekktur sem Gói, ætlar að skemmta krökkunum með sögum og söng áður en Grýla og Leppalúði mæta. Aðgöngumiði í safnið gildir en frítt er fyrir öll börn sem eru 17 ára og yngri. Árlegt innlit þeirra heiðurshjóna í Þjóðminjasafnið næstkomandi sunnudag Morgunblaðið/Árni Sæberg Ullandi sprelligosi Grýla og Leppalúði eru ekkert sérstaklega hrein og fín og láta öllum illum látum þar sem þau koma við. Grýla og Leppalúði kíkja í heimsókn ásamt Góa og sprella Hið fjölþjóðlega Café Lingua blæs til jólasamsöngs í dag fimmtu- dag 5. des. í Veröld – húsi Vigdísar, Brynjólfsgötu 1, Reykjavík. Múltíkúltíkórinn, undir stjórn Margrétar Pálsdóttur, syngur og fær gesti til að syngja með sér jólalög á ýmsum tungumálum. Gestir fá textablöð í hendur og er boðið að syngja með á arabísku, dönsku, ensku, frönsku, íslensku, króatísku, lúganda, norsku, portúgölsku, pólsku, serbnesku, slóvakísku, spænsku, sænsku, tagalog, þýsku og jafnvel fleiri málum. Ársæll Másson leikur með á gítar. Derya Ozdilek í Kaffi Veröld verður með heitt kakó á boð- stólum. Dagskráin hefst kl. 17.30 og er ókeypis inn fyrir alla. Gestir geta sungið með jólalögum á ýmsum tungumálum á tónleikum Múltíkúltíkórsins Heimsins jól sungin inn Múltíkúltíkór Litríkur og fjölbreyttur hópur. Bókin sem bókmenntaelítan hafnaði árið 1994 á meira erindi en nokkru sinni á MeToo-tímum. „Ævisaga Sigurðar Ingjaldssonar frá Balaskarði í Laxárdal er án efa einhver fjörmesta og skemmtilegasta sjálfsævisaga, sem íslenzkur alþýðumaður hefur skrifað.“ Sjómannablaðið Víkingur 1947 Ekki raunasaga og ekki grátsaga. Þetta er sannsaga – lífssaga. Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar 2019. Heillandi og hófstillt verk þar sem hugsanir um æsku og elli vega salt. Í þessari bók eru rifjaðar upp sögur af íslenskum kindum að fornu og nýju, afrekum þeirra, uppátækjum og viðureignum við óblíða náttúru og kappsfulla smala.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.