Morgunblaðið - 05.12.2019, Blaðsíða 66
66 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. DESEMBER 2019
Sími 534 1500 | kiddi@kambstal.is | Íshellu 1, 221 Hafnarfirði
Klippt & beygt
kambstál
fyrir minni og stærri verk
Reynsla | gæði | þjónusta
60 ára Friðgerður er
Ísfirðingur en býr í
Reykjavík. Hún er
menntaður sérkennari
og vöruhönnuður frá
Listaháskóla Íslands.
Hún er annar eigenda
hönnunarfyrirtækisins
Gerist.
Maki: Jón Karl Helgason, f. 1955, kvik-
myndagerðarmaður.
Börn: Egill Örn, f. 1982, Ragnar Sólberg,
f. 1986, og Rafn Ingi, f. 1994, synir Rafns
Jónssonar tónlistarmanns. Stjúpdóttir er
Helga Rakel Rafnsdóttir, f. 1975. Barna-
börn eru orðin sjö.
Foreldrar: Guðmundur Guðmundsson, f.
1913, d. 2006, póstmaður á Ísafirði, og
Rebekka Jónsdóttir, f. 1920, d. 2010,
vann á dvalarheimili á Ísafirði.
Friðgerður
Guðmundsdóttir
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Það er alltaf niðurdrepandi þegar
traust þitt á einhverjum minnkar. Fyrir alla
muni skoðaðu ferðir til heitari landa, þér
veitir ekki af upplyftingu.
20. apríl - 20. maí
Naut Það er ágætur tími núna til þess að
víkka sjóndeildarhringinn. Einhver mun
sennilega leita ráða hjá þér og við það
skaltu vanda þig.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Gefstu ekki upp á því að leggja
góðum málstað lið þótt þér finnist lítið
miða áfram. Þú ert einstaklega heppin
með tengdafólk, það skýrist betur næstu
vikur.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Margar hendur vinna létt verk. Þú
ert alltof lin/ur við að biðja um hjálp.
Hvernig væri að skella sér á dans-
námskeið?
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Sumir leita til þín með mál sín í fullri
alvöru, en svo eru þeir sem eru bara að
tékka á skoðunum þínum. Veldu ætíð það
sem þú hefur mestan áhuga á.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Láttu hrakspár annarra lönd og leið
og treystu eðlisávísun þinni. Þér eru allir
vegir færir í ástamálunum þar sem þú ert
frjáls sem fuglinn.
23. sept. - 22. okt.
Vog Þegar draumar þínir rætast veistu
varla í hvorn fótinn þú átt að stíga. Nú er
lag að hreinsa til á skrifborðinu.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Mundu að ekki verður tekið
mark á orðum þínum, nema fólk treysti
þér. Þú vilt helst slíta þig lausa/n en það
er ekki hægt núna.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Það eru allar líkur á því að þér
takist ætlunarverk þitt ef þú aðeins treyst-
ir á sjálfa/n þig. Þú færð uppreisn æru.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Ekki eru allir viðhlæjendur vinir.
Ekki fara yfir á rauðu ljósi. Stundum þarf
maður að láta í minni pokann.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Nú er heppilegur tími til að
skipta um húsnæði eða starf. Breyttu um
aðferð og vertu ögn þolinmóðari við fólk.
Varastu að byrgja hlutina inni.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Dagurinn hentar vel til framtíð-
aráætlana. Gefðu þér tíma til að fagna
með góðu fólki. Skoðaðu vel allar hliðar á
snúnu máli.
til við hvers kyns vinnu á æsku-
árunum en þau voru meðal annars
fengin til aðstoðar við að breiða fisk,
sem settur var til þurrkunar á þar til
gerð stakstæði. Það gat stundum
reynst þeim erfitt þegar fiskurinn
var rennblautur og aðstæður heima
fyrir ekki eins og nútímafólk þekkir
þær. Aðeins var kalt rennandi vatn
og allt skólp þurfti að ferja ofan af
háalofti og út á götu til þess að hella
því niður í niðurfall. Samfélagið iðn-
væddist þó til muna á unglingsárum
hennar og í dag er heitt rennandi
vatn sjálfsagður hlutur í hversdags-
leika nútímamanna.
Didda minnist einnig þeirra daga
þegar móðir hennar vaknaði um
miðjar nætur til þess að þvo þvott.
Hún gekk með fullan handvagn af
þvotti upp á Framnesveg 2, þar sem
hún fékk að þvo allt það sem til-
heyrði fjölskyldunni og tók það sinn
tíma. Árla morguns kom hún svo
heim og allar snúrur orðnar fullar,
aðallega af barnaþvotti til þerris.
móður hennar að gæta barna og
heimilis, ásamt ýmsu öðru sem að
lífsbjörgum sneri. Hún segir að þau
systkinin hafi verið iðin við að hjálpa
S
igríður Kristín Sigurðar-
dóttir, eða Didda eins og
hún er gjarnan kölluð,
fæddist á Bakkastíg 8
(Hausthúsum) í Vestur-
bæ Reykjavíkur 5. desember 1919.
Didda sótti skyldunám í Miðbæj-
arskólanum og lauk barnaskólaprófi
þaðan. Hún var í barnakór á vegum
Miðbæjarskólans, sem söng við
barnaguðsþjónustur í Dómkirkj-
unni. Þegar Didda var sjö ára fór
hún til Vestmannaeyja til snúninga
hjá Jónínu Jónsdóttur í Gerði og
þangað fór hún á hverju sumri fram
til ellefu ára aldurs. Didda var fjór-
tán ára þegar fjölskylda hennar
flutti í fyrstu verkamannabústaðina
sem byggðir voru við Hringbraut 80
árið 1932.
Þegar Didda var sextán ára fór
hún til Siglufjarðar þar sem hún
dvaldi hjá frænku sinni, Indíönu
Tynes, um nokkurt skeið. Indíana
rak þar matsölu fyrir útlenda síld-
arkaupendur og gegndi Didda hlut-
verki aðstoðarstúlku meðan á dvöl-
inni stóð. Síðar var hún við fisk-
vinnslu hjá afa sínum, Ingimundi
Péturssyni á Litla-Haga, sem aðal-
lega fékkst við saltfisk. Starfaði hún
einnig í Veiðarfæragerð Íslands í
nokkur ár, eða þar til þau Magnús
gengu í hjónaband. Þá tóku við mörg
ár þar sem hún fékkst við heimilis-
störf og barnauppeldi. Eftir að börn-
in voru uppkomin fór Didda aftur út
á vinnumarkaðinn og hóf störf við
ræstingar hjá Hjúkrunarskóla Ís-
lands árið 1973. Þar starfaði hún
samfleytt í 16 ár, eða þar til Magnús,
eiginmaður hennar, veiktist.
Didda var meðlimur í kvenfélag-
inu í Bústaðasókn í fjöldamörg ár og
sótti mikið í félagslífið þar.
Segja má að Didda hafi upplifað
tímana tvenna þar sem örar og um-
fangsmiklar breytingar hafa átt sér
stað í hnattræna kerfinu síðastliðin
100 ár. Hún hefur lifað tíma sem
ekki nema elstu menn muna. Henni
er bernskan minnisstæð og telur
hún að æska sín hafi verið góð þar
sem enginn skortur var á neinu og
alltaf til nóg að borða. Faðir Diddu
var sjómaður og var fjarvera hans
oft löng og mikil. Það kom þá í hlut
Didda minnist þeirra daga þegar
frystikistur voru ekki orðnar hluti af
sögunni og allt kjöt því saltað vel.
Það var gert til þess eins að auka
geymsluþolið og var það síðan borð-
að með bestu lyst. Þessum tímum
sem Didda hefur lifað má líkja við
tvo ólíka heima, þar sem nútíma-
menn í dag geta nánast kveikt á
bæði þvottavélum og frystikistum
með einum smelli í snjalltækjum sín-
um. Það eitt segir allt um þróun staf-
ræna kerfisins og þá umbyltingu
sem orðið hefur á hennar lífsleið.
Í tilefni af 100 ára afmæli Diddu
mun hún taka á móti gestum í dag á
milli kl.17.00 og 19.00 í salnum á
fyrstu hæð á Hrafnistu í Hafnarfirði.
Fjölskylda
Hinn 26. júlí 1942 giftist Didda
Magnúsi K. Jónssyni, f. 20.1. 1918, d.
30.5. 2000, strætisvagnabílstjóra.
Foreldrar hans voru Jón Jónsson, f.
7.6. 1896, d. 23.2. 1940, verkamaður í
Reykjavík, og Sesselja Hansdóttir, f.
Sigríður Kristín Sigurðardóttir, húsmóðir í Reykjavík – 100 ára
100 ára Ellefu þeirra sem urðu hundrað ára á árinu samankomin ásamt forsetahjónunum.
Ein ævi – tveir ólíkir heimar
Afmælisbarnið Didda.
50 ára Eyja ólst upp í
Reykjavík og Stokk-
hólmi og býr í Reykja-
vík. Hún er með BA-
próf í heimspeki frá
Háskóla Íslands og
doktorspróf frá
Cornell-háskóla í New
York-ríki. Hún er prófessor í heimspeki
við HÍ.
Maki: Arngrímur Vídalín, f. 1984, aðjunkt
í íslenskum bókmenntum við HÍ og rit-
höfundur.
Börn: Sólrún Halla Einarsdóttir, f. 1991,
Védís Mist Agnadóttir, f. 1998, og Iðunn
Soffía Agnadóttir, f. 2004.
Foreldrar: Jóhanna Sigríður Bogadóttir,
f. 1944, myndlistarmaður í Reykjavík, og
Brynjar Viborg, f. 1943, framhaldsskóla-
kennari og leiðsögumaður á Ísafirði.
Eyja Margrét
Brynjarsdóttir
Til hamingju með daginn
Börn og brúðhjón
Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu
er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks,
svo sem stórafmælum, hjónavígslum,
barnsfæðingum og öðrum tímamótum.
Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum
borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría
áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð.
Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni
mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is