Morgunblaðið - 05.12.2019, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 05.12.2019, Qupperneq 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. DESEMBER 2019 Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Nýliðinn nóvember var óvenjuhæg- viðrasamur. Vindur á landsvísu var 1,7 m/s undir meðallagi og hefur meðalvindhraði ekki verið eins lítill síðan í nóvember 1952, eða í 67 ár. Austlægar áttir voru ríkjandi í mán- uðinum. Þetta kemur fram í tíðar- farsyfirliti Veðurstofunnar. Íbúar á höfuðborgarsvæðinu og á Akureyri urðu vel varir við afleið- ingar hins stillta veðurs. Mikil svifryksmengun mældist Grá mengun var áberandi í Reykjavíkur og styrkur köfnunar- efnisdíoxíðs var yfir heilsuvernd- armörkum nokkra daga í röð seinni hluta nóvember. Klukkutímagildi efnisins á mælistöðinni við Grens- ásveg var 152,5 míkrógrömm á rúm- metra en heilsuverndarmörkin mið- að við sólarhring eru 75 míkró- grömm á rúmmetra. Til að draga úr mengun hvatti Reykjavíkurborg fólk til þess að draga úr notkun einkabíla og börn og fólk með við- kvæm öndunarfæri áttu að halda sig fjarri fjölförnum götum. Svifryksmengun á Akureyri hefur ítrekað mælst yfir heilsuverndar- mörkum og meiri en annars staðar á landinu. Bæjaryfirvöld hafa unnið að því hörðum höndum að draga úr svifryksmengun. Hún á m.a. rætur að rekja til bílaumferðar, en notkun nagladekkja er óvíða meiri en á Akureyri. Mörg þurrkamet voru slegin Eins og áður hefur komið fram í fréttum var óvenjuþurrt um landið norðanvert og var mánuðurinn víða þurrasti nóvembermánuður um ára- tugaskeið, segir Veðurstofan. All- mörg nóvember-þurrkamet féllu. Úrkoma á Akureyri mældist að- eins 4,6 millimetrar, sem eru tæp 10% af meðalúrkomu áranna 1961 til 1990. Þetta er næstþurrasti nóv- embermánuður frá upphafi sam- felldra úrkomumælinga á Akureyri 1927. Þurrara var í nóvember 1952 þegar úrkoman mældist 3,0 mm. Í Reykjavík mældist úrkoman 73,1 mm sem er jafnt meðaltali áranna 1961 til 1990. Úrkoman í Stykkis- hólmi mældist 36,1 mm sem er um helmingur af meðaltali áranna 1961 til 1990. Dagar þegar úrkoma mæld- ist 1,0 mm eða meiri á Akureyri voru aðeins þrír, átta færri en í meðalári. Í Reykjavík mældist úrkoma 1,0 mm eða meiri 13 daga, jafnmarga og í meðalári. Að tiltölu var kaldast á Norðaust- urlandi en hlýrra vestan til á landinu í nóvember. Meðalhiti í Reykjavík í nóvember var 2,4 stig og er það 1,2 stigum yfir meðallagi áranna 1961 til 1990 en -0,3 stigum undir meðallagi síðustu tíu ára. Á Akureyri var með- alhitinn -0,8 stig, -0,5 stigum undir meðallagi áranna 1961 til 1990 en -1,8 stigum undir meðallagi síðustu tíu ára. Telst mánuðurinn vera í 94.- 95. sæti af þeim 139 árum sem mæl- ingarnar ná yfir. Í Stykkishólmi og í Höfn í Hornafirði var meðalhitinn 2,0 stig. Jákvætt hitavik miðað við síðustu tíu ár var mest á Skarðsheiði, 1,3 stig, og 1,2 stig á Þverfjalli. Nei- kvætt hitavik var mest á Sauðár- króksflugvelli, -2,9 stig. Meðalhiti mánaðarins var hæstur í Surtsey, 5,2 stig. Lægstur var hann -5,6 stig í Sandbúðum. Í byggð var meðalhit- inn lægstur í Möðrudal, -4,7 stig. Hæsti hiti mánaðarins mældist 10,7 stig á Skjaldþingsstöðum hinn 15. Mest frost í mánuðinum mældist -19,7 stig á Setri hinn 18. Mest frost í byggð mældist -19,0 stig í Möðrudal hinn 18. og í Svartárkoti hinn 27. Í yfirlitinu kemur fram að snjólétt var í mánuðinum. Alhvítt var einn morgun í Reykjavík, sex færri en að meðaltali 1971 til 2000. Á Akureyri voru alhvítir dagar fjórir, ellefu færri en í meðalári. Mesta hægviðri á landinu í 67 ár  Meðalvindhraði í nóvember hefur ekki mælst minni síðan 1952  Jafnlangt er liðið síðan úrkoma á Norðurlandi var jafn lítil og nú  Meðalhiti í Reykjavík í nýliðnum nóvember var vel yfir meðallagi Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Svifrik Suma daga nóvember var svifryk langt yfir heilusfarsmörkum og þótti því yfirvöldum ástæða til að vara fólk við að vera nálægt umferðaræðum. Hitamet fyrir desember féllu ræki- lega í hlýindunum sem gengu yfir landið á mánudag og þriðjudag í þessari viku. Trausti Jónsson veð- urfræðingur hefur gert metahrinuna upp á Hungurdiskum á Mogga- blogginu. Nýtt hitamet fyrir desember var sett á Kvískerjum í Öræfum á mánu- dag, 19,7 stig. Gamla metið er frá 2001, sett á Sauðanesvita vestan Siglufjarðar, 18,4 stig. Á mánudag- inn fór hitinn í 19,0 stig í Bakkagerði á Borgarfirði eystra og 18,7 stig í Vestdal við Seyðisfjörð. Dægurmet féllu á meira en 200 stöðvum – sumar stöðvanna hafa að vísu athugað aðeins í örfá ár, segir Trausti. Desemberhitamet féllu eða voru jöfnuð á 53 sjálfvirkum stöðvum sem athugað hafa í tíu ár eða meira – og á þremur mönnuðum. Á Akureyri hefur hámarkshiti verið mældur í um 80 ár. Hæsti hiti í desember til þessa mældist þar 15,1 stig 21. desember árið 1964, en fór í 15,5 stig nú. Á sjálfvirku stöðinni við Krossanesbraut á Akureyri fór hiti nú í 16,5 stig. Hitamet desem- bermánaðar féll einnig á Gríms- stöðum á Fjöllum. Hiti á mönnuðu stöðinni fór nú í 12,0 stig, en 12,4 stig á þeirri sjálfvirku. Hæsti hiti til þessa í desember mældist á Gríms- stöðum þann 14. árið 1997, 11,5 stig. Á fáeinum stöðum, þar sem nú eru aðeins sjálfvirkar mælingar, var áð- ur mælt á hefðbundinn hátt. Hiti fór nú í 13,5 stig á Blönduósi, en hafði hæst farið í 12,6 á mönnuðu stöðinni sem lengi var þar. Met var sett á sjálfvirku stöðinni á Brú á Jökuldal, 11,3 stig, en þar hafði hiti á mönnuðu stöðinni farið í 12,0 stig. Svipað á við um Fagurhólsmýri, metið á sjálf- virku stöðinni þar nú (10,5 stig) hreyfði ekki við gömlu meti þeirrar mönnuðu (11,0 stig), segir Trausti. sisi@mbl.is Hitametin féllu tugum saman  Nýtt hitamet í desember 19,7 stig Morgunblaðið/Skapti Skoraði hátt Frægur mælir á Ráð- hústorginu á Akureyri fór í 15 stig. sp ör eh f. Flórens, Sorrento, Amalfíströndin, eyjan Caprí og Assisi eru sannkallaðar draumaperlur Ítalíu en kynngimögnuð fegurð þessara staða umvefur okkur í þessari glæsilegu ferð. Við upplifum skemmtilega daga á meðan við fræðumst um sögu, listir og mannlíf svæðisins. Skoðum m.a. eina af frægustu fornminjum veraldar í Pompei og siglum til klettaeyjunnar Caprí og í Bláa hellinn. Verð: 366.600 kr. á mann í tvíbýli. Mjög mikið innifalið! Fararstjóri: Hólmfríður Bjarnadóttir Vor 6 Bókaðu núna á baendaferdir.is Sími 570 2790 | bokun@baendaferdir.is | Síðumúla 2, 108 Reykjavík 8. - 21. apríl Páskar í Flórens & Caprí
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.