Morgunblaðið - 05.12.2019, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 05.12.2019, Blaðsíða 47
Umræðan MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. DESEMBER 2019 Ég er að skrifa um elsku gamla og „unga“ fólkið okkar sem streðað hefur alla sína hunds- og kattar- tíð fyrir nákvæmlega okkur. Ég vinn sem sjúkraliði á deild á Sjúkrahúsi Akraness þar sem fólk er að bíða eftir því að fara á hjúkrunarheimili eða „endastöðina“ að margra sögn. Við vinnum í samstarfi við Landspítalann og eru nánast allir sjúklingar sem koma úr Reykjavík – örfáir utan af landi en hafa búið í Reykjavík og nágrenni. Það sem ég horfi upp á og að sögn gamla fólksins okkar og nán- ustu aðstandenda er að heilbrigð- isstarfsfólk er með símann nánast límdan á sér, sem á í alvöru talað ekki að eiga sér stað nema inni á vaktstofu og alls ekki fyrir augum sjúklinga sem vita nánast ekki hvaða tæki þetta er. Ef ég tek sem dæmi: við erum að labba með sjúk- lingi, tala við hann, sinna honum eða með honum á klósettinu, þá er síminn algert banntæki. Að sjálfsögðu getum við verið að bíða eftir nauðsynlegum símtölum, þá ætti það ekki að vera tiltöku- mál. Ég er hlynntust því að gera sem mest með þeim, það sem þau geta, til dæmis að fara út ef gott er veð- ur (oft eru þau miklar kuldaskræf- ur) en þá er hægt að fara í göngu- túr innandyra, spila við þau, lesa, púsla, spjalla, prjóna/sauma með þeim, nú eða lesa blaðið. Sumir kjósa að sjálfsögðu að vera inni hjá sér að hlusta á sína tónlist, hljóð- bók, útvarpið eða gera nákvæm- lega það sem þeim dettur í hug. Það er alltaf ein stúlka sem oftast er sjúkraliði sem skráð er á til- tekna afþreyingarvakt, oftast eru flestir sem taka þátt í þeim við- burðum. Svo ég ræði aðeins um sjúklinga frá 58-75 ára sem blandaðir eru öldruðum frá 76-97 ára (sem eru hjá okkur), hvaða samleið eiga þessir „ungu“ með þeim öldruðu? Nákvæmlega enga. Það þarf klár- lega að búa til úrræði í samfélag- inu fyrir þessa tilteknu tvo hópa. Ég hef sjálf orðið vitni að því að þeir „ungu“ vilja kom- ast burt sem allra fyrst því þetta fólk hefur engin sameig- inleg áhugamál með eldra fólkinu, þessir öldruðu heyra oft (ekki alltaf) verr en þeir „ungu“ og þeir geta ekki með nokkru móti átt góðar sam- ræður og oft á sér stað mikill misskiln- ingur þar sem annar aðilinn verður kvíðn- ari og óöruggari en áður. Auðvitað geta átt sér stað dæmi þar sem „ungir“ og eldri smellpassa saman. Ég elska mína sjúkraliðavinnu alveg hreint út í eitt. Ég gleymi því í nærveru þeirra að þurfi að þurrka munnvik, skeina, taka úr þvagleggi, nálar, hjálpa fólkinu í og úr rúmi, díla við kvíða, depurð og sorg, tannbursta, losa stómapoka, þvagpoka og í raun öllu sem þau þarfnast vegna þess að ég met mitt starf mikils og vildi ég óska þess svo heitt og inni- lega að enginn væri í þeirri stöðu að líða illa út af starfsfólki eða að- standendum, ég myndi hiklaust taka sjúklinga með mér heim ef ég hefði aðstöðu eða getu til. Við er- um með þeim bæði yfir öll jól og áramót. Ég sjálf er á þrítugsaldri og á 35+ ár eftir af starfsævinni. Oft hef ég horft upp á margar þrek- raunir sjúklinga og aðstandenda, þetta er erfitt bæði andlega og lík- amlega, þar er alls enginn efi og myndi ég segja öllum það hiklaust. Hjá okkur eru erfið dauðsföll, mjög þungir sjúklingar sem þarfn- ast lyftu í og úr hjólastól, góð- og illkynja sjúkdómar, geðsjúkdómar og allskyns verkefni bæði létt og erfið sem við tökumst á við og ger- um vel. Þeir sjúklingar sem koma til okkar vilja oftast ekki koma til okkar í svona biðstöðu, þeir verða ringlaðir og óöruggir, vita ekki hvort þeir eru að koma eða fara. En á hinn bóginn þegar sjúkling- arnir okkar fá pláss á hjúkr- unarheimili vilja þeir alls ekki fara frá okkur, sem hlýtur að vera ágætishrós fyrir okkur sem starfs- fólk – lækna, hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og aðra starfsmenn. Laun sjúkraliða eru alls ekki upp á marga fiska og ætti aldeilis að virða okkur meira en ríkið ger- ir. Oft finnst mér, sem sjúkraliða, margir meta okkur lítilsháttar og sem einskonar gólftusku. Hvernig eigum við, þessir ungu sjúkraliðar, að safna okkur fyrir íbúð? Fram- fleyta börnunum okkar? Ég sé ekki fram á að geta það sem sjúkraliði í dag, sem er hrikalegt. Hvernig fer ef sjúkraliðastétt deyr út vegna þess að þið sem eruð í ríkisstjórn getið ekki hækkað laun- in okkar? Guð hjálpi okkur öllum. Það er örugglega ekki einn ein- asti úr þessari aumu ríkisstjórn sem sér þetta en hvað viljið þið þegar þið verðið orðin gömul og grá – eða „ung“ og ósjálfstæð? Það erum við, læknar og hjúkrunar- fræðingar sem sjáum um ykkur ef eitthvað fer úrskeiðis heilsunnar vegna. Þið verðið að átta ykkur á því að fólk er að yngjast upp – vegna lyfja, umönnunar og lífs- hátta. Þetta heilbrigðiskerfi er gjör- samlega út í hött og þarf að laga undir eins!! Annars eigið þið eftir að missa (í alvöru talað) góða mjög góða sjúkraliða sem hafa áhuga á sínu starfi. Hugsunin varðandi þennan pistil er að hann sé bæði um aðstand- endur, sjúklinga og okkur öll sem sjáum um þá. Pistill um elsku gamla „unga“ fólkið okkar Eftir Birgittu Þuru Birgisdóttur » Pistill þessi er skrifaður árið 2018. Ég er búin að gefa mér ár í að hugsa hvort ég ætti að birta þetta. Ég hef látið af störfum sem sjúkraliði því ég læt ekki bjóða mér hvað sem er. Birgitta Þura Birgisdóttir Höfundur er fyrrverandi sjúkraliði á HVE Akranesi. Talið er að 80 ótíma- bær dauðsföll eigi rót sína að rekja til svif- ryksmengunar á Ís- landi. Á þessu ári hefur svifryk farið 14 sinnum yfir heilsuvernd- armörk. Borgarstjórn Reykjavíkur samþykkti í september á síðast- liðnu ári tillögu eða yf- irlýsingu um að svifryk færi aldrei yfir heilsuverndarmörk. Í kjölfarið lagði Sjálfstæðisflokkurinn fram tillögu að aðgerðaáætlun til að bæta loftgæði borgarinnar svo svif- ryk færi ekki yfir heilsuverndarmörk. Auðvelt að bregðast strax við Meðal aðgerða sem lagðar voru til í tillögunni var endurskoðun á efnisvali borgarinnar varðandi gæði efna í malbiki, þrif yrðu aukin á umferð- aræðum (sópun, þvottur og rykbind- ing), að frítt verði í strætó á „gráum dögum“, takmörkun þungaflutninga með efni sem valdið geta svif- ryksmengun á „gráum dögum“, dreg- ið úr notkun nagla- dekkja í borgarlandinu og að íbúar í fjölbýlis- húsum geti hlaðið raf- bíla með auðveldum hætti, að nýting affalls- vatns verði notuð í auknum mæli til að hita upp göngu- og hjóla- stíga borgarinnar og að endingu að unnið verði gegn dreifingu byggð- ar. Samþykkja ekki þvingunaraðgerðir Síðan tillagan var lögð fram hafa liðið rúmir átta mánuðir og svifryk mælist ítrekað yfir heilsuvernd- armörkum. Fulltrúar meirihlutans hafa viðrað hugmyndir um takmark- anir og þvinganir á umferð þegar loftgæði eru slæm. Sjálfstæðisflokk- urinn í Reykjavík mun aldrei styðja slíkar hugmyndir meirihlutans í borginni fyrr en unnið hefur verið að aðgerðaáætlun Sjálfstæðisflokksins. Sem betur fer hafa allir bæj- arstjórar höfuðborgarsvæðisins einnig tekið fyrir að fara í slíkar að- gerðir. Áhugaleysi meirihlutans Loftgæðamálin virðast meirihlut- anum mjög viðkvæm enda hefur skynsöm fullbúin tillaga þess efnis beðið afgreiðslu í rúmlega átta mán- uði. Skyldi ástæða þess að málið hafi ekki fengið afgreiðslu vera að meiri- hlutinn í Reykjavík hefur lítinn áhuga á að laga loftgæðamálin í Reykjavík, vegna þess að það hentar ekki hans pólitík? Því er strax stokk- ið á þær hugmyndir að banna og þvinga fólk til hegðunar sem það hefði ekki kosið sér sjálft, í stað þess að vinna að lausnum vandamálsins. Eftir Egil Þór Jónsson » Loftgæðamálin virð- ast meirihlutanum mjög viðkvæm enda hef- ur skynsöm fullbúinn tillaga þess efnis beðið afgreiðslu í rúmlega átta mánuði. Egill Þór Jónsson Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. 80 dauðsföll fasteignir ÁSKR I FTARLE IKUR MORGUNBLAÐS INS Heppinn áskrifandi hlýtur að gjöf Hästens HERLEWING® handgert rúm úr náttúrulegum efnum að verðmæti 3.225.900 kr. Fátt jafnast á við að opna Morgunblaðið eftir góðan nætursvefn. Fyrir einn af áskrifendum Moggans nær þessi ljúfa morgunstund nýjum hæðum eftir að við drögum í áskriftar- leiknum okkar föstudaginn 20. desember. ÞAÐ BORGAR SIG AÐ LESA MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið og Hästens eru stolt af því að vinna saman að því að gefa einum heppnum áskrifanda Morgunblaðsins Herlewing-rúm frá Hästens. Verslun Hästens á Íslandi er til húsa í Faxafeni 5, á sama stað og Betra bak. KAUPTU ÁSKRIFT Í SÍMA 569 11 00
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.