Morgunblaðið - 18.12.2019, Side 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. DESEMBER 2019
Farþegar Icelandair greiddu rúm-
lega eina milljón króna fyrir kolefn-
isjöfnun í gegnum vefsíðu félagsins í
október og nóvember á þessu ári. Kol-
efnisreiknivél Icelandair fór í loftið
27. september síðastliðinn og gefur
farþegum tækifæri til að kolefnis-
jafna flugið sitt með viðbótargreiðslu.
Samtals var um rúmlega 700 færslur
að ræða.
Ásdís Ýr Pétursdóttir, upplýsinga-
fulltrúi Icelandair, segir að eins og
sakir standi séu eru öll framlög notuð
til skógræktar á Íslandi í samstarfi
við fyrirtækið Kolvið. Samtals var um
600 tonnum af CO2e kolefnisjafnað og
þýðir það að um 6.000 trjám verður
plantað hjá Kolviði. „Þar sem þetta
verkefni hófst seint í haust og aðal-
plöntunartímabilinu því lokið, hefur
þessum trjáplöntum ekki verið plant-
að ennþá,“ segir Ásdís Ýr. Hún segir
að Icelandair muni halda áfram að
þróa þetta verkefni á nýju ári. „Bæði
með það í huga að gera kolefnisjöfnun
flugferða enn einfaldari fyrir farþega
og skoða hvort við viljum bæta við
fleiri samstarfsaðilum,“ segir hún.
Í október voru farþegar með vélum
Icelandair um 154 þúsund að tölu.
Það er því ljóst að aðeins örlítið brot
þeirra nýtir sér tækifæri sem félagið
býður til að kolefnisjafna ferðalag
sitt. gudmundur@mbl.is
Trjánum enn ekki plantað
Rúm ein milljón króna í kolefnisjöfnun farþega Icelandair
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Icelandair Afar fáir farþegar hafa nýtt sér tækifæri til kolefnisjöfnunar.
Höskuldur Daði Magnússon
hdm@mbl.is
„Ég vona að þessir atburðir auki
skilning á því að úrbóta er þörf,“
segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð
Gylfadóttir, iðnaðar- og nýsköpun-
arráðherra.
Enn sér ekki fyrir endann á af-
leiðingum ofsaveðursins sem gekk
yfir landið í síðustu viku. Lands-
menn þurfa enn að búa við raf-
magnsleysi og truflanir á raf-
magni. Allt kerfið er sagt vera
viðkvæmt.
Innviðir brugðust
„Ég efast um að nokkur hafi tal-
ið að við ættum yfir höfði okkar
verstu rafmagnstruflanir í 25-30 ár
og jafnvel leng-
ur. Að því leyti
stóðu innviðirnir
auðvitað ekki
undir vænting-
um, þó að ýmsir
veikleikar í því
hafi verið þekkt-
ir, til að mynda
gamlar línur og
berskjölduð
tengivirki,“ segir
Þórdís Kolbrún þegar hún er
spurð hvort ástand raforkukerfis-
ins hafi verið verra en talið var í
upphafi þessara áfalla. „Sem betur
fer hefur samt mikið verið lagt í
jörð, mikið yfirbyggt, mikið end-
urnýjað og mikið varaafl sett upp á
undanförnum árum eins og á Vest-
fjörðum. Annars hefði farið enn þá
verr. En engin keðja er sterkari en
veikasti hlekkurinn og þeir eru of
margir, það er ljóst.“
Draga þarf úr tvíverknaði
Þórdís Kolbrún lagði fram minn-
isblað í ríkisstjórn í september síð-
astliðnum um flutningskerfi raf-
orku. Þar er rifjað upp að í
stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar
komi fram að flutnings- og dreifi-
kerfi raforku verði að mæta betur
þörfum atvinnulífs og almennings
alls staðar á landinu.
Í stjórnarsáttmálanum segir til
að mynda: „Forgangsverkefni rík-
isstjórnarinnar verður að nýta með
sem hagkvæmustum hætti þá orku
sem þegar hefur verið virkjuð. Í
þeim tilgangi þarf að treysta betur
flutnings- og dreifikerfi raforku í
landinu, tengja betur lykilsvæði og
tryggja afhendingaröryggi raforku
um land allt.“
„Það eru mikil tækifæri í því að
samþætta leyfisveitingarferlið sem
er í einu orði sagt tætingslegt og
óskilvirkt. Við eigum að skoða það
að sameina skipulagsþætti, um-
hverfismat framkvæmda og fram-
kvæmdaleyfi í einn og sama far-
veginn strax í upphafi. Ekki til að
draga úr kröfum eða aðkomu al-
mennings heldur einfaldlega til að
draga úr tvíverknaði og tímasóun,“
segir ráðherra í svari til Morg-
unblaðsins. Í meðfylgjandi grafi
má sjá hvernig ráðherra sér fyrir
sér að hægt væri að einfalda leyf-
isveitingakerfið.
Í umræddu minnisblaði er farið
yfir lykilverkefni í flutningskerfi
raforku og stöðu þeirra: „Veru-
legar tafir hafa orðið á mikilvæg-
um framkvæmdum í flutningskerfi
raforku og er staða þeirra ekki í
samræmi við vilja Alþingis eins og
hann birtist í þingsályktun nr. 26/
148, eða vilja ríkisstjórnar sam-
anber framangreindar áherslur í
stjórnarsáttmála. Fyrir því eru
ýmsar ástæður sem m.a. má rekja
til núverandi regluverks þegar
kemur að leyfisveitingarferlum
vegna framkvæmda, sem og máls-
hraða innan lykilstofnana.“
Þórdís kveðst vonast til þess að
veðurofsinn flýti fyrir því að hægt
verði að ráðast í endurbætur á
dreifikerfinu. „Landsnet hefur á
síðustu árum aðeins getað fram-
kvæmt um helminginn af fram-
kvæmdaáætlun sinni, ekki vegna
fjárskorts heldur vegna tafa í
málsmeðferð. Það er því nokkuð
augljóst að þar er mestur sársauki,
mest þörf á úrbótum, og mestu
tækifærin til að skila okkur fram á
veginn. Ég bind vonir við vinnuna
fram undan og að við sameinumst
um mikilvægar breytingar.“
Of margir veikir hlekkir í
kerfinu að mati ráðherra
Ferlar vegna framkvæmda í fl utningskerfi raforku
Hugmynd að samþættri málsmeðferð
Aðalskipulag og umhverfi smat áætlana
/ Mat á umhverfi sahrifum / Framkvæmdaleyfi
Lýsing verkefnis og áætlun um umhverfi smat. Unnið
af framkvæmdaraðila, sent til „Stjórnsýslueiningar"
Kynning og samráð
Landsnet vinnur umhverfi smat allra valkosta, kynnir
aðalvalkost og sendir til „Stjórnsýslueiningarinnar"
„Stjórnsýslueiningin" yfi rfer frummatið og vinnur
tillögu ad skipulagi í samræmi vid matið
Frummatsskýrsla framkvæmdar/skipulags og
tillaga að skipulagi kynnt í samræmi við framlagðan
aðalvalkost
Matsskýrsla send til „Stjórnsýslueiningar"
Stjórnsýslueiningin yfi rfer matsskýrslu og uppfærir
skipulag. Veitir samþykki fyrir endanlegu skipulagi og
umhverfi smati, sem heimilar framkvæmdaraðila leyfi
fyrir framvæmdum
Samþykkið er kæranlegt
Kerfi sáætlun og um-
hverfi smat áætlana
Matslýsing
umhverfi smats
Samráð og kynning
10 ára langtimaáætlun
+ umhverfi smat
3 ára framkvæmda-
áætlun + umhverfi smat
Samráð og kynning
Uppfærð áætlun
send OS
Samráð og
kynning OS
OS afgreiðir áætlun
Kæruheimild
Núverandi málsmeðferð
Aðalskipulag og
umhverfi smat áætlana
Samræming skipulags-
áætlana og kerfi sáætlun
Samtal milli Landsnets
og sveitarfélaga
Skipulagsbreytingar
þurfa opinbera kynningu
á nokkrum stigum
Mögulega þarf
deiliskipulag
Staðfesting Skipulags-
stofnunar á aðal-
skipulagsáætlunum
Sveitarfélög staðfesta
deiliskipulag
Kæruheimild vegna
deiliskipulags
Mat á umhverfi s-
áhrifum
Tillaga að
matsáætlun
Samráð og kynning
tvisvar í ferlinu
Ákörðun Skipu-
lagsstofnunar
Frummatssk ýrsla
Kynning og samráð
Matsskýrsla send
Skipulagsstofnun
Álit Skipulags-
stofnunar
Framkvæmdaleyfi
Undirbúningur
umsóknar
Gæti þurft
samþykki OS
Gæti þurft
skipulagsbreytingar
Samningar við
landeigendur
Mögulegt
eignarnám
Framkvæmdaleyfi s-
umsóknir
Sveitarstjórnir gefa
út leyfi og auglýsa
Kæruheimild
Kerfi sáætlun og um-
hverfi smat áætlana
Matslýsing
umhverfi smats
Samráð og kynning
10 ára langtimaáætlun
+ umhverfi smat
3 ára framkvæmda-
áætlun + umhverfi smat
Samráð og kynning
Uppfærð áætlun
send OS
Samráð og
kynning OS
OS afgreiðir áætlun
Kæruheimild
Heimild: Minnisblað til ríkisstjórnar
í september 2019 – Yfi rlit yfi r
núverandi málsmeðferð vegna
framkvæmda í fl utningskerfi
raforku. Hugmyndir um
samþættingu ferla.
Skrif fram-
kvæmdaraðila
Samráð
Skipulag
Staðfesting/
ákvörðun/leyfi
stjórnvalds
Kæruheimild
Samningar
„Stjórnsýslueining“
Þórdís Kolbrún
R. Gylfadóttir
Þórdís Kolbrún vill endurbætur á dreifikerfi raforku Vill einfaldari ferla
Aðstandendur
Leifs heitins
Magnúsar Grét-
arssonar This-
land á Íslandi og í
Noregi hafa sent
björgunar- og
viðbragðsaðilum
þakkir sínar:
„Í síðustu viku
gerðist sá sorg-
legi atburður að
drengurinn okkar Leif Magnús
Grétarsson Thisland lést af slysför-
um þegar hann féll í Núpá í Sölva-
dal. Í þeirri miklu sorg sem slysinu
fylgdi fyrir fjölskyldu og vini Leif
Magnúsar vorum við ólýsanlega
þakklát fyrir óeigingjarnt starf
björgunarsveita, lögreglu, Land-
helgisgæslunnar og annarra við-
bragðsaðila sem komu að björgunar-
aðgerðum við afar erfiðar aðstæður
við Núpá. Þarna fundum við fyrst á
eigin skinni hve mikilvægt starf
björgunarsveita og annarra við-
bragðsaðila er, en það skiptir sköp-
um fyrir okkur öll þegar veður ger-
ast válynd og aðstæður verða nánast
óviðráðanlegar.
Við upplifðum faglega og fum-
lausa framkomu viðbragðsaðila í öll-
um samskiptum við okkur aðstand-
endur Leif Magnúsar og var mikla
nærgætni að finna við allar tilkynn-
ingar og upplýsingagjöf í kjölfar
slyssins. Þetta veitti okkur styrk og
vissu fyrir því að verið var að gera
allt sem í mannlegu valdi stóð til að
koma dregnum okkar til bjargar.
Við erum þakklát ykkur öllum.
Við biðjum ykkur Guðs blessunar og
gleðilegra jóla. Fyrir hönd fjöl-
skyldna Leifs í Noregi og á Íslandi.
Grétar Már Óskarsson,
Óskar Pétur Friðriksson,
Torfhildur Helgadóttir,
Valgerður Erla Óskarsdóttir,
Brynjólfur Ásgeir Brynjólfsson.“
Senda við-
bragðsaðil-
um þakkir
Leif Magnús Grét-
arsson Thisland
Fagleg og fumlaus
framkoma þökkuð
Viðgerðum á Húsavíkurlínu 1 lauk í
gærkvöld og komst hún aftur í
rekstur, samkvæmt frétt Lands-
nets. Í gær var flutningskerfið á
Vestfjörðum tengt Vesturlínu í
Mjólká. Skerðingu hjá notendum
með skerðanlegan flutning var af-
létt og vélar í varaaflstöðinni í Bol-
ungarvík stöðvaðar. Tengivirkið í
Hrútatungu í Hrútafirði komst aft-
ur í rekstur í gærmorgun og sömu-
leiðis Sauðárkrókslína eftir hreins-
un á tengivirki. gudni@mbl.is
Raforkukerfið er
aftur að komast í lag