Morgunblaðið - 18.12.2019, Qupperneq 6
BAKSVIÐ
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Ólafur Ólafsson, dómstjóri við Hér-
aðsdóm Austurlands, en áður við
Héraðsdóm Norðurlands eystra, var
meðal 37 umsækjenda um embætti
dómara við Landsrétt. Fjórir um-
sækjendur drógu umsóknir sínar
síðan til baka.
Skipað var í
dómarastöðurnar
fyrir lok vorþings
2017 en rétturinn
tók til starfa 1.
janúar 2018. Til-
laga dómsmála-
ráðherra um
dómara var sam-
þykkt á Alþingi.
Dómaravalið varð
síðar umdeilt.
Horfið frá skorblöðum
Í Morgunblaðinu í gær var fjallað
um nýja umsögn dómnefndar um
stöðu eins dómara við Hæstarétt og
hvernig þar sé horfið frá fyrri að-
ferðafræði. Vísuðu nefndarmenn
m.a. til gagnrýni umboðsmanns Al-
þingis á notkun skorblaða við
hæfnismatið vegna Landsréttar. Þá
voru 15 umsækjendur af 33 valdir í
Landsrétt á grundvelli 12 matsþátta
og munaði aðeins 0,03 á þeim sem
voru númer 15 og 16 í hæfnisröðinni.
Ólafur kveðst aðspurður fagna
þessara stefnubreytingu.
„Efnislega fagna ég henni. Ég
sótti um stöðu dómara við Landsrétt
á sínum tíma, ásamt mörgum
öðrum. Í umsóknarferlinu var í mínu
tilfelli óskað eftir dómum sem ég
hafði kveðið upp, að mig minnir síð-
astliðna tólf mánuði. Ég varð auðvit-
að við þessu og sendi því nokkurn
fjölda dóma, m.a. í sakamálum og í
einkamálum. Gat svo sem sent dóma
langt aftur í tímann enda hef ég haft
dómarastarfið að aðalstarfi alllengi
eða frá hausti 1984, fyrst sem dóm-
arafulltrúi, en síðan sem settur dóm-
ari og skipaður dómari frá árinu
1990,“ segir Ólafur um umsóknar-
ferlið.
Það hafi því verið honum nokkur
vonbrigði að uppgötva að þessi gögn
og dómar hafi aðeins fengið tak-
markaða eða alls enga skoðun hjá
þáverandi nefndarmönnum. Það
sama hafi væntanlega gilt um aðra
umsækjendur og þá á öðrum svið-
um, til dæmis fræðimennsku eða
lögmennsku.
„Þannig að ég fagna því að breytt
hafi verið um vinnubrögð og þannig
m.a. farið eftir áliti umboðsmanns
Alþingis,“ segir Ólafur.
Samkvæmt stjórnsýslulögum ber
stjórnvöldum að gæta samræmis og
jafnræðis í lagalegu tilliti við úr-
lausn mála. Spurður hvort sjálf-
stæðri stjórnsýslunefnd, í þessu til-
viki dómnefndinni, sé heimilt að
viðhafa annan rökstuðning fyrir vali
sínu en til dæmis dómnefndin sem
valdi dómaraefni í Landsrétt segir
Ólafur ósamræmið óheppilegt.
Þannig sé „óheppilegt að slík kú-
vending verði frá valinu 2017 eins og
nú virðist verða“. Það sama megi
segja um umsögn nefndarinnar
vegna Héraðsdóms Reykjavíkur í
fyrra. Þar sé líka horfið frá Lands-
réttaraðferðinni.
Rétt að líta á málið heildstætt
„Mér detta í hug orð Stephans G.
Stephanssonar skálds um sundur-
lyndisfjandann. Hin fyrri vinnu-
brögð nefndarinnar geta valdið því
að umsækjendur, og aðrir sem láta
málefnið sig varða, verði tæpast
sáttir. Þess vegna held ég að best sé
að hafa sömu regluna og vinnu-
brögð, og þá sem nú virðist hafa ver-
ið tekin upp, þ.e. að líta á málið
heildstætt,“ segir Ólafur.
„Þá má velta fyrir sér hvort ekki
sé rétt að Dómarafélag Íslands til-
nefni einn nefndarmann og þá í stað
dómstólasýslunnar. Að mínu viti
skiptir miklu að allgóður friður ríki
um skipan dómara við Hæstarétt og
velti ég því einnig fyrir mér hvort
rétt sé að ráðherra leggi tillögu sína
fyrir Alþingi, en að síðan þurfi auk-
inn meirihluti alþingismanna að
samþykkja tilnefninguna, en það er
önnur saga,“ segir Ólafur.
Fagnar nýrri nálgun dómnefndar
Ólafur
Ólafsson
Morgunblaðið/Hanna
Landsréttur Skipan fimmtán dómara í réttinn vakti deilur á sínum tíma.
Umsækjandi um stöðu dómara við Landsrétt segir ósamræmi við hæfnismat á dómurum óheppilegt
Leggur til að Dómarafélag Íslands leggi til nefndarmann í dómnefndina í stað dómstólasýslunnar
Dómnefndir veita umsagnir
Skipanir í dómarastöður 2017-2019
Dagsetning Dómstóll
Fjöldi um-
sækjenda
Fjöldi dómara sem
voru/verða skipaðir
19. maí 2017 Landsréttur 37* 15
9. september 2018 Héraðsdómur Reykjavíkur 31** 1
22. júlí 2019 Landsréttur 8*** 1
9. desember 2019**** Hæstiréttur 8 1
*Fjórir drógu umsókn
sína til baka. **Sex drógu
umsókn sína til baka.
***Einn dró umsókn sína til baka.
****Umsóknir eru í ferli.
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. DESEMBER 2019
www.hitataekni.is | S: 5886070 | Smiðjuvegur 10 | 200 Kópavogi
HITABLÁSARAR
ertu tilbúin í veturinn?
Þegar aðeins
það besta kemur
til greina
Eigendur slíkra mynda sem vilja leggja þessu verkefni
lið með því að benda á athyglisverðar Þingvallamyndir
eru vinsamlegast beðnir að hafa
samband við ritstjóra bókarinnar,
Aðalstein Ingólfsson,
netfang: adalart@mmedia.is
– við fyrstu hentugleika. HIÐ ÍSLENSKA
BÓKMENNTAFÉLAG
HAGATORGI · SÍMI 588 9060
hib@hib.is · www.hib.is
Hið íslenska bókmenntafélag vinnur nú að útgáfu á
listaverkabók með myndum íslenskra myndlistarmanna
frá Þingvöllum, frá upphafi til okkar daga.
Þingvallamyndir
í íslenskri myndlist
Framkvæmdir við byggingu nýrra
stúdentaíbúða eru hafnar á svæði
Háskóla Íslands. Á dögunum sást
þar stórvirk vinnuvél við niðurrif á
Gamla Garði, fyrstu byggingu há-
skólans á þessu svæði, en verið var
að taka niður stigahús á suðurgafli.
Nýju stúdentaíbúðirnar verða
þrjár hæðir og kjallari og munu þær
tengjast Gamla Garði við áðurnefnd-
an suðurgafl. Hámarksbyggingar-
magn er 2.900 fermetrar ofanjarðar
og 480 fermetrar neðanjarðar, eða
samtals 3.300 fermetrar. Gert er ráð
fyrir að í viðbyggingunni verði 70 ný
stúdentaherbergi ásamt sameigin-
legum eldhúsum, samkomurýmum
og geymslum. Andrúm arkitektar
ehf. sáu um hönnun.
Löng saga Gamla Garðs
Morgunblaðið fjallaði um fyrir-
hugaða framkvæmd í maí á þessu
ári. Var þar saga Gamla Garðs rifjuð
upp, en það hús var byggt árin 1933-
34 og er garðurinn nýttur sem stúd-
entaíbúðir og sumargisting. Gamli
Garður er stúdentagarður, fyrsta
bygging Háskóla Íslands á háskóla-
svæðinu. Sigurður Guðmundsson,
húsameistari ríkisins, teiknaði hús-
ið, en fyrstu stúdentarnir fluttu
þangað inn haustið 1934.
Framkvæmdir við Gamla Garð
eru umdeildar og mótmælti Minja-
stofnun þeim á sínum tíma. Taldi
stofnunin að fyrirhuguð uppbygging
þar fæli í sér veruleg og neikvæð
umhverfisáhrif þar sem listrænt
mikilvægri skipulagsheild yrði rask-
að.
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Gamli Garður Framkvæmdir á þessu svæði eru umdeildar og sagðar ógna listrænt mikilvægri skipulagsheild.
Niðurrif hafið við HÍ
Nýjar stúdentaíbúðir háskólans munu rísa við Gamla Garð
Mynd/Andrúm arkitektar
Breyting Viðbyggingin á að rísa vestan við Gamla Garð og verður 3.300 fm.