Morgunblaðið - 18.12.2019, Blaðsíða 14
SVIÐSLJÓS
Guðmundur Magnússon
gudmundur@mbl.is
Skipulagsstofnun vinnur umþessar mundir að viðaukavið gildandi lands-skipulagsstefnu þar sem
m.a. verða mótuð viðmið fyrir stað-
setningu vindorkuvera með tilliti til
landslags. Hefur Matthildur Kr.
Elmarsdóttir, skipulagsfræðingur
hjá Alta, nýlega tekið saman
skýrslu um hvernig staðið er að
slíkri stefnumótun í Noregi og
Skotlandi og aðra þætti sem tengj-
ast skipulagi og hönnun vind-
orkuvera með tilliti til landslags. Er
samantekt hennar aðgengileg á
heimasíðu Skipulagsstofnunar.
Fram kemur að bæði í Noregi og
Skotlandi er talið mikilvægt að
marka heildstæða stefnu á lands-
vísu um það hvar best er að koma
fyrir vindorkuverum, en það heiti
er notað yfir svæði þar sem margar
vindmyllur eru á þéttum reitum.
Markmið stefnumótunarinnar er að
stuðla að því að bestu svæðin séu
nýtt með tilliti til tæknilegra, fjár-
hagslegra, samfélagslegra og um-
hverfislegra sjónarmiða.
Landfræðileg greining
Við mótun tillögu um ramma-
áætlun um vindorku í Noregi var
beitt landfræðilegri greiningu stig
af stigi, fyrst til að útiloka svæði
sem ekki þóttu henta fyrir vind-
orkunýtingu út frá allmörgum við-
miðunum og síðan til að tilgreina
svæði sem best þykja henta. Nið-
urstaðan var kort með tilteknum
svæðum sem lagt var til að væru
forgangssvæði þegar kæmi að leyf-
isveitingum stjórnvalda fyrir vind-
orkuver.
Í Skotlandi hefur svæðum verið
skipt í þrjá flokka. Tekur einn til
tveggja gerða svæða sem eru alveg
útilokuð frá vindorkunýtingu. Þetta
eru þjóðgarðar og sérstök verndar-
svæði. Í öðrum flokki eru þrjár
gerðir svæða og er þar um að ræða
svæði sem njóta verndar á lands-
vísu eða alþjóðlega, önnur mikilvæg
svæði, svo sem víðerni og kolefn-
isrík svæði, og loks svæði nærri
þéttbýli. Eigi að nota þau undir
vindorkuver er þess krafist að sýnt
sé fram á að draga megi með afger-
andi hætti úr neikvæðum áhrifum
með staðsetningu, hönnun mann-
virkja eða öðrum mótvægis-
aðgerðum. Í þriðja flokknum í
Skotlandi eru svo svæði þar sem
líklegt er að vindorkuver séu al-
mennt ásættanleg út frá skil-
greindum viðmiðunum.
Í skýrslunni kemur fram að
þættir úr bæði norsku og skosku
viðmiðunum við val á staðsetningu
vindorkuvera geti nýst hér á landi.
Meðal svæða sem þá kæmu ekki til
greina væru þjóðgarðar, friðlýst
svæði á skrá UNESCO, Ramsar-
svæði (þ.e. alþjóðlega mikilvæg vot-
lendissvæði) og alþjóðlega mikilvæg
fuglasvæði, óbyggð víðerni, vernd-
arsvæði í byggð og svæði sem eru
innan við tvo km frá þéttbýli.
Móta stefnu um stað-
arval vindorkuvera
Umhverfi Vindmyllur eins og þessar við Búrfell hafa m.a. áhrif á upplifun
fólks af landslagi. Taka þarf tillit til þess við staðsetningu þeirra.
14
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. DESEMBER 2019
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Boris John-son baðaðisig í sigur-
ljóma við þingsetn-
ingu í gær. Eitt
hundrað nýir þing-
menn réðu sér ekki
fyrir kæti. Rúmur
þriðjungur þeirra kemur úr
kjördæmum þar sem Íhalds-
flokkurinn hefur löngum haft
góða stöðu. Þar losnuðu sæti af
tveimur ástæðum. Sumir frá-
farandi þingmenn vildu hætta,
oftast fyrir aldurs sakir. All-
mörg sæti losnuðu þegar Boris
Johnson rak þingmenn úr
Íhaldsflokknum sem farið
höfðu gegn honum á ögur-
stundu baráttunnar um brexit.
Meðal hinna burtreknu voru
menn sem gegnt höfðu veiga-
miklum ráðherraembættum og
tóku brottvísuninni úr flokkn-
um þunglega. Þeir buðu sig því
fram sem „óháðir“ í gömlu
kjördæmunum gegn þing-
mannsefnum flokksforyst-
unnar. Sumir fengu bærilegt
fylgi því að hefðbundnir and-
stæðingar Íhaldsflokksins
kusu „uppreisnarmennina“ að
þessu sinni. En það dugði ekki
til. Hinir burtreknu töpuðu all-
ir sem einn.
Þetta þýðir að Boris John-
son kemur ekki aðeins með
fjölmennan þingflokk til þings,
heldur má ganga út frá því að
langflestir verði mjög fylgi-
spakir honum, að minnsta
kosti fyrst um sinn.
Boris er einnig laus við þing-
forsetann, John Bercow, sem
ekki er umdeilt lengur að hafi
misnotað stöðu sína herfilega í
þágu ESB-sinna á þingi. Ber-
cow getur á hinn bóginn gengið
glaður og reifur að bólgnandi
bankareikningum sínum vís-
um. Hann mætti sem frétta-
skýrandi í settið til Sky-
stöðvarinnar á kosninganótt
og fékk að sögn um 60.000
pund (tæpar 10 millj. ísl. kr.)
fyrir viðveruna. Þá er hann nú
sagður eftirsóttur tækifæris-
ræðumaður í kvöldverðum og
fái, þegar best lætur, allt að
25.000 pund fyrir ræðustubb-
inn (fjórar millj. ísl. kr.). Ekki
er þó endilega víst að frægðin
verði Bercow endingargóð.
Boris var hinn sanni sigur-
vegari kosninganna, þótt fylgi
flokksins yxi ekki um nein
ósköp. Frjálslynda flokknum
hafði í byrjun verið spáð fram-
gangi, en klaufaspörk for-
mannsins urðu of mörg og svo
fór að þingmönnum fækkaði úr
12 í 11 og formaður flokksins
féll út af þingi. En það var
Jeremy Corbyn sem dró stysta
stráið. Flokkur hans missti 60
þingmenn og það jafnvel í kjör-
dæmum þar sem hann var tal-
inn ósigrandi. Mjög er nú að
Corbyn þrengt. Hann segist
ekki ætla að leiða
flokkinn í næstu
þingkosningum. Í
því gæti falist að
hann héngi í for-
mannssætinu
næstu árin! Hljóð-
ið í helstu sam-
herjum hans í flokknum er
annað. Þeir segjast á förum úr
forystu og bæta sumir við: Við
erum allir á leið úr forystunni.
Hugmynd þeirra, sem gráta
útkomu Verkamannaflokksins,
er sú að færa flokkinn í átt að
miðju ella verði þrautaganga
hans löng. En vandinn er sá að
skipulagi flokksins var breytt
á sínum tíma. Það eru almenn-
ir félagar sem ráða því hverjir
leiða flokkinn. Mikill meiri-
hluti þess liðs hefur svipaðar
hugsjónir og Jeremy Corbyn.
Staðan er því þannig, að þótt
Corbyn nái ekki að þráast
lengi við er ekki víst að nýr
leiðtogi verði eitthvað nær
miðju en sá gamli.
Nicola Sturgeon, leiðtogi
Skoska þjóðarflokksins, ham-
ast við að minna á að hún sé
annar af tveimur sigurveg-
urum kosninganna. Hún fékk
vissulega 48 þingmenn og
bætti við þig 13. Enginn flokk-
ur mjólkar kosningakerfið jafn
vel og SNP. Frjálslyndir fengu
11,6% atkvæða á landsvísu en
náðu aðeins 11 mönnum á þing.
SNP fékk 3,9% fylgi á lands-
vísu en fær 48 þingsæti á þjóð-
þinginu!
Í krafti þessa „sigurs“ krefst
Sturgeon nýs þjóðaratkvæðis
um sjálfstæði Skotlands. Það
er holur hljómur í þeirri kröfu.
Sturgeon viðurkennir að ekki
nærri allir þeirra sem kusu
SNP styðji útgöngu Skota.
Skoðanakannanir sem birtar
voru eftir kosningar sýna að
góður meirihluti Skota sé and-
vígur útgöngu.
En það er annað sem er at-
hyglisvert. Sturgeon er andvíg
útgöngu Breta úr ESB og
flokkur hennar á þingi gerði
allt sem hann mátti til að eyði-
leggja úrslitin um það. Og í
rauninni eru sömu óheilindi
hjá leiðtoganum gagnvart
þjóðaratkvæðinu um Skotland.
Þar var kosið 2014 og SNP
hamaðist í sínum yfirlýsingum
þá að kysu Skotar ekki út-
göngu myndu „núlifandi kyn-
slóðir“ aldrei fá annað tæki-
færi! Útkoman var afgerandi.
Skotar höfnuðu skilnaði. Og nú
vilja leiðtogar SNP, þeir sömu
og sögðu að bíða yrði í margar
kynslóðir áður en kosið yrði
aftur um sömu spurningu,
eyðileggja niðurstöðuna frá
2014! Aðeins niðurstaða sem
þeir sjálfir viðurkenna skal
standa.
Hvernig er svona fólk eigin-
lega innréttað?
Það hefur reynst
rétt mat að kosn-
ingarnar á fimmtu-
dag yrðu mjög
mikilvægar}
Eftirköst og lærdómur
E
inu sinni var til happdrætti sem
hét launamiðinn. Þar var hægt
að vinna 100.000 kr. á mánuði í
15 ár eða fá aðeins lægri heild-
arupphæð strax. Miðað við
verðbólgu, vexti, launaþróun og þess háttar
þá borgaði sig að fá lægri heildarupphæð
strax ef vinningurinn væri lagður í sparnað.
Valmöguleikinn er þó góður því það eru alls
ekki allir í þeim aðstæðum að hafa efni á að
spara. Það er nefnilega oft erfitt að gera áætl-
anir til framtíðar, hvað þýða til dæmis 100.000
kr. eftir 15 ár? Ef 1981 hefði verið eitt af þeim
15 árum þá hefðu 100.000 kr. ekki verið mikils
virði ef þær hefðu misst síðustu tvö núllin.
Það er áhugavert að skoða dæmið um
launamiðann og þann valmöguleika sem fólk
fær í samhengi við nýlegan samning ríkisins
við kirkjuna. Þar fær kirkjan um þrjá og hálfan milljarð
á ári (og tvo milljarða í viðbót í sóknargjöld) þar sem
90% af upphæðinni fylgja launaþróun. Þetta er samn-
ingur sem er gerður í staðinn fyrir kirkjujarða-
samkomulagið frá 1997 sem snerist um fullnaðaruppgjör
þeirra eigna sem runnu til ríkisins við það samkomulag,
eða eins og segir þar: „Aðilar líta á samkomulag þetta
um eignaafhendingu og skuldbindingu sem fullnaðar-
uppgjör þeirra vegna þeirra verðmæta sem ríkissjóður
tók við árið 1907. Aðilar geta óskað eftir endurskoðun á
3. gr. samkomulagins (launagreiðslur) að liðnum 15 ár-
um frá undirritun þess.“
Í 3. gr. samkomulagsins er fjallað um að ríkið skuli
meðal annars greiða laun 138 presta í 15 ár.
Svona „launamiði“ fyrir kirkjuna í staðinn
fyrir jarðir sem voru samtals með fast-
eignamat upp á 1.072.774.128 kr. árið 1992.
Uppfært verðlag á þeirri upphæð árið 2018
eru rúmir þrír milljarðar króna en á sama
tíma hafa rúmlega 42 milljarðar verið greidd-
ir vegna kirkjujarðasamkomulagsins. Allt í
einu verður valmöguleikinn í launamiðanum
sjálfsagður, auðvitað velur þú árlegu greiðsl-
una. Þú færð andvirði jarðanna, eða svo, á
hverju ári. Í að minnsta kosti 15 ár. Árin eru
nú orðin rúmlega 20 og nýbúið að semja um
laun í skiptum fyrir þessar jarðir í að minnsta
kosti 15 ár í viðbót.
Fyrir skattgreiðendur þýðir þetta ýmis-
legt. Sóknargjöldin eru rétt tæplega 1.000 kr.
á mánuði og þjóðkirkjan fær um 80% af
sóknargjöldum. Kirkjujarðasamkomulagið er upp á um
þrjá og hálfan milljarð á ári. Það þýðir að hver skatt-
greiðandi borgar kirkjunni rétt rúmlega 2.000 kr. á mán-
uði í laun. 24.000 kr á ári. Önnur lífsskoðanafélög fá um
200 kr. á mánuði eða um 2.400 kr. á ári.
Launamiði kirkjujarðasamkomulagsins er, miðað við
núverandi fyrirkomulag, óendanlega dýr. Að eilífu, og
allt það. Andvirði kirkjujarðanna er hins vegar endan-
legt. Það virðist hins vegar vera pólitísk trú á að óendan-
leg verðmæti séu til og er þar illa farið með skattfé. Ger-
um betur.
Björn Leví
Gunnarsson
Pistill
Launamiðinn
Höfundur er þingmaður Pírata. bjornlevi@althingi.is
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
Vindmyllur eru engin nýlunda á
Íslandi. Á 19. öld voru reistar
tvær vindmyllur í Reykjavík,
önnur við Hólavelli á Suðurgötu,
árið 1830 og hin á horni Banka-
strætis og Þingholtsstrætis
1847, kölluð hollenska myllan.
Voru þær báðar nýttar við möl-
un á rúgi. Vindmyllurnar settu
svip á Reykjavík uns þær voru
rifnar, Hólavallamyllan um 1880
og hollenska myllan 1902. Vind-
mylla var byggð í Vigur 1860 og
stendur enn. Einnig voru fleiri
vindmyllur á þessum tíma en
auðvitað voru þessar myllur
ekki tengdar neinu raforkukerfi.
Vindmyllur
voru á 19. öld
ÍSLENDINGAR HAGNÝTTU SÉR VINDORKU FYRR Á TÍÐ
Ljósmynd/Þjóðminjasafn Íslands
Minjar Vindmylla frá 19. öld sem
stendur enn í eynni Vigur.