Morgunblaðið - 18.12.2019, Síða 15

Morgunblaðið - 18.12.2019, Síða 15
15 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. DESEMBER 2019 Jólafrí Skólar þessa lands eru nú einn af öðrum á leið í jólafrí, sem er kær- komið mörgum. Nemendur, kennarar og aðrir starfsmenn orðnir lúnir. Eggert Nú verður skipað í embætti hæstarétt- ardómara. Fyrir liggur umsögn nefndar um hæfni umsækjenda. Hrósa ber nefndinni fyrir að hafna með öllu aðferðafræði þeirrar nefndar sem mat um- sækjendur um emb- ætti í Landsrétti þegar hann var stofnaður. Um þetta hef ég skrif- að áður og tel ekki ástæðu til að end- urtaka nú. Menn ættu hins vegar að átta sig á því að hér er skrifað eins konar leikrit, sem miðar að skipun um- sækjanda, sem fyrirfram er búið að ákveða að skuli hljóta embættið, þó að öllum sem til þekkja sé ljóst að sá umsækjandi stendur ekki jafnfætis öðrum að hæfni. Nefndin kaus að setja þrjá um- sækjendur jafna í efsta sæti, tvo karla og eina konu. Konan verður skipuð. Hún var sett jafnfætis hinum svo ráðherrann gæti samkvæmt gildandi lagareglum skipað hana. Þetta var sýnilega gert vegna kynferðis um- sækjandans. Hún er auðvitað hæfur lög- fræðingur, þó að karl- arnir standi henni greinilega framar, eins og öllum er ljóst sem til þekkja. Það gera reyndar einnig fleiri umsækjendur. Í viðtali við ráð- herrann á mbl.is í gær (mánudag) var þannig haft eftir henni, þegar hún var spurð hvort kynferði umsækjenda myndi hafa áhrif á ákvörðun hennar: „Ég hef alltaf talað fyrir því og mun áfram tala fyrir því að það sé á meðal þeirra þátta sem skuli líta til þegar skipað er í embætti eins og lög segja líka til um.“ Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir hefur vaxið verulega í starfi sínu sem ráðherra. Hér verður henni hins vegar á þegar hún svarar því beint út að kynferði umsækjenda muni hafa áhrif á ákvörðun hennar. Í 65. gr. stjórnarskrárinnar er skýrt tekið fram að svona sjónarmið eru andstæð lögum, því þar segir: „Kon- ur og karlar skulu njóta jafns réttar í hvívetna.“ Hvað sem líður ákvæðum í lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla, er stjórnvaldshöfum óheimilt, eftir að umsækjendur um stöðu eru komnir fram, að velja á milli þeirra eftir kynferði. Þetta felst í stjórnarskrárákvæðinu. Þó að ég hafi tröllatrú á hinum ný- skipaða dómsmálaráðherra þykist ég sjá í hendi mér að hún muni ekki standast þrýstinginn úr umhverfinu. Hún mun loka leikverkinu og skipa konuna. Tjaldið mun svo falla. Eftir Jón Steinar Gunnlaugsson » Í 65. gr. stjórnar- skrárinnar er skýrt tekið fram að svona sjónarmið eru andstæð lögum, því þar segir: „Konur og karlar skulu njóta jafns réttar í hví- vetna.“ Jón Steinar Gunnlaugsson Höfundur er lögmaður. „Jafn réttur í hvívetna“ Ég nokkuð viss um að margir vinir mínir á vinstri kantinum súpa hveljur þegar þeir átta sig á að frá því að Sjálfstæðis- flokkurinn tók sæti í ríkisstjórn árið 2013 hefur tekist að lækka álögur á heimili og fyrirtæki um tugi milljarða á ári. Í huga þeirra er slíkt glap- ræði og vitnisburður um að verið sé að „veikja“ skattstofna, „afsala“ rík- inu tekjum og nýta ekki „tekjutæki- færi“ sem ríkið hefur með því að vera ekki dýpra í vösum launafólks og fyrirtækja. Á sama tíma og vinstrimenn berj- ast við sálfræðilegt áfall eru ekki all- ir hægrimenn kátir; telja að of hægt gangi að koma böndum á skatta- krumlu hins opinbera. Ég er sam- mála samherjum mínum en ég líkt og þeir verð að viðurkenna stað- reyndir: Skattkerfisbreytingar í tíð Sjálf- stæðisflokksins í ríkisstjórn frá 2013, hafa leitt til þess að ráðstöf- unartekjur heimilanna hafa hækkað um nær 30 milljarða króna. Séu af- nám auðlegðarskatts og orkuskatts á rafmagn talin með má ætla að ráð- stöfunartekjur heimilanna á þessu ári séu um 40 milljörðum hærri en þær hefðu orðið ef breytingar, sem Bjarni Benediktsson hefur beitt sér fyrir sem fjármálaráðherra og for- sætisráðherra, hefðu ekki náð fram að ganga. Þessar upplýsingar koma m.a. fram í ítarlegu svari fjármála- og efnahagsráðherra við fyrirspurn um breytingar á sköttum og gjöldum frá árinu 2013. (Óskað var eftir upplýs- ingum um hverjar skatttekjur rík- isins hefðu orðið, að öðru óbreyttu, ef skattar og tryggingagjöld hefðu verið óbreytt miðað við árið 2012.) 70 milljarða lækkun skatta Tekjuskattur einstaklinga hefur lækkað um nær 24 milljarða króna vegna ýmissa breytinga sem gerðar hafa verið á síðustu árum. Án þeirra breytinga, sem Sjálfstæðisflokk- urinn hefur haft forystu um, væru heimilin því að greiða nær tveimur milljörðum krónum meira í hverjum mánuði í tekjuskatt en þau gera á þessu ári. Til viðbótar kemur skattfrjáls ráð- stöfun séreignasparn- aðar vegna íbúðakaupa. Áætlað er að eftirgjöf / lækkun tekjuskatts vegna séreignasparn- aðar sé um 3,8 milljarðar á þessu ári. Í byrjun komandi árs kemur til framkvæmda fyrri áfangi í kerfisbreyt- ingum á tekjuskatti en síðari áfanginn næst árið eftir sem tryggir launa- fólki um 21 milljarðs króna lækkun tekjuskatts. Lækkun tryggingagjalds nemur um 17,8 milljörðum en frá 2013 hef- ur skatthlutfallið lækkað úr 7,69% í 6,60%. Á næsta ári lækkar gjaldið enn frekar eða um fjóra milljarða króna. Afnám almennra vörugjalda hefur lengi verið baráttumál sjálfstæðis- manna. Sú barátta skilaði árangri 2015 þegar gjöldin voru felld niður. Árin 2016 og 2017 voru tekin stór skref með því að afnema tolla á flest- ar vörur utan landbúnaðarvara. Í heild hafa álögur ríkisins á vörur – almenn vörugjöld og tollar – lækk- að um rúmlega 14 milljarða króna miðað við heilt ár. Heimilin hafa fengið að njóta þessa í formi lægra vöruverðs og aukins kaupmáttar. Alls hafa skattar verið lækkaðir um 57 milljarða króna frá árinu 2013 eða um meira en 4,7 milljarða á mánuði. Þessu til viðbótar rann auð- legðarskatturinn sitt skeið, þrátt fyrir háværar kröfur vinstrimanna um að skatturinn skyldi fram- lengdur og það varanlega í einu forminu eða öðru. Auðlegðarskatt- urinn nam 10,7 milljörðum árið 2015. Ári seinna var hætt að inn- heimta orkuskatt á rafmagn upp á liðlega 2,2 milljarða. Að teknu tilliti til auðlegðarskatts og rafmagnsskattsins nema skatta- lækkanirnar nær 70 milljörðum króna frá því að Sjálfstæðisflokk- urinn tók sæti í ríkisstjórn 2013. En sumt hefur hækkað En til að öllu sé haldið til haga þá hafa ýmsir skattar verið hækkaðir. Mest munar um töluvert róttækar breytingar á virðisaukaskatti. Neðra þrep virðisaukans var hækk- að, efra þrepið lækkað og skatt- stofninn breikkaður. Vegna þessa eru tekjur ríkissjóðs um 13,9 millj- örðum hærri á þessu ári en þær hefðu verið án breytinga, að öðru óbreyttu. Kolefnisgjald hefur einnig hækk- að – nokkuð hressilega. Það hefur verið markmið allra ríkisstjórna síð- ustu ár að stuðla að orkuskiptum. Kolefnisgjaldi er ætlað að styðja við að markmið í loftslagsmálum náist – draga úr losun gróðurhúsaloftteg- unda, hvetja til orkusparnaðar og notkunar á vistvænni ökutækjum en um leið ýta undir aukna notkun á innlendum orkugjöfum. Kolefnisgjaldið er umdeilt og efa- semdir hafa komið fram um að það skili tilætluðum árangri. Þá eru vís- bendingar um að gjaldið leggist mis- jafnlega þungt á atvinnugreinar sem og launafólk. Ég hef áður vakið at- hygli á því að umhverfisskattar – grænir skattar – geti verið skyn- samlegir en sú hætta sé alltaf fyrir hendi að þeir myndi skjól fyrir aukna skattheimtu hins opinbera. En fleira skiptir máli. Grænir skattar, líkt og kolefn- isgjald, geta haft neikvæð áhrif á samkeppnishæfni þjóðarinnar. Ef umhverfisskattar á íslensk fyrirtæki eru hærri en þeir sem samkeppn- isaðilar í öðrum löndum þurfa að standa undir, er augljóst að sam- keppnisstaðan versnar. Því miður leiða of fáir hugann að þessum þætti þegar tekin er ákvörðun um skatta- og gjaldumhverfi atvinnulífsins. Vísbendingar eru einnig um að grænir skattar leggist hlutfallslega þyngra á tekjulága hópa en tekju- háa. Þannig kunna umhverfisskattar að leiða til aukins efnahagslegs ójöfnuðar. Byrðin 36 milljörðum léttari Bankaskattur er þriðji skattstofn- inn sem skilar hærri tekjum en fyrir 2013 vegna lagabreytinga. Skatt- urinn var fyrst lagður á 2011 en var hækkaður gríðarlega í stjórnartíð Sjálfstæðisflokks og Framsóknar- flokks, ekki síst til að standa undir fjármögnun umfangsmikillar leið- réttingar verðtryggðra húsnæðis- lána. Skatturinn var m.a. lagður á þrotabú hinna föllnu banka. Alþingi samþykkti í byrjun þessa mánaðar að lækka bankaskattinn verulega í áföngum fram til ársins 2024. Lækk- unin er hluti af stefnu ríkisstjórn- arinnar að stuðla að aukinni skil- virkni í fjármálakerfinu með það að leiðarljósi að lækka kostnað neyt- enda. Eins og sést á meðfylgjandi töflu nema brúttó hækkanir ýmissa skatta frá 2013 um 33,7 milljörðum króna en 24 milljörðum að undan- skildum bankaskattinum. En vegna umfangsmikilla skatta- lækkana á öðrum sviðum er ljóst að nettó skattalækkun á þessu ári borið saman við 2013, að öðru óbreyttu er rúmlega 23 milljarðar króna og tæp- ir 33 milljarðar sé horft fram hjá bankaskattinum. Þegar haft er í huga að auðlegð- arskattur og orkuskattur á rafmagn heyra sögunni til þá er skattbyrði heimila og fyrirtækja yfir 36 millj- örðum króna léttari á þessu ári en hún hefði orðið án afskipta Sjálf- stæðisflokksins. Án bankaskatts eru álögurnar nær 46 milljörðum lægri. En jafnvel þótt okkur hafi í mörgu miðað í rétta átt stendur eftir sú staðreynd að Ísland er háskattaland í alþjóðlegum samanburði. Skatt- byrði, samkeppnishæfni og lífskjör eru samtvinnuð og verða ekki að- skilin. Því miður gengur illa að fá þá stjórnmálamenn, sem líta á ein- staklinga og fyrirtæki sem tekju- hlaðborð hins opinbera, til að skilja einföld sannindi. Eftir Óla Björn Kárason » Á sama tíma og vinstrimenn berjast við sálfræðilegt áfall eru ekki allir hægrimenn kátir; of hægt gangi að koma böndum á skatta- krumlu hins opinbera. Óli Björn Kárason Höfundur er alþingismaður Sjálfstæðisflokksins. Skattabreytingar – um 30 milljarða hækkun ráðstöfunartekna Skattkerfi sbreytingar 2013-2019 Nettóáhrif breytinga frá 2013 á skatttekjur ríkisins 2019 í milljónum króna Nettó lægri skattar Auðlegðarskattur Orkuskattur á rafmagn Skattalækkanir 2013 til 2019 Í milljónum króna Áhrif 2019 Tekjuskattur einstaklinga -23.757 Tryggingagjald -17.760 Almenn vörugjöld -8.540 Tollar -5.610 Útvarpsgjald -600 Stimpilgjald v/fyrstu íbúðar -400 Uppbætur á lífeyri -300 Fjármagnstekjuskattur -90 Samtals -57.057 Skattahækkanir 2013 til 2019 Í milljónum króna Áhrif 2019 Fjársýsluskattur 30 Orkuskattur á heitt vatn 410 Vörugjald á ökutæki 690 Krónutölugjöld 750 Gistináttaskattur 880 Tóbaksgjald 940 Kolefnisgjald 6.750 Bankaskattur 9.400 VSK-breytingar 13.870 Samtals 33.720 Lækkun Nettó lægri skattar -23.337 Án bankaskatts -32.737 Auðlegðarskattur -10.700 Orkuskattur á rafmagn -2.230 Nettó lægri skattar Án bankaskatts Samtals -45.667 Samtals -36.267 -10.700 -2.230 -23.337 -10.700 -2.230 -32.737 Heimild: Skattaskrifstofa fjármála- og efnahagsráðuneytisins.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.