Morgunblaðið - 18.12.2019, Síða 22

Morgunblaðið - 18.12.2019, Síða 22
22 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. DESEMBER 2019 Miklu meira, en bara ódýrt Hálkubroddar 695 Bílrúðu- sköfur Verð frá kr. 395 Dráttartóg 2tonn 4m 2.485 Rúðuvökvi 995 Smáratorgi 1, 201 Kóp., s. 588 6090, vl@verkfaeralagerinn.is Verkfæralagerinn Mán.-fim. kl. 9-18, fös. kl. 9-18:30, lau. kl. 10-18, sun. kl. 12-17 Startkaplar frá 1.495 Snjóskóflur Verð frá kr. 1.985 Snjósköfur Verð frá kr. 1.495 50 ára Ingibjörg er frá Skefilsstöðum í Skefils- staðahr. í Skagafirði, en býr í Hafnarfirði. Hún er viðskiptafræðingur að mennt frá HR og er aðalbókari hjá Stofn- fiski. Ingibjörg situr í stjórn Dansíþróttafélags Hafnarfjarðar. Maki: Einar Jón Sigmarsson, f. 1962, raf- eindavirki hjá Origo. Börn: Smári Freyr, f. 2001, og Svandís Ósk, f. 2003. Foreldrar: Margrét Viggósdóttir, f. 1936, d. 2013, og Gunnar Guðvarðarson, f. 1934, d. 1973, bændur á Skefilsstöðum. Ingibjörg Sigurlaug Gunnarsdóttir Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Í dag er gott að ræða við vini. Frumkvæði þitt hefur jákvæð áhrif á fólk- ið í kringum þig svo nýttu þér það. 20. apríl - 20. maí  Naut Þér kann að berast óvænt tilboð og ef þú heldur rétt á spilunum getur það orðið þér til góðs. Talaðu um tilfinningar þínar. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Lærðu að þekkja takmörk þín og stattu vörð um sjálfstæði þitt, það gerir enginn annar. Þú færð skilaboð sem þú veist ekki hvernig best er að bregðast við. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Þú hefur ferðast með einhverjum undanfarið og hefur notið þess mjög. Nýr kafli er um það bil að hefjast í þínu lífi. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Þér finnst þú vera að drukkna í alls kyns misvísandi upplýsingum. Einhver vill bjóða þér gull og græna skóga en þorir það ekki. Þú veist hver það er. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Þú skalt ekki bregða út af van- anum, nema þú hafir það á hreinu að slíkt sé þér til framdráttar. Njóttu þín í faðmi fjölskyldunnar í kvöld. 23. sept. - 22. okt.  Vog Farðu varlega í að gagnrýna vinnu- félaga þína, því þeir vinna undir öðrum formerkjum en þú. Foreldrar átta sig á betri leiðum til þess að hvetja börn sín. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Það er aldrei til annars en góðs að sækja sér aukna menntun á hvaða sviði sem er. Þú færð skemmti- legar fréttir af góðum vini. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Þú hefur einbeitt þér um of að vinnu og um leið vanrækt líkama þinn. Taktu mark á tilfinningu sem þú hefur sem snýr að ástvini. 22. des. - 19. janúar Steingeit Samstarfsmenn þínir bera traust til þín og leita aðstoðar þinnar þegar á bjátar. Reyndu að sýna þol- inmæði ef þú verður fyrir gagnrýni af ein- hverju tagi. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Til þín er horft með forystu í ákveðnu máli. Barnið í þér gleðst þessa dagana, því þú ert dugleg/ur að leika þér. 19. feb. - 20. mars Fiskar Búðu þig undir að heyra frá vinum þínum og fá boðskort í veislu. Nýtt ár mun verður ævintýralega skemmtilegt. S vanhildur Sif Haralds- dóttir er fædd 18. des- ember 1959 á St. Frans- iskusspítalanum í Stykkishólmi. „Ljósmóð- irin hét systir Ernelia. Ég flutti tveggja ára á Akranes og bjó þar til 11 ára aldurs og frá Akranesi lá leiðin til Reykjavíkur. Fyrstu árin ólst ég upp við rosalegar óveðurs- sögur frá Flatey á Skjálfanda, þar sem pabbi er fæddur. Þar komu ísbirnir mjög oft við sögu.“ Svanhildur gekk í Grunnskólann á Akranesi og Austurbæjarskóla. Hún fór í Keili 2008-2009, lauk BA- námi í félagsráðgjöf frá Háskóla Ís- lands 2013 og MA-námi í félags- ráðgjöf frá HÍ árið 2016. Svanhildur bjó á Hvammstanga og vann þar hjá Verslun Sigurðar Pálmasonar, bæði á skrifstofunni og í verslun, á Laugarbakka og á Akureyri, en þar bjó hún í fjögur ár og vann á Leikskólanum Pálmholti. Svanhildur hefur búið í Kópavogi frá árinu 1997. Ári seinna hóf hún að reka Sumarbúðirnar Ævintýra- land, fyrst á Reykjum í Hrútafirði og síðan í Borgarfirði. „Hugmyndin kviknaði þegar ég var barn í sum- arbúðum á Ökrum á Mýrum en ég var þar tvö sumur. Markmiðið hjá mér var að hafa mikla afþreyingu og mikið val fyrir börnin. Við vorum með ýmis námskeið eins og myndlistarnámskeið, tónlistar- og dansnámskeið, leiklist, íþróttir, stuttmyndagerð sem var mjög vin- sælt og ævintýranámskeið. Við fengum valkyrjur úr sveitinni til að vera með reiðnámskeið.Við vorum oftast með fimm til sjö námskeið í boði og alls konar afþreyingu þar að auki.“ Sumarbúðirnar voru reknar í fimmtán sumur. Svanhildur opnaði vistheimili sem er skammtímavistun árið 2005, tók sér frí frá því þegar hún hóf námið en opnaði aftur skammtímavist- unina á seinna árinu í meistaranám- inu og hefur rekið það síðan. Hún er því að vinna fórnfúst og merki- legt starf sem er samt ekki hægt að ræða mikið um af persónuverndar- ástæðum. Svanhildur hefur enn fremur verið stuðningsforeldri frá 1997 og fósturforeldri frá árinu 2008. Áhugamál Svanhildar eru fjöl- skyldan, útivist, gönguferðir, ferða- lög og matreiðsla. „Mér finnst gott að ganga um þar sem eru miklar öldur. Ég labba oft um á ströndinni hjá veitingastaðnum Hafið bláa sem er rétt hjá Stokkseyri og mér finnst ég hlaða batteríin þar. Ég elska hafið, að horfa á það, ekki vera á því og því stærri sem öldurnar eru því æðislegra er að horfa á þær. Ég ferðast mest innanlands en líka erlendis og fór í siglingu um Karíbahafið í fyrra, það var mjög skemmtilegt.“ Svanhildur lætur sig mannúðarmál varða eins og sést á starfi hennar. „Ég hef alltaf haft áhuga á þeim og mér finnst sér- staklega átakanlegt þegar ranglæt- ið og misskiptingin bitnar á börn- unum og reyni að leggja mitt af mörkum.“ Svanhildur hélt upp á afmælið með pomp og prakt á laugardaginn. „Ég fékk óvænta afmælisgjöf en Svanhildur Sif Haraldsdóttir félagsráðgjafi – 60 ára Frænkur í móðurættinni Frá vinstri: Ellen, dóttir Svanhildar, Svanhildur, Margrét Jónasdóttir, Guðrún Eva Mínervudóttir, Gurrí, systir Svanhildar, Edda Finnbogadóttir, dóttir Elínar Jónasdóttur móðursystur, og Dagbjört Theodórsdóttir, dóttir Theodórs Jónassonar móðurbróður, móðir Margrétar Jónasdóttur. Lætur sig mannúðarmál varða Í afmælisveislunni „Ég pantaði jólasvein fyrir yngstu gestina og hann vildi láta taka mynd af okkur saman.“ Á jólum Frá vinstri: Mínerva amma og systkinin Guð- mundur, Gurrí, Mínerva og Svanhildur í grænum kjól. 30 ára Kristín María er frá Hellissandi en býr í Borgarnesi. Hún er með stúdentspróf frá Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akra- nesi og er í fæðingar- orlofi. Maki: Björn Sólmar Valgeirsson, f. 1981, leikskólakennari og fótboltaþjálfari. Börn: Friðgeir Kári, f. 2008, Birgitta Sara, f. 2015, og Dagný Marey, f. 2019. Foreldrar. Guðbjörg Dagný Þórðardóttir, f. 1966, sundlaugarvörður, og Kári Þór Rafnsson, f. 1962, húsvörður. Þau eru búsett á Hellissandi. Kristín María Káradóttir Til hamingju með daginn Borgarnes Dagný Marey Björnsdóttir fæddist 8. júlí 2019 kl. 13.29 á Sjúkrahúsinu á Akranesi. Hún vó 3.734 g og var 48 cm löng. Foreldrar henn- ar eru Kristín María Káradóttir og Björn Sólmar Valgeirsson. Nýr borgari

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.