Morgunblaðið - 18.12.2019, Side 27

Morgunblaðið - 18.12.2019, Side 27
MENNING 27 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. DESEMBER 2019 ICQC 2020-2022 Nánari upplýsingar um sýningartíma á sambíó.is Uppselt í Reykjavík Lausir miðar í Keflavík og á Akureyri Þáttaröðin Pabbahelgar er til- nefnd til verðlauna Norræna kvik- mynda- og sjónvarpssjóðsins fyrir besta handrit að sjónvarps- þáttaröð. Verðlaunafé er 200.000 norskar krónur, jafnvirði um 2,8 milljóna íslenskra króna. Nanna Kristín skrifaði handrit þáttanna og leikstýrði þeim auk þess að fara með eitt af aðalhlutverkunum og voru þeir sýndir á RÚV í byrj- un vetrar. Tilnefndir til verð- launanna eru aðalhandritshöf- undar sjónvarpsþáttaraða og verða verðlaunin afhent í Gauta- borg 29. janúar á næsta ári. Aðrir tilnefndir eru hin norska Sara Johnsen fyrir þáttaröðina 22. júlí, sænsku handritshöfundarnir Wilhelm Behrman og Niklas Rockström fyrir Kalifat, finnski handritshöfundurinn Matti Laine fyrir Paratiisi og dönsku höfund- arnir Dorthe Høgh og Ida Maria Rydén fyrir Når støvet har lagt sig. Tilnefnd Nanna Kristín Magnúsdóttir er handritshöfundur, leikstjóri og aðal- leikkona sjónvarpsþáttanna Pabbahelgar. Nanna Kristín meðal tilnefndra fyrir Pabbahelgar Morgunblaðið/Eggert » Davíð Þór Jónsson píanóleikari og spunameistari ogTómas Guðni Eggertsson organisti héldu á mánudag tónleika í Langholtskirkju undir yfirskriftinni Ertu búin/n að Bach-a fyrir jólin? Léku þeir með guðdómlegum hætti eigin útgáfur af tíu sálmaforleikjum og nokkrum dáðum verkum til eftir meistarann Johann Sebastian Bach. Fé- lagarnir komu síðast fram fyrir áratug með þetta efni á að- ventunni og fóru nú eins og þá á kostum og heilluðu gesti. Tómas Guðni og Davíð Þór léku verk eftir J.S. Bach í Langholtskirkju Miðakaup Vilhjálmur Bjarnason kaupir miða af Sigurbjörgu Þrastardóttur skáldkonu. Anna María Jónsdóttir og Héðinn Unnsteinsson fylgjast með. Smákaka fylgdi hverjum miða. Spunameistararnir Davíð Þór Jónsson og Tómas Guðni Eggertsson ávarpa gesti. Hjónin Þórarinn Eldjárn og Unnur Ólafsdóttir nutu listarinnar. Ánægð Greipur Gíslason og Edda Kristín Sigurjónsdóttir voru meðal gesta og hlýddu á félagana leika sér með orgelforleiki. Morgunblaðið/Eggert

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.