Morgunblaðið - 18.12.2019, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 18.12.2019, Qupperneq 32
Verk Önnu Þorvaldsdóttur tón- skálds er á lista New York Times yfir 25 bestu hljóðrituðu klassísku verkin. Það er Metacosmos en í fyrra var verkið Aequilibria á list- anum en það má finna á plötunni Aequa sem kom út í fyrra. Metacosmos var flutt af Sinfón- íuhljómsveit Íslands undir stjórn Daníels Bjarnasonar. Anna aftur á árslista New York Times MIÐVIKUDAGUR 18. DESEMBER 352. DAGUR ÁRSINS 2019 Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Í lausasölu 670 kr. Áskrift 7.240 kr. Helgaráskrift 4.520 kr. PDF á mbl.is 6.420 kr. iPad-áskrift 6.420 kr. Brasilíska liðið Flamengo leikur til úrslita í fyrsta skipti í heimsbikar karla í fótbolta, en liðið vann Al- Hilal frá Sádi-Arabíu í undan- úrslitum á Khalifa-vellinum í Katar í gær, 3:1. Flamengo leikur annað- hvort við Evrópumeistara Liverpool eða Norður-Ameríkumeistara Mon- terrey í úrslitum á laugardag, en þau mætast í kvöld. »24 Suður-Ameríkumeist- ararnir leika til úrslita ÍÞRÓTTIR MENNING „Mér hefur fundist algerlega frá- bært að starfa hjá Haukum. Þess vegna vil ég skilja vel við og halda dyrunum opnum þannig að maður gæti snúið aftur síðar,“ segir hand- knattleiksþjálfarinn Gunnar Magn- ússon meðal annars en hann er í ítarlegu viðtali í blaðinu í dag. Gunnar tilkynnti í gær að hann myndi láta af störfum hjá Haukum næsta sumar og hefja þess í stað störf hjá Aftureldingu. »25 Vill skilja vel við eftir frábært samstarf Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Barnabókin Friðbergur forseti eftir Árna Árnason hefur fengið góða dóma. „Viðtökurnar hafa verið mjög góðar og framar öllum vonum,“ segir höfundurinn, en Bjartur gefur út. Þetta er fyrsta ritverk Árna. „Ég hef lengi átt mér þann draum að skrifa bók,“ segir hann. Einu sinni sem oftar hafi hann endurmetið stöðuna og lífið og komist að þeirri niðurstöðu að tími væri til kominn að láta verkin tala á kostnað drauma í þessu efni. „Ég átti og rak auglýs- ingastofu í átta ár og hluti af ákvörð- uninni var að selja fyrirtækið, breyta um hraða og vettvang og gefa mér tóm til þess að sinna ritstörfum.“ Valið um hvernig bók hann vildi skrifa var auðvelt. „Aldrei er nóg af barnabókum og auk þess langaði mig til þess að skrifa bók fyrir dótt- ur okkar Kolbrúnar á meðan hún væri á þessum aldri og njóta hennar liðsinnis.“ Helena, sem verður 10 ára í febrúar, hjálpaði föður sínum að móta ákveðnar hugmyndir og gaf öllum sögupersónum nafn. „Hún lagði líka aðeins línurnar í sambandi við hvað sagan ætti að fjalla um í grunninn,“ segir Árni. Helena er mikill lestrarhestur og það ýtti enn frekar undir Árna að skrifa barnabók. „Frá því hún var pínulítil höfum við alltaf lesið mikið. Áður las ég fyrir hana og eftir að hún varð læs höfum við oft legið uppi í rúmi og lesið hvort sína bók- ina. Ég hef séð hvað lesturinn gefur henni mikið og gerir mikið fyrir hana og það hefur aukið enn frekar trú mína á lestri sem hugarþjálfun og uppeldistóli. Það er enn ein ástæða þess að barnabók varð fyrir valinu.“ Skrif Árna til þessa hafa að miklu leyti snúist um auglýsingaskrif. Geymdur en ekki gleymdur Hann segist hafa skrifað mikið fyrir „skúffuna“ á menntaskóla- árunum á Akureyri og þá þegar hafi hann átt sér þann draum að eiga tíma til þess að skrifa. Brauðstritið hafi komið í veg fyrir það. „Ég lagði drauminn á hilluna en hann lét mig samt aldrei í friði. Um árabil fólst vinnan í því að skapa, en það er kvóti á sköpun eins og öðru og þegar vinn- an snýst um það að vera skapandi og sniðugur er ekki mikið eftir til að geta skapað þegar vinnudeginum lýkur. Þess vegna þurfti ég að gera breytingu á daglegu lífi til þess að koma bókinni á koppinn.“ Friðbergur forseti fjallar um krakka sem berjast gegn ranglæti og fyrir betra samfélagi. „Boðskap- urinn í bókinni er fyrst og fremst sá að við eigum að vera óhrædd við að hlusta á hjarta okkar og berjast gegn ranglæti,“ segir Árni. Hann bætir við að skrifin og kynning á bókinni í skólum og víðar sé það skemmtilegasta sem hann hafi gert. „Ég er þegar byrjaður á því að móta framhald af sögunni og svo eru ýmis fleiri verkefni á teikniborðinu,“ segir hann. Á Bessastöðum Árni Árnason og Helena Árnadóttir færðu Guðna Th. Jóhannessyni forseta eintak af bókinni. Hlustað á hjartað og barist gegn ranglæti  Árni Árnason með framhald af sögunni um Friðberg forseta Sími: 411 5000 • www.itr.is Fyrir líkama og sál Laugarnar í Reykjavík Frá morgnifyrir alla fjölskylduna í þínu hverfi t il kvölds

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.