Morgunblaðið - 21.12.2019, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 21.12.2019, Blaðsíða 28
28 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. DESEMBER 2019 RAYMOND WEIL söluaðilar: Reykjavík: GÞ - skartgripir & úr, Bankastræti 12, s: 551-4007 Meba, Kringlunni, s: 553-1199 Meba, Smáralind, s: 555-7711 Kópavogur: Klukkan, Hamraborg 10, s: 554 4320 Hafnarfjörður: Úr & Gull, Firði-Miðbæ Hafnarfjarðar, s: 565-4666 Keflavík: Georg V. Hannah, úrsmiður, Hafnargötu 49, s: 421-5757 Akureyri: Halldór Ólafsson úrsmiður, Glerártorgi, s: 462-2509 Selfoss: Karl R. Guðmundsson, úrsmiður, Austurvegi 11, s: 482-1433 Undirrituð er með vissar áhyggjur af málefnum Rauf- arhafnar. Staðan hefur frekar versnað á síð- ustu misserum, ekki er neinu einu um að kenna en ég er farin að hafa verulegar áhyggj- ur af stöðunni og ef ekkert verður gert held ég að staðan eigi eftir að versna. Við í hverfisráði Raufarhafnar höfum ítrekað sent frá okkur erindi þess efnis en lítið fengið af viðbrögðum. Þetta á ekki bara við Raufarhöfn heldur allt svæðið austan Tjörness, þetta er verulega viðkvæmt svæði enda tilgreint sem brothætt byggð, sem má ekki við neinum frekari skakkaföllum. Máltækið, maður kemur í manns stað á því miður ekki við hér því ef við missum fólk frá okkur er ekki víst að við fáum einhverja aðra í staðinn! Það sem ég ætla að nefna fyrst er nokkuð sem ég held að því miður séu þættir sem langflestir íbúar austan Tjörness upplifa og það virð- ist vera hálfgert afskiptaleysi svið- stjóra, embættismanna og einnig kjörinna fulltrúa. Ég vil taka það fram að þetta þarf samt ekki endi- lega að vera raunin, þ.e. að starfs- menn komi ekki hingað, heldur kannski frekar að þeir eru ekki sýnilegir. Hér á Raufarhöfn var til að mynda flott menningarvika sem stóð í 10 daga, sem við auglýstum mjög vel og sendum póst á flestalla þingmenn og allir í stjórnsýslunni á Húsavík fengu boð, það hefði verið gaman að sjá fleiri þingmenn og einnig úr sveit- arstjórn sem og öðrum nefndum sveitarfé- lagsins! En þeim sem komu þakka ég kærlega fyrir komuna. Fyrirætlaður nið- urskurður fyrir árið 2020 kemur mjög illa við alla og er í raun óá- sættanlegur, styttur afgreiðslu- tími, skerðing á þjónustu og sund- laug Raufarhafnar á að vera lokuð í vetur og starfandi rekstraraðilar eru hættir vegna niðurskurðar sem er um 32% sem er í raun óraunhæft, því er dapurlegt að sjá að ekki er lagður metnaður í að halda uppi slíkri þjónustu sem skilgreina má sem vissa grunnþjónustu og við- halda þannig ákveðinni óvissu í þeim málum. Tjaldstæðið sem er í samrekstri við sundlaugina var mjög vel nýtt síðastliðið sumar, hægt er að segja að það hafi verið skemmtilegt að fylgjast með því hversu margir ferðamenn nýttu sér að gista þar, en það þýðir þá að fara þarf í endurbætur á því. Heim- skautsgerðið er að draga verulega að ferðamenn, t.d. kom hópur ljós- myndara frá Hong Kong til að mynda norðurljósin, Heimskauts- gerðið og okkar fallegu náttúru og þannig mætti lengi telja. Til að bæta við þau atriði sem skipta okkur máli þá er allur snjó- mokstur í Reykjahverfi, syðsta hluta sveitarfélagsins Norðurþings, í ólestri og mikil óvissa en þar ligg- ur fyrir að eigi að moka tvisvar í mánuði, „við skulum vona að vet- urinn verði okkur hagstæður“, en veðrið undanfarna sólarhringa hef- ur minnt okkur rækilega á að ef við- halda á byggð hér þarf heldur betur að stokka spilin upp á nýtt. Taka þarf raunverulegar ákvarðanir og fylgja þeim eftir. Sparnaðaraðgerðir í Öxarfjarð- arskóla skjóta líka skökku við þegar svæðið er loksins að byggjast upp og ungt fólk að flytja á svæðið. Þar hafa fæðst sex börn nú á þessu ári. Þegar sveitafélag stendurframmi fyrir svona niðurskurði er skilj- anlegt að allir verði að taka þátt en sannleikurinn er bara sá að við er- um búin að vera í niðurskurði í mörg ár, við megum einfaldlega ekki við frekari niðurskurði, það segir sig sjálft. Sérstaklega er ég svekkt yfir því að í þessum hagræð- ingarmálum hafi ekki verið haft samráð við hverfisráðin, mögulega hefur það góða fólk sem í þessum ráðum situr góðar hugmyndir um hvernig má spara í sínu nær- umhverfi án þess að það bitni á íbú- um. Sannleikurinn er þó sá að sára- sjaldan er málum vísað til umsagnar til hverfisráða sem þó þekkja málin hvað best. Maður veltir því fyrir sér þessi Að búa í jaðarbyggð Eftir Ingibjörgu Hönnu Sigurðardóttur » Veðrið undanfarna sólarhringa hefur minnt rækilega á að ef viðhalda á byggð þarf að stokka spilin upp á nýtt. Taka ákvarðanir og fylgja þeim eftir. Ingibjörg Hanna Sigurðardóttir Höfundur er formaður Hverfisráðs Raufarhafnar. Ingibjorg@raufarhofn.is sex ár sem ég hef búið í Norð- urþingi/Raufarhöfn hvort það sé þeirra hinsta ósk að koma okkur í burtu, loka og læsa, þar með þurfi ekki að hugsa frekar um byggðirnar austan Tjörness. En kannski gleym- ist að ef við förum þá verður Húsa- vík orðin jaðarbyggð og hvað gerist þá? Ég hef alltaf talið mér trú um að allir sem sitji í sveitarstjórn séu að gera sitt besta og vilji öllum íbúum vel en þegar maður er loksins að sjá fyrir endann á göngunum kemur bara annar stærri skellur. Og því miður er þetta ekki tæmandi listi. Svo er annað stærra mál sem ég tel að Alþingi þurfi að fara að kom- ast að niðurstöðu um, hvort sé ætl- unin að hafa byggð í landinu eða eiga bara allir að búa á þéttbýlustu stöðunum, það mundi kannski leysa margan vanda? Ég elska mitt land og mitt fallega þorp og vil hvergi annars staðar búa, hér vil ég vera, hér á ég heima! En að þurfa alltaf að þreyja þorr- ann og rísa upp á móti kerfinu er með öllu ólíðandi og ætti að vera hlutur sem almennur borgari ætti ekki að hafa áhyggjur af, hvort hann komist í sund eða á milli staða í sinni heimabyggð, geti notið grunnþjónstu og öryggis, svo eitt- hvað sé nefnt. Já, þetta er svona einfalt! Ég hvet ykkur stjórnvöld og sveitarstjórn til að vinna saman, burt séð frá því hvar þið standið í pólitík. Það er líf austan Tjörness, ekki bara tölur á ecxel-skjali. Með vinsemd og virðingu. Þeir sem fylgst hafa með æv- intýralegri þenslu á hús- næðis- og leigu- markaði síðustu fimm árin geta sannarlega nag- að sig í hand- arbökin hafi þeir haft í huga að festa fé í íbúð. Bólan hefur verið misstór eftir svæðum en sumstaðar svo gríð- arleg að ekkert sýnir betur verð- leysi krónunnar og gagnsleysi hennar sem spariverðmiðils. Spakur maður hefur sagt að flest efnahagsvandamál þjóð- arinnar hafi verið leyst á kostnað sparifjáreigenda. Þegar verð- þensla í húsnæði er gaumgæfð er auðvelt að trúa því. Eru bankarnir ekki líka hættir að hvetja fólk til sparnaðar með t.d. vaxtabónusum eða álíka. Verð- tryggingin virðist engu skila því hún er skattlögð eins og tekjur þótt samkvæmt orðanna hljóðan ætti hún aðeins að skila sama verðmæti og vera þannig skatt- frjáls. Sama er ef einhver skyldi eiga nokkrar evrur á bók, þá tekur bankinn gjald fyrir geymslu en greiðir ekki vexti. Hver skilur hvernig íslenskt fjármálalíf vinnur, hver skapaði umhverfið? Þingið? Of margir kokkar gera verri súpu. Sunnlendingur. Velvakandi Svarað í síma 569- 1100 frá kl. 10-12. Geymd króna glatað fé Sparifé Er geymd- ur eyrir græddur?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.