Morgunblaðið - 21.12.2019, Blaðsíða 26
26 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. DESEMBER 2019
Óskar
Bergsson
fasteignasali
s. 893 2499
Hildur
Harðardóttir
lögfr. og lgfs.
s. 897 1339
Elín G.
Alfreðsdóttir
nemi til lögg.
s. 899 3090
Sveinbjörn
Sveinbjörnsson
lögmaður
s. 892 2804
Rakel
Árnadóttir
fasteignasali
s. 895 8497
Vilhjálmur
Einarsson
fasteignasali
s. 864 1190
Eignaborg óskar lesendum
Morgunblaðsins og landsmönnum öllum
gleðilegra jóla og farsæls komandi árs,
með þökk fyrir viðskiptin á liðnum árum.
Ámorgun, 22. desember, eru vetrarsólhvörf, öðru nafni vetr-arsólstöður, sá tími árs þegar sólargangur er stystur. Núverða hin árvissu hvörf í náttúrunni að sól tekur smámsaman að hækka á lofti.
Bæði orðin sólhvörf og sólstöður eru notuð í sömu merkingu í ís-
lensku, um það þegar sólin er allra hæst á lofti í júní og þegar hún
sýnir sig styst í desember áður en dag tekur að lengja á ný.
Orðið sólstöður er þekkt a.m.k. frá 14. öld, í alfræðiritum og bibl-
íuþýðingum (sbr. latneska jafnheitið solstitium). Orðið var þá ýmist
haft í eintölu, sólstaða, eða í fleirtölu sólstöður eins og venja er í nú-
tímamáli. Talið hefur verið að -staða vísi hér til þess punkts þegar sól-
in stendur lægst að vetrinum eða hæst að sumrinu.
Orðið sólhvörf kemur fyrir þegar í íslensku alfræðihandriti frá því
um 1200 og er jafnframt að finna t.a.m. í lögbók-
inni Grágás. Þetta norræna orð á sér einnig eft-
irlifandi frænkur í dönsku
og norsku, sol(h)verv.
Í þessu samhengi er orð-
ið hvörf haft í merkingunni
„þáttaskil“ eða „umskipti“,
þ.e. þegar eitthvað snýst,
breytist, tekur nýja stefnu.
Af sama stofni er sögnin
hverfa sem getur m.a. merkt „snúa“. Sú merking orðsins kemur vel
fram t.d. þegar talað er um að einhver eigi að einhverju að hverfa,
hverfi aftur til fyrri starfa eða hverfi aftur heim (sbr. afturhvarf) og
þar fram eftir götum. Til er einnig kvenkynsorðið hverfa í merking-
unni „hlið“, sbr. orðin rétthverfa og ranghverfa, um réttuna og röng-
una á flíkum. Sagt er að eitthvað snúist í andhverfu sína, og lýsing-
arorðið andhverfur merkir hið sama og andsnúinn. Í hugann kemur
einnig orðið hverfisteinn, þ.e. steinn sem er látinn snúast, og orða-
sambandið á hverfanda hveli (hvel merkir „hjól“), um það sem er fall-
valt og getur hæglega breyst, eins og hjól snýst. Í Grettis sögu er í
orðasambandinu haft hjól en ekki hvel; Ásmundur hærulangur segir
um son sinn að sér þyki „á mjög hverfanda hjóli um hans hagi“.
Í Íslensku orðaneti Jóns Hilmars Jónssonar (sjá málið.is) eru skráð
25 orð sem eru mynduð eins og sólhvörf og vísa á einhvern hátt til
umskipta eða breytinga. Nefna má sem dæmi orðin straumhvörf,
veðrahvörf og efnahvörf. Orðliðurinn -hvarf, í eintölu, kemur einnig
víða við sögu. Orðið fráhvarf er haft um það að hafa snúið burt frá
einhverju, sbr. fráhvarfseinkenni um slæma líðan sem getur fylgt því
að hætta ofneyslu áfengis eða annarra vímugjafa, oft haft í fleirtölu,
fráhvörf.
Orðstofninn í hverfa og hvarf eða hvörf er sem sé vel nýttur í ís-
lenskri orðmyndun og hefur hér þó eingöngu verið hugað að litlum
hluta merkingarsviðanna sem um getur verið að ræða í nútímamáli en
ekki að algengustu merkingunni sem lýtur að því að eitthvað týnist
eða fari úr augsýn (mannshvarf, skipshvarf o.s.frv.).
Sólhvörf
Tungutak
Ari Páll Kristinsson
aripk@hi.is
Morgunblaðið/G.Sig.
Vetrarsólstöður Sólarupprás við Rauðavatn í desember.
Hálendisþjóðgarður er nú kominn á dagskrá.Það er sérstakt fagnaðarefni. Hinósnortnu víðerni Íslands á miðhálendinuog raunar á nyrzta hluta Vestfjarðakjálk-
ans eru orðin ein helzta auðlind okkar Íslendinga og
þess vegna er stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu eins
konar ígildi útfærslu og friðunar fiskimiðanna.
Þegar Alþingi hefur samþykkt stofnun þjóðgarðs á
miðhálendi Íslands dettur væntanlega engum lengur í
hug að leggja varanlega og malbikaða þjóðvegi um
hálendið með tilheyrandi benzínstöðvum og sjoppum
eins og hugmyndir voru uppi um fyrir ekki löngu.
Þegar slíkar hugmyndir voru til umræðu, m.a. hjá
kjörnum fulltrúum þjóðarinnar, var náttúra Íslands
ekki orðin sú tekjulind fyrir þjóðina, sem hún er orð-
in nú. Því að auðvitað er það náttúra landsins, sem
dregur til sín þá ferðamenn, sem nú eru að verða ein
helzta tekjulind okkar.
Væntanlega dettur engum í hug nú að eyðileggja
þá tekjulind, sem vissulega er jafn óviss og síldin
vegna þess að ferðamenn geta horfið
jafn skjótt og síldin gerði á sínum
tíma.
Það mátti heyra á Kastljósþætti
RÚV sl. miðvikudagskvöld að búast
má við einhverri andstöðu vegna þess-
ara fyrirætlana, m.a. frá sveitarstjórnum. Vonandi
láta alþingismenn það ekki hafa áhrif á sig.
Og af því að spyrill í þeim þætti spurði Guðmund
Inga Guðbrandsson umhverfisráðherra sérstaklega,
hvort hann ætti von á stuðningi Sjálfstæðisflokksins
við þessi áform, skal enn einu sinni minnt á að sá
stjórnmálamaður, sem fyrstur manna hér setti um-
hverfismál á hina pólitísku dagskrá fyrir rúmlega
hálfri öld var einn af þingmönnum Sjálfstæðisflokks-
ins á þeim tíma, Birgir Kjaran.
Hvers vegna skyldi Sjálfstæðisflokkurinn ekki sýna
þeirri arfleifð þá virðingu sem sjálfsögð er?
Að koma inn á miðhálendi Íslands í fyrsta sinn er
stórkostleg upplifun. Hvítir jöklar, svartir sandar og
fögur stórfljót, allt er þetta svo stórbrotið að orð fá
ekki lýst.
Þessi auðlind á eftir að gefa meira af sér en virkj-
anir. Í því samhengi er ástæða til að vekja athygli á
umsögn Eldvatna, samtaka um náttúruvernd í Skaft-
árhreppi sem er að finna á samráðsgátt stjórnvalda.
Þar segir m.a.:
„Hvað orkunýtingu innan Hálendisþjóðgarðs varð-
ar leggja Eldvötn þunga á herzlu á að „þróun og við-
hald“ virkjana innan marka hans má alls ekki krefj-
ast frekara rasks á landi og náttúru en orðið er.
Engar frekari framkvæmdir vegna orkuvinnslu
rýmast innan þjóðgarðs, hvorki nýframkvæmdir né
endurbætur sem krefjast jarðrasks.
Hvað orkudreifingu varðar þá skal eingöngu heim-
ila flutning í jörðu en loftlínur séu ekki viðeigandi á
svæði sem njóta verndar, m.a. vegna landslags og
víðernis.“
Þessi sjónarmið Eldvatna eiga eftir að verða um-
deild en standa fyrir sínu.
Þá er augljóst að aðrar framkvæmdir innan
Hálendisþjóðgarðsins hljóta að verða í algeru lág-
marki. Þá er ekki átt við vegalagningu en hug-
myndir um slíkt hljóta að vera úr sögunni, heldur
húsbyggingar, sem töluverður þrýstingur er á að
leyfa.
Það er mun auðveldara í dag að verja slíka vernd-
arstefnu á miðhálendinu en fyrir 20-30 árum vegna
þess, sem áður var nefnt, að miðhálendið er þegar
orðið mikil tekjulind og að framkvæmdir eyðileggja
þá tekjulind.
Í þessu sambandi má enn minna á nyrzta hluta
Vestfjarðakjálkans. Hugmyndir um Hvalárvirkjun
eru sama marki brenndar. Sú virkjun mundi eiga
þátt í að eyðileggja hinar vestfirsku
óbyggðir, sem geta auðveldlega átt
eftir að verða Vestfirðingum mikil
tekjulind vegna þeirrar stórbrotnu
náttúru, sem þar er að finna.
Baráttan fyrir yfirráðum okkar Ís-
lendinga yfir auðlindum hafsins við Íslandsstrendur
stóð í aldarfjórðung. En við höfðum sigur að lokum
og losuðum okkur við þá útlendinga, sem fóru ráns-
hendi um auðlindir okkar. Þess vegna er það enn
sárara en ella að fylgjast með Íslendingum stunda
þess konar arðrán í auðlindum fátækra þjóða í öðr-
um heimsálfum og raunar algerlega óskiljanlegt.
Það verður spennandi að fylgjast með umræðum á
Alþingi um hálendisþjóðgarð. Og ekki sízt, hvort þar
spretta fram einhverjir talsmenn „sérhagsmuna“,
sem við þekkjum vel frá umræðum um aðrar auð-
lindir, sem teljast lögum samkvæmt sameign þjóð-
arinnar. En í samráðsgáttinni má sjá að Hálendis-
þjóðgarðurinn mun ná til „landsvæða sem eru
sameign þjóðarinnar“.
Og auðvitað er sjálfsagt og á ekki að þurfa að
vera deiluefni að sameign þjóðarinnar á auðlindum
þessa lands og í hafinu við landið verði fest í stjórn-
arskrá.
Það á hvorki að vera hægt að selja þær auðlindir
útlendingum, með beinum eða óbeinum hætti eins og
nú gætir tilhneigingar til, hvort sem er til sjós eða
lands.
Þegar til lengri tíma er litið er augljóst að hér er
á ferð eitt af stærstu málum, sem eru á verk-
efnaskrá núverandi ríkisstjórnar og eru þáttur í
stjórnarsáttmála núverandi stjórnarflokka.
Mestar líkur eru á að um þetta mál verði víðtæk
samstaða á Alþingi. En vafalaust kemur upp and-
staða úr einhverjum áttum sem þingmenn eiga ekki
að láta hafa áhrif á sig.
„Inngrip“ í skipulagsvald sveitarstjórna, sem
sveitarstjóri Bláskógabyggðar hafði orð á í Kast-
ljósþættinum sl. miðvikudagskvöld skipta engu máli
í þessu stóra samhengi.
Hálendisþjóðgarður ...
… er ígildi frið-
unar fiskimiða
Af innlendum
vettvangi …
Styrmir Gunnarsson
styrmir@styrmir.is
Íslendingar fylgjast miklu beturmeð stjórnmálum í Bretlandi og
Bandaríkjunum en á meginlandi
Norðurálfunnar, og er það eflaust
vegna enskunnar, sem við höfum
betur á valdi okkar en flest önnur
mál, en þessi lönd eru líka nálægt
okkur landfræðilega og stjórn-
málalega. Bandaríkin hafa við okkur
varnarsamning, og Bretland er einn
stærsti viðskiptavinur okkar.
Þegar gengið er til kosningar í
þessum löndum spretta iðulega fram
spekingar uppi á Íslandi og hneyksl-
ast á úrslitum, því að í hvorugu land-
inu tíðkast hlutfallskosningar. Do-
nald Trump hlaut til dæmis færri
atkvæði samanlagt en Hillary Clin-
ton í bandaríska forsetakjörinu
2016. En tilgangur forsetakjörsins
var ekki að mæla almennt fylgi
frambjóðendanna, heldur kaus hvert
af fimmtíu ríkjum Bandaríkjanna
kjörmenn sína eftir misjöfnum
reglum (sum jafnvel hlutfallskosn-
ingu) og síðan valdi kjörmanna-
samkoma forsetann. Bandaríkin eru
ekki eitt kjördæmi, og það væri and-
stætt eðli þeirra að vera það. Það er
bandalag fimmtíu ríkja.
Í Bretlandi eru einmennings-
kjördæmi, og það veldur því, að
stærsti flokkurinn getur fengið
miklu hærra hlutfall á þingi en talið í
atkvæðum, eins og gerðist nú í des-
emberkosningunum 2019. Kerfinu
er ekki ætlað að endurspegla heild-
arfylgi hvers flokks, heldur sendir
hvert kjördæmi einn mann á þing.
Einn stór kostur er við þetta kerfi.
Hann er, að ábyrgð stjórnenda og
kostir um að velja verða miklu skýr-
ari.
Tvö lýðræðishugtök eru helst not-
uð á Vesturlöndum. Annað er, að
þingið eigi að endurspegla sem ná-
kvæmast þjóðarviljann. Margvísleg
vandkvæði eru á að gera það, en
vissulega á þá hlutfallskosning við.
Hitt hugtakið er, að lýðræði sé frið-
samleg leið til að skipta um valdhafa,
séu kjósendur óánægðir með þá. Þar
á betur við fyrirkomulagið á Bret-
landseyjum, enda á Clement Attlee
að hafa sagt, að höfuðkosturinn við
lýðræðið væri, að losna mætti við
valdhafana án þess að þurfa að
skjóta þá.
Athugasemdir og leiðréttingar vel þegnar
Hannes H. Gissurarson
hannesgi@hi.is
Fróðleiksmolar úr sögu og samtíð
Til hvers eru
kosningar?-