Morgunblaðið - 21.12.2019, Side 50

Morgunblaðið - 21.12.2019, Side 50
50 MENNING MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. DESEMBER 2019 Tilvísunum er sleppt. Lífið í risinu Bínu líður vel eftir að hún flytur í risið 1961 og er aftur farin að skrifa. Hún er að læra á ritvélina frá Gumma móðurbróður sínum og glím- ir við fyrsta smásögusafnið. Að- stæður hennar eru gjörbreyttar og afköstin aukast. Gugga mágkona hennar kemur á hverju sumri og sér um heimilið og þá hefur hún næði til að skrifa. Ég tel að á þess- um tímapunkti sé hún, auk smá- sagnasafnsins Púnktur á skökkum stað, að skrifa Dægurvísu og hugsanlega fleiri smá- sögur sem verða að bíða um stund, en smásagnasafnið Sjö vindur gráar kemur út árið 1970. Og sóparinn gæti verið farinn að hringsóla í höfðinu á henni, því Snaran kemur út árið 1968. Eftir að Bína flytur upp í risið koma bækurnar nánast á færibandi, árið 1964, 1965, 1968, 1970 og 1974. Hún er lengi að semja þær svo ekki er ólíklegt að söguefnið verði til á löngum tíma, sumt jafnvel lengur en hún hefur verið í Garði. En næði og aðstöðu til að ljúka þeim fær hún í nýju íbúðinni. Það er eins og allt sé að gerast um þetta leyti, aðstæður batna og Bína hefur aukið frelsi til athafna. Eldri dæturnar eru að vaxa úr grasi og hún ákveður að treysta þeim fyrir heim- ilinu og fer suður sumarið 1962, kannski bara að gamni sínu til að hitta fólkið sitt. Sigrún minnir hana á að allir nema mæðurnar viti að börn- in komist af án þeirra. Þetta hefur hún sjálfsagt lesið í bók, því hún lum- ar á ýmsum frösum úr bókmennt- unum, eins og þegar hún á sjöunda ári spyr mömmu sína, þá ófríska að Kára, „ekki vænti ég þess að þú sért ólétt?“ beint upp úr bókinni Söru eft- ir danska rithöfundinn Johan Skjold- borg og bætir við til að láta eins og hún meini alls ekki mömmu sína: „segir Marín húsfreyja“. Bína er las- in í suðurferðinni og dvelur því leng- ur en ætlað var. Hún er samt ánægð vegna þess að loks kynnist hún yngstu systrum sínum, Fríðu sem er tuttugu og tveggja og Guðnýju sautján. Rafvæðing bæjarins hefst þá um haustið og lýkur fyrir jól. Við raf- magnið og flutninginn upp í ris verð- ur stórkostleg breyting á lífskjörum Bínu og auðvitað allrar fjölskyld- unnar. Bína skrifar sposka lýsingu til Þuru systur Björgvins fyrir jólin 1962 þegar rafmagnið er komið í Garð: „Af okkur er náttúrlega allt gott að segja, þar sem fjósmokstur og tilhleypingar fara fram í slíkri ljósadýrð að við liggur að hrútarnir verði feimnir, hvað þá ærnar. Og innanbæjar lætur menningin til sín heyra í útvarpi og hverskyns ráða- gerðum um þvottavélar, kæliskápa, rafmagnsdælur o.fl. o.fl. af því tagi. Það er sem sagt háspenna menning- arinnar, sem hlaupin er í okkur.“ Þura liggur hinstu legu á sjúkra- húsinu á Akureyri og Bína og stelp- urnar senda henni einihríslu úr Þjófaborg (hraunbolla í túnfætinum) og beitilyng úr Fjósakambi (kletti við þjóðveginn sem er nú að mestu horf- inn undir nýjan veg og birkitré) svo Þura geti fundið ilminn af heimaslóð- um og Bína nái aftur jarðsambandi, eins og hún orðar það – sem hún tapar nefnilega við raflýsinguna. Þura hafði fengið vægt slag fimm árum fyrr. „Ég vildi óska að henni batnaði svo að hún gæti orðið hér í Garði í vetur, það er svo upplífgandi að hafa hana nálægt sér,“ skrifar Bína mömmu sinni þá. Hún hresstist, því ég man eftir henni gangandi upp heimreiðina þegar ég er stelpa og ég hleyp á móti henni til að leiða hana síðasta spölinn. Svo veikist hún á ný og er látin sumarið 1963. Hún hefur þá legið í næstum ár á Akureyrar- spítala. Hún lætur gamanyrðin fjúka þótt hún sé fársjúk og finnist hún eiga margt ógert. Hún er jarðsungin á Skútustöðum að viðstöddu fjölmenni eins og vera ber. Hún hefur helgað sveitinni og sveitungunum stóran hluta krafta sinna, unnið hörðum höndum að gróðursetningu blóma og trjá- plantna, meðal annars í kirkjugarð- inum á Skútustöðum og í Höfða. Ver- ið tækifærisskáld sveitarinnar, unnið að félagsmálum, gefið vísurnar sínar út og bók um Skútustaðaættina, fyrir utan allt óútgefna alþýðufræði- grúskið um Mývetninga lífs og liðna. Aldrei giftist hún. Mátti ekkert vera að því vegna þess að hún þurfti að annast móður sína og börn bræðra sinna. Starri hélt því fram að hún hefði aldrei verið við karlmann kennd. Kannski hneigðist Þura ekki til karla. Hver veit hverjum eða hverri þessi vísa var ætluð: Ekki fór ég alls á mis; þú yljaðir mínu hjarta: Man ég enn þín brúnablys björtu og hárið svarta. Komu rafmagnsins fylgja tækja- kaup. Bína kaupir þvottapott, hit- aðan með kolum, því hún vill ekki raf- magnspott í óupphitað þvottahúsið. Þvottadagana hefur hún átt í sót- og reykjarkófi og þvottur og slátur var soðið í gömlum og lélegum potti. Í til- efni af rafmagninu biður Bína mömmu sína að athuga hvort einhver eigi notað útvarpstæki á lægra verði en nýtt. Aurar fyrir prjónles eiga að ganga upp í kaupin svo þau fái tæki fyrir jólin. Gummi bróðir Bínu sendir henni útvarp og neitar að taka við borgun, Bínu til gremju. „Mér finnst ég svo oft hafa þurft að smækka mig og beygja mig í duftið, að mér finnst að varla geti verið orðið mikið stórlæti eftir í mér. En kannski er það ekki rétt af mér að vera með neinar vanga- veltur yfir þessu. Því ég veit að Gummi hefir gert þetta í góðri mein- ingu.“ Ása á Kálfaströnd gefur henni þvottavél, sem er ekki fyrsta stór- gjöfin úr þeirri átt. Bínu finnst af ein- hverjum ástæðum auðveldara að taka við gjöfum Ásu en frá eigin ætt- ingjum. Ísskáp fær Bína líka og þykir mikill munur þótt þetta sé „gamall garmur“ og nýir skápar séu miklu fullkomnari. Gamli/nýi ísskápsgarmurinn tekur af henni stigahlaupin. Matur er fram að því kældur í búri í kjallaranum og hlaupin endalausu milli hæða reyna á. Bínu finnst hún skána í bakinu þegar hún losnar við þau. Í ísskápskaupin notar hún aurana sem hún fær fyrir skáldskapinn. Búskapurinn gengur eins og alltaf upp og ofan hvað sem rafvæðingunni líður. Kúnum hefur fjölgað í fjórar. Göngur dragast fram á haustið vegna veðurfars. Heimtur slæmar. Dilkar lélegir. Sumarið og haustið slæmt. Samt mikið heyjað og allt súgþurrkað eftir tilkomu rafmagnsins. Óvíst um afkomuna í dýrtíðinni. Sumir bændur blanda smjörið með smjörlíki til drýginda og sparnaðar og hafa ekki efni á að éta eigin framleiðslu, skrifar Bína. Búskaparlýsingin 1962 í stuttu máli. En rafvædd jólin eru ánægjuleg, nýja útvarpið dásamlegt og hátíðlegt að geta hlustað á aftansöng á að- fangadagskvöld. Börnin kunna enn að gleðjast yfir litlu. Þau gleðjast jafnvel yfir jólakortunum sínum, seg- ir Bína. Lítill drengur er montinn að fá litabók og liti sem hann ræður sjálfur yfir og tekur vettlingana frá ömmu sinni varla af höndunum. Bína reynir að halda í jólahefðirnar sem hún þekkti í bernsku. „Ég var að reyna að kenna þeim jólasálma, því ég álít hverju barni mikils virði að læra þá og njóta jólanna ekki ein- göngu sem jólagjafahátíðar, þó að mér finnist það betra en ekki,“ skrif- ar hún mömmu sinni. Hún syngur jólasálmana með börnunum og geng- ur með þeim kringum jólatréð. Uppá- haldsjólasálmur hennar er „Í dag er glatt í döprum hjörtum“, hann var ávallt sunginn í Hælavík. Hún vill láta syngja hann yfir moldum sínum, sem var gert. Boðskapur sálmaskáldsins Valdimars Briem er fallegur eins og tónlist Mozarts, ljóðlínurnar „Í niða- myrkrum nætur svörtum/ upp náðar rennur sól“, eiga ágætlega við margt í ljóðum Bínu. Sjálf yrkir hún jólaljóð sem birtist í kvæðabók hennar árið 1960 og stundum í blöðum. Ljóðið hefur trúarlegan blæ og mætti alveg (finnst mér) fá inni í sálmabókinni. Nú hefur dótturdóttir Bínu, Ingi- björg Guðlaugsdóttir tónskáld, samið lag við það eins og mörg ljóða ömmu sinnar. Bína sendir fjölskyldunni fyrir sunnan jólagjafir og kort og kannski hríslur með sem Starri tínir uppi á fjöllum. Þegar hann er í eftirleitum kemur hann gjarnan með einilyng til að gefa góða jólalykt í húsið og í jóla- kassann til Keflavíkur. Í kassanum leynist svolítill hangikjötsbiti af full- orðnu sem þarf tveggja tíma suðu, skrifar Bína stundum í árlegu jóla- bréfunum sínum með gjafakass- anum. Að sjálfsögðu er allt skúrað og fægt, bakað og brasað. Í mínu minni er búið til jólakonfekt úr sykurmassa gerðum úr soðnum og mörðum kart- öflum og flórsykri og litað með matarlit, karamellur sem er vandlega pakkað í sellófan, bakaðar fleiri sortir af smákökum og steikt laufabrauð. Á aðfangadagskvöld er soðsúpa með niðurskornum harðsoðnum eggjum á undan jólasteikinni, súpa sem Bína hefur kannski lært að matbúa í ein- hverri vistinni og er sjálfsagt upp- runnin í Danaveldi. Ég geri þessa súpu samviskusamlega um hver jól. Garðsbörnin fá gjafaflóð og Bínu ofbýður stundum, gefur jafnvel öðr- um ef börnin fá of mikið eins og hún lýsir jólahaldinu 1954: „Mikil var gleðin yfir öllum gjöfunum hjá litlu systrunum … ég tók nú eitt [dúkkubollastell sem þær fengu fjögur af] og gaf frænkum þeirra, systrum Gerðu.“ Ein jólin fá stelp- urnar bækur með hreyfanlegum aug- um, myndir úr tré til að byggja úr heilt þorp, baðherbergi, tréhesta, kjólefni, bollasett, kjóla, brúður í vagni, náttföt og margt fleira. Litla systir fær samfesting, bangsa, könnu sem hægt er að halda í með báðum höndum, kjól, teppi, peysur, útibuxur og útigalla og er þá fátt eitt talið. En samt eru þær ekki frekar, stelp- urnar: „Það var mikil gleði og enn sem komið er þarf ekki svona mikið til að gleðja þær. Ég hef reynt að innræta þeim þakklátssemi, eftir getu minni, því fátt þykir mér ljótara en heimtu- frekjan og vanþakklætið sameinað og oftast fylgist það að. Þær fengu nýja skó í haust, tauskó, bláa með rauðri skreytingu og svo gaf ég þeim rauða kjóla með hvítum krögum og hnöpp- um. Mér fannst gaman að horfa á jólaandlitin á þeim, elskunum, þó þær séu nú oft óþægar á kvöldin.“ Bína saknar oft bernskujólanna. „En um jólin þrái ég alltaf heim til ykkar, jólasálmana sungna af skær- um barnsröddum, ljósin og jólagleð- ina okkar, bernskusakleysið okkar,“ skrifar hún föður sínum fyrir jólin 1941. Löngu síðar til Hólmfríðar Gunnarsdóttur: „Það er áreiðanlega engin blekk- ing fjarlægðarinnar, að fátæklegu jólin í baðstofunni í Hælavík, voru margfalt ríkari að innihaldi en hin íburðarmestu jól … Ljósin í hverjum kima, tilbreytingin í mat og drykk, sparifötin, jólavakan um nóttina, eins lengi og við börnin vildum, allt þetta hafði inntak og blæ þeirrar helgi, sem hófst þegar pabbi byrjaði að syngja jólasálminn á undan jólalestrinum á Vídalínspostillu og við börnin tókum undir sönginn og nutum ljóss, tóna, öryggis og gleði … Sjálf reyndi ég þegar börnin mín voru lítil, að end- urvekja með þeim þessa bernsku- tilfinningu mína fyrir helgi jólanna. Á hverjum jólum lét ég þau taka sér stund til þess að syngja með mér jólasálmana, sem ég söng forðum með minni fjölskyldu.“ Þessum sið heldur Bína í mörg ár, en líklega gefst hún upp áður en eldri systurnar eru farnar að heiman, því ég man óljóst eftir þessu. Ég man betur eftir því að kontrólfríkið ég þurfi að vakta jólahaldið, gæta þess að við mamma fáum frið til að hlusta á útvarpsmessuna (alltaf að hugsa um mömmu), að Kári bróðir eyði- leggi ekki allt með spangóli og látum, að borðhaldið fari vel fram, að afi verði ekki vitlaus. Stress. En samt gleði. Sérstaklega þegar borðhaldi lýkur og engin stórslys hafa orðið. „… um jólin þrái ég alltaf heim til ykkar“ Bókarkafli | Jakobína: saga skálds og konu heitir bók eftir Sigríði Kristínu Þorgrímsdóttur, dóttur Jakobínu Sigurðardóttur. Í bókinni segir hún frá lífi Jakobínu og fléttar saman endurminningar, heimildavinnu og ögn af skáldskap. Ljósmynd/Úr einkasafni Afköst Hjónin Jakobína Sigurðardóttir og Þorgrímur Starri Björgvinsson.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.