Morgunblaðið - 21.12.2019, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 21.12.2019, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. DESEMBER 2019 Hafnartorg - 511 1900 - michelsen.is Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Viðbrögð íbúa í fjölbýlishúsi í Vest- urbergi 4 í Breiðholti voru hárrétt þegar mikill eldur logaði þar í gær- morgun. Íbúarnir héldu kyrru fyrir og biðu eftir aðstoð reykkafara sem gátu sótt þá með poka sem smeygt er yfir höfuð fólks en í pokana er dælt súrefni frá súrefniskútum slökkviliðsmanna. Úr Vesturberginu fór á annan tug íbúa í fjöldahjálparstöð Rauða krossins í Fellaskóla. „Ég vaknaði bara við eitthvert „búmm“, eins og það hefði eitthvað sprungið niðri í geymslunum,“ sagði Sandra Rún Raubould, íbúi í húsinu, við blaðamann í fjöldahjálp- arstöðinni í gær. Eldurinn kom upp í geymslurými á fyrstu hæð hússins en eldsupptök eru ókunn. Ljóst er að mikið tjón varð og er það auðsjáanlegt ef horft er á íbúðirnar fyrir ofan geymslurýmið. Lögregla hefur tek- ið við rannsókn málsins. arnarth@mbl.is Eldsvoði í Vesturbergi Hárrétt viðbrögð íbúanna Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Guðni Einarsson gudni@mbl.is Opnuð var einbreið leið í gegnum snjóflóð sem féll á hringveginn í Ljósavatnsskarði eftir hádegi í gær. Fólk úr björgunarsveitum stjórnaði umferð bíla sem biðu eftir opnun beggja vegna flóðsins. Síðan var leið- in breikkuð svo umferð kæmist sam- tímis í báðar áttir. Gera mátti ráð fyrir því að þjóðveginum yrði lokað aftur í gærkvöld í miðað við veður- spána í gær, að sögn lögreglunnar á Norðurlandi eystra á Facebook-síðu sinni. Stórt snjóflóð, um 500 metra breitt, féll yfir hringveginn um Ljósavatnsskarð í fyrrakvöld og lok- aði leiðinni. Vegfarandi ók inn í flóðið að austanverðu rétt fyrir klukkan 21 um kvöldið. Slæmt skyggni var þá á þessum slóðum. Hvorki ökumann né farþega í bílnum sakaði. Snjóflóðið var um eins metra þykkt þar sem það lá yfir veginum, samkvæmt upplýsingum frá Vega- gerðinni. Snjóflóðið kom úr hlíðinni vestan við Kross og féll alveg niður í Ljósavatn. Þarna er þekkt snjóflóða- svæði og hafa snjóflóð áður farið yfir veginn. Í öllum dalnum sem nefnist Ljósavatnsskarð eru skráð rúmlega 70 snjóflóð en þau hafa ekki nærri öll ógnað vegi, að sögn Veðurstofunnar. Annir á snjóflóðavaktinni Talsverðar annir voru hjá Snjó- flóðavarnasetri Veðurstofunnar á Ísafirði í gær vegna vöktunar mögu- legra snjóflóðasvæða á Norður- og Austurlandi. Harpa Grímsdóttir, hópstjóri ofanflóðavöktunar hjá Veðurstofu Íslands, sagði að spáð væri talsvert mikilli ofankomu í hvössum norð- austan- og norðanvindi í dag og á morgun. „Þá getur alltaf skapast snjóflóða- hætta,“ sagði Harpa. Í gær var eink- um horft á Austfirði og Mið-Norður- land. Þá var aðeins minni úrkoma á Vestfjörðum en þar var einnig fylgst vel með stöðu mála. Ekki var talin hætta á snjóflóðum í byggð, eins og staðan var þá. Hægt er að fylgjast með snjóflóða- spám og snjóflóðafréttum á heima- síðu Veðurstofunnar (vedur.is) undir flipanum Snjóflóð. Viðvaranir í SMS-skeytum Vegagerðin er með viðvörunar- kerfi vegna snjóflóðahættu á vegun- um um Súðavíkurhlíð, Ólafsfjarðar- múla og Flateyrarveg. Viðvaranir eru sendar með SMS-skeytum og byggðar á snjóflóðaspá Veðurstof- unnar um þessa kafla. Þeir sem vilja fá upplýsingar um snjóflóðahættu á þessum vegum geta skráð sig á SMS-lista með því að senda póst á umferd@vegager- din.is eða hringja í síma 1777. Einnig er fylgst með snjóflóðahættu á Siglu- fjarðarvegi um Almenninga. Harpa segir að á fyrrtöldum veg- arköflum séu snjóflóð fremur tíð og talsverð umferð. Hún segir að að- stæður séu metnar daglega varðandi þessa vegi. Ef talið er að snjóflóða- hætta geti skapast næsta sólarhring- inn er Vegagerðinni gert viðvart. Þegar snjóflóðahættan er komin yfir ákveðin mörk er aftur sent skeyti. Vegagerðin tekur svo ákvörðun um aðgerðir í samráði við lögregluna. Hætta á snjóflóðum um helgina Ljósmynd/Lögreglan á Norðurlandi eystra Ljósavatnsskarð Líklegt þótti að leiðin lokaðist í gærkvöld vegna veðurs.  Stórt snjóflóð féll á hringveginn og teppti leiðina  Annir á snjóflóðavakt Veðurstofunnar í gær  Snjóflóðahætta á Norðurlandi og Austfjörðum vöktuð  Vara við snjóflóðahættu á vegum með SMS Efling – stéttarfélag hefur slitið samningaviðræðum við Reykjavík- urborg. Bréf þess efnis var sent rík- issáttasemjara og Reykjavíkurborg eftir hádegi í gær. Samninganefnd Eflingar, sem er skipuð fulltrúum starfsfólks borgarinnar, tók þessa ákvörðun eftir fund með samninga- nefnd Reykjavíkurborgar í gær, að því er segir í tilkynningu. „Við höfum frá fyrsta degi tekið þátt í þessum viðræðum af fullri al- vöru, í þeim tilgangi að fá loksins langþráða leiðréttingu á launum og vinnuaðstæðum fólksins okkar hjá borginni,“ segir Sólveig Anna Jóns- dóttir, formaður Eflingar, í tilkynn- ingunni. „Við höfum setið við samn- ingaborðið frá því í vor og það er þyngra en tárum taki að segja frá því að því sem næst enginn árangur hef- ur náðst þar.“ Efling slítur kjaraviðræðum  Enginn árangur náðst frá því í vor, segir formaðurinn Morgunblaðið/Eggert Kjaramál Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir engan árangur hafa náðst í samningaviðræðunum við fulltrúa Reykjavíkurborgar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.