Morgunblaðið - 21.12.2019, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 21.12.2019, Blaðsíða 23
FRÉTTIR 23Erlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. DESEMBER 2019 Útsölustaðir: Flest apótek, heilsuhillur stórmarkaða. Enzymedica býður uppá öflugustu meltingar- ensímin á markaðnum en einungis eitt hylki með máltíð getur öllu breytt.Meltingarónot, uppþemba, vanlíðan, röskun á svefni og húðvandamál eru algengir fylgifiskar þegar gert er vel við sig í mat og drykk. ■ Ensím eru nauðsynleg fyrir meltingu og öll efnaskipti líkamans. ■ Betri melting, meiri orka, betri líðan! ■ 100% vegan hylki. ■ Digest Basic hentar fyrir börn Gleðilega meltingu Jólanna beðið Undirbúningur fyrir jólin stend- ur nú sem hæst víða um heim. Þessi mynd var tekin í gær í borginni Nasaret í Ísrael sem er oft nefnd arabísk höfuðborg landsins. Fjöldi píla- gríma sækir borgina heim um jólin en þar er sagt að Jesús Kristur hafi alist upp. AFP Jólaundir- búningur í Nasaret Geimfar, sem bandaríska flugvélar- framleiðandinn Boeing hefur hann- að, eyddi of miklu eldsneyti eftir að því var skotið á loft í gær.Var ástæð- an sú að tölva í farinu var ekki sam- stillt tölvu í stjórnstöð á jörðu niðri. Þá varð ljóst að farið, sem nefnist Starliner, kæmist ekki til alþjóðlegu geimstöðvarinnar eins og fyrirhugað var og mun það þess í stað koma á ný til jarðar á morgun. Upphaflega átti geimferðin að standa yfir í viku og geimfarið átti að lenda aftur að morgni 28. desember. Farinu var skotið á loft frá Ca- naveral-höfða á Flórída með Atlas V eldflaug. Geimfarið var mannlaust en í því var brúða, nefnd Rosie, hlað- in skynjurum. Tilgangur ferðarinnar var að rannsaka hvort óhætt væri að nýta farið til mannaðra geimferða. Bandaríkjamenn hafa ekki sent geimfara til geimstöðvarinnar frá Bandaríkjunum síðan 2011 þegar geimferjurnar voru teknar úr notk- un. Bandarískir geimfarar hafa þess í stað farið í rússneskum Sojus-geim- förum. Geimferð Boeing misheppnaðist  Geimfarið eyddi of miklu eldsneyti og komst ekki til geimstöðvarinnar AFP Geimskot Áhorfendur fylgjast með geimskotinu á Canaveralhöfða. Greta Tunberg tók sér á ný stöðu framan við sænska þinghúsið í Stokk- hólmi í gærmorgun meðal annarra ungmenna sem mótmæltu þar að- gerðaleysi stjórnvalda gegn loftslags- breytingum. Tunberg er komin heim til Svíþjóð- ar eftir margra mánaða ferðalag. Hún sigldi yfir Atlantshaf til Banda- ríkjanna í ágúst til að taka þátt í lofts- lagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í New York og síðan aftur til Evrópu til að sækja aðra ráðstefnu Samein- uðu þjóðanna um loftslagsmál í Madríd á Spáni í síðustu viku. Hópur lífvarða fylgdi Tunberg þegar hún kom að þinghúsinu í gær- morgun þar sem hún hóf mótmæla- setu fyrir rúmu ári. Í kjölfarið varð Tunberg, sem er 16 ára, óformlegur talsmaður ungmenna sem vilja vekja athygli ráðamanna á loftslagsvá sem vofi yfir. Tunberg var vel fagnað þegar hún birtist í Stokkhólmi í gær. „Välkommen hem!“ skrifaði einn stuðningsmaður hennar á Instagram- síðu hennar. AFP Aftur heima Greta Tunberg tók sér á ný stöðu framan við þinghúsið í Stokkhólmi í gær en þar hóf hún loftslagsmótmæli sín fyrir rúmu ári. Tunberg komin heim  Tók þátt í mótmælafundi ungmenna við þinghúsið í Stokkhólmi í gær Danska ríkisstjórnin hefur náð samkomulagi um að árlegur kostnaður þeirra sem taka smá- lán geti ekki farið yfir 35%. Fram kemur á vef danska ríkisútvarpsins, DR, að dæmi séu um að vaxtakostnaður neyt- enda vegna smálána hafi verið 7-800% af lánsupphæðinni. DR hefur eftir Simon Koll- erup atvinnumálaráðherra að þetta sé í fyrsta skipti sem sett sé þak á kostnað vegna smál- ána. Þá felst í samkomulaginu, að smálánafyrirtæki sem innheimta meira en 25% vexti mega ekki auglýsa lánin í lestum og stræt- isvögnum, eins og nú er algengt. Danskt vaxtaþak sett á smálán Yfirgnæfandi meirihluti þing- manna í neðri deild breska þingsins sam- þykkti í gær að stjórnarfrumvarp um útgöngu Breta úr Evrópu- sambandinu færi til annarrar um- ræðu í þinginu. Alls samþykktu 358 þingmenn frumvarpið en 234 voru því andvígir. Sex þingmenn Verkamannaflokks- ins, sem er í stjórnarandstöðu, studdu frumvarpið, þótt Jeremy Corbin, leiðtogi flokksins, hefði hvatt liðsmenn sína til að greiða at- kvæði gegn því. Önnur umræða um frumvarpið hefst 7. janúar en samkvæmt því ganga Bretar úr Evrópusambandinu ekki síðar en 31. janúar. Boris Johnson, forsætisráðherra Breta, sagði í gær að landið hefði nú færst einu skrefi nær Brexit. Meirihluti studdi Brex- it-frumvarp  Einu skrefi nær út- göngu, segir Johnson Boris Johnson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.