Morgunblaðið - 21.12.2019, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 21.12.2019, Blaðsíða 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. DESEMBER 2019 Undirföt Náttföt Náttkjólar Sloppar Opið alla daga til jóla Glæsilegar jólagjafir Bláu húsin v/Faxafen Sími 553 7355 • www.selena.is • Selena undirfataverslun • Næg bílastæði miðsvæðis á höfuðborgar- svæðinu. Á reitnum eru nú átta einbýlis- húsalóðir með 12 íbúðum. Ef áformin ganga eftir gætu hins vegar orðið um 180 íbúðir á reitn- um. Þá verða þar 254 bílastæði að meðtöldum gesta- stæðum. Flest bílastæðin verða í bíla- kjallara. Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri Kópavogs, segir að í þessu tilfelli hafi tiltekinn aðili farið í uppkaup á ein- býlishúsum án vitneskju bæjarins „og án þess að nokkur vilyrði hafi verið gefin um nokkurn skapaðan hlut af hendi bæjarins“. Mögulega horft til þéttingar „Í rauninni fer hann í uppkaupin áður en hann ræðir eitt aukatekið orð við okkur, hann heykist síðan á verk- efninu og nýr aðili tekur það yfir. Það er rætt um þéttingu byggðar í svæð- is- og aðalskipulagi bæjarins og um betri nýtingu lands. Mögulega hefur viðkomandi aðili horft til þess. Þá er óhætt að fullyrða að verndunargildi húsanna var mjög takmarkað. Mörg húsin voru í slæmu ástandi. Það hefur þá legið fyrir að ráðast hefði þurft í umtalsverðan kostnað í mörgum þeirra til að taka þau í gegn.“ Spurður um aðdragandann segir Ármann að uppkaupin hafi hafist fyrir þremur til fjórum árum. „Nú er þetta komið í ferli. Málið er búið að fá forkynningu og á leið í aug- lýsingu. Viðkomandi sendi inn erindi í skipulagsráð að lausn fyrir blettinn sem er að mörgu leyti mjög vel út- færð og tekur að einhverju marki til- lit til byggðar sem fyrir er. Tillagan er að mörgu leyti hófleg miðað við margt sem maður hefur séð,“ segir Ármann. Húsin verði lægst til suðurs en hæst til norðurs. Ármann bendir svo á að viðkom- andi aðili eigi líka öll húsin norðan- megin á Háveg, norðan við fyrir- hugaðan þéttingarreit. Raunar eiga fjárfestarnir fleiri lóð- ir eins og sýnt er hér á næstu síðu. Það einkennir margar einbýlis- húsalóðirnar að garðarnir eru stórir og landnýtingin takmörkuð. Það er í takt við tíðaranda þess tíma. Hverfið er gamalt og má nefna að húsin við Skólatröð 2-8 voru byggð á fyrri hluta sjötta áratugarins. „Reiturinn er á milli tveggja skóla og hentar að mörgu leyti mjög vel til þéttingar byggðar m.t.t. skóla og al- menningssamgangna, enda kemur borgarlínan til með að liggja a.m.k. upp í Hamraborg og hugsanlega þar fram hjá líka,“ segir Ármann. Teikning/T.ark arkitektar/Úr tillögu að deiliskipulagi Traðarreits-austur Traðarreitur-eystri Menntaskólinn í Kópavogi er austan við fyrirhuguð fjölbýlishús. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Skipulagssvæðið Hér er horft yfir Traðarreit-eystri. Einbýlishúsin eru með stóra garða. Einbýlishús víkja við þéttingu byggðar  Átta einbýlishús á Traðarreit-eystri í Kópavogi, vestan við MK, verða rifin og byggðar 209 íbúðir  Fjárfestar hafa keypt a.m.k. 17 hús í hverfinu með uppbyggingu í huga  Mörg húsin eru gömul Ármann Kr. Ólafsson BAKSVIÐ Baldur Arnarson baldura@mbl.is Skipulagsráð Kópavogs hefur sam- þykkt kynningu á vinnslutillögu vegna áforma um þéttingu byggðar vestan Menntaskólans í Kópavogi. Tillagan felur í sér breytingu á aðalskipulagi Kópavogs. Nánar tiltekið varðar málið svo- nefndan Traðarreit-eystri. Hann af- markast af Álftröð í austri, Digranes- vegi í suðri, Skólatröð í vestri og Hávegi í norðri. Reiturinn er milli Kópavogsskóla og MK og þaðan er stutt yfir í Hamraborg. Þá er hann
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.