Morgunblaðið - 21.12.2019, Blaðsíða 34
34 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. DESEMBER 2019
✝ Lára Þor-steinsdóttir
fæddist í Litla-
Garði rétt fyrir ut-
an Akureyri, nú
Eyjafjarðarbraut,
10. janúar 1929.
Hún andaðist 6.
desember 2019.
Afi hennar,
Benedikt Sigurðs-
son, hafði flutt með
konu og börn að
Litla-Garði árið 1909 í torfbæ
og hafið þar búskap. Foreldrar
Láru voru Þorsteinn Benedikts-
son, f. 1899, d. 1977, múr-
arameistari, og Guðrún Jó-
hannsdóttir, f. 1898, d. 1981,
sem alin var upp í Sveinbjarn-
argerði í Vaðlaheiði og hófu
þau búskap sinn í Litla-Garði
árið 1928. Faðir hennar og föð-
urbróðir, Jón Benediktsson
prentari, byggðu veglegt stein-
hús í Litla-Garði og þar ólust
börn þeirra upp sem einn stór
systkinahópur.
Þorsteinn og Guðrún eign-
uðust þrjár dætur: Láru, Þóru,
f. 1930, d. 2017, og Jónínu, f.
1932. Fjölskyldan flutti frá
Litla-Garði árið 1945 í Helga-
Eddu Helgu. 3) Tryggvi Þór
Agnarsson, f. 1954, maki Erla
Sólrún Valtýsdóttir, f. 1956.
Þau eiga tvö börn: a) Elísabetu
Láru sem er gift Birki Árna-
syni. Þau eiga fjögur börn:
Brynju Sól, Aþenu Mareyju,
Bertu Maríu og Viktor Smára.
b) Katrínu Guðrúnu. 3) Lára
Guðrún Agnarsdóttir, f. 1959,
maki Kristján Sigurðsson, f.
1962. Þau eiga þrjú börn: a)
Sigurð Orra, í sambúð með
Guðrúnu Lilju Kvaran. b) Láru,
gift Pedro Suárez Miranda. c)
Agnesi Björgu, í sambúð með
Gunnlaugi Agli Steindórssyni.
Þau eiga eitt barn: Láru Her-
dísi.
Agnar var sjómaður en hætti
sjómennsku 1954. Hann vann
mestalla sína starfsævi í Áburð-
arverkmiðjunni, lengst af sem
verkstjóri. Agnar og Lára hófu
búskap á Laugavegi 19 en
bjuggu síðan flest sín búskap-
arár á Smiðjustíg 4 og Njáls-
götu 59 með viðkomu vestur í
Dölum og keyptu jörðina Hnúk
í Klofningshreppi. Lengst af
starfaði Lára hjá Hans Pet-
ersen í Bankastræti.
Agnar lést árið 2007 og þá
flutti Lára í þjónustuíbúð á
Vitatorgi við Lindagötu. Í rúm
þrjú ár dvaldist Lára svo á
Hjúkrunarheimilinu Mörk.
Lára var jarðsungin 16. des-
ember 2019 í kyrrþey að ósk
hinnar látnu.
magrastræti 36 þar
sem Þorsteinn
hafði reist hús.
Í Helgamagra-
stræti fæddist elsta
barn Láru árið
1948, sem hún átti
með Agnari
Tryggvasyni, f.
1927, d. 2007. Árið
1949 giftist Lára
Agnari og hófu þau
búskap í Reykja-
vík. Agnar var sonur Tryggva
Siggeirssonar kaupmanns og
Láru Guðlaugsdóttur. Systir
Agnars var Helga Tryggvadótt-
ir, f. 1920, d. 2003. Alls eign-
uðust Lára og Agnar fjögur
börn: 1) Sverrir Agnarsson, f.
1948. Hann á tvö börn: a) Jó-
hannes. Hann á eitt barn: Mar-
íu. b) Ómar. Hann á eitt barn:
Láru Líf. 2) Edda Helga Agn-
arsdóttir, f. 1950, maki Jón
Þráinn Magnússon, f. 1950. Þau
eiga tvö börn: a) Kolbrúnu sem
var gift Hlyni Hreinssyni, þau
eru nú skilin. Þau eiga þrjú
börn: Jón Inga, Hafstein og
Emil. b) Helgu, sem er gift Þor-
geiri Magnússyni og þau eiga
tvö börn: Magnús Ingvar og
Elsku mamma mín, núna ertu
farin frá okkur og vonandi á
betri stað í Sælulandinu þar sem
pabbi hefur tekið vel á móti þér.
Mamma ólst upp í Litla Garði
rétt fyrir utan Akureyri. Á efri
hæðinni bjó Jón Ben. föðurbróð-
ur hennar og Guðný kona hans
með fjögur börn. Niðri bjuggu
svo afi Steini og amma Guðrún
með dætur sínar þrjár, mömmu,
Þóru og Ninnu. Með þeim
mynduðust sterk bönd sem
héldust alla ævi.
Mamma flutti 19 ára gömul til
Reykjavíkur þá með Sverri
bróður minn á fyrsta ári. Þar
giftu mamma og pabbi sig og
fluttu á Laugaveg 19. Seinna
bjuggu þau á Smiðjustíg 4 í húsi
sem afi Tryggvi hafði byggt. Í
Reykjavík fæddumst við svo hin
systkinin. Ég man fyrst eftir
mér á Njálsgötu 59. Þar var oft
mjög gestkvæmt þar sem ætt-
ingjar að norðan voru ætíð vel-
komnir og alltaf nóg pláss til að
gista þegar þeir áttu erindi í
borgina.
Mamma var glaðlynd að eðl-
isfari og hafði mjög gaman af að
vera með öðru fólki og naut sín
best þar sem eitthvað var um að
vera. Litla Garðs-frænkurnar
voru saman í saumaklúbb og ár-
um saman hittust fjölskyldurnar
og gerðu margt saman. Á sumr-
in var svo pakkað niður og
brunað norður til Akureyrar til
að eyða sumarfríinu með norð-
anfjölskyldunni. Þá vor ófáar
ferðir farnar yfir í Vaglaskóg, í
Fnjóskadalinn, þar sem ættingj-
ar voru heimsóttir eða farið í
berjamó. Þegar ég er unglingur
þá ákveða mamma og pabbi að
kaupa jörð vestur í Dölum þar
sem Edda systir bjó á næsta bæ
ásamt fjölskyldu sinni. Þar naut
mamma sín mjög mikið þar sem
hún elskaði öll dýr og var ekki
óalgengt að þegar hún sótti
kýrnar þá fylgdu henni nokkrir
heimalningar, kálfar, tveir
hundar og kötturinn. Þegar við
fluttum aftur til Reykjavíkur þá
fluttum við á Smiðjustíginn og á
tímabili unnum við báðar í Hans
Petersen í Bankastræti. Það var
mjög skemmtilegur tími, oft
mikið að gera og brölluðum við
margt saman á þeim árum. Eft-
ir sveitalífið fóru mamma og
pabbi að ferðast og voru margar
ferðir farnar til Benedorm þar
sem þau nutu þess að liggja í
sólinni og njóta lífsins.
Söngur og tónlist skipaði
stóran sess í þeirra lífi og ófá
danssporin voru tekin á stofu-
gólfinu þar sem við systkinin
lærðum að dansa gömlu dans-
ana. Mamma og pabbi voru
fastagestir í Sundhöll Reykja-
víkur og voru mætt þangað alla
virka daga á morgnana kl. 7
meðan heilsan leyfði.
Mamma var einstök amma og
umvafði barnabörnin sín af kær-
leik og ást. Þau voru alltaf vel-
komin í heimsókn og ekki leidd-
ist henni að leika, spila og
syngja með þeim. Ófáar peys-
urnar prjónaði hún á þau hvort
sem það voru lopapeysur eða út-
prjónaðar ullarpeysur.
Við mamma vorum alla tíð
mjög góðar vinkonur og var hún
alltaf til í að styðja við allt sem
ég hef tekið mér fyrir hendur og
áttu þau alveg sérstakt sam-
band Kristján maðurinn minn
og hún.
Ég kveð þig mamma mín með
sorg í hjarta en veit jafnframt
að þinn tími var kominn og
pabba örugglega farið að lengja
eftir þér. En ég á eftir að sakna
þín alveg óendanlega því þú hef-
ur alltaf verið mín besta vinkona
sem ég gat alltaf treyst á og
leitað til.
Hvíl í friði, þín dóttir,
Lára Guðrún.
Lára Þorsteinsdóttir tengda-
móðir mín og vinkona er látin.
Ég kynntist henni fyrst 1984
þegar ég og Lára Guðrún dóttir
hennar byrjuðum okkar sam-
band. Auðvitað er alltaf smá
stress að hitta foreldra kærust-
unnar í fyrsta sinn en Lára
gerði mér þetta auðvelt. Með
hlýju sinni, kímni og ljúfri fram-
komu fann ég að ég var velkom-
inn á heimili þeirra Agnars.
Samband okkar byrjaði vel og
varð síðan einungis betra. Ég er
endalaust þakklátur fyrir að
hafa kynnst og orðið vinur Láru.
Hún var einstök kona, heims-
kona en líka sveitakona. Fædd á
Akureyri og átti þar góða æsku,
gerðist bóndakona í Dölunum
um tíma, en bjó lengst af í
Reykjavík. Við Lára urðum
strax góðir vinir. Góðmennskan
og hlýjan sem hún var gædd
gerði það að verkum að öllum
var hlýtt til hennar. Á það bæði
við um dýr og menn. Við Lára
Guðrún áttum t.d. hunda í mörg
ár og þeir hreinlega elskuðu
tengdamömmu og þegar hún
var í heimsókn vildu þeir ekki
missa hana úr augsýn. Börn-
unum mínum reyndist hún frá-
bær amma. Þau voru alltaf vel-
komin til hennar og aldrei bar
skugga á þeirra samband. Aldr-
ei var neinn fyrir hjá tengda-
mömmu. Þar á vel við málshátt-
urinn þar sem er hjartarúm þar
er húsrúm. En stundum var
t.a.m. sofið í öllum hornum í
Álakvíslinni þegar við fimm
manna fjölskyldan vorum þar í
heimsókn.
Allar góðu stundirnar sem við
áttum saman sitja eftir í minn-
ingunni. Söngstundirnar, matar-
boðin, ættarmótin, bókaspjallið,
bridsumræðurnar og fleira og
fleira.
Takk fyrir allt.
Kristján.
Elsku amma Lára, fáir hafa
átt ömmu sem hefur verið þeim
jafn góð vinkona. Þú varst
nefnilega ekki bara traust og
góð heldur varstu einmitt það,
vinkona okkar.
Það var alltaf svo gott að
koma til þín og alltaf allir vel-
komnir, okkar heimili og skjól í
Reykjavík fyrir landsbyggðar-
fólkið þitt.
Við munum sakna allra
dásamlegu samtalanna sem við
áttum, hvort sem það var að
rifja upp gamla tíma eða ræða
um slúður nútímans; söngstund-
anna þar sem Siggi spilaði á gít-
ar og þú kunnir alltaf alla texta,
jafnvel þá sem ekki voru í bók-
inni; göngutúranna þar sem þú
kynntir okkur miðbæinn með
reglulegum stoppum í Máli og
menningu eða út að borða á
Ítalíu, miðbæinn þinn. Það er
leitun að glaðværari eða betri
konu.
Við trúum ekki öðru en að afi
Agnar hafi komið og sótt þig.
Takk fyrir allan hláturinn,
góðu samtölin, sundferðirnar,
bíókvöldin, strætóferðirnar,
hakkabuffin og allt hitt.
Við sjáumst aftur.
Sigurður, Lára og
Agnes Björg.
Lára
Þorsteinsdóttir
Nú kveðjum við
kæra samstarfs-
konu og vinkonu.
Ótímabær kveðjan
sú – en Alda fagnaði 60 árum 7.
mars síðastliðinn.
Mér finnst eins ég hafi verið í
fimmtugsafmæli hennar hérna
bara rétt um daginn.
Mann óar við því oft hve fljótur
tíminn er að líða, og óhjákvæmi-
lega hugsar maður á svona tím-
um, „æ ég vildi að ég hefði verið
oftar í sambandi“.
Eftirsjáin er oft sár fylgifiskur
söknuðarins þegar maður fær
svona fregnir af ótímabæru and-
láti gamals félaga.
Alda vann með okkur hjá EJS
frá árinu 2003 og var partur af sí-
stækkandi hópi þeirra starfs-
manna sem áttu stóran þátt í
uppbyggingu, þróun og eflingu
samsteypunnar sem styrktist sí-
fellt með árunum og varð síðar að
EJS/Skýrr sem svo að lokum
varð partur af Advania.
Alda var einstakur karakter
sem setti mikinn svip á flóruna
sem við EJS-arar vorum.
Hún var með eindæmum sam-
viskusöm, og man ég að hægt var
að stilla klukku eftir stundvísi
hennar, hún var hörkudugleg,
einstaklega áreiðanleg og kraft-
mikill samstarfsmaður.
Alda var kjarnakona sem kall-
aði ekki allt ömmu sína – en það
sem einkenndi hana líka var blíð-
leiki og góðmennska.
Hún var góður vinur vina
Alda
Björgvinsdóttir
✝ Alda Björg-vinsdóttir
fæddist 7. mars
1959. Hún lést 9.
desember 2019.
Útför Öldu fór
fram 19. desember
2019.
sinna og sannarlega
haukur í horni að
eiga og geta leitað
til.
Hún kallaði hlut-
ina oftast eins og
þeir voru og gat
maður reitt sig á
bæði í senn góðlát-
leg og hreinskilin
ráð þegar maður
leitaði til hennar
hvort sem var með
álit, uppástungur eða það sem
maður deildi með henni.
Hún unni fjölskyldu sinni
meira en allt og var gaman að
heyra hana segja frá ófáum
ferðalögum sínum erlendis m.a.
til að hitta systur sína og skyld-
menni sem hún átti þar ytra.
Mér er líka sérstaklega minn-
isstætt hvernig augu hennar blik-
uðu af stolti í hvert skipti sem
hún talaði um son sinn Gunnar
Birni.
Hún talaði oft og iðulega um
hann. Hún var sannarlega stolt
móðir sem sá ekki sólina fyrir
stráknum sínum og greinilega
var þarna um einstakt og náið
mæðginasamband að ræða.
Við viljum þakka þér elsku
Alda fyrir samfylgdina í gegnum
lífið og starfið.
Þín verður sannarlega saknað
og deginum ljósara að við fráfall
þitt er nú stórt skarð hoggið í hóp
okkar EJS-fjölskyldunnar.
Viljum við senda Gunnari
Birni syni Öldu, systkinum henn-
ar, ættingjum og vinum okkar
innilegustu samúðarkveðjur og
sendum ykkur styrk í sorginni
sem nú dynur yfir og fram undan
er.
Fyrir hönd EJS-fjölskyldunn-
ar og vina þinna.
Þín vinkona
Sandra Birgisdóttir.
Virðing,
reynsla
& þjónusta
Allan
sólarhringinn
571 8222
Svafar:
82o 3939
Hermann:
82o 3938
Ingibjörg:
82o 3937
www.kvedja.is
svafar & hermann
Hjartans þakkir fyrir auðsýnda hlýju og
væntumþykju við andlát og útför ástkærs
eiginmanns, föður, tengdaföður og afa,
SIGURÐAR VALDIMARS
GUNNARSSONAR
múrara.
Sérstakar þakkir til starfsfólks HERU -
líknarþjónustu og líknardeildar Landspítalans í Kópavogi.
Guðrún Stefanía Guðjónsdóttir
Guðrún Berglind Sigurðard. Guðmundur M. Sigurðsson
Gunnar Heimir Kristjánsson Selma Gísladóttir
Ragnar Steinn Ragnarsson María Lísa Benediktsdóttir
Rúnar Steinn Ragnarsson Helga Kristrún Hjálmarsdóttir
og barnabörn
Sú væntumþykja og hlýja sem við nutum
við fráfall
RÖGNU H. HJARTAR,
Sléttuvegi 11,
sem lést 11. nóvember, gladdi okkur mjög.
Bestu þakkir og óskir um heilaga hátíð.
Jakobína Sigtryggsdóttir
Friðrik J. Hjartar Anna Nilsdóttir
Rúnar J. Hjartar Áslaug Arndal
og fjölskyldur
Það er erfitt að
kveðja.
Nú hefur Badda
móðursystir lagt í sína hinstu för.
Það flæða fallegar minningar allt
frá barnæsku þegar við systkinin
fórum í heimsóknir til Böddu og
Hilmars en var mikill samgangur
milli þeirra systra og okkar
barnanna, alltaf svo mikil til-
hlökkun og gleði.
Badda frænka var kröftug,
kærleiksrík, barngóð og gaf hlýj-
an faðminn alla tíð. Með netinu
hafði samband okkar styrkst í
seinni tíð og heimsókn okkar
mömmu nýlega fór í að rýna í
gamlar myndir og rifja upp
gamla tíma og þá vel hlegið.
Þó höggin í lífi hennar væru
hörð, eins og að missa tvö af
þremur börnum í umferðaslysi,
þá hélt hún áfram, umvafði sig
ljósi minninga þeirra og lifði í
umhyggju sonar síns og tengda-
Bjarnheiður
Einarsdóttir
✝ BjarnheiðurEinarsdóttir
fæddist 17. nóv-
ember 1939. Hún
lést 10. desember
2019. Útför Bjarn-
heiðar fór fram 19.
desember 2019.
dóttur sem nú
kveðja sína elsku-
legu móður.
Elsku Kiddi Már
minn, Ella, ömmu-
börnin, Guð gefi
ykkur styrk, bless-
un og ljós á mjög
svo erfiðum tímum.
Minning hennar
lifir og ég veit að vel
hefur verið tekið á
móti henni í sumar-
landinu góða. Ég kveð að sinni og
þakka fyrir allt sem þú varst mér,
elsku frænka mín.
Er þér til heiðurs kveiki ég á kerti,
með kærleika ég man hin liðnu ár
og finn að oft þinn hugur hjartað
snerti
þá hrynja niður kinnar gleðitár.
Ég stari inn í ljóssins blíða loga
sem lýsir mína sál og hjarta mitt
þá sé ég mynd af þér í björtum boga
og brosið færist yfir andlit þitt.
Ég skynja yl og mátt frá mínum
stjaka
því myndin þín í kertaljósi er.
Á meðan einhver von hér fær að vaka
þá verður ekki hægt að gleyma þér.
(Kristján Hreinsson)
Dagbjört Gísladóttir.
Morgunblaðið birtir minn-
ingargreinar endurgjalds-
laust alla útgáfudaga.
Formáli | Minningargreinum
fylgir formáli sem nánustu að-
standendur senda inn. Þar koma
fram upplýsingar um hvar og
hvenær sá sem fjallað er um
fæddist, hvar og hvenær hann
lést og loks hvaðan og klukkan
hvað útförin fer fram. Þar mega
einnig koma fram upplýsingar
um foreldra, systkini, maka og
börn. Ætlast er til að þetta komi
aðeins fram í formálanum, sem
er feitletraður, en ekki í minning-
argreinunum.
Undirskrift | Minningargreina-
höfundar eru beðnir að hafa
skírnarnöfn sín en ekki stutt-
nefni undir greinunum.
Minningargreinar