Morgunblaðið - 21.12.2019, Side 22

Morgunblaðið - 21.12.2019, Side 22
22 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. DESEMBER 2019 21. desember 2019 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 122.96 123.54 123.25 Sterlingspund 161.07 161.85 161.46 Kanadadalur 93.67 94.21 93.94 Dönsk króna 18.307 18.415 18.361 Norsk króna 13.704 13.784 13.744 Sænsk króna 13.074 13.15 13.112 Svissn. franki 125.33 126.03 125.68 Japanskt jen 1.122 1.1286 1.1253 SDR 169.5 170.52 170.01 Evra 136.82 137.58 137.2 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 167.2968 Hrávöruverð Gull 1474.4 ($/únsa) Ál 1756.0 ($/tonn) LME Hráolía 66.19 ($/fatið) Brent þúsund tonn af efninu hér á landi á ári. Malbikunarfyrirtækið Hlaðbær Colas er langstærsti viðskiptavinur- inn og notar nálægt helming af því biki sem Nynas flytur inn, eða á bilinu 12-15 þúsund tonn á ári. Aðrir viðskiptavinir eru Vegagerðin, Mal- bikunarstöðin Höfði og Akureyrar- bær m.a. Þá má nefna að hlutdeild Nynas í biki í Svíþjóð og Finnlandi er í kringum 80%, og 30% í Bret- landi. Þá selur fyrirtækið til Eystra- saltslandanna og fleiri landa sunnar í Evrópu. Hágæða efni Eins og fram kemur í fréttum af vandræðum Nynas í erlendum fjöl- miðlum, þá hefur venesúelska eign- arhaldið á félaginu gert að verkum að það má ekki lengur kaupa hrá- olíu frá Venesúela. Ástæðan er við- skiptabann Bandaríkjanna á Suður- Ameríkuríkið. Venesúelsk hráolía þykir mikið gæðahráefni í bik, og því hefur viðskiptabannið haft veru- lega slæm áhrif á Nynas, og er or- sökin fyrir fyrrnefndri greiðslu- stöðvun. „Viðskiptabannið hefur t.d. gert það að verkum að við hér á Íslandi getum ekki greitt fyrir bikið í Bandaríkjadölum. Þær greiðslur eru stöðvaðar af bandarískum bönkum. Fyrir ári þurftum við því að byrja að greiða fyrir allt bik sem flutt er til Íslands í sænskum krón- um og evrum,“ segir Þorsteinn. Þorsteinn segir að ástæða þess að hráolía frá Venesúela er jafn gott hráefni og raun ber vitni sé sú að ol- ían þaðan sé þung og henti mjög vel til bikframleiðslu. Til samanburðar sé olía sem kemur upp í Norðursjón- um mun léttari, og bæði henti verr til framleiðslu á biki og yrði kostnaðar- samari. Nynas hefur að sögn Þorsteins gripið til þess ráðs í staðinn að kaupa hráolíu frá Brasilíu og Kólumbíu til bikframleiðslunnar. „Menn vilja kaupa þaðan til að fá svipuð gæði á vörunni.“ Best að aflétta eignarhaldi En hvað er til ráða fyrir Nynas? Hvernig getur félagið komið sér út úr vandræðunum? Þorsteinn segir að best væri fyrir fyrirtækið ef Venesúela myndi af- sala sér hlut sínum í fyrirtækinu. Þannig væri mögulega hægt að halda áfram eðlilegri starfsemi og kaupa hráefnið að nýju frá Vene- súela. „Eignarhaldið er greinilega að skaða fyrirtækið.“ Sigþór Sigurðsson, framkvæmda- stjóri Hlaðbæjar Colas, segist að sjálfsögðu vera uggandi vegna stöð- unnar, en þó sé hann ekkert sérstak- lega órólegur. „Við fylgjumst mjög vel með þróun mála. Við erum hins- vegar í sterkri stöðu sem dótturfyr- irtæki alþjóðlega verktakarisans Co- las Group, sem er stærsti bik-kaupandi í heimi. Það er gott að hafa það bakland. Þar er teymi að vinna í þessum málum, og fyrirtækið er tilbúið að stíga inn ef á þarf að halda. Við vinnum líka náið með um- boðsaðila Nynas hér á landi.“ Sigþór segir aðspurður að Hlað- bær Colas velti um fimm milljörðum króna á ári, og kaup á biki séu ná- lægt 20% af öllum kostnaði félags- ins. Ísland fær áfram bik á næsta ári Morgunblaðið/Hari Slitlag Starfsmenn Hlaðbæjar Colas setja malbik í holur. Fyrirtækið nýtur þess að vera dótturfélag Colas Group. Malbik » Hráefni til bikgerðar, sem stundum er kallað asfalt eða bitumen, þykir einstaklega gott í olíuríkinu Venesúela í Suður-Ameríku. » Bik er lykilhráefni í malbik, sem notað er til að leggja bundið slitlag á vegi hér á landi og annars staðar. » Tuttugu og fimm þúsund tonn af biki eru flutt inn árlega hingað til lands frá Nynas AB.  Viðskiptabann Bandaríkjanna á Venesúela hefur valdið sænska olíuframleiðandanum Nynas AB miklum vandræðum  Er með 100% markaðshlutdeild á Íslandi  Hlaðbær Colas fær stuðning að utan BAKSVIÐ Þóroddur Bjarnason tobj@mbl.is Greiðslustöðvun sem sænska olíu- framleiðslufyrirtækið Nynas AB hefur óskað eftir í Svíþjóð mun ekki hafa áhrif á framboð á biki á Íslandi á næsta ári, að sögn Þorsteins Guðna- sonar, umboðsaðila Nynas á Íslandi. „Við erum með samninga fyrir næsta ár, sem eru byggðir á ákveðnum gæðakröfum sem við þurfum að upp- fylla. Það er ekkert í spilunum í dag sem segir til um að við getum ekki uppfyllt þá samninga,“ segir Þor- steinn í samtali við Morgunblaðið. Spurður að því hvort beygur sé í mönnum vegna slæmrar stöðu Ny- nas, segir Þorsteinn að staðan valdi óróleika og áhyggjum, ekki sé hægt að draga fjöður yfir það. „Nynas hef- ur selt bik til Íslands í áratugi, allt frá 1970. Á þeim fundum sem ég hef átt með þeim síðustu vikurnar, m.a. í Svíþjóð, er ekkert í kortunum annað en að við getum uppfyllt alla samn- inga sem við erum með núna, og um- samið verð mun standa.“ Í eigu Finna og Venesúela Nynas AB, sem stofnað var árið 1928, er að 50% hluta í eigu venesú- elska olíufyrirtækisins PDVSA, sem er í eigu venesúelska ríkisins, og 50% eigu Neste Oil í Finnlandi. Starfsemi félagsins skiptist aðallega í tvennt, annarsvegar framleiðslu á biki, sem er lykilefni í malbik, og hinsvegar framleiðslu á olíu sem notuð er til kælingar fyrir straumbreyta í tengi- virkjum og spennustöðvum, og er meðal annars notuð af Landsvirkjun og Orkuveitu Reykjavíkur. Nynas er með gríðarlega sterka stöðu á bik- markaði á Norðurlöndum, og er til dæmis með 100% markaðshlutdeild á Íslandi. Selur fyrirtækið um 25 Eltak sérhæfir sig í sölu og þjónustu á vogum Bjóðum MESTA úrval á Íslandi af smáum og stórum vogum ● Arctic Adventures (AA) og Icelandic Tourism Fund I (ITF) hafa ákveðið að sameina fyrrnefnda fyrirtækið og INto the Glacier ehf. Um leið mun AA kaupa hluti ITF í fjórum fyrirtækjum, Óbyggða- setri Íslands í Fljótsdal, Raufarhóli sem rekur ferðaþjónustu í Raufarhólshelli, Skútusiglingum á Ísafirði sem starfa undir vörumerkinu Borea Adventures og Welcome Entertainment sem stend- ur að leiksýningunni „Icelandic Sagas - The Greatest Hits“ í Hörpu. Kaupverðið greiðist með hlutum í AA. Í tilkynningu frá fyrirtækjunum kemur fram að stefnt sé að því að skrá hið sameinaða félag á hlutabréfamark- að innan tveggja ára. Samanlögð velta fyrirtækjanna á árinu sem senn er liðið nemur um 7 milljörðum króna. Risi í íslenskri ferða- þjónustu verður til

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.