Morgunblaðið - 21.12.2019, Qupperneq 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. DESEMBER 2019
Hafnartorg - 511 1900 - michelsen.is
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Viðbrögð íbúa í fjölbýlishúsi í Vest-
urbergi 4 í Breiðholti voru hárrétt
þegar mikill eldur logaði þar í gær-
morgun. Íbúarnir héldu kyrru fyrir
og biðu eftir aðstoð reykkafara sem
gátu sótt þá með poka sem smeygt
er yfir höfuð fólks en í pokana er
dælt súrefni frá súrefniskútum
slökkviliðsmanna.
Úr Vesturberginu fór á annan
tug íbúa í fjöldahjálparstöð Rauða
krossins í Fellaskóla.
„Ég vaknaði bara við eitthvert
„búmm“, eins og það hefði eitthvað
sprungið niðri í geymslunum,“
sagði Sandra Rún Raubould, íbúi í
húsinu, við blaðamann í fjöldahjálp-
arstöðinni í gær.
Eldurinn kom upp í geymslurými
á fyrstu hæð hússins en eldsupptök
eru ókunn. Ljóst er að mikið tjón
varð og er það auðsjáanlegt ef
horft er á íbúðirnar fyrir ofan
geymslurýmið. Lögregla hefur tek-
ið við rannsókn málsins.
arnarth@mbl.is
Eldsvoði í Vesturbergi
Hárrétt
viðbrögð
íbúanna
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Opnuð var einbreið leið í gegnum
snjóflóð sem féll á hringveginn í
Ljósavatnsskarði eftir hádegi í gær.
Fólk úr björgunarsveitum stjórnaði
umferð bíla sem biðu eftir opnun
beggja vegna flóðsins. Síðan var leið-
in breikkuð svo umferð kæmist sam-
tímis í báðar áttir. Gera mátti ráð
fyrir því að þjóðveginum yrði lokað
aftur í gærkvöld í miðað við veður-
spána í gær, að sögn lögreglunnar á
Norðurlandi eystra á Facebook-síðu
sinni.
Stórt snjóflóð, um 500 metra
breitt, féll yfir hringveginn um
Ljósavatnsskarð í fyrrakvöld og lok-
aði leiðinni. Vegfarandi ók inn í flóðið
að austanverðu rétt fyrir klukkan 21
um kvöldið. Slæmt skyggni var þá á
þessum slóðum. Hvorki ökumann né
farþega í bílnum sakaði.
Snjóflóðið var um eins metra
þykkt þar sem það lá yfir veginum,
samkvæmt upplýsingum frá Vega-
gerðinni. Snjóflóðið kom úr hlíðinni
vestan við Kross og féll alveg niður í
Ljósavatn. Þarna er þekkt snjóflóða-
svæði og hafa snjóflóð áður farið yfir
veginn. Í öllum dalnum sem nefnist
Ljósavatnsskarð eru skráð rúmlega
70 snjóflóð en þau hafa ekki nærri öll
ógnað vegi, að sögn Veðurstofunnar.
Annir á snjóflóðavaktinni
Talsverðar annir voru hjá Snjó-
flóðavarnasetri Veðurstofunnar á
Ísafirði í gær vegna vöktunar mögu-
legra snjóflóðasvæða á Norður- og
Austurlandi.
Harpa Grímsdóttir, hópstjóri
ofanflóðavöktunar hjá Veðurstofu
Íslands, sagði að spáð væri talsvert
mikilli ofankomu í hvössum norð-
austan- og norðanvindi í dag og á
morgun.
„Þá getur alltaf skapast snjóflóða-
hætta,“ sagði Harpa. Í gær var eink-
um horft á Austfirði og Mið-Norður-
land. Þá var aðeins minni úrkoma á
Vestfjörðum en þar var einnig fylgst
vel með stöðu mála. Ekki var talin
hætta á snjóflóðum í byggð, eins og
staðan var þá.
Hægt er að fylgjast með snjóflóða-
spám og snjóflóðafréttum á heima-
síðu Veðurstofunnar (vedur.is) undir
flipanum Snjóflóð.
Viðvaranir í SMS-skeytum
Vegagerðin er með viðvörunar-
kerfi vegna snjóflóðahættu á vegun-
um um Súðavíkurhlíð, Ólafsfjarðar-
múla og Flateyrarveg. Viðvaranir
eru sendar með SMS-skeytum og
byggðar á snjóflóðaspá Veðurstof-
unnar um þessa kafla.
Þeir sem vilja fá upplýsingar um
snjóflóðahættu á þessum vegum
geta skráð sig á SMS-lista með því
að senda póst á umferd@vegager-
din.is eða hringja í síma 1777. Einnig
er fylgst með snjóflóðahættu á Siglu-
fjarðarvegi um Almenninga.
Harpa segir að á fyrrtöldum veg-
arköflum séu snjóflóð fremur tíð og
talsverð umferð. Hún segir að að-
stæður séu metnar daglega varðandi
þessa vegi. Ef talið er að snjóflóða-
hætta geti skapast næsta sólarhring-
inn er Vegagerðinni gert viðvart.
Þegar snjóflóðahættan er komin yfir
ákveðin mörk er aftur sent skeyti.
Vegagerðin tekur svo ákvörðun um
aðgerðir í samráði við lögregluna.
Hætta á snjóflóðum um helgina
Ljósmynd/Lögreglan á Norðurlandi eystra
Ljósavatnsskarð Líklegt þótti að leiðin lokaðist í gærkvöld vegna veðurs.
Stórt snjóflóð féll á hringveginn og teppti leiðina Annir á snjóflóðavakt Veðurstofunnar í gær
Snjóflóðahætta á Norðurlandi og Austfjörðum vöktuð Vara við snjóflóðahættu á vegum með SMS
Efling – stéttarfélag hefur slitið
samningaviðræðum við Reykjavík-
urborg. Bréf þess efnis var sent rík-
issáttasemjara og Reykjavíkurborg
eftir hádegi í gær. Samninganefnd
Eflingar, sem er skipuð fulltrúum
starfsfólks borgarinnar, tók þessa
ákvörðun eftir fund með samninga-
nefnd Reykjavíkurborgar í gær, að
því er segir í tilkynningu.
„Við höfum frá fyrsta degi tekið
þátt í þessum viðræðum af fullri al-
vöru, í þeim tilgangi að fá loksins
langþráða leiðréttingu á launum og
vinnuaðstæðum fólksins okkar hjá
borginni,“ segir Sólveig Anna Jóns-
dóttir, formaður Eflingar, í tilkynn-
ingunni. „Við höfum setið við samn-
ingaborðið frá því í vor og það er
þyngra en tárum taki að segja frá því
að því sem næst enginn árangur hef-
ur náðst þar.“
Efling slítur kjaraviðræðum
Enginn árangur náðst frá því í vor, segir formaðurinn
Morgunblaðið/Eggert
Kjaramál Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir engan árangur
hafa náðst í samningaviðræðunum við fulltrúa Reykjavíkurborgar.