Morgunblaðið - 24.12.2019, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 24.12.2019, Blaðsíða 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. DESEMBER 2019 Við erum í næsta nágrenni! www.apotekarinn.is OPIÐ ALLA DAGA YFIR HÁTÍÐARNAR Í AUSTURVERI Starfsfólk Apótekarans óskar viðskiptavinum sínum gleðilegrar hátíðar 8–18 24. des Opið 9–24 25. des Opið 9–24 26. des Opið 8–24 27. des Opið 9–24 28. des Opið 9–24 29. des Opið 8–24 30. des Opið 8–18 31. des Opið 9–24 1. jan Opið mundir. Stýrivextir hafa lækkað um 1,5% og bankarnir hafa að hluta til skilað lækkuninni til neytenda. Fjöl- margir okkar félagsmanna hafa endurfjármagnað lánin og ég veit til þess að greiðslubyrði margra sem farið hafa í endurfjármögnun hefur lækkað um 10-20 þúsund á mánuði. Allt eru þetta atriði sem við lögðum upp með í þessum samningi og hafa nú þegar skilað sér,“ segir Vil- hjálmur. Hann víkur svo að fyrirhugaðri lækkun tekjuskatts, sem verður í tveimur áföngum, 1. janúar næst- komandi og 1. janúar 2021. Þessar lækkanir muni skila sér best til þeirra tekjulægstu. Þannig muni tekjuskattur þess hóps lækka um rúmlega 120 þúsund krónur á ári. Þá muni almenn taxtalaun hækka um 24 þúsund á mánuði 1. apríl nk. „Þannig að ég er ánægður með hvernig til tókst, þótt alltaf megi gera betur. Baráttunni fyrir bættum kjörum íslensks verkafólks lýkur aldrei,“ segir Vilhjálmur sem telur kaupmáttinn munu styrkjast enn frekar á næsta ári. Hins vegar sé vaxandi atvinnuleysi áhyggjuefni. Útlit sé fyrir að það nái hámarki um mitt næsta ár og minnki síðan. Telur Vilhjálmur það sama gilda um verðbólgu, vexti og atvinnuleysi. Tölurnar væru á verri veg ef ekki væri fyrir lífskjarasamninginn. Ræðst af þróun verðlags Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir það munu ráðast af þróun verðlags hvort forsendur lífskjara- samningsins hvað varðar kaupmátt haldi á næsta ári. Ef verðbólgan verði áfram jafn lág auki það líkur á að kaupmáttarmarkmiðin náist. „Margt hefur gengið vel og fram- ar vonum en svo eru aðrir hlutir sem við höfum miklar áhyggjur af. Við höfum miklar áhyggjur af því að birgjar og hið opinbera hækki verð og gjaldskrár umfram það sem eðli- legt getur talist. Að við sofnum á verðinum og sitjum uppi með samn- ing þar sem markmið um kaupmátt hafa ekki gengið eftir,“ segir Ragnar Þór og nefnir til dæmis tugprósenta hækkanir hjá Veitum til fyrirtækja. Þær hækkanir muni koma hart niður á matvælaframleiðendum. „Samstarfið við stjórnvöld hefur að mörgu leyti gengið mjög vel, sér- staklega þegar kemur að vinnu við húsnæðismálin. Við erum á undan áætlun í nokkrum málum varðandi úrræði fyrir fyrstu kaupendur. Hóp- urinn er búinn að skila af sér til- lögum og eru þær í greiningu hjá fjármálaráðuneytinu,“ segir Ragnar Þór en ein helsta tillagan varðar fyrirhuguð hlutdeildarlán, eða eigin- fjárlán, sem ríkið mun lána vaxta- laust til að auðvelda íbúðakaup. Hefur Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, sagt til skoðunar að veita fyrstu kaup- endum og fólki sem missti eignir eftir hrunið slík hlutdeildarlán. Það yrði mikil breyting á markaði. Ragnar Þór segir aðspurður að vaxandi atvinnuleysi sé áhyggjuefni. Það sé þannig að aukast hjá nýjum hópum, ekki síst ungu fólki. Kaupmátturinn á uppleið Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka at- vinnulífsins, segir óumdeilt að markmið lífskjarasamninganna um aukinn kaupmátt hafi náðst. SA geri ráð fyrir að undirliggjandi staða í hagkerfinu geti stutt áfram- haldandi hóflegan vöxt kaupmáttar. „Við sjáum það sér í lagi í þróun launavísitölunnar. Sú hönnunar- forsenda sem sniðin var inn í lífs- kjarasamninginn er að ganga eftir. Þ.e.a.s. lægstu launin eru að hækka hlutfallslega mest. Gengið hefur verið tiltölulega stöðugt á sama tíma,“ segir Halldór. Hann segir aðspurður eðlilegt að farið sé að hægja á vexti kaupmáttar á Íslandi, sem sé enda orðinn mjög hár í sögulegu samhengi. Lægri verðbólga styður samninga  Formenn VR og Verkalýðsfélags Akraness telja markmið um kaupmáttarstyrkingu hafa ræst  Minni verðbólga spari heimilum háar fjárhæðir  SA telja útlit fyrir hóflegan vöxt kaupmáttar Kaupmáttur og verðbólga 2010-2019 Hlutfallsleg hækkun launa og ráðstöfunartekna frá árinu á undan Vísitala kaup- máttar launa í nóvembermánuði Verðbólga Heimild: Hagstofa Íslands og Seðlabanki Íslands 2010 2011 2012 2013 2014 2015 2016 2017 2018 2019 160 150 140 130 120 110 100 10% 8% 6% 4% 2% 0% 2019 2020 2021 2022 Nafnlaun 4,9% 4,4% 4,9% 4,5% Heimild: Hagspá Arion banka 2019-22 Raunlaun 1,8% 1,9% 2,2% 1,4% Heimild: Hagspá Arion banka 2019-22 Kaupmáttur ráðstöfunartekna 2,6% 2,5% 4,0% 4,1% Heimild: Peningamál Seðlabankans Vísitala, 2000=100 12 mánaða verðbólga 107,3 149,4 138,0 120,5 111,7 151,6 2,0% 8,5% 3,7% B A N K I Morgunblaðið/Eggert Í Ráðherrabústaðnum Fulltrúar launþega, atvinnurekenda og stjórnvalda. BAKSVIÐ Baldur Arnarson baldura@mbl.is Forystumenn launþega og atvinnu- rekenda telja að markmið lífs- kjarasamninganna um kaupmátt muni ganga eftir á næsta ári. Minni verðbólga en spáð var hafi aukið lík- ur á kaupmáttarstyrkingu. Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, segir minnkandi verðbólgu skipta al- menna launþega miklu máli. „Lífskjarasamningarnir eru, svo ekki verður um villst, að skila þeim árangri sem lagt var upp með. Þar horfðum við sérstaklega á tekju- lægstu hópana. Lífskjarasamning- arnir hafa líka skilað sér í lægri verðbólgu. Nú mælist 12 mánaða verðbólga einungis 2% en var 3,3% þegar við undirrituðum samningana. Til að setja það í samhengi þá væru verðtryggðar skuldir heimilanna 22 milljörðum hærri ef verðbólgan hefði ekki lækkað um 1,3%. Hér reikna ég með að heimilin skuldi um 1.800 milljarða í verðtryggð íbúða- lán. Þetta er rifjað upp vegna þess að menn óttuðust mjög að verðbólg- an færi af stað samhliða kjarasamn- ingsgerðinni,“ segir Vilhjálmur. Vaxtastigið líka lækkað „Ofan á þetta hefur lífskjara- samningurinn skilað því að vaxtastig á Íslandi hefur að öllum líkindum aldrei verið eins lágt og um þessar Samkvæmt hagspá Arion banka hækka raunlaun um 1,9% á næsta ári. Með raunlaunum er vísað til nafn- launa að frádreg- inni verðbólgu. Erna Björg Sverrisdóttir, að- alhagfræðingur Arion banka, seg- ir bankann meðal annars ganga út frá þeirri for- sendu að lífs- kjarasamingurinn verði sá rammi sem aðrir hópar á vinnumarkaði vinni eftir. „Miðað við stöðuna í hagkerfinu teljum við að flestir muni halda sér innan þessara ramma, einfaldlega til að viðhalda stöðugleika á vinnumark- aði. Við gerum ráð fyrir 4-5% nafn- launahækkunum á næsta ári. Verð- bólgan er komin niður í 2% en síðasta mæling kom töluvert á óvart. Það er útlit fyrir að verðbólgan verði í kring- um [2,5%] verðbólgumarkmið Seðla- bankans, að minnsta kosti út næsta ár,“ segir Erna Björg. Þungur róður á næsta ári Með þetta í huga telur hún að raunlaun kunni að hækka meira á næsta ári en bankinn hafði spáð. Útlit sé fyrir nokkra kaupmáttaraukningu út spátímann, eða til ársloka 2022. Á hinn bóginn telji bankinn að næsta ár geti orðið þungt fyrir íslenskt hag- kerfi. Það muni taka tíma að ná upp fullri framleiðslugetu. „Þannig að þótt þessar launahækk- anir séu hófstilltar í sögulegu sam- hengi eru þær auðvitað töluverðar fyrir fyrirtæki sem búa nú þegar við hátt launahlutfall,“ segir Erna Björg um horfurnar í efnahagslífinu. Hækkun raunlauna 2020 umfram spár Erna Björg Sverrisdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.