Morgunblaðið - 24.12.2019, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 24.12.2019, Blaðsíða 40
Þorláksmessa Aðfangadagur Jóladagur Annar í jólum Gamlársdagur Nýársdagur 23. des 24. des 25. des 26. des 31. des 1. jan Árbæjarlaug 06.30-18.00 08.00-13.00 Lokað 12.00-18.00 08.00-13.00 Lokað Breiðholtslaug 06.30-18.00 08.00-13.00 Lokað Lokað 08.00-13.00 Lokað Grafarvogslaug 06.30-18.00 08.00-13.00 Lokað Lokað 08.00-13.00 Lokað Klébergslaug 15.00-18.00 10.00-13.00 Lokað 12.00-18.00 10.00-13.00 Lokað Laugardalslaug 06.30-18.00 08.00-13.00 Lokað 12.00-18.00 08.00-13.00 12.00-18.00 Sundhöllin 06.30-18.00 08.00-13.00 Lokað 12.00-18.00 08.00-13.00 12.00-18.00 Vesturbæjarlaug 06.30-18.00 08.00-13.00 Lokað 12.00-18.00 08.00-13.00 12.00-18.00 Ylströnd 10.00-16.00 Lokað Lokað Lokað Lokað 11.00-15.00 Húsdýragarður 10.00-16.00 10.00-16.00 10.00-16.00 10.00-16.00 10.00-16.00 10.00-16.00 Afgreiðslutími sundstaða um jól og áramót 2019 - 2020 SUNDKORT ER GÓÐ JÓLAGJÖF S : 4 1 1 5 0 0 0 w w w. i t r. i s L augarnar í Reykjaví k Heilsubót um jólin Stuðboltinn Páll Óskar Hjálmtýsson mun þeyta skífum og halda uppi fjöri á Pallaballi sem haldið verður annan í jólum í Gamla kaupfélaginu á Akranesi. Ballið hefst kl. 23.59, eina mínútu fyrir miðnætti, og verður eflaust dansað fram á morg- un við ýmsa smelli, bæði Palla og annarra. Pallaball á Akranesi á annan í jólum ÞRIÐJUDAGUR 24. DESEMBER 358. DAGUR ÁRSINS 2019 Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Í lausasölu 670 kr. Áskrift 7.240 kr. Helgaráskrift 4.520 kr. PDF á mbl.is 6.420 kr. iPad-áskrift 6.420 kr. Morgunblaðið kemur næst út föstudaginn 27. desember. Að venju verður öflug fréttaþjón- usta á fréttavef Morgunblaðs- ins, mbl.is, yfir jóladagana. Hægt er að senda ábendingar um fréttir á netfrett@mbl.is. Þjónustuver áskriftar- deildar er opið í dag, að- fangadag, frá kl. 8-12. Lokað er á jóladag og ann- an dag jóla. Þjónustuverið verður opnað aftur 27. des- ember kl. 7. Netfang þjónustvers er askrift@mbl.is. Hægt er að bóka dánartilkynningar á mbl.is. Fréttaþjónusta mbl.is um jólin ÍÞRÓTTIR MENNING Fimm landsliðsþjálfarar eru í fullu starfi hjá KSÍ við að þjálfa yngri landslið Íslands og sinna marg- víslegum öðrum verkefnum. Öll fjögur landsliðin komust áfram úr undankeppni EM frá haustinu 2018 til haustsins 2019. Arnar Þór Við- arsson, yfirmaður knattspyrnumála hjá sambandinu, er afar ánægður með samvinnu sem tekist hefur við skólana í landinu um æfingatíma afreks- fólksins í fótbolta og þjálfararnir Þorvald- ur Örlygsson og Jörundur Áki Sveinsson telja stór skref hafa ver- ið stigin. »28-29 Stór skref í uppbygg- ingu yngri landsliða Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Fiskur er almennt sannkallaður herramannsmatur og til dæmis í Slóvakíu þykir þverskorinn vatna- karfi ómissandi á jólum. Hjónin Va- léria Kretovicová og Pavol Kretovic halda í hefðina og eru alltaf með steikta þorsk- eða ýsuhnakka í raspi á jólaborðinu heima hjá sér í Kópavogi á aðfangadag. Í kvöld verður það þorskur. Knattspyrnudeild Breiðabliks styrkti karlalið félagsins fyrir keppnistímabilið 1991 og fékk með- al annars miðvörðinn Pavol Kreto- vic frá Lokomotiv Kosice í Tékkó- slóvakíu, nú Slóvakíu. Pavol, eða Palli eins og hann er gjarnan nefnd- ur, lék með liðinu til 1993, en ákvað þá að hætta á toppnum, sneri sér að þjálfun yngri flokka hjá Blikum samfara vinnu sinni í prentsmiðju, hélt sér í formi með eldri leik- mönnum og tók nýlega upp golf með með góðum árangri. „Ég kom einn fyrsta sumarið, bara til þess að spila fótbolta, en svo komum við Valéria með börnin 1992 og hér höf- um við kunnað vel við okkur síðan,“ segir Palli, sem verður 64 ára á næsta ári. Hann talar ágæta íslensku og segir að málið hafi komið jafnt og þétt. Hann hafi lært af vinnufélög- unum, æfingafélögunum og ekki síst börnunum sem hann hafi þjálf- að, og börnum þeirra Valériu. „Ég er lærður byggingatæknir en hef aldrei unnið sem slíkur heldur starfað í prentsmiðjum síðan ég kom til landsins,“ segir hann. „Ég lærði íslensku í um tvo mánuði en hafði ekki tíma til að vera lengi í námi. Valéria er hjúkrunarfræð- ingur hjá Íslenskri erfðagreiningu og talar miklu betri íslensku en ég.“ Hola í höggi Palli fer með vinnufélögunum í golf, er með 22 í forgjöf og fagnaði merkum áfanga í sumar. „Ég er ekki í neinu félagi en spila stundum í Mýrinni, velli GKG, og fór holu í höggi á 4. braut.“ Hann segir magnað að hafa náð draumahögg- inu. „Það var frábært og ég var al- veg í skýjunum. Ég var með mjög skemmtilegum hópi, Sverri Brynj- ólfssyni, prentsmiðjustjóra í Svans- prenti, og tveimur vinum hans. Ég fagnaði mikið og vildi helst halda upp á þetta með því að opna viskí- flösku.“ Beáta dóttir þeirra fór í háskóla- nám í ballett í Noregi og hefur búið þar undanfarin 20 ár ásamt norsk- um eiginmanni og tveimur börnum þeirra. Sonurinn Pavol Ingi á ís- lenska unnustu og er tollvörður í Leifsstöð. „Dóttir okkar hefur alltaf komið heim um jólin og þá er fjölskyldan saman,“ segir Palli. „Við reynum að fara árlega til Slóvakíu en lítum á okkur sem Íslendinga og þó ég hafi ekki ennþá fallið fyrir skötunni á Þorláksmessu – finnst nóg að finna lyktina í fiskbúðinni – var fiskur að- eins á borðum í Tékkóslóvakíu á jól- um. Við höldum í hefðina og fáum okkur ýsuhnakka eða þorskhnakka steikta í raspi, kartöflusalat, súr- kálssúpu með reyktum pylsum og þurrkuðum sveppum og jólaoblátu með hunangi.“ Fjölskyldan á jólum Frá vinstri: Beáta, Louisa, Pavol Ingi, Valéria Kretovicová, Pavol Kretovic og Vilfred. Botnfiskur í jólamatinn  Valéria Kretovicová og Pavol Kretovic ánægð á Íslandi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.