Morgunblaðið - 24.12.2019, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. DESEMBER 2019
Góð
heyrn
glæðir samskipti
ReSound LiNX Quattro
eru framúrskarandi heyrnartæki
Hlíðasmára 19 • 201 Kópavogur • Sími 534 9600 • heyrn.is
Erum flutt í
Hlíðasmára 19
Fagleg þjónusta hjá
löggiltum heyrnarfræðingi
Með þeim færðu notið minnstu smáatriða hljóðs sem berst þér til eyrna.
Í þeim er nýr örgjörvi með 100% meiri hraða, tvöfalt stærra minni og eru
sérlega sparneytin.
Tækin eru heyrnartól fyrir þráðlaust streymi úr síma og öðrum tækjum.
Hægt að stjórna allri virkni með appi eða með takka á tækjum. Eru með
rafhlöður, sem hlaðast þráðlaust á einfaldan hátt, eða með einnota rafhlöður.
Hér var fyrir skömmu vitnað tilviðhorfa seðlabankastjóra til
skattalækkunar á samdráttar-
tímum og kom sjálfsagt engum að
óvart að seðlabankastjóri hefði
áhuga á hag-
fræðilegu álitaefni
af því tagi.
Seðlabankastjór-ar grúska þó
sumir í fleiru en
prósentuútreikn-
ingum og vergum
landsframleiðslum.
Seðlabankastjórinn
sem nú situr hefur
til að mynda grúsk-
að allnokkuð í flestu
því sem við kemur
Jóni Arasyni, sem
bjó á Hólum, líkt og seðla-
bankastjórinn gerði raunar á unga
aldri.
En hann lét sér ekki nægja aðgrúska heldur ritstýrði fyrir
nokkrum árum, og ritaði ásamt öðr-
um, bókinni Jón Arason biskup –
ljóðmæli. Sú bók er býsna áhuga-
verð um sögu biskups og kveðskap,
en einnig um átökin um siðaskiptin.
Þau átök voru vitaskuld trúar-legs eðlis og biskup virðist hafa
verið heill í trú sinni, en hann virð-
ist einnig hafa verið heill í afstöðu
sinni til stöðu Íslands gagnvart hinu
erlenda valdi. Þess vegna segir Ás-
geir Jónsson að með falli biskups
hafi Íslendingar fengið þjóðhetju.
Kraftarnir sem verkuðu á þessiátök eru fleiri og um þá fer
hagfræðingurinn nokkrum orðum,
en hann tengir þau við frelsi í versl-
un og nefnir að eftir að konungi
tókst að herða tökin á verslun hér
með einokuninni hafi þjóðin orðið
fátækari. Bókin um ljóðmæli Jóns
varð því óvænt innlegg í umræður
um mikilvægi frjálsra viðskipta.
Jón Arason
Óvænt innlegg
um frjáls viðskipti
STAKSTEINAR
Ásgeir Jónsson
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
Bohuslav Woody Va-
sulka eða Tímóteus
Pétursson listamaður
lést í Santa Fe í Nýju-
Mexíkó í Bandaríkj-
unum 20. desember sl.
Hann fæddist í Brno
í Tékkóslóvakíu 20. jan-
úar 1937 og nam verk-
fræði í Industrial Eng-
ineering School of Brno
áður en hann fór til
náms í FAMU–
kvikmyndaskólanum í
Prag. Þar hitti hann
fiðluleikarann Stein-
unni Briem Bjarnadótt-
ur, eða Steinu, árið 1959 og bað hann
hennar í sömu andrá. Hann varð
einn af tengdasonum Íslands eftir að
þau giftust, fékk íslenskan ríkis-
borgararétt og nafnið Tímóteus Pét-
ursson.
Sumarið 1964 vann Woody að
tveimur kvikmyndum á Íslandi: Vel-
rybarska Stanice um hvalstöðina í
Hvalfirði og Sezona v Seydisfjordur
– Vertíð á Seyðisfirði um síldarævin-
týrið, báðar merkilegar heimildir um
Ísland þess tíma.
Saman fluttu Steina og Woody til
Bandaríkjanna á sjöunda áratug síð-
ustu aldar eftir stutta viðveru á Ís-
landi. Þau settust að í New York þar
sem þau kynntust
vídeótækni. Saman
notuðu þau þekkingu
sína í tónlist og kvik-
myndagerð sem und-
irstöðu í nýrri túlkun í
myndlist með hinni
nýju vídeótækni.
Fjöldamörg verk
liggja eftir Woody
bæði á filmu, vídeó og
ljósmyndum. Einnig
setti hann upp fjölda
innsetninga og eru
mörg verka hans í
stærstu listastöfnum
Bandaríkjanna og Evr-
ópu. Steina og Woody stofnuðu The
Kitchen í New York 1972 til þess að
sýna verk sín og annarra sem störf-
uðu í vídeó, tónlist og myndlist og
starfar það enn í dag. Árið 2015 opn-
aði Listasafn Íslands Vasulka stofu á
safninu sem sýnir verk þeirra og
varðveitir hluta af arfleifð þeirra.
Vasulka tvíeykið: Steina og Woody
er hluti af listamannahópi Berg Con-
temporary og fyrr á árinu var frum-
sýnd kvikmyndin Vasulka áhrifin –
The Vasulka Effect á Skjaldborg og
Bíó Paradís sem fjallar um líf og
störf þeirra beggja. Síðan 1980 hafa
þau búið í Santa Fe í Nýju-Mexíkó.
Steina lifir mann sinn.
Andlát
Bohuslav Woody
Vasulka
Ný ríkisstofnun, Skatturinn, tekur til starfa um
næstu áramót. Þá sameinast embætti tollstjóra
og ríkisskattstjóra. Snorri Olsen ríkisskattstjóri
mun stýra stofnuninni.
Hinn 11. desember sl. var samþykkt á Alþingi
að sameina embætti tollstjóra og ríkisskattstjóra
með það að markmiði að bæta þjónustu og hafa
að leiðarljósi sjálfvirknivæðingu og stafræna
opinbera þjónustu í starfsemi skatt- og toll-
yfirvalda, eins og það var orðað.
Fram kemur í frétt á heimasíðu ríkisskatt-
stjóra að fyrst um sinn verði engar breytingar.
Afgreiðslur embættisins verða fyrst um sinn
óbreyttar á Tryggvagötu 19 og Laugavegi 166.
Þá verða símanúmer og net-
föng óbreytt. Verið er að
vinna að frekari samræmingu
á starfsemi stofnananna, segir
í fréttinni.
Í ákvæði til bráðabirgða í
lögunum segir að við gildis-
töku þeirra verði embætti toll-
stjóra lagt niður. Starfsmenn
tollstjóra, sem eru í starfi
þegar lögin öðlast gildi, verða
starfsmenn hjá embætti ríkisskattstjóra og Toll-
gæslu Íslands og fer um rétt starfsmanna til
starfa hjá embætti ríkisskattstjóra eftir ákvæð-
um laga um réttindi og skyldur starfsmanna rík-
isins.
Gert er ráð fyrir því að við embætti ríkisskatt-
stjóra verði tollgæslustjóri sem ríkisskattstjóri
skipar til fimm ára í senn til starfa hjá Tollgæslu
Íslands. Hann skal fullnægja sömu hæfisskil-
yrðum og héraðsdómarar til skipunar í embætti.
Tollgæslustjóri skal, auk þeirra starfa sem hon-
um eru sérstaklega falin samkvæmt tollalögum,
eða af ríkisskattstjóra, fara með stjórn Tollgæslu
Íslands undir yfirstjórn ríkisskattstjóra hvar-
vetna á tollsvæði ríkisins, stjórn tollgæslumanna
og hafa eftirlit með störfum þeirra og samræma
þau. sisi@mbl.is
Skatturinn tekur brátt til starfa
Snorri Olsen