Morgunblaðið - 24.12.2019, Blaðsíða 20
Hann gat ekki lengur séðsjóinn, en hann fann þósjávarlyktina.Sterkari en nokkru
sinni fyrr. Sami salti og seiðandi
keimurinn og hann hafði andað að sér
þegar hann kom í fyrsta sinn til
Siglufjarðar, í litla afskekkta bæjar-
félagið á Norðurlandi, eftir langt og
strangt ferðalag þangað með stúlk-
unni sinni.
Áratugir voru liðnir síðan þá. Hann
hafði nú búið einn um nokkurra ára
skeið í litla húsinu innarlega í firð-
inum, nokkuð langt frá byggðakjarn-
anum á eyrinni. Lóð sem fékkst ódýrt
á sínum tíma, á stað þar sem aðrir
höfðu ekki áhuga á að búa. Skeytti lít-
ið um aðra bæjarbúa og þeir létu
sjaldan sjá sig hjá honum. Átti þó
nokkra góða kunningja í bænum, leit
til þeirra í kaffi öðru hverju, en æ
sjaldnar hin síðari ár eftir að aldurinn
færðist yfir. Þá var best að sitja bara
heima.
Aðventan hafði liðið hægt, þykkur
snjór lá yfir bænum, stórhríð suma
daga og tilveran tilbreytingarlaus.
Kuldinn smaug inn um allar glufur á
gamla timburhúsinu, en það var ekk-
ert nýtt á þessum norðlægu slóðum.
Og nú voru jólin loksins að ganga í
garð. Hann hafði kveikt á jólakertinu
á stofuborðinu eins og venjulega,
fyrir hana. Kertið hafði átt að loga út
jólanóttina, en það logaði auðvitað
ekki lengur á því.
Hann hafði verið að hlusta á út-
varpið, til að missa ekki af messunni.
Hangikjötsilmurinn hafði fyllt eld-
húsið. Bara dálítill kjötbiti, máltíð
fyrir einn.
Þau kynntust í heimabæ hennar,
sjávarþorpi við Eyjafjörð. Hann var
þar í verkamannavinnu, hún var tíu
árum yngri en hann. Ung og fögur,
eftirsótt af flestum karlmönnum í
sveitinni, en féll fyrir honum. Sam-
band þeirra fór leynt til að byrja með
og þegar þau trúlofuðu sig sögðu þau
engum neitt. Hamingjan vandlega
innsigluð með þögninni. Að lokum fór
þó svo að þau ákváðu að láta slag
standa og biðja föður hennar um að
blessa ráðahaginn.
Sá tók beiðninni afar illa. Barði í
borðið, pírði lúin augun og sagði
dimmum rómi að fyrr myndi hann
dauður liggja. Dóttir hans ætti betra
skilið.
Skötuhjúin hittust í skjóli nætur,
niðurbrotin en ekki buguð. Sumar-
nóttin var björt og þau töluðu um
framtíðina sem þau ætluðu að verja
saman. Ekkert skyldi koma í veg
fyrir það.
Hugurinn reikaði nú aftur til
bernskujólanna, þá var minna um-
stang, færri gjafir, meiri hátíðleiki.
Ekkert jólatré á heimilinu, það var í
mesta lagi að hann fengi að sjá
heimatilbúið jólatré fjölskyldunnar á
næsta bæ. Á aðfangadagskvöld söng
fjölskyldan Heims um ból. Nú var
hann löngu hættur að syngja. Undan-
farin ár hafði hann leyft kirkjukórn-
um í útvarpinu að syngja fyrir sig í
staðinn.
Hann hafði ekki verið með neitt
jólatré þessi jólin. Óþarfa prjál og
umstang. Fékk ekki heldur neinar
gjafir. Síðasta gjöfin sem hann hafði
fengið var frá henni, ári áður en hún
dó. Hann lagði hins vegar alltaf á
borð fyrir tvo um jólin.
Hún hafði náð nokkuð háum aldri.
Hann hafði fengið að verja svo mörg-
um árum með henni, en hefði samt
auðvitað viljað hafa þau fleiri.
Hann hafði aldrei sætt sig almenni-
lega við fráfall hennar, en nú var
hann í fyrsta sinn feginn að hún var
ekki hjá honum.
Kuldinn sótti að honum, en hann
lét það ekki á sig fá. Var vanur dá-
litlum kulda. Hann hugsaði um hana
– eins og hann gerði alltaf um jólin,
og alla daga raunar.
Það logaði ekki lengur á kertinu
hennar.
Hjartað sló svo óskaplega hratt
þegar þau stálu hestunum, eða fengu
þá öllu heldur að láni. Þau áttu dálít-
inn sjóð. Hann hafði lagt til hliðar það
sem mögulegt var af vinnulaununum
og nú voru þau reiðubúin að hefja
nýtt líf. Þetta var í sjálfu sér ekki
skynsamlegt, að byrja upp á nýtt á
ókunnum stað, en samt kom aldrei
neitt annað til greina.
Þau lögðu af stað um nóttina. Faðir
hennar kæmist ekki að því að hún
væri farin fyrr en um morguninn. Þá
yrði það vonandi of seint, auk þess
sem hann gat ekki verið viss um
hvert þau hefðu farið.
Þau yrðu komin til Akureyrar
snemma morguns, löngu áður en sím-
stöðin yrði opnuð, ekki vildu þau að
faðir hennar næði að senda símskeyti
þangað.
Hann var dauðskelkaður alla leið-
ina, leit oft um öxl. Svona hefði hann
ekki viljað hafa það. Eins og glæpa-
maður á flótta, en þó sekur um það
eitt að vera ástfanginn. Hún elskaði
hann líka, hann var viss um það. Þau
höfðu ekki þurft að ræða þessa hug-
mynd lengi, að stinga af. Hún var
jafnákveðin og hann. Þetta hafði þó
verið hugmynd hans svo hann fann til
mikillar ábyrgðar. Nú vonaði hann
innilega að allt gengi upp. Það var of
mikið í húfi – þau fengju aðeins þetta
eina tækifæri.
Værð færðist yfir hann. Kannski
eins konar jólafriður.
Hann hafði alltaf verið nægjusam-
ur, fagnaði jólunum helst í hjarta sér,
hafði aldrei liðið skort á jólum, ekki í
raun og veru. Hann mundi eftir því að
fyrir ein jólin höfðu ekki fengist nein
epli og raunar lítill sykur. Margir
héldu að jólin kæmu hreinlega ekki
það árið.
Og nú voru víða komin sjónvarps-
tæki inn á heimili fyrir sunnan og
jafnvel sýndir skemmtiþættir á jóla-
dag, hafði hann frétt. Í gamla daga
mátti ekki einu sinni spila á spil á jól-
um.
Hann brosti í kampinn þegar hann
rifjaði þetta upp.
Hann hafði notið dagsins, aðfanga-
dags, þrátt fyrir einveruna og blind-
bylinn sem geisaði utandyra.
Og nú vissi hann að þetta yrðu síð-
ustu jólin hans.
Hann hafði verið alinn upp við það
að ljúga ekki.
En nauðsyn brýtur lög.
Þau stóðu fyrir framan sýslumann-
inn á Akureyri snemma morguns.
Höfðu bankað upp á hjá honum.
Hann tók þeim vel, nývaknaður. Þau
sögðust vera á leiðinni suður til
Reykjavíkur, að þau væru að leggja
af stað þangað nú í morgunsárið en
að þau vildu gifta sig fyrst. Fyrsta
lygin.
Svo kom spurning sýslumannsins.
Voru þau með staðfestingu á því að
faðir brúðarinnar hefði veitt sam-
þykki sitt?
Framtíð þeirra beggja var undir
því komin hversu sannfærandi hann
yrði.
Hann rétti úr bakinu, horfði beint í
augun á sýslumanninum og svaraði
því til að faðir hinnar verðandi brúðar
væri fyllilega sáttur við ráðahaginn.
Að þau hefðu einfaldlega ákveðið með
stuttum fyrirvara að gifta sig áður en
þau legðu af stað í langferðina suður
til Reykjavíkur.
Það varð dálítil þögn. Hann þorði
varla að draga andann. Beið og von-
aði.
Sýslumaðurinn brosti og sagði að
sjálfsagt væri að gefa þau saman. Það
var þó ómögulegt að sjá hvort hann
hefði fallið fyrir ósannindunum eða
hvort hann vildi einfaldlega greiða
götu ástfangins pars. Hið síðarnefnda
var þó líklegra. Lygin hafði sennilega
ekki verið mjög trúverðug.
Þau keyptu leyfisbréf til þess að
þurfa ekki að birta hjúskaparaug-
lýsingu og sýslumaðurinn útvegaði
tvo vígsluvotta.
Svo voru þau gefin saman. Þáðu
hamingjuóskir ókunnugra manna,
sýslumannsins og vottanna, en voru
þó eiginlega alein í heiminum.
Allt saman náðist þetta áður en
símstöðin var opnuð þann daginn.
Hjónabandið hafði verið farsælt,
enst í áratugi, þar til dauðinn aðskildi
þau. Þau höfðu sinnt ýmiss konar
vinnu á Siglufirði og í nágrenni með-
an heilsan leyfði; til dæmis verka-
mannavinnu og síldarsöltun. Höfðu
aldrei haft mikið á milli handanna, en
nóg samt.
Hún hafði aldrei viljað hitta föður
sinn aftur, þótt ekki hefði verið sér-
lega langt á milli þeirra í kílómetrum
talið. Eftir andlát hans hafði hún
fengið bréfin sem hann hafði skrifað
til hennar en aldrei póstlagt. Þar
hafði hann beðist afsökunar á við-
brögðum sínum og óskað hjónunum
alls hins besta. Það var ómögulegt að
vita hvers vegna gamli maðurinn
hafði ekki sent henni bréfin. Kannski
af sömu ástæðu og hún tók aldrei af
skarið og fór í heimsókn til hans,
þrjóska sem gekk í erfðir. Eftir að
bréfin höfðu loks borist henni var þó
eins og þungu fargi væri af henni létt.
Þau hjón höfðu komið sér upp fal-
legu og látlausu heimili, en eignuðust
aldrei nein börn; það var ekki í spil-
unum, þótt þau hefðu óskað sér þess.
En þau höfðu fundið hamingjuna í
litla kotinu sínu í skjóli háfjallana á
Siglufirði.
Andartak við sjóinn
Morgunblaðið/Sigurður Ægisson
Jólasaga eftir Ragnar Jónasson
20 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. DESEMBER 2019
BORÐPLÖTUR
OG SÓLBEKKIR
• Gæðavörur úr harðplasti, akrílstein, Fenix og límtré
• Mikið úrval efna, áferða og lita
• Framleiðum eftir óskum hvers og eins
• Hentar jafnt fyrir heimili, vinnustaði og almenningssvæði
Fanntófell hefur sérhæft sig í framleiðslu á borðplötum og sólbekkjum síðan 1987.
Fanntófell ehf. | Gylfaflöt 6-8 | 112 Reykjavík | Sími 587 6688 | fanntofell.is