Morgunblaðið - 24.12.2019, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 24.12.2019, Blaðsíða 33
MENNING 33 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. DESEMBER 2019 » Jólatónleikar Fóstbræðra fóru fram í Langholtskirkju á föstudaginn og voru á efnisskrá bæði innlend og erlend kórverk, gömul sem ný, sem tengjast jólum og hinu eilífa ljósi. Stjórnandi kórsins var Árni Harðarson og meðleikari Tómas Guðni Eggertsson og einsöngvarar voru úr hópi kórmeðlima. Yfirskrift tónleikanna, „Stafa frá stjörnu“, var fengin úr fyrstu línu kvæðis Matthíasar Jochumssonar sem upphaflega hét „Á jólum 1904“. Stjórnandi kórsins samdi lag við kvæðið og var það jólalag ríkisútvarpsins árið 1998. Fóstbræður sungu inn jólin í Langholtskirkju Morgunblaðið/Eggert Samhljómur Einsöngvarar á árlegum jólatónleikum Fóstbræðra, sem voru í Langholtskirkju, komu úr hópi meðlima kórsins. Stemning Ragnheiður Ragnarsdóttir, Breki Atlason, Auður Finnbogadóttir og Sigríður Anna Guðjónsdóttir. Tónlekagestir Sveinn Magnússon og Kristín Bragadóttir sóttu tónleikana. Á jólatónleikum Jónína Jónasdóttir og Þórð- ur Ólafsson voru mætt á tónleika kórsins. Alex Ross, tón- listargagnrýn- andi tímaritsins The New Yor- ker, nefnir ævi- sögu Jóns Leifs eftir Árna Heimi Ingólfsson sem eina af átta áhugaverðustu tónlistarbókum ársins 2019 á vefsíðu sinni, therestisnoise.com. Bókin, sem nefnist Jón Leifs and the Musical Invention of Iceland, kom út hjá Indiana University Press í nóvember og er ensk út- gáfa bókarinnar Jón Leifs – Líf í tónum sem kom út á Íslandi 2009 og var tilnefnd bæði til Íslensku bókmenntaverðlaunanna og Viður- kenningar Hagþenkis. Í umsögn sinni segir Alex Ross að bókin sé „algjörlega grípandi rannsókn á aðsópsmiklum og stundum óþægi- legum listamanni sem bjó yfir einni frumlegustu rödd í tónlist 20. aldar“. Ævisaga Jóns Leifs ein sú besta Árni Heimir Ingólfsson Heimildakvik- myndin Á Skjön – Verk og dagar Magnúsar Páls- sonar verður frumflutt í Bíó Paradís á fimmtudag, ann- an í jólum, kl. 19.15. Í myndinni er fylgst með sköpunarferli verka Magnúsar, sem hefur undanfarna áratugi verið einn helsti brautryðjandi og ár- hrifavaldur í íslenskri nútímalist. Leikstjóri er Steinþór Birgisson og skrifar hann handrit ásamt Sigurði Ingólfssyni. Ný kvikmynd um Magnús Pálsson Magnús Pálsson ICQC 2020-2022 Gleðileg Jól – Sýningar á Annan í Jólum Nánari upplýsingar um sýningartíma á sambio.is LOKAKAFLINN Í SKYWALKER SÖGUNNI SÉRSTÖK FORSÝNING 30. DES KL. 22.20

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.