Morgunblaðið - 24.12.2019, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 24.12.2019, Blaðsíða 24
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. DESEMBER 2019 Atvinnuauglýsingar 569 1100 Heilbrigðisfulltrúi óskast til starfa, með aðsetur á Selfossi Starfið felst í eftirliti með umhverfis- og mengunarvörnum, matvælum og hollustuháttum í fyrirtækjum og stofnunum í samræmi við lög nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir, lög um matvæli nr. 93/1995, reglugerðum samkvæmt þeim og samþykktum heilbrigðisnefndar. Útgáfu starfsleyfa, umsögnum, fræðslu og að sinna kvörtunum, ásamt öðrum verkefnum, m.a. að eiga samskipti við Matvælastofnun, Umhverfisstofnun og aðrar opinberar stofnanir. Framkvæmdastjóri Heilbrigðis- eftirlits Suðurlands er næsti yfirmaður. Menntunar- og hæfniskröfur: • Háskólamenntun á sviði raunvísinda. • Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum, sveigjanleiki og samstarfshæfni. • Geta unnið vel undir álagi. • Jákvæðni, samviskusemi og vilji til að takast á við fjölbreytt og krefjandi verkefni. • Sjálfstæði, frumkvæði og skipulagshæfileikar. • Færni til að setja fram ritað mál á greinargóðri íslensku. • Góð almenn tölvukunnátta. • Reynsla af eftirlitsstörfum samkvæmt gildandi lögum, reglum og leiðbeiningum og reynsla í notkun á hugbúnaði til skráninga og eftirfylgni. • Réttindi til að starfa sem heilbrigðisfulltrúi er kostur og viðkomandi verður að vera tilbúinn til að afla sér slíkra réttinda. • Ökuréttindi. Hrein sakaskrá. Ath. að vinnustaðurinn er reyklaus. Nánari upplýsingar um starfið veitir Sigrún Guðmundsdóttir í síma 861 8669 eða með því að senda fyrirspurn á sigrun@hsl.is Umsókn þarf að fylgja starfsferilsskrá og afrit af prófskírteini. Umsóknarfrestur er til og með 15. janúar n.k. Öllum umsóknum verður svarað þegar ráðning liggur fyrir. Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags. Umsóknir skulu sendar á tölvupósti á netfangið: sigrun@hsl.is. Smáauglýsingar 569 1100 Sumarhús Sumarhús – Gestahús – Breytingar  Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stærðum.  Tökum að okkur stækkun og breytingar á eldri húsum.  Smíðum gestahús – margar útfærslur.  Sjáum um almennt viðhald á sumarhúsum og sólpöllum.  Setjum niður heita potta og smíðum palla og skjólveggi. Áratugareynsla – endilega kynnið ykkur málið. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, sími 892-3742 og 483-3693, www.tresmidjan.is Byggingavörur Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, pallaefni, parket, útihurðir o.fl. Gæði á góðu verði. Nýkomnar Eurotec A2 harð- viðarskrúfur. Penofin harðviðarolía. Indus ehf., Óseyrarbraut 2, Hf. Upplýsingar hjá Magnúsi í símum 660 0230 og 561 1122. Ýmislegt SANDBLÁSTUR www.blastur.is Sími 555 6005 Helluhrauni 6, 220 Hf. Vantar þig fagmann? FINNA.is Atvinnublað Morgunblaðsins fimmtudaga og laugardaga Er atvinnuauglýsingin þín á besta stað? Sendu pöntun á atvinna@mbl.is eða hafðu samband í síma 569 1100 Allar auglýsingar birtast í Mogganum, á mbl.is og finna.is       Skráðu fyrirtækið þitt á alfred.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.