Morgunblaðið - 24.12.2019, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 24.12.2019, Blaðsíða 26
26 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. DESEMBER 2019 50 ára Tómas ólst upp á Eyrarbakka en býr í Reykjavík. Hann er framreiðslumaður frá Hótel- og veitinga- skóla Íslands og rekur veitingastaðina Nauthól, Málið og Braggann. Maki: Sigrún Guðmundsdóttir, f. 1967, framreiðslumaður og veitingakona. Börn: Elna María, f. 1990, Jón Atli, f. 1997, Heiðar Snær og Tómas Þór, f. 2004. Barnabörnin eru Rósey Nótt, Stormur Máni og Aría Myrk, börn Elnu. Foreldrar: Þuríður Tómasdóttir, f. 1947, fv. verkakona, vann síðast hjá Landspít- alanum, búsett í Reykjavík, og Kristján Þórisson, f. 1943, d. 2009, vélstjóri og sjómaður á Eyrarbakka. Tómas Kristjánsson 40 ára Benedikt ólst upp á Siglufirði en býr í Mosfellsbæ. Hann er með MS- gráðu í verkfræði frá Háskólanum í Árós- um og er jarð- tækniverkfræðingur hjá Mannviti. Áhugamál Benedikts eru golf og veiði. Börn: Kamilla Mist, f. 2004, Ísold Anna, f. 2009, og Benedikt Nóel, f. 2014. Systir: Þuríður Stefánsdóttir, f. 1974, gæðastjóri hjá INNNES. Foreldrar: Stefán Benediktsson, f. 1950, fyrrverandi verkamaður, búsettur á Siglufirði, og Birna Guðlaugsdóttir, f. 1950, fyrrverandi verkakona, búsett í Reykjavík. Benedikt Stefánsson Til hamingju með daginn Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Þér finnst allir á hraðferð í kringum þig og það veldur þér áhyggjum. Við þér blasa ýmsir möguleikar hvað vinnu varðar og það skiptir sköpum hvernig þú heldur á málum. 20. apríl - 20. maí  Naut Tækifærin eru allt í kringum þig og allt sem þú þarft að gera er að grípa þau. Ekki hræðast breytingar. Mundu bara að taka tillit til annarra. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Þegar ástin er eins og kviksyndi sem gleypir þig er mál að biðja einhvern sem þú treystir aðstoðar. Leitaðu uppi skemmtilegheit því gleðin hressir, bætir og kætir. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Þótt sigurinn sé sætur skaltu varast að velta þér upp úr honum of lengi. Taktu neikvæðum viðbrögðum ekki illa, fólk þarf mislangan tíma til að átta sig. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Sumt er einfaldlega þess virði að fórna sér fyrir. Þér verður trúað fyrir miklu og þú ert bara kát/ur með það. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Það er bráðnauðsynlegt að hleypa barninu í sér út að leika af og til. Láttu ekki áhyggjur halda fyrir þér vöku. 23. sept. - 22. okt.  Vog Þarfir þínar eru mikilvægar og þú ættir að splæsa á þig því sem þig langar í. Einhver kemur þér á óvart. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Það er óþarfi að taka alla skap- aða hluti bókstaflega því það kallar bara á óróleika hjá þér. Segðu meiningu þína. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Það er gaman að njóta alls þess sem jólin bjóða upp á. Erfiðleikar eru í sambandinu en allt dettur í dúnalogn fljótlega. 22. des. - 19. janúar Steingeit Þú verður beðin/n um sérstakan greiða. Haltu þig við áætlanir þínar og fáðu alla þá í lið með þér sem þú mögulega getur. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Þú stendur eins og klettur í öllu því róti sem í kringum þig er. Þú hefur náð þeim þroska að sækjast eftir friði og ró og lætur ekkert trufla þig við það. 19. feb. - 20. mars Fiskar Það er í mannlegu eðli að vilja fá viðurkenningu annarra. Þú hefur hana og þakkaðu fyrir það. Snúðu þér að listsköpun til að auðga andann. en auðvitað er margt fleira sem kem- ur til greina að nefna.“ Helstu áhugamál Guðmundar auk félagsmála hafa verið ferðalög og hestamennska. „Ég stundaði hesta- mennsku í 33 ár og fór í margar ferð- ir um landið á hestum, gangandi og akandi. Ég skipulagði margar ferðir hér innanlands og einnig til útlanda fyrir félagsmenn þeirra félaga sem ég vann hjá. Ég ferðast einnig mikið erlendis og hef heimsótt um 50 lönd. Síðasta ferðin var til Færeyja, ég ferðaðist um eyjarnar og fór á staði sem ekki margir koma á. En ein skemmtilegasta ferðin var sigling um Svartahafið.“ Fjölskylda Eiginkona Guðmundar var Stein- unn M. Norðfjörð, f. 20.10. 1943, d. 12.5. 2005, skrifstofumaður, þau skildu. Foreldrar hennar voru hjón- in Hilmar Norðfjörð, f. 2.9. 1906 á Sauðárkróki.d. 24.3. 1988, loft- skeytamaður og Vilborg Grönvold, f. 1.10. 1917 í Reykjavík, d. 2.12. 1977, smurbrauðsdama. Börn Guðmundar og Steinunnar eru 1) Stella María, f. 23.3. 1970, ferðaráðgjafi, búsett í Reykjavík. Börn hennar: Sunna Sacha, f. 12.12. tímabil 1978-1986 og sat þá í ýmsum nefndum á vegum borgarstjórnar. Hann sat einnig á þingi sem vara- þingmaður um tíma á árinu 1992. „Það er ýmislegt sem stendur upp úr á ferlinum,“ segir Guðmundur að- spurður. „Ef það er eitthvað sem ég hef haldið mest upp á fyrir utan að stjórna stéttarfélagi þá er það upp- bygging orlofsbúðanna í Svigna- skarði. Það var mér mjög kært verk- efni, en ég var upphafsmaður að því, G uðmundur Þ Jónsson er fæddur 25. desember 1939 á Gjögri í Árnes- hreppi, Strandasýslu og ólst þar upp til 13 ára aldurs. Guðmundur gekk í Finnboga- staðaskóla í Árneshreppi og lauk þaðan grunnskólaprófi 1953. Hann var við nám í Sovétríkjunum 1963- 1965 og í ensku við Bournemouth International School 1989. Guðmundur fór ungur að vinna, strax eftir fermingu, og vann ýmis störf til sjós og lands frá 1953 til 1960. Hóf hann störf hjá Sápugerð- inni Frigg og vann þar í þrjú ár. Hann vann í Sælgætisgerðinni Opal 1966-1973 þegar hann gerðist um- sjónarmaður með byggingu orlofs- húsanna í Svignaskarði. Guðmundur var ráðinn starfsmaður hjá Lands- sambandi iðnverkafólks og var þar 1973-2000 í hálfu starfi á móti starfi hjá Iðju – félagi verksmiðjufólks 1974-1999. Hann var starfsmaður hjá Eflingu – stéttarfélagi eftir sam- einingu verkalýðsfélagana í Reykja- vík 2000-2009. Guðmundur gegndi fjöldamörgum trúnaðarstörfum innan verkalýðs- hreyfingarinnar. Hann var í stjórn Iðju – félags verksmiðjufólks, 1967- 2000 og formaður 1986-2000. Hann sat í stjórn Landssambands iðn- verkafólks frá stofnun þess 1973 til 2000 þegar nokkur landssambönd sameinuðust í Starfsgreina- sambandið. Hann var formaður Landssambands iðnverkafólks 1978- 2000. Hann sat í stjórn Eflingar 1999-2010, var 2. varaformaður, og í framkvæmdastjórn Starfsgreina- sambandsins 2000-2007. Hann sat í miðstjórn Alþýðusambands Íslands 1976-2000. Guðmundur gegndi fjöldamörgum öðrum trúnaðar- störfum, t.d. í stjórn Atvinnuleys- istryggingasjóðs, í stjórnum lífeyr- issjóða, t.d. Gildis, og í stjórn Alþýðubankans, svo eitthvað sé tal- ið. Hann sat einnig í stjórn Nordiska industriarbetarefederationen 1999- 2005. Einnig gegndi Guðmundur trún- aðarstörfum á hinu pólitíska sviði. Hann var borgarfulltrúi tvö kjör- 1991, stjórnmálafræðingur; Sóley María, f. 28.8. 1998, nemi í fjöl- brautaskóla; Sara Sól, f. 26.6. 2002, menntaskólanemi; 2) Hilmar Þór, f. 24.5. 1972, ljósmyndari, búsettur í Reykjavík. Börn hans eru Auður Ís- old, f. 28.2. 2004, nemi, og Jökull Þór, f. 16.1. 2007, nemi. Systkini Guðmundar: Fjóla, f. 15.7. 1918, d. 15.3. 2007, húsmóðir; Magnús, f. 25.10. 1920, d. 30.7. 2004, verkamaður; Friðrik Ingimar, f. 12.10. 1922, d. 20.5. 2016, rafvirkja- meistari; Guðbjörn, f. 4.4. 1926, d. 15.11. 2013, vélvirki, Margrét, f. 13.9. 1928, d. 5.10. 2007, húsmóðir; Lilja, f. 6.8. 1930, fv. húsfreyja í Djúpuvík; Kristín, f. 1.4. 1932, fv. kaupmaður; Guðrún, f. 12.5. 1933, fv. starfsstúlka; Gísli, f. 15.4. 1935, fv. stýrimaður og verkstjóri; Guðríður, f. 27.11. 1936, fv. verslunarmaður; Ingibjörg, f. 13.8. 1938, fv. starfsstúlka. Foreldrar Guðmundar voru hjónin Jón Magnússon, f. 11.12. 1886 á Reykjanesi í Árneshreppi, d. 5.6. 1946, sjómaður á Gjögri og lengi tog- arasjómaður, og Benónía Bjarnveig Friðriksdóttir, f. 3.6. 1897 í Stóru- Árvík í Árneshreppi, d. 10.4. 1976, húsmóðir á Gjögri, síðar verkakona í Reykjavík. Guðmundur Þ Jónsson, fyrrverandi verkalýðsleiðtogi og borgarfulltrúi – 80 ára Hestamaðurinn Guðmundur á ferðalagi með Fáki við Arnarfell hið mikla 1997. Í forystu verkafólks í áratugi Með börnunum Stella María, Guð- mundur og Hilmar Þór. Börn og brúðhjón Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.