Morgunblaðið - 24.12.2019, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 24.12.2019, Blaðsíða 22
Sigurður Rúnar Ragnarsson Á helgri stund er hátíð nær og fjær, heimur gleðst í birtu ljóss og vonar. Það er sem Guð sé öllum aðeins nær, í Orði því er boðar komu sonar. Er ljósið skæra heimi birtu ber, bærist von og gleði í frómu hjarta. Og fyrr en varir Kristur kominn er, kærleikur hans gerir veröld bjarta. Ein stjarna hátt á himni er fögur sýn. Hún er tákn sem jólin okkur færa. Í hjörtum okkar skærust birtan skín, af skini hennar geislar okkur næra. Hún gerir jól að gleðistund um sinn, gefst þá tími vináttu að njóta. Ó gef að Kristur mætti koma inn, kærleik þann svo dýrmætt er að hljóta. Ég bið að Kristur staldri við um stund, á stað sem tekur vel á móti honum. Hann gæti komið þannig á þinn fund, og fyllt þitt hjarta kærleika og vonum. Hann er sú gjöf er jólafögnuð færir: Fyllir heiminn gleði verka sinna, í boðskap þeim er mannleg hjörtu hrærir. Hann vill einmitt þannig á sig minna. SIGURÐUR RÚNAR RAGNARSSON fv. sóknarprestur í Norðfjarðarprestakalli. Nú sér- þjónustuprestur á Biskupsstofu, búsettur í Neskaupstað. sigurdur.runar.ragnarsson@kirkjan.is Á helgri stund 22 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. DESEMBER 2019 Gefðu tíma um jólin w.gilbert.isww Seljavegur 2 | Sími: 511-3340 | Fax: 511-3341 | www.reyap.is | reyap@reyap.is Apótekið þitt í gamla Héðinshúsinu við Seljaveg 2 Afgreiðslutími: 9-18:30 virka daga 10-16:00 laugardaga Reykjavíkur Apótek býður upp á allar tegundir lyfja. Mikið og fjölbreytt úrval af heilsuvörum, bað- og ilmvörum, gjafavörum auk ýmissa annarra góðra kosta. Reykjavíkur Apótek er sjálfstætt starfandi apótek sem leggur áherslu á persónulega þjónustu og hagstætt verð. • Öryrkjar og eldri borgarar njóta sérkjara hjá okkur • Frí heimsendingarþjónusta Mikið gladdi það mig að lesa grein Styrmis Gunnarssonar laugardaginn 21. des- ember í Morgun- blaðinu um hálend- isþjóðgarð. Það sem mér finnst sérstakt fagnaðarefni er hvern- ig hann rökstyður með skynsamlegum og efnahagslegum rökum gildi þess að Íslend- ingar verndi náttúru landsins. Hann bendir á að náttúran hrein og óspillt sé sú auðlind og söluvara sem Ís- lendingar komi til með að hagnast mest á í framtíðinni. Og hafi raunar verið undirstaða mikilvægs atvinnu- vegar landsmanna fram á þennan dag. Það er mikill fengur í liðsmanni eins og Styrmi í hóp náttúrvernd- arsinna og væntingar hans um að Sjálfstæðisflokkurinn verði stuðn- ingsaðili við náttúrverndarsjónarmið og komi til með að styðja stofnun há- lendisþjóðgarðsins lofar góðu. Ég er líka alveg sannfærður um að kjósendur þess flokks eru þver- skurður þjóðarinnar og margir sjálf- stæðismenn eru miklir náttúru- verndarsinnar sem látið hafa til sín taka bæði fyrr og síðar. Það er eftirtektarvert að grein- arhöfundur bendir á að náttúru- auðlindir landsins í ósnortnum víð- ernum eigi eftir að gefa meira af sér í ávinningi fyrir þjóðina en virkjanir. Víðerni Vestfjarða verða Vestfirð- ingum meiri tekjulind og verðmæti en 50 MV virkjun. Það er sorglegt þegar skamm- tímagróðasjónarmið ráða för um virkjanir sem eyðileggja og spilla á óafturkræfan hátt umhverfi og ynd- islegri náttúru landsins. Það mundi mörgum bóndanum finnast óskynsamlegt að farga bestu mjólk- urkúnni fyrir álitlegt skinn eða kjöt. Eða hef- ur einhver góður reikn- ingsmaður reiknað út hvað þjóðin hefur hagn- ast mikið og margir glaðst og undrast yfir stórfengleik Gullfoss gegnum árin. Þjóðin á Sigríði frá Brattholti mikið að þakka. Það er greinilega vakning í íslensku sam- félagi fyrir verðmætum í náttúru landsins. Það fjölgar stöðugt þeim sem vilja fara aðrar leiðir en fórna náttúruvíðernum fyrir raforku. Það er sem betur fer margar aðrar ágæt- ar leiðir til að framleiða raforku og gætu átt eftir að verða enn fleiri möguleikar í framtíðinni. Það er gott mál að það skuli vera í stjórnarsáttmála núverandi ríkis- stjórnar að setja á stofn hálendis- þjóðgarð. Vonandi verður það gert að veruleika. Það er vakning meðal þjóðarinnar um að lífsgildin séu ekki bara fólgin í endalausum hagvexti. Látum náttúr- una njóta vafans, ekki bara vegna augljóss efnahagslegs ávinnings heldur ekki minnst vegna þess að ósnortin víðerni eru ómetanleg verð- mæti fyrir komandi kynslóðir. Lát- um ekki sérhagsmuni og skammtíma hagnaðarvon ráða för. Eftir Kristján Baldursson Kristján Baldursson » Þeim fjölgar stöðugt sem vilja fara aðrar leiðir en fórna náttúruvíðernum fyrir raforku. Höfundur er tæknifræðingur og eldri borgari. kribald@gmail.com Hálendis- þjóðgarður Móttaka aðsendra greina Morgunblaðið er vettvangur lifandi umræðu í landinu og birtir aðsendar grein- ar alla útgáfudaga. Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Kerfið er auðvelt í notkun og tryggir öryggi í sam- skiptum milli starfsfólks Morgunblaðsins og höfunda. Morgunblaðið birtir ekki greinar sem einnig eru sendar á aðra miðla. Kerfið er aðgengilegt undir Morgunblaðslógóinu efst í hægra horni forsíðu mbl.is. Þegar smellt er á lógóið birtist felligluggi þar sem liðurinn „Senda inn grein“ er valinn. Í fyrsta skipti sem innsendikerfið er notað þarf notandinn að nýskrá sig inn í kerfið. Ítarlegar leiðbeiningar fylgja hverju þrepi í skráningarferlinu. Eftir að viðkomandi hefur skráð sig sem notanda í kerfið er nóg að slá inn kennitölu notanda og lykilorð til að opna svæðið. Hægt er að senda greinar allan sólar- hringinn. Nánari upplýsingar veitir starfsfólk Morgunblaðsins alla virka daga í síma 569-1100 frá kl. 8-18.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.