Morgunblaðið - 24.12.2019, Blaðsíða 23
Minningar
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. DESEMBER 2019
Við Kæja sem
hefði orðið áttræð
núna í desember
áttum samleið frá
því að ég man fyrst eftir mér í
Hveragerði hjá ömmu og afa. Hún
passaði mig og Ingu systur á okk-
ar fyrstu árum í Hveragerði. Ásta
móðir mín og Sigurjóna móðir
Kæju voru systur. Kæju og
mömmu kom alltaf mjög vel sam-
an og voru miklar vinkonur. Þau
hjónin Kæja og maður hennar
Sævar komu oft í heimsókn á
æskuheimilið mitt í Háagerði í
Reykjavík og var ávallt glatt á
hjalla þegar þau komu við. Þegar
ég var 10 ára gamall var ég eitt
Karitas
Óskarsdóttir
✝ Karitas Ósk-arsdóttir
fæddist 26. desem-
ber 1939. Hún lést
á 14. apríl 2018.
Útför Karitasar
fór fram 26. apríl
2018.
sumar hjá þeim hjónum
í Hveragerði og það
sumar giftu þau Sævar
sig og Ómar sonur
þeirra var skírður. Ég
hélt alltaf góðu sam-
bandi við hana og Sævar
sem voru mjög samrýnd
hjón. Þau eignuðust
fjögur heilbrigð börn
þau Ómar, Reyni, Þór
og Jónu Dís. Heimili
þeirra var ávallt til fyr-
irmyndar í alla staði og var alltaf
gott að koma í heimsókn til þeirra.
Þau lentu í þeim hörmungum að
missa tvö af börnum sínum sem er
trúlega það versta sem foreldrar
þurfa að upplifa. Seinustu ár Kæju
átti hún við mikil veikindi að stríða
sem að lokum drógu hana til
dauða. Að lokum langar mér að
þakka Kæju fyrir samveruna og
vinskapinn í gegnum árin. Megi
minningin um þig lifa.
Þinn frændi
Svanur Marteinn Gestsson.
✝ Kristín Álf-heiður Jóns-
dóttir (Lilla) fædd-
ist á Seyðisfirði 7.
október 1924. Hún
lést á Grund 1.
desember 2019.
Foreldrar henn-
ar voru Jón Finn-
bogason, f. 12.3.
1884, d. 26.1.
1931, og Oddný
Friðrika Jóhann-
esdóttir, f. 5.6. 1896, d. 26.7.
1974. Systkini Álfheiðar: Guð-
rún, f .26.5. 1918, d. 17.3.
1997; Ásgeir, f. 1923, d. 29.7.
1923.
Hún giftist Vilhjálmi Ing-
ólfssyni, f. 6.10. 1922, d. 1993,
rika, f. 30.8. 1949. Eiginmaður
hennar er Reynir Þór Frið-
þjófsson, f. 21.5. 1949, börn
þeirra eru Sólbjörg, Vignir
Þór og Hulda Dagmar. 3) Ingi-
björg, f. 26.9. 1953, d. 22.11.
2016. Börn hennar með fyrri
eiginmanni, Guðbirni Haralds-
syni, Ásta Kristín, Guðbjörn
og Haraldur. Seinni maður
hennar var Leifur Teitsson, f.
6.12. 1945, d. 4.10. 2014, og
átti hann fjögur börn af fyrra
hjónabandi. 4) Álfheiður, f.
15.5. 1955. Eiginmaður hennar
er Gísli Ágúst Friðgeirsson, f.
2.11. 1947, börn þeirra Ing-
ólfur og Friðgeir. 5) Ásgeir, f.
29.8. 1964. Eiginkona hans er
Soffía Pálsdóttir, f. 28.4. 1958.
Barn þeirra Andri Páll. Soffía
átti af fyrra hjónabandi eitt
barn, Jón Þorgilsson.
Langömmubörnin eru 28 og
langalangömmubörnin átta.
Útför Álfheiðar fór fram í
kyrrþey 13. desember 2019.
18.9. 1943 í Ólafs-
firði. Faðir Vil-
hjálms gaf þau
saman. Foreldrar
Vilhjálms voru
Ingólfur Þorvalds-
son, f. 20.7. 1896,
d. 15.9. 1968, og
Jórunn Anna Nor-
dal Jóhann-
esdóttir, f. 21.11.
1897, d. 4.1.1986.
Börn Vilhjálms
og Álfheiðar: 1) Jón, f. 17.7.
1944, d. 4.4. 2015. Eftirlifandi
kona hans er Guðrún Jóna
Þorbjarnardóttir, f. 4.2. 1948,
börn þeirra eru Erla Þorbjörg,
Vilhjálmur, María Rós og Jó-
hannes Oddur. 2) Anna Frið-
Elsku mamma. Jæja mamma,
nú ert þú farin og við eigum eftir
að sakna þín. Þú hefur lifað gef-
andi og viðburðaríku lífi. Alltaf
tilbúin ef einhver þurfti á þér að
halda.
Við rifjum upp smá frá síðustu
árum eftir að þú misstir pabba.
Það eru um 26 ár síðan pabbi
fór. Hans var sárt saknað en lífið
hélt áfram.
Lengst af upp frá því bjóstu í
Aðalstrætinu. Til að fylla tóma-
rúmið fórstu að stunda tóm-
stundir; gler, leir, perlur og mál-
un. Við eigum falleg málverk og
muni sem minna okkur alltaf á
þig.
Þú gladdist mjög að sjá alla
þessa myndarlegu afkomendur
þína, enda um stóran hóp að ræða;
barnabörn, barnabarnabörn og
barnabarnabarnabörn.
Fimm ættliðir með þér.
Það var sárt og tók sinn toll hjá
þér að bæði Jón og Ingibjörg færu
á undan. Með þínum orðum sagðir
þú:
Það er kominn tími til að
kveðja. Búin að læra nóg, ekki eft-
ir neinu að bíða.
Við eigum mjög góðar minn-
ingar sem við varðveitum vel.
Í bljúgri bæn og þökk til þín,
sem þekkir mig og verkin mín.
Ég leita þín, Guð, leiddu mig,
og lýstu mér um ævistig.
(Pétur Þórarinsson)
Englakveðjur elsku mamma.
Anna Friðrika, Álfheiður
og Ásgeir.
Elsku langamma mín. Ég er
svo þakklát fyrir allar þær minn-
ingar sem ég á um þig.
Man eftir ótal mörgum sum-
arbústaðaferðum með þér, ömmu
og afa þar sem við spiluðum mjög
mikið saman, það var alltaf svo
gott að vera í kringum þig, elsku
langamma mín.
Það var alltaf svo gaman að
koma í heimsókn til þín og man
eftir því hvað það var spennandi
þegar ég var lítil að fá að velja
nammi úr skálinni þinni með lok-
inu.
Maður vissi alltaf að jólin væru
að nálgast þegar ég sá þig og
ömmu á fullu inni í eldhúsi heima
hjá ömmu að undirbúa og fletja út
laufabrauð svo við gætum byrjað
að skera það út.
Mér leið alltaf svo vel að sjá þig
og þitt hlýja bros.
Þú varst svo klár í höndunum
og alla fallegu hlutina sem ég hef
fengið frá þér þykir mér svo vænt
um.
Ég get notað það núna til þess
minnast þín, elsku langamma mín.
Mér þykir svo vænt um hvað
þú ljómaðir öll upp þegar þú sást
börnin mín.
Þú varst yndisleg langamma og
langalangamma og ég mun halda
fast í allar yndislegu minningar
mínar með þér sem eru mér svo
ofarlega í huga.
Takk fyrir allt, elsku lang-
amma mín.
Kær kveðja,
Hrafnhildur Anna
Guðjónsdóttir.
Álfheiður
Jónsdóttir
Mér fannst amma
alltaf hafa meiri
orku en aðrir í fjöl-
skyldunni. Þegar við
heimsóttum hana var hún ávallt
önnum kafin við að baka köku,
pönnukökur eða að henda í vöffl-
ur. Hún vildi að öllum liði vel og
fengju nóg að borða. Amma var sí-
kvik, gekk strax í verkin og hljóp
alltaf við fót.
Á jólunum eldaði hún stórkost-
legan veislumat, oftast hefðbundið
steikt lambakjöt í ofni með öllu til-
heyrandi; kartöflum, Orabaunum,
heimalöguðu rauðkáli, heimatilbú-
Ingibjörg
Steindórsdóttir
✝ IngibjörgSteindórsdóttir
fæddist 28. janúar
1923. Hún lést 14.
desember 2019.
Útför Ingibjarg-
ar fór fram 19. des-
ember 2019.
inni rabarbarasultu
úr rabarbarabeðinu
hennar í garðinum
og ljúffengustu
brúnu sósu, sem ég
hef nokkurn tíma
bragðað. Á undan
steikinni, að dönsk-
um sið, því amma
var af dönskum ætt-
um, var hrísgrjóna-
grautur með falinni
möndlu. Við krakk-
arnir kepptumst öll við að finna
möndluna svo við gætum hreppt
möndlugjöfina í vinning. Heima-
lagaði rjómaísinn og súkku-
laðikakan, sem komu á eftir voru
partur af hefðinni. Undirbúningur
veislunnar krafðist sjálfboðaliða
og ég man að ég var alltaf mjög til
í að skjótast niður í kjallara til að
sækja meira appelsín og maltöl. Á
sunnudögum vorum við ömmu-
strákarnir oft heima hjá ömmu og
fengum að drekka kók og spila á
spil við kringlótta eldhúsborðið.
Þetta voru kósí samverustundir
og amma toppaði þær með því að
gefa okkur nýbakaðar pönnukök-
ur eða vöfflur. Hún sagði við okk-
ur mörgum sinnum að við mætt-
um ekki vera svangir.
Enn í dag finnst mér að vöffl-
urnar, pönnukökurnar og súkku-
laðikakan hennar hafi verið í sér-
flokki og maturinn óviðjafnan-
legur.
Amma var líka flink að spila á
píanó og harmónikku og þegar
hún spilaði á píanóið var hægt að
skynja að í henni bjó lífskraftur.
Hún var hrifin af rytmískum takti
jasstónlistar, þeirrar gerðar, sem
varð vinsæll á hennar yngri árum
og mér fannst undravert hvernig
hún gat látið líflaust hljóðfærið,
sem var búið til úr viði og vírum,
hljóma eins og hreina töfra. Stíll
ömmu var fullur af lífi og hafði
mikil áhrif á mig. Það var svo á pí-
anó ömmu sem ég lærði sjálfur
ungur að spila fyrsta alvörupíanó-
lagið með báðum höndum. Ég
reyndi eins og ég gat að herma eft-
ir stílnum hennar, sem hljómaði
skýrt í höfðinu á mér.
Þegar amma var komin í íbúð
eldri borgara og ég orðinn faðir
tveggja drengja, heimsótti ég
hana og fannst heiður að fá að
spila á píanó fyrir hana í stíl sem
minnti mjög á hennar eigin. Ég
varð bæði glaður og feginn þeg-
ar ömmu líkaði píanóleikurinn
því hún var beinskeytt og lét
alltaf vita ef henni líkaði eitt-
hvað ekki nógu vel. Strákarnir
mínir, þá eins árs og fimm ára,
dönsuðu á gólfinu og átu brúnar
hjartakökur. Nú vel ári síðar
talar eldri sonur minn oft um
þennan dag, en minnist aldrei
einu orði á píanóleik minn fyrir
ömmu. Hann man hins vegar
alltaf með væntumþykju eftir
því hve langamma hans var góð
að gefa honum brúnar hjarta-
kökur. Í dag baka ég oft eins og
amma pönnukökur á sunnudög-
um fyrir fjölskylduna og finnst
gott að finna pönnukökuilm í
húsinu þegar ég spila á píanóið
mitt og fylli það af tónum, sem
eru mínir eigin, en sem í anda
eru líkir tónunum hennar
ömmu.
Blessuð sé minning hennar.
Ari.
Útfararþjónusta
& lögfræðiþjónusta
Við önnumst alla þætti undirbúnings og fram-
kvæmd útfarar ásamt vinnu við dánarbússkiptin.
Við þjónum með virðingu og umhyggju að
leiðarljósi og af faglegum metnaði.
Helga Guðmundsdóttir,
umsjón útfara
Við erum til staðar
þegar þú þarft á
okkur að halda
Vesturhlíð 2, Fossvogi | Sími 551 1266 | útför.is
Með kærleik og virðingu
Útfararstofa Kirkjugarðanna
Virðing,
reynsla
& þjónusta
Allan
sólarhringinn
571 8222
Svafar:
82o 3939
Hermann:
82o 3938
Ingibjörg:
82o 3937
www.kvedja.is
svafar & hermann
Hjartans þakkir til allra þeirra sem sýndu
okkur samúð, vináttu og hlýhug við andlát
og útför
HAFÞÓRS VIÐARS GUNNARSSONAR.
Fyrir hönd aðstandenda,
Anna Björk Ívarsdóttir
Áskær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir og afi,
JÓNAS SIGURÐUR MAGNÚSSON
rannsóknarlögreglumaður,
Logafold 131,
lést á Landspítalanum föstudaginn 20.
desember.
Nanna Ólafsdóttir
Sigrún K. Jónasdóttir Eiríkur Ó. Jónsson
Anna H. Jónasd. Njåstad Arnstein Njåstad
Magnús Jónasson Þóra M. Guðmunds. Bech
Helga Á. Jónasdóttir Hrafnkell Stefánsson
og barnabörn
Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir,
amma og langamma,
ÞÓRA BJÖRG OTTÓSDÓTTIR,
Hornbrekku, Ólafsfirði,
lést á heimili sínu Hornbrekku sunnudaginn
15. desember.
Jarðarförin fer fram frá Ólafsfjarðarkirkju laugardaginn 28.
desember klukkan 14.
Þeim sem vildu minnast hennar er bent á Dvalarheimilið
Hornbrekku, Ólafsfirði, eða björgunarsveitir.
Hörður Sigurðsson
Ottó J. Harðarson Birgitta H. Sæmundsdóttir
Guðni K. Harðarson Aljon Paul Sabas
Þóra Björg Ottósdóttir
Inga H. Ottósdóttir
Marín Líf, Andri Snær og Elín Rut
Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir,
amma og langamma,
GUÐNÝ MAGNEA JÓNSDÓTTIR,
Álandi 3, Reykjavík,
lést fimmtudaginn 12. desember á
Landspítalanum í Reykjavík.
Útför hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu.
Kærar þakkir til þeirra sem önnuðust hana í veikindum hennar.
Bjarni S. Jónasson
Jónas Bjarnason
Una Björg Bjarnadóttir Haukur Pálsson
Bjarni Þór Bjarnason María G. Ágústsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
INGIBJÖRG HELGA JÚLÍUSDÓTTIR
hjúkrunarfræðingur,
lést fimmtudaginn 12. desember.
Útförin fer fram frá Áskirkju föstudaginn
3. janúar klukkan 11.
Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir en þeim sem vilja
minnast hennar er bent á Hjálparstarf kirkjunnar.
Ólafur Helgi Samúelsson Elín Ragnhildur Jónsdóttir
Þóra Guðrún Samúelsdóttir Stefán Jónsson
Kolbrún Gyða Samúelsdóttir Hodge, Donald Eugene Hodge
Samúel Jón Samúelsson Berglind Ýr Gylfadóttir
barnabörn og barnabarnabörn