Morgunblaðið - 24.12.2019, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. DESEMBER 2019
HURÐIR
Tunguháls 10, 110 Reykjavík, sími 567 3440, vagnar@vagnar.is, vagnar.is
• Stuttur afhendingartími
• Hágæða íslensk
framleiðsla
• Val um fjölda lita í
RAL-litakerfinu
• Vindstyrktar hurðir
Bílskúrs- og iðnaðarhurðir
Iðnaðarhurðir
Iðnaðarhurðir með gönguhurð
Bílskúrshurðir
Hurðir í trékarma
Tvískiptar hurðir
Smíðað eftir máli
Fyrsta flokks þjónusta og ráðgjöf
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Rósa Margrét Tryggvadóttir
rosa@mbl.is
Þorláksmessa er einn stærsti dagur
ársins hjá verslunum hvarvetna um
landið og fylgir deginum oftast bæði
jólastemning og stress. Verslunarfólk
sem blaðamaður Morgunblaðsins gaf
sig á tal við í gær var sammála um að
jólaverslun hefði gengið ótrúlega vel í
mánuðinum. Spáðu flestir góðri sölu í
gær og töldu að batnandi veðurspá
gærdagsins víða um land væri góðs viti
fyrir verslun. Höfðu margir orð á því
að fólk hefði byrjað fyrr að undirbúa
jólin í ár og því væri jólastressið í lág-
marki hjá flestum. Margir lögðu leið
sína í hlýjuna á Glerártorgi á Þorláks-
messu en Ugla Snorradóttir, sölumað-
ur hjá Halldóri Ólafssyni úrsmið, sagð-
ist vera vel undirbúin fyrir daginn.
Kvað hún starfsmenn hafa spáð því að
meira yrði að gera en venjulega vegna
veðurblíðunnar.
„Það var svo brjálað veður í gær að
margt fólk sem kemur vanalega komst
ekki út af veðri. Þannig að við erum
búin að undirbúa okkur,“ sagði Ugla
og bætti við: „Þetta er alltaf ótrúlega
gaman. Þvílíkur „stemmari“ og allir í
góðum gír.“
Jólastemningin var ekki síðri hjá
kaupmönnum á Austurlandi en spurð
um jólaverslunina í ár sagði Kristín
Ólafsdóttir, eigandi gjafavöruverslun-
arinnar Klassík á Egilsstöðum, kaup-
hegðun viðskiptavina hafa verið öðru-
vísi í ár en verið hefur og sagði að
jólastressið virtist liggja minna á fólki í
ár en oft áður. Sagði hún marga hafa
byrjað fyrr en áður að kaupa jólagjafir
og að fólk keypti nú fjölbreyttari
vörur.
Samhugur um að versla heima
„Oft hefur verið eitthvað eitt ákveð-
ið eða tvennt sem fólk ásælist en nú er
þetta rosalega dreift,“ sagði Kristín.
„Mér finnst líka vera samhugur í
fólki að reyna að versla í heimabyggð.
Það er náttúrlega það sem þetta snýst
um hjá okkur sem erum að reyna að
halda út þjónustu í smáum samfélög-
um.“
Sjaldan er eins mikill asi á fólki á
höfuðborgarsvæðinu og á Þorláks-
messu en eins og áður segir virðist
verslunarfólk vera sammála um að
stressið sé minna hjá mörgum í ár en
áður.
„Fólk fór aðeins fyrr af stað en oft
áður, þannig að þetta er búið að vera
svona jafnt einhvern veginn. Mjög
þægilegt,“ sagði Bergþóra Guðnadótt-
ir, eigandi Farmers and Friends á
Granda og Laugavegi, í gær. Sagði
hún jólaverslunina hafa gengið afar
vel. Hún staðfesti að Þorláksmessu-
morgunn hefði byrjað með látum og
kvað stemninguna í miðbænum vera
frábæra.
Tinna Jóhannsdóttir, markaðsstjóri
Smáralindar, sagðist í gær búast við
35-40 þúsund manns að lágmarki í hús-
ið á Þorláksmessu.
„Þetta er hápunktur ársins hjá öll-
um, bæði kaupmönnum og okkur sem
stýrum húsinu,“ sagði hún.
Tók hún undir með öðru verslunar-
fólki og sagðist ekki hafa tekið eftir
miklu jólastressi.
„Mér finnst frekar mikil rólegheit
yfir fólki,“ sagði hún.
„Mín tilfinning er að fólk hafi und-
irbúið jólin með fyrra fallinu þetta árið.
Nýtt tilboðsdaga eins og svartan föstu-
dag og miðnæturopnanir og svoleiðis
þannig að jólaverslun byrjaði fyrr.“
Lítið um jólastress á Þorláksmessu
Verslunarfólk er sammála um að landsmenn hafi byrjað fyrr en venjulega að undirbúa jólin
„Þetta er alltaf ótrúlega gaman. Þvílíkur stemmari og allir í góðum gír,“ segir sölumaður á Akureyri
Morgunblaðið/Margrét Þóra Þórsdóttir
Þorláksmessa Margir lögðu lokahönd á jólainnkaupin á Glerártorgi í gær.
Teitur Gissurarson
teitur@mbl.is
„Það eru töluvert margir útlendingar sem koma
hingað til lands til að gifta sig,“ segir Sólrún
Ingunn Sverrisdóttir, fulltrúi sýslumannsins á
höfuðborgarsvæðinu, en starf hennar felst að
stærstum hluta í því að gefa fólk saman. Segir
hún að það færist í vöxt að fólk fari til sýslu-
manns til að gifta sig, og nefnir hún sérstaklega
fjölgun þeirra erlendu ferðamanna sem koma
hingað gagngert í þessum göfuga tilgangi.
„Þeir koma hingað bara til að gifta sig, og
fara svo aftur,“ segir Sólrún.
Auðveldara að gifta sig hér
Aðspurð segist Sólrún ekki vita með vissu
hver sé ástæða þess að sífellt fleiri útlenskir
ferðamenn sækja Ísland heim til að láta gefa sig
saman en nefnir að hjónabönd samkynhneigðra
séu sums staðar bönnuð. Því þekkist dæmi þess
að samkynhneigð pör komið hingað til að gifta
sig. Þá bætir hún við: „Svo er kannski auðveld-
ara að gifta sig á Íslandi en víða annars staðar.
Sum ríki gera kröfur um að fólk sé búsett í
landinu. Sem dæmi geturðu í Frakklandi ekki
gift þig hjá dómara eða sýslumanni nema þú
sért búsettur í því hverfi sem dómarinn er í. Við
gerum ekki þær kröfur. Við gerum kröfu um
skilríki, sem leggja þarf fram, svo sem hjú-
skaparvottorð, fæðingarvottorð og persónuskil-
ríki.“
Spurð um athöfnina sem slíka, segir Sólrún
að hún sé formleg, og kannski ekki eins per-
sónumiðuð og athafnir sem prestar eða for-
stöðumenn skráðra trú- og lífsskoðunarfélaga
framkvæma. Þrátt fyrir það fara ekki allar gift-
ingar fram á skrifstofu sýslumannsins. „Við för-
um í heimahús, niður á höfn, út á strönd eða út í
skip, eða hvað það nú er sem fólk vill gera af
þessu tilefni.“
Fólk vill koma málum á hreint
Eins og við má búast eru giftingarnar sem
Sólrún sér um ekki með neinu trúarlegu ívafi.
Spurð hvort það sé ekki einmitt ástæðan fyrir
því að margir Íslendingar sækja sýslumann
heim til að gifta sig kveður hún já við. Hún bæt-
ir einnig við: „Eins held ég að fólk vilji í aukn-
um mæli koma sínum málum á hreint. Þetta
skiptir máli ef fólk á börn saman og einnig upp
á erfðarétt og stofnun félagsbús og fleira.
Það er ekki þessi sama kvöð og áður, að vera
með íburðarmikið brúðkaup.“
Þá séu einnig dæmi um að fólk vilji gifta sig
án þess að nokkur viti. „Parið bara kemur og
óskar þess að enginn fái að vita um þennan
gjörning. Það er einnig nokkuð algengt.“
Koma til Íslands til að gifta sig
Færst hefur í vöxt að fólk gifti sig hjá sýslumanni Sólrún Ingunn hefur
gefið saman mörg pör Sum koma hingað til lands gagngert til að gifta sig
Ljósmynd/Aðsend
Hjón Sólrún (t.h.) ásamt Alexöndru Dís Unudótt-
ur og Arnari Imsland sem giftu sig í gær.
Gert er ráð fyrir að um 250 manns
muni nýta sér aðstoð Hjálpræðis-
hersins í dag og snæða jólahádegis-
verð í höfuðstöðvum samtakanna í
Mjódd. Þar verður skráðum gestum
boðið upp á reyktan lax í forrétt,
lambalæri í aðalrétt og ís og köku í
eftirrétt en á bilinu 20 til 30 sjálf-
boðaliðar verða til þjónustu reiðu-
búnir við borðhaldið.
„Við erum með marga sjálf-
boðaliða og fyrirtæki sem leggja
okkur lið og útvega gjafir, mat og
annað,“ segir Hjördís Kristins-
dóttir, foringi Hjálpræðishersins.
Horfið var frá því fyrirkomulagi
sem tíðkast hefur undanfarin ár, að
hafa málsverðinn að kvöldi til, en
það má rekja til breyttra aðstæðna,
að sögn Hjördísar. „Samsetning
hópsins hefur breyst auk þess sem
Strætó gengur ekki um kvöldið,“
sagði Hjördís. Áður voru heim-
ilislausir í meirihluta en nú eru
fleiri hælisleitendur og einstæð-
ingar í hópi þeirra sem nýta sér að-
stoðina.
Á þriðja hundrað í jólamat
Um 250 manns munu þiggja jólamat frá Hjálpræðishernum
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Gjafir Hjördís Kristinsdóttir afhenti gestum gjafapoka á fögnuðinum í fyrra.
Eldur út frá rafmagni eða logandi
kerti eru líklegar orsakir eldsvoða í
sumarhúsi í Mýrarkotslandi við
Kiðjabergsveg í Grímsnesi í fyrra-
kvöld. Umráðamaður bústaðarins
var handtekinn á vettvangi og var í
haldi lögreglu til morguns, þá í
ástandi til yfirheyrslu. Að henni lok-
inni var manninum sleppt, enda gáfu
rannsóknarhagmunir ekki ástæðu til
annars, segir Elías Kjartansson, lög-
reglufulltrúi hjá lögreglunni á Suð-
urlandi.
Bústaðurinn gjöreyðilagðist í
eldsvoðanum. Vinnu lögreglu á
staðnum lauk í gær og þá tók trygg-
ingafélag við vettvangi. Rannsókn
heldur áfram en Lögreglan á Suður-
landi nýtur þar liðsinnis tæknideild-
ar Lögreglunnar á höfuðborgar-
svæðinu. sbs@mbl.is
Sumarbú-
staður brann
Rafmagn eða kerti
Ljósmynd/Brunvarnir Árnesýslu
Eldur Húsið gjörleyðilagðist.