Morgunblaðið - 20.12.2019, Side 4

Morgunblaðið - 20.12.2019, Side 4
4 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. DESEMBER 2019 Gunnlaugur Snær Ólafsson gso@mbl.is H elsta ástæða þess að við erum að hugsa um end- urnýjun stóru björg- unarskipanna okkar er að yngsta skipið okkar er smíðað árið 1993 og elsta skipið sem enn er í notkun er smíðað 1978. Skip- in eru öll góð, örugg og vel við haldin en það er alveg ljóst að það er orðið löngu tímabært að uppfæra þau,“ segir Örn Smárason, verkefnastjóri sjóbjörgunar hjá Landsbjörg. Meðal annars miða áform félagsins að því að uppfæra búnaðinn sem notaður er við björgunarstarf, að sögn hans. „Við erum að reyna að koma okkur inn í nútímann með nýjum sigl- ingatækjum, miklu betri aðstöðu fyr- ir áhöfn meðal annars með fjarandi sætum og beltum. Þannig að menn séu betur í stakk búnir til þess að takast á við erfiðar aðstæður.“ Flotinn ekkert að yngjast Spurður hvort skipin hafi verið það vel við haldin að þau séu enn fær um að sinna hlutverki sínu svarar hann því játandi. „Algjörlega. En þær áætl- anir sem við vinnum með gera ráð fyr- ir að endurnýja öll þrettán skipin okk- ar á tíu árum. Skipin okkar eru ekki að yngjast og er meðalaldurinn orðinn rúm þrjátíu ár. Með nýjum tímum koma nýjar kröfur.“ Þá sé augljós ávinningur sem fylgir því að fara í umrædda endurnýjun þar sem ellefu af þrettán skipum björg- unarsveitanna ganga við bestu að- stæður fjórtán hnúta. En LAndsbjörg telur ganghraða nýju skipanna verða 27 til 30 hnútar. „Þetta er tvöföldun á viðbragðsgetu á flestum stöðum,“ út- skýrir verkefnastjórinn sem segir nýj- an flota verða byltingu í starfsemi sjó- björgunarsveitanna. Milljarðafjárfesting Fulltrúar Landsbjargar eru búnir að heimsækja fjölda framleiðenda og safna miklu magni upplýsinga til að gengið sé úr skugga um að skipin sem keypt verða uppfylli þarfir ís- lensku sjóbjörgunarsveitanna. „Á þessari stundu er verkefnið tví- þætt. annars vegar að tryggja fjár- magn fyrir verkefninu sem er gríð- arlega stórt viðfangsefni og síðan höfum við frá 2017 verið að afla okk- ur upplýsingar um mögulega kosti. Við höfum skoðað skip og erum búin að heimsækja töluvert af skipa- smíðastöðvum sem eru í þessum geira að smíða björgunarskip. Við höfum unnið að skýrslu um þessa kosti sem við höfum skoðað und- anfarið með Navis og verður unnið áfram með ríkisvaldinu að því hvert formið verður á endanlegum kaup- samningum,“ útskýrir Örn. Enginn vafi er um að talsverður kostnaður mun fylgja því að fara í eins mikla endurnýjun og Lands- björg hefur sett á áætlun. Gert er ráð fyrir að hvert björgunarskip mun kosta um 190 til 240 milljónir króna og þýðir þetta að heildarkostnaður- inn getur orðið um 2,4 til 3,1 millj- arður króna. „Þegar við förum í gang með þetta verkefni er okkur ljóst að við erum að ræða um stærsta einstaka fjár- festingaverkefni Slysavarnafélagsins Landsbjargar frá upphafi,“ segir Örn og bendir á að félagið standi ekki eitt að verkefninu þar sem í gangi eru viðræður við ríkisvaldið um að það komi að fjármögnun flot- ans. Þá séu vonir um að ríkið taki á sig allt að helming af kostnaðinum. „Síðan þurfum við alveg klárlega að leita fjármagns í samfélaginu og erum að hefja þá vegferð fyrir þessar þörfu bjargir,“ segir Örn sem kveðst binda vonir við að þjóðin standi við bakið á Landsbjörg við að fjármagna smíðin. „Eins og í öllu sjálfboðaliða- starfi þurfum við augljóslega aðstoð fyrirtækja og almennings til að klára þetta verkefni.“ Aukið álag á Ísafirði Örn segir að í samanburði við fyrri ár hafi útköllum fjölgað á árinu sam- kvæmt bráðabirgðatölum félagsins. Þá hafi fjölgun útkalla náð til björg- unarskipa, harðbotnabáta og slöngu- báta. Einnig hefur samsetning út- kallanna breyst milli ára. Það hafa verið aðeins fleiri alvarleg atvik en hefur verið undanfarin ár. Hann seg- ir enga sérstaka skýringu að baki þess að útköllum hafi fjölgað á árinu og bendir á að það sé vel þekkt að tíðni útkalla eigi það til að ganga í bylgjum. Verkefnastjórinn segir fjölgun út- kalla og breyting á samsetningu þeirra hafi átt sér stað á landinu öllu en bendir sérstaklega á Ísafjörð. „Á Ísafirði hafa menn mikið verið að sinna sjúkraflutningum í sambandi við skemmtiferðaskip og ferðamenn á Hornströndum. Mikið er um að þurfi að þjónusta Hornstrandirnar og frið- landið á Hornströndum sem er orðið gríðarlega vinsælt svæði og vex stöð- ugt ásóknin þangað. Að hluta til fóru Ísfirðingar í endurnýjun og notuðu skip frá Noregi í vor af því að sam- setning útkallanna hafði breyst mikið og mikil þörf var á auknum viðbragðs- hraða. Skipið sem var tekið í notkun í vor gengur tíu hnútum hraðar en skipið sem var áður.“ Lífsbjargandi hraði Spurður hvort sjóbjörgunarfólk hafi sérstakar áhyggjur af þeim áskor- unum sem fylgja aukinni umferð skemmtiferðaskipa sem hafa jafnvel tvö eða þrjú þúsund farþega um borð, svarar Örn: „Auðvitað erum við með það í huga að þurfa að geta brugðist við þegar fjöldi er á ferðinni, ekki bara í þessum tilfellum heldur eru íslenskir aðilar einnig að stunda fólksflutninga á sjó til að mynda hvalaskoðunarbát- arnir. Við viljum einfaldlega geta brugðist við með betri útbúnaði og á skemmri tíma, það eru aðalatriðin. Það er lífsbjargandi fasi þessara skipa sem við þurfum að uppfæra og þar skiptir ganghraðinn gríðarlega miklu máli.“ Stærsta fjárfesting í sögu Landsbjargar Slysavarnafélagið Landsbjörg er með metnaðarfulla áætlun um endurnýjun þrettán björgunarskipa félags- ins. Er markmiðið að stytta viðbragðstíma og tryggja að floti félagsins sé í stakk búinn til þess að takast á við krefjandi aðstæður. Ljósmynd/Landsbjörg Morgunblaðið/Árni Sæberg Örn Smárason, verkefnastjóri sjóbjörgunar, segir aukin ganghraða nýrra björgunarskipa skipta gríðarlegu máli. Annasamt hefur verið hjá sjóbjörgunarsveit- unum á árinu. Nú er stefnt að umfangsmestu uppfærslu búnaðar í sögu Landsbjargar.  Útköll björgunarskipa það sem af er ári hafa verið 91, en þau voru 64 allt árið í fyrra og því fjölgað um 42,8% milli ára. Þá voru útköll 64 árið 2017 og 61 árið á undan.  Það sem af er ári hafa útköll minni skipa og báta verið 105 sem er 26,5% fleiri en allt árið 2018 þegar þau voru 83. Árið 2017 voru útköllin 75 talsins og 56 árið 2016. Útköllum fjölgar Ljósmynd/Landsbjörg Augljóst þykir að búnaður þarf að vera af bestu gerð þegar björgunarstarf er annars vegar.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.