Morgunblaðið - 20.12.2019, Side 27

Morgunblaðið - 20.12.2019, Side 27
FÖSTUDAGUR 20. DESEMBER 2019 MORGUNBLAÐIÐ 27 Stjórn og starfsfólk Síldarvinnslunnar hf. sendir öllum landsmönnum hugheilar jóla- ognýárskveðjur Gunnlaugur Snær Ólafsson gso@mbl.is Á rið 2013 samþykkti Alþingi frumvarp Sigurðar Inga Jóhannssonar, þáverandi landbúnaðar- og sjáv- arútvegsráðherra, um breytingar á lögum um stjórn fisk- veiða. Með frumvarpinu var meðal annars lagt til að stærðarmörk báta í krókaaflamarkskerfinu yrðu stækkuð úr tólf metrum og 20 brúttótonnum í fimmtán metra og 30 brúttótonn. Áður hafði Stein- grímur J. Sigfússon, núverandi for- seti Alþingis, lagt frumvarpið fram þegar hann gegndi embætti at- vinnuvega- og nýsköpunarráðherra. Frumvarpinu var mótmælt af mörgum hagsmunaaðilum, en var samþykkt sem ný lög á Alþingi 25. júní 2013 og tóku þau þegar gildi. En við það varð leyfilegt að veiða innan krókaaflamarkskerfisins á fimmtán metra bátum án þess að gerðar yrðu viðhlítandi breytingar á lögum um áhafnir íslenskra fiski- skipa, varðskipa, skemmtibáta og annarra skipa sem enn miðuðu við tólf metra. Þar af leiðandi voru gerðar auknar mönnunar- og menntunarkröfur um borð í bát- unum sem veiða í kerfinu og eru á bilinu tólf til fimmtán metrar. Sniðið að kerfinu Fimm árum og fimm mánuðum síð- ar á síðasta starfsdegi Alþingis fyr- ir áramót, 17. desember síðastlið- inn, samþykkti Alþingi nýtt frumvarp Sigurðar Inga Jóhanns- sonar, nú samgöngu- og sveita- stjórnarráðherra, um samræmingu laga og tilheyrandi reglugerða. Í greinargerð frumvarpsins segir að markmið frumvarpsins hafi verið að „breyta viðmiðunum sem gilda um lengd smáskipa úr 12 metrum í 15 metra og breyta kröfum um lág- marksfjölda skipstjórnar- og vél- stjórnarmanna á fiskiskipum, varð- skipum og öðrum skipum þannig að þær miði jafnframt við skip sem eru 15 metrar eða styttri að skráningarlengd. Með þessu eru mönnunarkröfur sem gilda um skip sem eru 12 til 15 metrar að skrán- ingarlengd einfaldaðar þannig að ein regla gildi um öll skip á þessu stærðarbili.“ Lagabreytingin öðlast hins vegar ekki gildi fyrr en 1. sept- ember 2020. „Það er með þessu verið að sníða þetta að kerfinu okkar. Þessir bátar sem smíðaðir eru í dag eru lang- flestir 15 metrar og með þessu er verið að uppfæra réttindin í sam- ræmi við stærðarmörk bátanna,“ segir Þorlákur Halldórsson, for- maður Landssambands smábátaeig- enda. Bendir formaðurinn á að það séu þegar margir bátar af þessari stærð að veiða innan krókaafla- markskerfisins og að það sé óþarfi að hafa aukna mönnunarkröfu á umræddum bátum, að mati for- mannsins. Aukin réttindi Í frumvarpinu er einnig sett ákvæði til bráðabirgða sem felur í sér að þeir sem hafa „skipstjórnar- eða vélstjórnarréttindi á skip sem eru styttri en 12 metrar að skráning- arlengd, verður veitt réttindi á skip sem eru 15 metrar að skráningar- lengd eða styttri að því tilskildu að þeir hafi tilskilinn fjölda siglinga- tíma.“ Er ákvæðið sagt til þess fall- ið að gera breytinguna „ekki óþarf- lega íþyngjandi fyrir réttindamenn sem hafa öðlast reynslu á skipum“. Þessu ákvæði fagnar Þorlákur. „Þá öðlast þeir réttindi á þann bát í stað þess að þurfa að afla réttindi á stærri báta. Þegar réttindin fylgja breytingunni geta menn verið áfram í krókaflamarkinu þó að bát- arnir séu stærri.“ Mótmæltu frumvarpinu Ekki voru allir sem skiluðu inn um- sögn um nýjustu lagabreytinguna samþykkir henni. Telja Félag vél- stjóra og málmtæknimanna (VM) og Sjómannasambands Íslands að frumvarpið beri vott um að blandað sé „saman stjórnkerfi fiskveiða ann- ars vegar og öryggi fiskiskipa og áhafna hins vegar“, sem þeim þykir óheppilegt „Reglur um mönnun skipa eiga einungis að taka mið af öryggi skips og áhafnar. Verði þetta frumvarp að lögum er verið að stíga stórt skref aftur á bak í að tryggja ör- yggi áhafna þessara báta. […] Fé- lagið mótmælir þeim áformum um lagabreytingu sem frumvarpið gerir ráð fyrir,“ segir í umsögnum VM og Sjómannasambandsins. Skip- og vélstjórnarréttindi í takt við veiðikerfið Fimm árum eftir að stærðarmörkum báta í krókaaflamarkskerfinu var breytt samþykkti Alþingi að lög um áhafn- ir skipa skyldu sam- ræmast breytingunni. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Þeir sem hafa skip- og vélstjórnarréttindi á 12 metra báta auk tilskilinna siglingatíma fá réttindi á 15 metra báta.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.