Morgunblaðið - 20.12.2019, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 20.12.2019, Qupperneq 22
22 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. DESEMBER 2019 Gunnlaugur Snær Ólafsson gso@mbl.is S myril Line, sem á og rekur vöruflutningaferjuna Myk- ines og farþega- og vöru- flutningaferjuna Norrænu, hefur fest kaup á nýrri vöruflutningaferju sem mun hefja áætlunarsiglingar um miðjan janúar 2020 milli Þorlákshafnar og Hirts- hals í Danmörku með viðkomu í Fær- eyjum. Ferjan, sem fær nafnið Akra- nes, er 10.000 tonn og getur tekið 100 vöruflutningavagna í hverri ferð. Mykines hefur siglt til Þorláks- hafnar í um tvö og hálft ár og með flutningsleiðinni hefur fyrirtækið stytt flutningstímann til og frá Rott- erdam töluvert, að sögn Lindu B. Gunnlaugsdóttur, framkvæmda- stjóra Smyril Lina á Íslandi. Þá sé Þorlákshöfn mjög hentug staðsetn- ing fyrir flutninga til og frá Evrópu þar sem sparast um átta tímar með því að þurfa að sigla ekki fyrir Reykjanesið hvora leið. „Þetta mun- ar miklu þegar hlutirnir þurfa að ganga hratt. Þetta er tilvalin lausn fyrir flutninga á ferskum fiski. Við erum að fara á miðnætti á föstudög- um og dreifum um alla Evrópu á þriðjudagsmorgni.“ Auðveldari lestun og losun Linda segir það hafa verið algjöra nýjung að hefja siglingar frá landinu mjög seint í vikunni. „Þetta er eitt- hvað sem útflytjendur á fiskiafurðum voru að kalla eftir og til baka er mik- ill flutningur, í gegnum Holland kem- ur mikið af innflutningi til Íslands og þetta hefur gengið mjög vel. Við fundum þörf fyrir það að búa til fljóta lausn til og frá Skandinavíu.“ Smyril Line er eina skipafélagið sem býður upp á ferjuskipaflutninga á Norður-Atlantshafi, eða svokallaða RO/RO (e. Roll On-Roll Off) vöru- flutninga, þar sem varan er flutt í tengivögnum sem keyrðir eru um borð í skipin, útskýrir framkvæmda- stjórinn. Hún segir aðferðina tryggja bæði vandaða og örugga vörumeð- höndlun, hvort sem um er að ræða frysti- eða kælitengivagna eða flutn- ing á öðrum varningi. Með nýrri siglingaleið Akranes frá Hirsthals til Þorlákshafnar styttist flutningstími frá Skandinaviu til Ís- lands. „Það sem okkur finnst spenn- andi – og við höfum heyrt frá mark- aðnum líka – er áhugi innflutnings- aðila á stuttum flutningstíma því með þvi minnkar lagerhald og fjárbind- ing. Þannig verður hægt að skila vöru til klukkan þrjú á föstudegi og hún er komin á áfangastað síðdegis á mánudegi. Í skipaflutningi þykir þetta mjög hratt. Í útflutningi erum við líka að bjóða nýja lausn. Þú getur sent út á mánudagskvöldi og afurðin er komin í dreyfingu aðfararnótt föstudags um alla Evrópu. Þetta er alveg nýtt á Íslandi og gerir það mögulegt að koma beint inn á veit- ingahúsamarkaði eða í vinnslu,“ seg- ir Linda. Hún útskýrir að fyrirtækinu sé kleift að sinna flutningum með þess- um hraða vegna þriggja samverk- andi þátta. Það taki styttri tíma að sigla til Þorlákshafnar, styttri tíma að losa og lesta auk þess sem skipin séu mjög hraðskreið, en þau sigla á tuttugu mílna hraða. Stærri markaður á Suð-Vesturlandi Sem fyrr segir kemur Akranes í fyrsta skipti til hafnar hér á landi í janúar og með því er flutningsgeta félagsins um Þorlákshöfn tvöfölduð. Spurð hvort horft sé fram á áfram- haldandi vöxt hjá Smyril Line, segir Linda svo vera. „Já við gerum það. Við teljum að þessi lausn muni henta mjög vel og hefur hún hentað Fær- eyjingum síðan 1982. Í rauninni hef- ur Norræna verið að sigla til Íslands frá 82 en var fyrstu árin einungis að sigla á sumrin þannig að aðeins var hægt að flytja á sumrin, en síðan 2011 hefur verið Norræna siglt allt árið til og frá Íslandi. Inn- og útflytjendur hafa alltaf þekkt þessa leið [um Seyðisfjörð] en stærsti innflutnigs markaðurinn er á Suð-Vesturlandinu, þannig að við höfum verið koma okkur fyrir þar líka. Við sjáum fyrir okkur tækifæri á Íslandi, við hlustum bara á mark- aðinn, sjáum hvað honum vantar og reynum að koma til móts við það,“ segir hún. Mikilvægt að fjárfesta í höfninni Framkvæmdastjórinn segir mikil- vægt fyrir fyrirtækið að samgöngur til og frá Þorlákshöfn á landi séu góð- ar enda fara flutningar þess til og frá höfuðborgarsvæðinu um Þrengslin. Hún bendir hins vegar á að með stað- setningunni sé einnig verið að sinna talsverðum flutningum á Suðurlandi. „Það skiptir líka miklu máli að það verði áframhaldandi þróun á höfninni í Þorlákshöfn. Það þarf að laga höfn- ina, það þarf að stækka hana. Þessi skip sem við erum að koma með eru stærstu skipin sem komast í höfnina og við vonum að þarna verði fjárfest í að laga hafnarsvæðið. Þá gætum við kannski einnig notað stærri skip.“ Tvöfalda flutningsgetu um Þorlákshöfn Nýtt skip Smyril Line, Akranes, kemur í fyrsta sinn til hafnar í Þorláks- höfn í næsta mánuði og frá þeim tíma munu tvö skip sigla þaðan til Dan- merkur. Framkvæmda- stjórinn segir fyrirtækið bjóða íslenskum mark- aði einstaka lausn í hröðum siglingum. Skipið Akranes mun hefja siglingar til Þorlákshafnar í janúar. Fyrir siglir Mykines til hafnarinnar og eru bæði skipin þannig gerð að siglt er með vagna í stað gáma. Morgunblaðið/Arnþór Birkisson Linda B. Gunnlaugsdóttir, framkvæmdastjóri Smyril Line á Íslandi, segir tækifæri til frekari vaxtar. Ljósmynd/Smyril Line Óseyrarbraut 12, 220 Hafnarfirði | Klettagörðum 5, 104 Reykjavík | stolpigamar@stolpigamar.is Gámaleiga Er gámur lausnin fyrir þig? Við getum líka geymt gáminn fyrir þig 568 0100 stolpigamar.is HAFÐU SAMBAND Búslóðageymsla ❚ Árstíðabundinn lager ❚ Lager ❚ Sumar-/vetrarvörur Frystigeymsla ❚ Kæligeymsla ❚ Leiga til skemmri eða lengri tíma

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.