Morgunblaðið - 20.12.2019, Qupperneq 26
26 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. DESEMBER 2019
www.valka.is
GLEÐILEGRA JÓLA
Vi óskum vi skiptavinum & landsmönnum öllum
og farsældar á komandi ári me ökkum
fyrir ári sem er a lí a
Ekki eru miklar líkur á því að Haf-
rannsóknastofnun breyti ráðgjöf sinni
hvað varðar útgefnar veiðiheimildir í
ýsu á þessu fiskveiðiári. „Við myndum
ekki samkvæmt þeim forsendum sem
við höfum gefa út breytta ráðgjöf,“
segir Guðmundur Þórðarson, sviðs-
stjóri botnsjávarsviðs hjá Hafrann-
sóknastofnun. Hann segir að það
myndi vera algjör undantekning að
kæmi ráðgjöf sem myndi hafa áhrif á
þetta fiskveiðiár. „Það þyrfti eitthvað
stórkostlegt að breytast til þess að við
myndum breyta ráðgjöf okkar.“
Það sem af er fiskveiðiárinu hafa
smábátar fengið talsvert magn af ýsu
með þorsknum og voru smábátaútgerð-
irnar búnar að veiða 54% af veiðiheim-
ildum sínum í ýsu á fyrsta fjórðungi
fiskveiðiársins, borið saman við 43% á
sama tíma á síðasta fiskveiðiári. Hefð-
bundið er að þessar útgerðir hafa get-
að leigt ýsukvóta en hann er af skorn-
um skammti þar sem aflamark í ýsu
var lækkað um 25% milli fiskveiðiára.
Örn Pálsson, framkvæmdastjóri
Landssambands smábátaeigenda, hefur
sagt hættu á því að starfsemi útgerða
gæti stöðvast fá þær ekki aðgang að
ýsukvóta.
Guðmundur segir stefnt að því að
skoða stöðu ýsustofnsins í hefðbundnu
vorralli Hafrannsókna- stofnunar og að
ný ráðgjöf verði gefin út í júní á næsta
ári með hefðbundnu sniði, „nema eitt-
hvað mjög stórkostlegt kæmi upp.“
Þá hefur Kristján Þór Júlíusson,
landbúnaðar- og sjávarútvegsráð-
herra, lýst því yfir að hann hyggst ekki
breyta aflareglu fyrir fiskveiðiárið
2019/2020 og mun hann því ekki knýja
Hafrannsóknastofnun til að endurskoða
stofnmat sitt og útreikninga um afla-
mark.
Breyta ekki
ráðgjöf í ýsu
Gunnlaugur Snær Ólafsson
gso@mbl.is
Um áramót taka gildi lög um töku gjalds vegna
fiskeldis í sjó og fiskeldissjóð. Lögin, sem sam-
þykkt voru á Alþingi 19. júní, gera ráð fyrir að
innheimt sé auðlindagjald af fyrirtækjum sem
starfrækja sjókvíaeldi og að „fjárhæð gjalds á
hvert kílógramm slátraðs lax skal miðast við
meðaltal alþjóðlegs markaðsverðs á atlantshafs-
laxi frá ágúst til október næst fyrir ákvörð-
unardag.“
„Gert er ráð fyrir að gjaldið hækki í sjö áföng-
um á jafn mörgum árum. Fyrst verður innheimt
eftir nýju lögunum nú á nýju ári. Stofn gjaldsins
er magn slátraðs fisks og ræðst gjaldtöku-
prósentan af heimsmarkaðs- verði á laxi eins og
það var á tímabilinu ágúst til október fyrir
næsta ákvörðunardag. Þeim mun hærra sem
verðið er verður gjaldahlutfallið hærra og öfugt.
Gjaldtakan á næsta ári markast því af heims-
markaðsverði á tímabilinu ágúst til október á
þessu ári. Miðað við langtímahorfur um heims-
markaðsverð má vænta þess að miðað við þá að-
ferðafræði sem lög kveða á um verði gjaldtakan
samkvæmt hæstu prósentunni,“ segir í svari
Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) er leit-
að var eftir viðbrögðum talsmanna fiskeldis-
stöðva.
Bent er á í svarinu að undanfarin ár hefur
verið innheimt annað sértækt gjald sem rennur
í Umhverfissjóð sjókvíaeldis og að í vor hafi ver-
ið ákveðið að hækka gjaldið um 66 prósent, en
stofn þessa gjalds eru útgefin leyfi óháð eig-
inlegri framleiðslu. Þá tekur langan tíma að
breyta útgefnum starfsleyfum og rekstrar-
leyfum í raunverulega framleiðslu. „Fyrstu árin
fellur til mikill kostnaður við margvíslega fjár-
festingu og uppbyggingu á lífmassa. Á þessum
tíma greiða fyrirtækin þó í Umhverfissjóðinn; á
næsta ári 66% hærra gjald en í ár. Slík gjaldtaka
bitnar því hlutfallslega þyngra á fyrirtækjum á
uppbyggingarskeiði.“
Áhrif á fjárfestingar
Í ljósi þessa þykir SFS óhjákvæmilegt að gjald-
taka á hvert framleitt kíló verður mjög mismun-
andi eftir fyrirtækjum. „Enda staða þeirra, eðli
málsins samkvæmt, misjöfn af fyrrgreindum
ástæðum. Fyrirtækin eru einfaldlega í mismun-
andi færum til að nýta leyfin til fullrar fram-
leiðslu.“
Þegar fyrirtækin eru komin í þá stöðu að full-
nýta leyfi og hinn nýi sértæki skattur á fiskeld-
isfyrirtæki er að fullu kominn til framkvæmda
má ætla að sérstök skattheimta ríkisins á fisk-
eldisfyrirtæki nemi um 27 krónum á kíló, stað-
hæfir SFS. „Þá er ótalin önnur almenn skatt-
heimta á atvinnurekstur auk margs konar
gjaldtöku sveitarfélaga sem í ýmsum tilvikum er
verulega umfram það sem þekkist í ýmsum sam-
keppnislöndum okkar.
Það gefur auga leið að skattheimta af þessu
tagi mun hafa áhrif á rekstur fyrirtækjanna,
samkeppnishæfni þeirra á alþjóðlegum mörk-
uðum og getu þeirra til fjárfestinga til lengri og
skemmri tíma.“
Auðlindagjald frá áramótum
Auðlindagjald á fiskeldi verður
innheimt frá áramótum og mun
það hækka í áföngum næstu sjö
árin. Talið er að gjaldið muni
nema um 27 krónum á kíló þeg-
ar það er komið til fram-
kvæmdar.
Morgunblaðið/Helgi Bjarnason
Áukin gjaldheimta af íslensku fiskeldi getur haft veruleg áhrif á samkeppnisstöðu greinarinnar.