Morgunblaðið - 20.12.2019, Side 34

Morgunblaðið - 20.12.2019, Side 34
Ó tvírætt er að á eyju í norð- anverðu Atlantshafi sé líklegt að verði vont veð- ur og eru landsmenn margir hverjir vanir ýmsum uppákomum enda hefur oft blásið rækilega hér á landi, jafnvel á síðustu árum. Þá er heldur algengt að ýmsir bátar laskist í slæmu veðri þrátt fyr- ir að lagt hafi verið kapp á að tryggja landfestar og ganga frá öll- um búnaði. Mesta hættan er þó kannski ekki af veðrinu sjálfu heldur því að fólk verði værukært og búist við að næsta óveður verði svipað og síðast þegar allt gekk vel, tali veðrið jafn- vel niður. Er þá hætta á því að ekki verði gerðar viðhlítandi ráðstafanir til þess að mæta veðurguðunum, en eins og kom bersýnilega í ljós í síð- ustu viku getur veðurofsinn jafnvel komið gömlum jálkum á óvart. Þykir líklegt að óveður færist aft- ur yfir landið á einhverjum tíma- punkti og sem betur fer eru veður- athuganir nægilega nákvæmar til þess að hægt sé að búa sig undir slíkt með þokkalegum fyrirvara. Íslensk veðrátta ekki ný af nálinni Ef stefnt er að því að forðast tjón vegna veðurs er líklega best að gera ávallt ráð fyrir því versta. Morgunblaðið/Golli Togarinn Lómur II slitnaði frá bryggju í veðurofsa og strandaði í smábátahöfnini í Kópavogi 2008. Morgunblaðið/Reynir Sveinsson Maggi Jóns KE-77 strandaði í Sandgerðishöfn í hvassviðri 2004. Morgunblaðið/Golli Í óveðri árið 2015 sökk Sæmundur fróði, bátur Háskóla Íslands, í höfninni í Reykjavík. Morgunblaðið/Eggert Mikið tjón varð í Vestmannaeyjum þegar óveður skall á með miklum látum 2015. Morgunblaðið/Kristinn Ben. Í nóvember 2007 átti Björgunarfélag Hornafjarðar fullt í fangi með að festa smábáta sem losnuðu. Morgunblaðið/RAX Í fárviðrinu árið 1977 lentu skipi uppi í fjöru á Stokkseyri. Morgunblaðið/Hafþór Bátarnir í Húsavíkurhöfn velktust um í vonskuveðri í mars 2014 þegar óveður gekk yfir norðanvert landið. 34 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. DESEMBER 2019

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.