Morgunblaðið - 20.12.2019, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 20.12.2019, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. DESEMBER 2019 G U N N A R JÚ L A R T Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Þ að á við um sjávarútveginn eins og allar greinar atvinnulífsins að allt of sjaldan gefst tækifæri til að reyna að spá fyrir um framtíðina og virkja heilasellurnar til að finna sniðugar nýjar lausnir. Daglegur rekstur er alveg nógu krefjandi og svo er það líka þann- ig að hugsunarháttur fólks á það til að festast innan ákveðins ramma og þarf oft einhvern utanaðkomandi til að rýna í áskoranirnar og tækifærin frá alveg nýju sjónarhorni til að kveikja almennilega á perunum. Glöggt er gests augað, segir máltækið. Ný stétt hefur komið fram á sjónarsviðið til að bregðast við þessari þörf. Framtíðar- fræðingar (e. futurists) eru kallaðir að borð- inu þegar stofnanir og fyrirtæki vilja leggjast í ítarlega naflaskoðun. Helga Jósepsdóttir er sjálfstætt starfandi framtíðarfræðingur með aðsetur í Madríd á Spáni þar sem hún er jafnframt aðjúnkt við IE Business School, óravegu frá æskuslóðunum á Eskifirði. Helga ritar áhugaverða hugleiðingu í nýút- komnu riti Sjávarklasans, Bak við yztu sjón- arrönd, þar sem hún hvetur greinina til dáða og segir íslenska sjávarútvegsgeirann geta haft afgerandi og jákvæð áhrif á heiminn. Henni þætti gaman ef sjávarútvegsfyrirtæk og hagsmunasamtök þeirra gerðu meira að því að nýta krafta framtíðarfræðinga enda næsta víst að þannig komi verðmæt þekking, innsæi og hugmyndir upp á yfirborðið. Leita innblásturs víða Framtíðarfræðingar nálgast verkefni sín með ólíkum hætti en Helga segir ekki óalgengt að fyrst af öllu þurfi að ráðast í ítarlega rann- sóknarvinnu. „Í mínu tilviki fara oftar en ekki um þrjár vikur í að skoða viðkomandi grein mjög vandlega, hvaða hugmyndir eru þegar á sveimi og verkefni í pípunum. Hér kemur sér vel að þekkja þróunina sem víðast í atvinnu- lífinu innanlands og erlendis og mögulega koma auga á leiðir til að yfirfæra þekkingu og lausnir frá einu sviði yfir á annað. Út- gangspunktur í minni ráðgjöf er ætíð að virð- ing og nýting séu höfð að leiðarljósi: að fyrir- tæki og stofnanir umgangist starfsfólk sitt, viðskiptavini og umhverfi af virðingu og leit- að sé lausna til að láta sem minnst fara til spillis, bæði af tíma, orku, erfiði og hráefn- um.“ Afrakstur þessa fyrsta skrefs í starfi fram- tíðarfræðingsins er yfirleitt í formi ítarlegrar skýrslu og kynningar, þar sem bæði er gefið gott yfirlit yfir sviðið, helstu straumar í ný- sköpun eru skilgreindir og kastljósinu beint að áhugaverðustu tækifærunum til umbreyt- ingar fyrir fyrirtækið eða stofnunina sem í hlut á. „Oftast er framtíðarfræðingurinn í mestu sambandi við framkvæmdastjóra eða aðra háttsetta stjórnendur innan fyrirtækja, s.s. markaðsstjóra, yfirmenn nýsköp- unardeilda o.þ.h. og eftir grunnrannsóknina vinnur hann samhliða þeim að því að leggja drög að nýrri vöru eða þjónustu og finna leið- ir til að koma enn betur til móts við við- skiptavinina og þeirra þarfir,“ segir Helga en viðfangsefni framtíðarfræðinga spanna allt frá stuttum og afmörkuðum verkefnum yfir í að þeir séu reglulegir gestir hjá fyrirtækjum um árabil og liðsauki þeirra í stefnumótun og hugmyndavinnu. Tækifæri blasa við Þegar hún horfir yfir sviðið í sjávarútvegin- um segir Helga að það fyrsta sem blasi við séu tækifæri sem snúa að bættri nýtingu. „Talað er um að af þeim skepnum sem mann- fólkið nýtir sér til matar fari um 40-50% af hverju dýri til spillis. Í sjávarútvegi fer strax mikið af slógi beint út í sjóinn áður en komið er með aflann í land og víða í vinnsluferlinu sjáum við úrgang verða til sem hægt væri að breyta í verðmæti með réttum aðferðum og hugviti. Það er mjög margt gert tengt sjávar- útveginum á Íslandi á þessu sviði, en alltaf má gera betur, og ég myndi ekki vilja sjá að nein framleiðslulína í heiminum bjóði upp á það að hluti hráefnisins sem fer í inn í hana, geti farið út úr henni án þess að gegna fyr- irfram ákveðnu hlutverki,“ segir Helga. „Þá hefur greinin ekki mikið sinnt þjón- ustuhönnun, þ.e. að gaumgæfa þarfir og óskir viðskiptavina, og sjómanna, og finna nýjar og sniðugar leiðir til að bæta upplifun þeirra af að kaupa, veiða, vinna og neyta sjávarafurða. Gott dæmi um árangurinn sem næst þegar þessu er vel sinnt er hvernig Niceland leyfir kaupendum að rekja slóð fisksins sem þeir kaupa allt frá miðum til verslunar eða veit- ingastaðar. Margt fleira er í deiglunni, eins og bálkakeðja og gagnagnótt, og þarf oft ekki annað en að kunna að spyrja réttu spurning- anna til að koma auga á hvernig nýjar stefn- ur og straumar í tækni og neysluvenjum geta nýst sjávarútveginum.“ Sjávarútvegurinn með augum fram- tíðarfræðings Gagnlegt væri fyrir greinina að fá utanaðkomandi sérfræðinga til að rýna í tækifæri og áskoranir og leita ferskra lausna. Helga Jósepsdóttir segir framtíðarfræðinga fyrst af öllu leggjast í ítarlega rannsóknarvinnu og starfa náið með æðstu stjórnendum til að koma auga á sniðugar lausnir og mögulegar hættur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.