Morgunblaðið - 20.12.2019, Qupperneq 38
38 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. DESEMBER 2019
Ásgeir Ingvarsson
ai@mbl.is
U
m allan heim eru bæði
neytendur, fyrirtæki og
stjórnvöld að vakna til vit-
undar um hættuna af
plastmengun í hafinu.
Reglulega má sjá í fréttum og á sam-
félagsmiðlum ljótar myndir af
ströndum þöktum plastumbúðum og
veiðarfærum, og
af fuglum, spen-
dýrum sem festast
í plastruslinu eða
gleypa það.
Georg Haney,
umhverfisfræð-
ingur hjá Haf-
rannsóknastofnun,
segir rannsóknir á
plastmengun í
hafinu umhverfis
Ísland á byrjunarstigi. Smám saman
eru vísindamenn að öðlast betri
þekkingu á umfangi, samsetningu,
áhrifum og uppruna plastsins í sjón-
um og ýmis verkefni í gangi víða um
heim sem vonandi munu draga úr
losun plastúrgangs í hafið.
„Í tilviki Íslands berst plast út í sjó
með ýmsum leiðum, s.s. þegar rusl
fýkur út á haf eða þegar plastvörum
er sturtað ofan í klósettið svo þær
fljóta með skólpi út í sjó. Þegar geng-
ið er eftir strandlengjunni eru það
aftur á móti veiðarfærin sem eru
sýnilegust, og oft að eftir vonsku-
veður má finna í fjörum net og annan
veiðibúnað sem skip hafa glatað og
hefur líkast til verið á sveimi í sjón-
um um langt skeið.“
Eru að byrja að mæla
og skilja vandann
Erfitt er að svara því hversu alvar-
legur plastmengunarvandinn er.
Georg segir ekki hægt að mæla í töl-
um það tjón sem sk. drauganet valda,
þegar þau losna frá skipum og berast
um hafið og halda áfram að veiða og
drepa fisk. Eins er erfitt að fullyrða
um áhrif af örplasti á fæðukeðjuna
og ýmsa lífræna ferla í hafinu. „Plast
sem berst út í sjó getur velkst þar
um í áratugi en í tilviki veiðarfæra þá
má ætla að þau trosni smám saman
upp og fangi þá ekki lengur fisk eða
aðrar sjávarlífverur með sama hætti
og heil net. Plastið dreifist um allt
hafið, og mikið af því endar á hafs-
botni frekar en að fljóta á yfirborðinu
og berast upp á strendur,“ útskýrir
Georg og bætir við að svo mikið sé af
plasti í íslensku lögsögunni að þegar
Hafró geri tilraunaveiðar umhverfis
landið til að mæla stofnstærðir helstu
tegunda þá komi undantekningalaust
eitthvað af plasti upp með hverju
holli sem dregið er um borð.
Góðu fréttirnar eru m.a. þær að ís-
lenskir sjómenn þykja núna passa
mjög vel upp á veiðarfærin sín og
sýna t.d. endurvinnslutölur að það
heyrir til algjörra undantekninga að
net glatast. „Það gerir það enginn að
gamni sínu að henda veiðarfærum í
sjó og er búnaður um borð í flestum
skipum til að ná aftur veiðarfærum
sem losna. Þá eiga Norðurlandaþjóð-
irnar í samstarfi um verkefni þar
sem öll veiðarfæri eru merkt viðkom-
andi útgerð og hægt að rekja upp-
runa og ferðalag veiðarfæra sem
finnast í reiðileysi.
Umgangast plast af ábyrgð
Þá hafa mörg lönd gripið til þess ráðs
að ýmist bæta sorphirðu svo að plast-
úrgangur frá heimilum og fyrir-
tækjum berist ekki út í ár og fljót og
þaðan út í hafið, og jafnvel á sumum
stöðum að lagt hefur verið blátt
bann við notkun plastpoka og plast-
umbúða. Í dag eru einnota plastpok-
ar t.d. ekki fáanlegir á Ítalíu, í Kína
og Bangladess, og á Indlandi hyggj-
ast stjórnvöld ganga svo langt að
smám saman útrýma einnota plast-
vörum og plastumbúðum.
Georg segir mikilvægt að sem
flestir séu meðvitaðir um ábyrga
plastnotkun og rétta meðferð á
plastúrgangi. „Þrátt fyrir alls kyns
reglur og bönn getur það valdið
töluverðu tjóni ef nokkrir svartir
sauðir leynast inni á milli. Þá mun
hreinsunarstarf þurfa að halda
áfram löngu eftir að búið er að ná
tökum á því að nýtt plast berist ekki
út í sjóinn, og unnið hefur verið
merkilegt hreinsunarstarf hér á
landi á vegum hópa eins og Bláa
hersins.“
Er vonandi að takist að leysa
vandann, og kveðst Georg meira
bjartsýnn en svartsýnn. „Það er já-
kvætt að mjög virk umræða á sér
stað og farið er að grípa til aðgerða,
en á móti kemur að við erum að
mörgu leyti enn á frumstigi aðgerða
og rannsókna og vonandi að
framþróunin á komandi árum verði
ör svo að takist að afstýra því að
vandinn vaxi frá því sem nú er.“
Plastmengun tekin alvarlega
Smám saman er skiln-
ingur heimsbyggðar-
innar á umfangi og
áhrifum plastmengunar
í hafinu að aukast.
Aðgerðir víða um heim
gefa tilefni til bjartsýni
þó að enn sé langt í land.
AFP
Hollenski frumkvöðullinn Boyan Slat kynnir hreinsipramma sem hannaður hefur verið til að fjarlægja plast og annan
úrgang sem flýtur á yfirborði sjávar og niður stórfljót. Í mengaðri á gæti tækið fangað um 50 tonn af rusli daglega.
Morgunblaðið/Bogi Þór Arason
Alíslenskur grámávur flýgur keikur með plast í gogginum. Plastið berst með
ýmsum leið um út í sjó og skiptir góð sorphirða og rétt urðun miklu máli.
Georg Haney
Ljósmynd/Hafró - Svanhildur
Sjálfboðaliði hreinsar plast og annan úrgang úr sjó við eyjuna Zakynthos á Grikk-
landi. Byrjað er að mæla umfang plastmengunar í hafinu umhverfis Ísland.
AFP
Drengur í Bangkok syndir í sundlaug sem búið er að fylla af plastflöskum til að vekja athygli á plastmengun í höfunum. Brýnt er að reyna að halda höfunum hreinum.