Fréttablaðið


Fréttablaðið - 30.11.2002, Qupperneq 1

Fréttablaðið - 30.11.2002, Qupperneq 1
BARNASPEKI Alltof mikið álag að vera barn bls. 34 Þverholti 9, 105 Reykjavík — sími 515 7500 Laugardagurinn 30. nóvember 2002 Tónlist 32 Leikhús 32 Myndlist 32 Bíó 34 Íþróttir 10 Sjónvarp 36 KVÖLDIÐ Í KVÖLD JÓLATRÉ Jólaljósin verða tendruð á Hamborgartrénu á Miðbakka Reykjavíkurhafn- ar í dag. Þetta er í 37. sinn sem ljós verða tendruð á Hamborgartrénu. Gefandi trésins er Hamborgarhöfn en það er þakk- lætisvottur til íslenskra sjómanna. Ljósin verða tendruð klukkan 17:30 og syngur barna- og ung- lingakór Dómkirkjunnar jólalög við athöfnina. Ljósin tendruð STJÓRNMÁL Sjálfstæðismenn ganga frá niðurröðun á framboðslista sína í þremur kjördæmum í dag, í Suð- vesturkjördæmi, Norðausturkjör- dæmi og Suðurkjördæmi. Þar með ræðst að líkindum pólitísk framtíð Kristjáns Pálssonar innan Sjálf- stæðisflokksins. Kjördæmisþing afgreiðir tillögu þar sem Kristjáni er ekki ætlað sæti. Þá stillir Sam- fylkingin í dag upp á framboðslista sinn í Norðvesturkjördæmi. Gengið frá listum FRUMSÝNINGAR Möguleikhúsið við Hlemm frumsýnir í dag Jólarósir Snuðru og Tuðru í leikgerð Péturs Eggerz. Sýningin hefst klukkan 14:00. Þá frumsýnir Möguleikhúsið klukkan 16:00 í dag leikritið Hvar er Stekkjastaur? eftir Pétur Eggerz en hann stýrir báðum sýningunum. Jól í leikhúsi FRÆGÐ Bowie bauð góðan dag LAUGARDAGUR 241. tölublað – 2. árgangur bls. 22 NAFNIÐ Gamla skellti hurðum bls. 16 REYKJAVÍK Suðaustan 10-15 og rigning. Hiti verður á bilinu 5 til 10 stig. VEÐRIÐ Í DAG VINDUR ÚRKOMA HITI Ísafjörður 10-15 Rigning 9 Akureyri 8-13 Rigning 7 Egilsstaðir 8-13 Skýjað 6 Vestmannaeyjar 3-8 Skúrir 9 ➜ ➜ ➜ ➜ + + + + STJÓRNMÁL „Þessar hótanir hafa bæði verið undir rós og ekki, í síma og úti á götu,“ segir Ellert Eiríksson, formaður kjörnefndar sjálfstæðismanna í Suðurkjör- dæmi, en fjölskylda hans hefur orðið fyrir verulegu ónæði vegna þróunar framboðsmála flokksins í kjördæminu. „Þeir geta djöflast í mér eins og þeir vilja en ég vil halda konu minni og dóttur fyrir utan þetta. Konan kveinkaði sér og var að kikna undan þessu,“ seg- ir Ellert. Kristján Pálsson alþingismað- ur, sem ekki var stillt upp á lista sjálfstæðismanna í Suðurkjör- dæmi, segir hótanirnar ekki frá sér komnar og hann harmi þær. Ljóst er því að það eru stuðnings- menn hans sem hafa þær í fram- mi: „Það er verið að skamma konu mína og dóttur fyrir misgjörðir sem hafa ekki átt sér stað. Við í uppstillingarnefndinni erum ekki vísvitandi að koma manni fyrir kattarnef eins og ætla mætti af hótununum. Þetta er ómaklegt,“ segir Ellert. ■ Ellert Eiríksson um hótanir vegna framboðsmála: Konan var að kikna FRAMBOÐ Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, og Jón Kristjánsson, heilbrigðis- og tryggingamálaráð- herra, munu takast á um fyrsta sætið á lista Framsóknar- flokksins í Norð- austurkjördæmi. Valið verður í 10 efstu sætin á aukakjördæmisþingi 11. janúar næstkomandi og verður kosið um öll sætin í einu. „Ég býð mig fram til að leiða lista Framsóknarflokksins og skipa 1. sætið,“ segir Valgerður og bætir við að hún leggi verk sín óhikað undir dóm kjósenda. Það gerir Jón Kristjánsson líka en hann var fyrri til að gera tilkall til 1.sætisins. Aðrir blanda sér ekki í slaginn um toppsætið. Viðmælendur blaðs- ins eru fleiri á því að Valgerður hafi betur í slagnum, hún hafi mun stærra kjördæmi á bakvið sig en Jón, ef litið er til eldri kjördæma- skipunar en baráttan ku háð á þeim nótum. Þó sækir Valgerður líka fylgi í gamla Austurlandskjör- dæmi, getur þar flaggað byggingu álvers með tilheyrandi uppbygg- ingu. Á móti segja fylgismenn Jóns að hann sé traustur fram úr hófi, hafi landað með ágætum öllum þeim erfiðu málum sem á hans borð hafa borist og geti ekki síður sótt fylgi í vígi Valgerðar. Spennan er ekki síðri þegar kemur að 3. sætinu. Þrjú hafa þeg- ar gert tilkall til þess og sækja það stíft en þau eru Þórarinn Egill Sveinsson, formaður kjördæmis- sambands flokksins í Norðaustur- kjördæmi, Daníel Árnason og Dagný Jónsdóttir, formaður Sam- bands ungra framsóknarmanna. Á góðum degi ætti þriðja sætið að vera þingsæti og því mikið í húfi. Aðrir sem þegar hafa stimplað sig inn fyrir aukakjördæmisþing- ið eru Birkir Jón Jónsson, aðstoð- armaður félagsmálaráðherra, Skafti Ingimarsson, formaður ungra framsóknarmanna á Akur- eyri, Arngrímur Viðar Ásgeirsson og Katrín Ásgrímsdóttir, systir Halldórs Ásgrímssonar formanns Framsóknarflokksins. Ekkert þessara hefur sett stefnuna ofar en 4. sætið. Fleiri nöfn gætu bæst við en framboðsfrestur rennur út á morgun. the@frettabladid.is Ráðherrar takast á um toppsætið HALLDÓR ÁSGRÍMSSON Ef það er gott og nauðsynlegt fyrir aðrar Evrópuþjóðir, hvað veldur því að það er ekki gott fyrir Ísland, spurði formaðurinn við upphaf miðstjórnarfundar Framsóknarflokksins í gær. Hann vísaði til umræðna um hugsanlega Evrópusambandsaðild Ís- lendinga og sagði rangt að útiloka aðild um aldur og ævi. Nánar á bls. 2. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T Á góðum degi ætti þriðja sætið að vera þing- sæti og því mikið í húfi. NOKKRAR STAÐREYNDIR UM MEÐALLESTUR FÓLKS Á ALDRINUM 12 TIL 80 ÁRA Á HÖFUÐBORGARSVÆÐINU ER 69,6% SAMKVÆMT FJÖLMIÐLAKÖNNUN GALLUP Í OKTÓBER 2002. Fr é tt a b la ð ið M o rg u n b la ð ið Meðallestur vikunnar meðal 25 til 49 ára samkvæmt fjölmiðlakönnun Gallup frá október 2002 29% D V 80.000 eintök 70% fólks les blaðið Hvaða blöð lesa 25 til 49 ára íbúar á höfuðborgar- svæðinu? 62% 72% debenhams S M Á R A L I N D fia› er einfalt Gjafabréf gle›ja FRÉTTASKÝRING Dómsmál: Dómari tjáir sig um umdeilda dóma ▲ bls. 12 Baráttan um efstu sætin á lista Framsóknarflokksins í Norðausturkjör- dæmi er í fullum gangi. Tveir ráðherrar bítast um toppsætið. Baráttan um 3. sætið verður ekki síður spennandi en þar eru að minnsta kosti þrír kallaðir. Systir flokksformannsins blandar sér í slaginn. REYKJAVÍKURFLUGVÖLLUR Aðstandendur hyggjast vísa málinu til ríkissaksóknara. Rannsókn Skerja- fjarðarslyssins: Rannsókn hætt LÖGREGLUMÁL „Þetta kemur mér ekki á óvart. Niðurstaðan er reg- inhneyksli og segir allt sem segja þarf um gæði rannsóknar lögregl- unnar. Ég efast mjög um þau,“ sagði Friðrik Þór Guðmundsson um þá ákvörðun lögreglu að hætta lögreglurannsókn í tengslum við flugslysið í Skerjafirði 7.ágúst 2000. Flugmaður vélarinnar og fimm farþegar létust. Rannsókn- argögn gefa að mati lögreglu ekki tilefni til frekari aðgerða og er málið því fellt niður. Friðrik Þór krafðist opinberrar rannsóknar, þar sem hann taldi að flugrekandi hefði brotið lög og reglur og það hefði átt sinn þátt í slysinu. „Við munum áfrýja þessari ákvörðun til ríkissaksóknara. Við erum 100% viss um að alvarleg lögbrot voru framin og ætlum að sannfæra saksóknara um að svo hafi verið,“ sagði Friðrik Þór Guð- mundsson. ■ bls. 20 HALLGRÍMUR: Hinir landlausu MIKAEL: 100 árum of seinn bls. 20

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.