Fréttablaðið - 30.11.2002, Page 10
10 30. nóvember 2002 LAUGARDAGURFÓTBOLTI
KRIKKETT
Alex Tudor, leikmaður enska landsliðsins í
krikkett, slær háan bolta fá Brett Lee, leik-
manni ástralska landsliðsins. Fyrstu leikirn-
ir í viðureign liðanna hófust í gær í borg-
inni Perth í Ástralíu.
Einn besti fram-
herjinn í boltanum
Thierry Henry, leikmaður Arsenal, hefur skor-
að 13 mörk á leiktíðinni. Arsene Wenger segist
ekki vilja skipta honum út fyrir nokkurn annan
framherja í heiminum. Hann er talinn líklegur
til að verða valinn knattspyrnumaður Evrópu.
FÓTBOLTI Arsene Wenger, knatt-
spyrnustjóri Arsenal, segist ekki
vilja skipta Frakkanum Thierry
Henry, framherja liðsins, út fyrir
nokkurn annan framherja í heim-
um. Ummælin eru skiljanleg mið-
að við það form sem kappinn hef-
ur verið í að undanförnu.
Henry skoraði þrennu gegn
ítalska liðinu Roma í Meistara-
deild Evrópu í vikunni og sýndi
það og sannaði að hann er einn af
bestu framherjum heimsins. Enda
var Wenger hæstánægður með
frammistöðu landa síns. „Thierry
var stórkostlegur. Hann skoraði
þrjú mismunandi en frábær
mörk.“
Henry var keyptur til Arsenal
frá Juventus árið 1999 fyrir um
1,4 milljarða króna. Fyrsti leikur
Henry var gegn Leicester á ágúst
árið 1999. Hann náði sér ekki á
strik í leiknum enda sjálfstraust
hans lítið eftir erfiða dvöl hjá
Juventus. Eftir smá aðlögunar-
tíma í enska boltanum var orðið
ljóst að Arsenal hafði gert kjara-
kaup. Á næstu leiktíð varð hann
markahæsti leikmaður Arsenal og
leiktíðina þar á eftir, 2001/2002,
átti hann stóran þátt í að tryggja
Arsenal tvöfaldan sigur í deild og
bikar á Englandi. Skoraði hann 32
mörk á leiktíðinni og 24 í ensku
deildinni.
Á þessari leiktíð hefur hinn 25
ára gamli Henry skorað 6 mörk í
Meistaradeildinni og alls 13 á leik-
tíðinni. „Mér hefur aldrei liðið
jafn vel,“ sagði Henry eftir leik-
inn gegn Roma. „Það sést á leik-
vellinum. Ég átti slæman kafla
þegar ég skoraði lítið en ég var
samt að hjálpa liðinu við að skora
mörk og það er eitt af einkennum
mínum. Ef ég er ekki að skora er
ég að hjálpa liðinu að skora. Í
þetta skiptið skoraði ég og það er
alltaf gaman að setja boltann í
netið í Meistaradeildinni og ná
sigri á útivelli.“
Innan við þrjár vikur eru þar
til knattspyrnumaður Evrópu
verður valinn. Þegar eru uppi get-
gátur um að Henry, sem þekktur
er fyrir gífurlegan hraða og mikla
útsjónarsemi á leikvellinum,
verði fyrir valinu. Patrick Vieira,
fyrirliði Arsenal, telur m.a. að
Henry sé besti framherjinn í
heiminum í dag.
Henry hefur skorað 26 mörk í
54 leikjum á árinu og þrátt fyrir
að hafa ekki gert stóra hluti á HM
í sumar með franska landsliðinu
hefur hann sýnt það og sannað að
hann er einn sá besti í boltanum. ■
Sigurganga Dallas stöðvuð á þakkargjörðardaginn:
Ekkert met hjá Mavericks
KÖRFUBOLTI Dirk Nowitzki beit í
efri vörina þegar bjallan gall og
í fyrsta skipti síðan síðasta vor
gekk hann hundsvekktur af velli
þegar Dallas Mavericks tapaði
sínum fyrsta leik í vetur og það
á sjálfan þakkargjörðardaginn.
Indiana Pacers sigraði 110-98 á
heimavelli.
Dallas mistókst þar með að
skrá nafn sitt í sögubækur NBA-
deildarinnar, því fram að tapinu
hafði liðið unnið 14 leiki í röð.
Aðeins tvö lið hafa gert betur og
unnið 15 leiki í röð, Washington
Capitols tímabilið 1948 til 1949
og Houston Rockets tímabilið
1993 til 1994.
Lykilmenn í liði Dallas brugð-
ust því Nowitzki hitti aðeins úr 4
af 20 skotum sínum og Michael
Finley, sem var með 42 stig gegn
Detroit Pistons á miðvikudag-
inn, hitti úr 7 af 20 gegn Indiana.
Jermaine O’Neal leiddi sína
menn í Indiana áfram, en hann
skoraði 28 stig. Ron Artest var
með 20 stig og 11 fráköst. Indi-
ana er með næstbesta árangur-
inn í NBA-deildinni. Liðið hefur
sigrað í 12 leikjum en tapað
tveimur. ■
ÍÞRÓTTIR Í DAG
LAUGARDAGUR
12.30 Skjár 1
Mótor (e)
13.50 Sjónvarpið
Landsmót hestamanna (2:2)
14.00 Framheimili
Handbolti karla (Fram-Grótta/KR)
14.00 Vestmannaeyjar
Handbolti karla (ÍBV-Haukar)
14.00 Akureyri
Handbolti karla (Þór Ak.-HK)
14.00 Austurberg
Handbolti karla (ÍR-Valur)
14.20 Stöð 2
Alltaf í boltanum
14.25 Sjónvarpið
Þýski fótboltinn (Bayern M.-Hertha
Berlin)
14.30 Fylkishús
Handbolti kvenna (Fylkir/ÍR-Stjarnan)
14.30 Ásvellir
Handbolti kvenna (Haukar-Grótta/KR)
14.45 Stöð 2
Enski boltinn (Arsenal-Aston Villa)
16.20 Sjónvarpið
Íslandsmótið í handbolta (ÍR-Valur)
17.00 Sýn
Toppleikir (Toppleikir)
23.30 Sýn
Hnefaleikar - Micky Ward (Micky Ward
- Arturo Gatti)
SUNNUDAGUR
11.45 Sýn
Enski boltinn (Liverpool - Man. Utd.)
14.10 Sýn
Enski boltinn (Newcastle - Everton)
16.10 Sýn
Trans World Sport (Íþróttir um allan
heim)
17.00 Sýn
Meistaradeild Evrópu (Fréttaþáttur)
17.00 Varmá
Handbolti karla (Afturelding-Víkingur)
17.05 Sjónvarpið
Markaregn
18.00 Kaplakriki
Handbolti kvenna (FH-KA/Þór)
18.00 Sýn
NFL (Ameríski fótboltinn)
19.15 Ásgarður
Bikarkeppni karla-karfa (Stjarnan -
UMFG)
19.15 Borgarnes
Bikarkeppni karla-karfa (Skallagrímur -
Keflavík)
19.15 Grundafjörður
Bikarkeppni karla-karfa (Grundarfj. -
Hamar)
19.15 Seljaskóli
Bikarkeppni karla-karfa (ÍR - KR)
19.15 Smárinn
Bikarkeppni karla-karfa (Breiðablik -
Snæfell)
19.15 Varmahlíð
Bikarkeppni karla-karfa (Smári Varm. -
UMFN)
20.00 Kaplakriki
Handbolti karla (FH-Stjarnan)
21.05 Sjónvarpið
Helgarsportið
HENRY
Thierry Henry fagnar einu af þremur mörkum sínum gegn Roma. Það er aðeins tíma-
spursmál hvenær hann undirritar nýjan samning við Arsenal, sem yrði væntanlega til fjög-
urra ára. Henry lék ungur með Mónakó þegar Arsene Wenger var þar við stjórn. Þegar
Henry náði sér ekki á strik hjá Juventus var Wenger ekki lengi að kaupa hann til Arsenal.
AP
/M
YN
D
AP
/M
YN
D
ÍSKALDUR ÞJÓÐVERJI
Hinn þýski Dirk Nowitski reyndi mikið
gegn Indiana Pacers, en hafði ekki erindi
sem erfiði. Hann hitti úr 4 af 20 skotum
sínum í leiknum.
Risar mætast í ensku
úrvalsdeildinni:
Uppgjör á
Anfield
FÓTBOLTI Risaslagur er í ensku knatt-
spyrnunni á morgun. Þá tekur
Liverpool á móti Manchester
United. Arsenal leikur í dag við
Aston Villa á heimavelli. Sigri
Arsenal nær liðið 4 stiga forystu í
úrvalsdeildinni.
Slagurinn á Anfield verður harð-
ur. United þarf nauðsynlega að
sigra til að dragast ekki aftur úr
toppliðunum Arsenal og Liverpool.
Everton, sem er í 3. sæti, leikur
við Newcastle á útivelli á morgun.
Guðni Bergsson er enn meiddur og
leikur því ekki með botnliði Bolton
gegn Manchester City. ■
Glæsileg ítölsk leðursófasett
Model IS 1000 3+1+1og 3+2+1
Litir: Koníaksbrúnt, antikbrúnt,
Burgundy rautt, svart og ljóst
Verð frá aðeins kr. 198.000
Opið mán.–fös. 10–18, lau. 10–16 og sun. 13–16
– gæða húsgögn
Bæjarhrauni 12, Hf.
Sími 565-1234