Fréttablaðið


Fréttablaðið - 30.11.2002, Qupperneq 16

Fréttablaðið - 30.11.2002, Qupperneq 16
30. nóvember 2002 LAUGARDAGUR MINN STÍLL BUXUR Ég fíla alltaf bláa gallabuxnalitinn. Ef þær passa manni eru þær ótrú- lega góðar. Ég smellpassa í þessar. Ef gallabuxur eru snyrtilegar finnst mér þær flottar. Ég fíla ekki götótt- ar buxur. BOLUR Þetta er hvítur hlýrabolur. Ég er yfirleitt í einhvers konar hlýrabol innst. Mér finnst það langþægilegast. Þetta er ekki bara rokk, það er eitthvað ótrúlega gott við þessa boli. ÚR Þetta er uppáhaldsjólagjöf- in mín. Fékk það árið 1997. SKÓR Þetta eru svartir Lloyds skór. Mér finnst gaman að vera með ítalska stílinn og vera vel skó- aður. Góðir skór eru alveg gulls ígildi. Ég á bara þetta eina par í þessari línu. Þeir henta mér alveg rosalega vel. Ég er helst í strigaskóm. Ef ég mætti velja væri ég alltaf í gæðaskóm. En það er náttúrulega stundum slydda og þá gengur maður ekki í Lloyds skóm. BELTI Ég hef aldrei vitað hver hann- aði þetta. Tengdó keypti þetta handa mér. Ég geng hér um bil alltaf með það. Þetta belti veit- ir mér öryggiskennd. Það er náttúrulega viss öryggiskennd fólgin í því að það hjálpar mér að halda uppi buxunum. GIFTINGARHRINGUR Minn stíll er sá að ég er alltaf með giftingahring- inn. Hjónabandið er helsta vinnan mín. SKYRTA Þetta er Gas skyrta. Það er rosalega mikið af hvítum í fataskápnum mín- um. Ég held mig líka alltaf við jarð- arlitina. Þeir tóna vel við mig. Það er fátt annað sem ég leita að. Iðulega svart og hvítt eða eðlilegir jarðlitir. Fólk sér mig ekki oft í öðru. Ég reyni yfirleitt að vera ekki í mjög skreytt- um flíkum. Reyni því meira að hafa skreytingarnar fyrir sjálfan mig. Með örfáum undantekningum til þess að sanna regluna. JÓN JÓSEP SNÆBJÖRNSSON, söngvari Í svörtum fötum NAFNIÐ Ég heiti nú reyndar Guð-munda Rósa, í höfuðið á ömmum mínum,“ segir Rósa Ingólfsdóttir aðspurð um hvern- ig nafnið hennar kom til. „Þegar mamma gekk með mig dreymdi hana draum um langömmu mína, Þorvaldínu Rósu. Þorvald- ína hafði líka birst henni í drau- mi þegar hún gekk með bræður mína, en þá gekk sú gamla um og skellti hurðum. Í þriðja skip- ti sem mamma varð ófrísk dreymdi hana sem sagt að fyrir framan hana væru þrennar dyr. Hún stóð með strákana á hand- leggnum þegar bankað var á dyrnar og opnaði þær hverja á fætur annarri. Bak við þriðju hurðina var Þorvaldína Rósa með útbreiddan faðminn og var að vitja nafns blessunin. Það er ekki nokkur vafi á því,“ segir Rósa. En Guðmunda, amma Rósu, vildi líka að barnið bæri hennar nafn. „Ég hef lítið notað Guðmundunafnið, eiginlega með leyfi ömmu Guðmundu sjálfrar. Hún sagði mér einhvern tímann að henni hefði eiginlega aldrei líkað sérstaklega vel við þetta nafn. Ég hætti að nota það um fjórtán ára aldur, aðallega af því mér finnst það óþarflega langt. Rósa er stutt og laggott og fer lítið fyrir því á blaði. Svo má rekja það til latneskra landa, eins og til dæmis Spánar. Ég elska allt sem er spænskt,“ seg- ir Guðmunda Rósa Ingólfsdóttir að lokum. ■ Rósa Ingólfsdóttir. Gamla skellti hurðum

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.