Fréttablaðið - 30.11.2002, Blaðsíða 21
LAUGARDAGUR 30. nóvember 2002
Minningartónleikar um George Harrison:
McCartney slæst í hópinn
TÓNLIST Paul McCartney hefur
bæst í hóp þeirra sem koma fram
á minningartónleikum um félaga
hans úr Bítlunum George Harri-
son.
Hinn eftirlifandi Bítillinn,
Ringo Starr, Eric Clapton, Tom
Petty og Jeff Lynne eru meðal
þeirra sem höfðu áður samþykkt
að taka þátt í tónleikunum sem
ekkja George Harrisons er að
skipuleggja. Tónleikarnir verða
haldnir í Royal Albert Hall þegar
ár er liðið frá því Harrison tapaði
baráttu sinni við krabbamein. All-
ir ágóði af tónleikunum verður
gefinn til góðgerðarstarfsemi. ■
EMINEM
Hefur fengið fjölda tilboða um aðalhlut-
verk í kvikmyndum.
Eminem til Englands:
Risatónleik-
ar næsta
sumar
TÓNLEIKAR Til stendur að Eminem
haldi röð tónleika í Englandi á
næsta ári og segir náinn sam-
starfsmaður rapparans samninga-
viðræður standa yfir við tónleika-
haldara um „risavaxna tónleika“.
Hefur verið minnst á staði eins og
Milton Keynes Bowl í Suður-
Englandi í þessu samhengi. Ann-
ars er það af Eminem að frétta að
honum hefur borist gífurlegur
fjöldi tilboða um aðalhlutverk í
kvikmyndum og er jafnvel búist
við því að hann verði tilnefndur til
Óskarsverðlauna. Rapparinn
kjaftfori, sem heitir réttu nafni
Marshall Bruce Mathers III, er
því hættur við þá fyrirætlun sína
að láta hlutverk sitt sem Rabbit í
myndinni 8 Mile verða sitt fyrsta
og síðasta framlag til kvikmynda-
heimsins. ■
Dómari í bókakeppni:
Las ekki
bækurnar
BÆKUR Einn dómaranna sem völdu
bók bandaríska sagnfræðingsins
Robert Caro, Master of the
Senate, þriðja bindið í ævisögu
Lyndon B. Johnsons, fyrrum
Bandaríkjaforseta, bestu bók árs-
ins í National Book Awards hefur
viðurkennt að hafa ekki lesið
nærri allar bækurnar sem voru
tilnefndar.
Michael Kinsley segist hafa
samþykkt að dæma í keppninni til
að fá ókeypis bækur. Um bókina
sem hann dæmdi besta sagði
hann: „Á sex til sjö ára fresti
sendir Robert Caro frá sér enn
einn doðrantinn í víðfrægri ævi-
sögu Lyndons Johnsons, nú er
komið 6. bindi, Leikskólaárin,
fyrsti hluti.“ Caro hefur stundum
verið sagður segja stuttar sögur í
löngu máli. ■
PAUL MCCARTNEY
Minnist félaga síns úr Bítlunum ásamt öðrum frægum tónlistarmönnum.
Aðventukransar -
skreytingar við öll tækifæri
Gjafavara í úrvali -
ný kertaskreyting
Birkihlíð, öðruvísi blómabúð
Dalvegi 32 s. 564 2480 www.birkihlid.is